Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1992 Jeremy Irons ber andlitið vel sem honum var sagt fyrir 20 árum að væri of fellt og gamal- dags til þess að hann gæti nokkru sinni náð langt í leiklistarheiminum. að ég tel að það sé röng ástæða til að velja mynd,“ segir Irons, „Maður velur að gera myndir sem telja má að verði góðar, annars vaknar maður upp í eltingarleik við samnefnara auðvirðu og lúalegra þátta.“ Hann leikur föður sem legg- ur girndarhug á kærustu sonar síns, í nýjustu mynd franska leikstjórans Louis Malle, og þurfti meðal annars að leika í ástríðuþrungnum atriðum ásamt mótleikkonu sinni, Juliette Binoche, sem er íslenskum kvik- myndahúsagestum að góðu kunn úr Óbærileg- um léttleika tilverunn- ar. Myndin sem heitir „Damage“ er eins og „Waterland" byggð á virtu bókmenntaverki, og er það ágætur vitnis- burður um hvernig Jer- emy velur sér handrit, en margar þeirra mynda sem hann hefur leikið í gegnum tíðina hafa átt sér bókmenn- talegar fyrirmyndir. Tilboðum rigndi yfir leikarann eftir að hann hreppti hin umtöluðu Óskarsverðlaun fyrir túlkun sína á danska aðalsmanninum Claus von Biilow, en hann kaus að umturna ekki lífi sínu í þágu skrums og almenningshylli. „Eg hef aldrei sóst eftir ríkidæmi. Óskarsverð- launin vann ég með því að taka þær ákvarðanir sem ég hef tekið á ferli mínum, og ég fæ ekki greint neina ástæðu til þess að breyta lífs- markmiðum mínum þó ég hafi unnið til verð- launa.“ Þess má geta að þegar Irons yfirgaf Bristol Old Vic-ieikhús- ið fyrir tveimur áratug- um og lagði út á stóra sviðið, var hann kvaddur af leikhússtjóra nokkrum sem þóttist viss um hvert stefndi og sagði: „Þú hefðir áreiðan- lega getað grætt vel á 4. áratug aldarinnar. En fyrir nútímann er andlitið á þér alveg kolvitlaust; það er of langt, of fellt. Og þú talar gott mál, sem er hreint ekki í tísku nú.“ Leikstjóra þessum vitraðist ekki hið sanna í málinu, að tísk- bundin fyrirbrigði leysa ekki hæfi- leika af hólmi. ÁFANGI Víkingar rændu vini Hafnarfjarðar Hjónin úr Ólafsvík „handtekin“ af illúðlegum víkingum suður í Hafnar- firði á dögunum. Fyrir skömmu fögn- uðu Hafnfirðingar tvö þúsundasta „vini Iíafnarfjarðar", en hin seinni misseri hefur Hafnarfjarðarbær í kynningarskyni safnað „vinum“ um allar jarðir og hefur Upplýsinga- miðstöð ferðamála í Hafnarfirði haft veg og vanda af söfnuninni. Hlutverk hennar er auk þess margþætt eins og nafnið gefur til kynna. Umræddur vinur nr. 2000 var Ágúst Sig- urðsson kaupmaður frá Ólafsvík og var honum boðið til Hafnarfjarðar ásamt konu sinni á dögunum til að kynnast „brandara- og hand- boltabænum". Heimboðið hófst með gjafveitingum og skoðunarferð um borð í elsta skráða ökutæki landsins, „Over- land árg. 1924“ en undir stýri var eigandinn sjálfur Rudolf Kr. Kristinsson. Lá leiðin í Hafna- borg sem er menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar. Eftir kaffiveitingar á þeim bæ fór að hitna í kolunum, því skyndilega réðust víkingar að hjónunum frá Ólafsvík og riðu með þau á fák- um fráum fram í Heiðmörk. Ekki voru þó vígaferli í huga þeirra, heldur var hjónunum boð- ið upp á veitingar í sveitasæl- unni, síld á rúgbrauði, hákarl og brennivín. „Mannráninu“ var af- létt í Fjörukránni undir kvöldið þar sem fram fór víkingaveisla þar sem 60 norrænir gestir sátu einnig undir borðum og urðu vitni að því ásamt þrumuguðin- um Þór, er Ágúst var sæmdur nafnbótinni „heiðursvíkingur".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.