Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1992 BARNAVERNDARMÁL: Morgunblaðið/Sverrir - segir Gunnar Sandholt framkvæmda- stjóri Barna- verndarnefndar Reykjavikur eftir Ingu Dóru Sigfúsdóttur ÁRLEGA eru til meðferðar má! um ellefu hundruð bamafjöl- skyldna hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur. Sextíu þessara mála fara fyrir bamavemdamefnd og á hverju ári fara 15 til 20 böm til varanlegrar vistunar utan for- eldraheimilis. Flest fara með sam- þykki foreldranna. Undanfarin sjö ár hefur Gunnar Sandholt, yfir- maður fjölskyldudeildar Félags- málastofnunar Reykjavíkur, tekið ákvarðanir um hvort mál skuli lögð fyrir bamaverndamefnd. Hann segir að slíkt sé eingöngu gert ef ekki náist samvinna við foreldra um að bæta aðstæður barnsins. Gunnar segist telja að gagnrýni á störf bamavemdaryf- irvalda sé nauðsynleg. Slíkt styrki tillögugerð um úrræði, en varast beri myndbirtingar og umfjöllun um einstök mál í fjölmiðlum þar sem það komi yfirleitt niður á þeim sem ekki hafi valið að stíga fram og gera málin opinber, böm- unum sjálfum. Gunnar hefur starfað hjá Félags- málastofnun Reykjavíkur í tæplega fjórtán ár, síðustu sjö árin sem yfirmaður fjölskyldu- deildar stofnunarinnar og jafnframt framkvæmdastjóri barna- vemdamefndar. Hann er nú á förum til Kaupmannahafnar þar sem hann mun gegna stöðu deildarsérfræðings hjá Norrænu ráðherranefndinni á sviði félags- og heilbrigðismála. Meðferð barnaverndarmála gjörbreytt Gunnar segir meðferð bama- vemdarmála hafa gjörbreyst frá því hann hóf störf hjá Félagsmálastofn- un fyrir tæplega 14 árum. „Þegar ég byijaði á Félagmálastofnun 1978 voru mikil umbrot í bamavemdar- nefnd, en umræða um meðferð bamavemdarmála hafði þá verið umtalsverð í þjóðfélaginu í nokkur ár. Þá voru gerðar gagngerar breyt- ingar á málsmeðferð sem hafa hald- ið sér nokkum veginn síðan, þó meðferð þessara mála hafi verið í stöðugri þróun.“ Hann segir breytingamar annars vegar hafa miðað að því að bæta réttarstöðu foreldra í barnavemdar- málum og hins vegar sé nú bömun- um sjálfum miklu meiri gaumur gefínn en áður. Meira sé rætt við bömin og þeim hjálpað að takast á við áföll og sorg er fylgi vanrækslu, illri meðferð og aðskilnaði við for- eldra. Ýmiss konar stuðningur við Qölskyldur Hann segir að í Reykjavík séu til meðferðar mál um 1.100 barnafjöi- skyldna hjá Félagsmálastofnun en einungis 60 mál fari fyrir nefndina árlega. í þeim málum sjái einn til tveir starfsmenn um að afla gagna og rannsaka aðstæður bams. Yfir- maður flölskyldudeildar taki svo Gunnar Sandholt ákvörðun um hvort mál skuli lagt fyrir barnaverndamefnd, að höfðu samráði við formann nefndarinnar. „Bamavemdaryfirvöldum er oft slegið upp sem afskiptasömum og misvitrum aðilum sem vaði yfir fólk meira út af innibyggðri þörf fyrir afskipti en út frá hugsun um að gera það sem gott sé. Það vill gleym- ast hve mörg mál eru til meðferðar hjá fjölskyldudeild Félagsmálastofn- unar, meira og minna stuðningsmál vegna barnanna," segir Gunnar. Hann segir að stuðningurinn við íjölskyldumar sé með ýmsu móti. Félagsráðgjafar og aðrir starfsmenn veiti aðstoð. Oft sé um ljárhagslegar úrbætur að ræða eins og aðstoð við að greiða dagheimilispláss, aðstoð við að bæta húsnæði eða við að greiða skuldir. Einnig geti verið um að ræða skipun tilsjónarmanns fyrir bamið eða að því sé komið í vistun hjá fjöl- skyldu eða á vistheimili barna í sam- vinnu við foreldrana til að létta und- ir með þeim tímabundið. 400 tilkynningar um slæmar aðstæður barna árlega Tæplega 400 tilkynningar berast til Félagsmálastofnunar Reykjavíkur á ári um heimili þar sem aðstæður eru taldar bömum skaðlegar. „Af þessum málum eru eingöngu 60 mál á ári lögð fyrir barnaverndamefnd Reykjavíkur. Yfirleitt er það gert ef málin em mjög viðkvæm eða að svo alvarlegir hnökrar eru á samvinn- unni við foreldra að talið er að beita þurfi þrýstingi eða yfirvaldsákvörð- un,“ segir Gunnar. Hann segir að 15 til 20 börn á ári fari til varanlegrar vistunar utan foreldraheimilis, mestur hluti jieirra með samþykkí foreldranna. „I þeim tilvikum gera foreldramir sér grein fyrir að þeir geti ekki bætt úr og telja börnunum því fyrir bestu að fara í fóstur," segir Gunnar. Hann segir að í mesta lagi 5 til 10 böm fari í vistun utan foreldra- heimilis eftir úrskurð barnaverndar- nefndar. Sérstakt stjórnvald tryggir hagsmuni barnsins betur Þeirri spurningu hefur stundum verið varpað fram hvers vegna barnaverndarmál fari ekki fyrir dómstóla eins og tíðkast víða í ná- grannalöndum okkar. Gunnar segir að kosturinn við að vera með sérstakt stjórnvald I þess- um málum sé fyrst og fremst sá að betur sé hægt að tryggja að sam- fellt sé unnið með þarfir barnsins í huga yfir lengri tíma. „Eðli barnaverndarmála er annað en refsimála þar sem verið er að kveða upp dóm út af einstökum af- brotum. I barnavemdarmálum snú- ast spurningarnar um að finna þær leiðir sem séu barninu fyrir bestu og þá yfirleitt yfir lengri tíma. Það er mikill kostur að sama stjórnvaldið hafi kynnt sér sögu barnsins og reynt að gera ráðstafanir því til hagsbóta," segir Gunnar. Hann segir að barnavemdaryfir- völd séu vel meðvituð um þá áhættu sem það feli í sér að taka börn frá foreldrum. „Oft eru aðstæður barna það slæmar að óforsvaranlegt væri að taka þau ekki af heimilum for- eldra sinna. Þá er í öllum tilvikum búið að reyna að grípa til margs konar aðgerða til úrbóta og það er verið að velja þann kostinn sem er skaðinn talinn minnstur fyrir barn- ið,“ segir Gunnar. Hann bendir á að hægt sé að fara með barnaverndarmál fyrir dóm- stóla, hafí barnaverndarnefnd farið út fyrir valdsmörk sín. Hann segir hins vegar að slíkt sé afar fágætt en eitt mál sé fyrir dómstólum núna sem fjalli um umgengni fósturbarns við kynforeldra. Skjóta má ákvörðunum til Bamaverndarráðs Einnig er hægt að skjóta ákvörð- unum barnaverndarnefndar til Barnaverndarráðs íslands og hefur því stundum verið haldið fram að í raun sé um sama aðila að ræða. Gunnar segir slíka gagnrýni kunna að eiga nokkurn rétt á sér, þar sem Barnaverndarráð hafi leiðbeininga- skyldu við barnaverndarnefndir og þurfí að sinna þeirri skyldu í nokkr- um mæli við litlar nefndir úti á landi sem ekki hafi starfsmenn. í Reykja- vík segir hann þetta alls ekki eiga við. Þar séu barnaverndarnefnd Reykjavíkur og Barnaverndarráð íslands algjörlega sjálfstæðir aðilar. „Úrskurðum barnaverndarnefnd- ar Reykjavíkur hefur oftar en einu sinni verið breytt í Barnaverndar- ráði, annaðhvprt hnekkt að fullu eða breytt að einhveijum hluta. Sem betur fer hefur hins vegar yfirleitt komið í ljós að úrskurðir barnavernd- arnefndar Reykjavíkur standast mjög vel gagnrýna skoðun." Tillitsleysi við börnin gagnrýnisverð Gunnar segist telja fjölmiðlaum- ræðuna um barnaverndarmál sem farið hafi fram að undanfömu nokk- uð breiða. „í bland við uppblásna umræðu um einstök mál hefur margt réttmætt flotið með. Töluverð um- ræða hefur verið um heildarmálefni og hún hefur styrkt tillögugerð um úrræði. Þær úrbætur sem gerðar hafa verið á réttarstöðu foreldra í barnaverndarmálum má til dæmis að nokkru leyti rekja til aðhalds Ijöl- miðla,“ segir Gunnar. „Embættismenn geta ekki reikn- að með þegjandi samþykki borgar- anna við öllu sem gert er og auðvit- að erum við stundum skeikulir eins og aðrir. Það sem er gagnrýnisvert við þá umræðu sem verið hefur áber- andi í sumum fjölmiðlum undanfarin misseri er tillitsleysi við aðra aðila málsins en þá sem velja að stíga fram í fjölmiðlum, sem eru sérstak- lega börnin." Fósturbarn óttaslegið eftir einhliða fjölmiðlaumræðu Gunnar segist þekkja nokkur dæmi um fósturbörn sem hafi tekið mjög nærri sér einhliða umræðu í fjölmiðlum og nefnir dæmi um áhrif á barn sem tekið hafði verið af for- eldrum með úrskurði eftir langvar- andi grófa vanrækslu. „Telpan var mjög illa farin þegar hún kom til fósturforeldra sinna. Eftir þijú ár hafði hún hins vegar tengst þeim mjög vel og tekið stórstígum fram- förum andlega og líkamlega. Eftir nýlega umræðu í fjölmiðlum um að móðir nokkur hefði átt þátt í því að sonur hennar fór af fósturheimili þorði telpan varla út úr húsi í nokkr- ar vikur án þess að vera í fylgd fóst- urforeldranna. Hún féll tii baka í tilfinningarlegri angist og mikilli vanlíðan þar sem hún átti von á að einhver myndi koma og taka hana burt frá pabba og mömmu og fara með hana til hinnar mömmunnar. Þessi hlið mála kæmi ekki upp ef fjallað væri um svona mál með öðr- um hætti en myndbirtingum og með því að píska upp umræðu í opnum símatímum í útvarpi,“ segir Gunnar. Önnur hlið á þessum málum segir hann að sé hlið foreldra sem þurfi sárlega á stuðningi að halda. Þau óski eftir samvinnu og ekki sé til umræðu að taka barn af heimilinu. „Eðli máls samkvæmt getur svona fólk verið tortryggið í garð félags- ráðgjafans og langan tíma tekur að byggja upp það traust sem er for- senda góðrar samvinnu skjólstæð- ings við félagsráðgjafann. I slíkum tilvikum hefur allt hlaupið í lás og margra vikna vinna viðkomandi for- eldris og starfsmanns hefur farið í súginn,“ segir Gunnar. Hann nefnir dæmi um konu sem var mjög illa haldin af alkóhólisma. „í þessu tilviki hafði verið löng sam- vinna við konuna um að undirbúa það með sem mýkstum hætti fyrir bömin að hún færi í meðferð, börn- unum yrði komið fyrir í vistun á meðan en hún tæki þau svo til sín. Eftir eina Ijölmiðlaumræðuna hætti hún hins vegar við, margra vikna vinna varð að engu og börnin voru jafn illa stödd eftir sem áður. Fjöl- miðlafólk sem velur þessa leið ber því mikla ábyrgð.“ Unglingaþjónusta stórefld Gunnar segir barnaverndarmál hafa haft forgang á Félagsmála- stofnun á síðustu tíu árum. „Við höfum breytt vistheimilum bama og lögð hefur verið meiri áhersla á að foreldrar taki fullan þátt í vistún barna sinna. Jafnframt hefur verið komið upp aðstöðu svo hægt sé að vista foreldra og börn saman.“ Hann segir að áhersla sé lögð á að bjóða fólki upp á þjálfun og kennslu í þeim atriðum sem ábótavant sé. Þá hafi starfsmönnum Félagsmálastofnunár ijölgað með þeim árangri til dæmis að vistunum barna utan heimilis for- eldra hafi farið stórlega fækkandi. Hann segir að unglingaþjónusta hafi verið stórefld á síðustu árum. Stofnuð hafi verið unglingadeild auk þess sem unglingageðdeild hafi tekjð til starfa og Unglingaheimili ríkisins verið byggt upp. „Þar vil ég sérstaklega nefna vímuefnadeildina á Tindum, en það er afar mikilvægt að hafa deild sem sérhæfír sig í vímuefnameðferð unglinga," segir Gunnar. Hann segir mörg skynsamleg rök hníga að því að meðhöndla unglinga sem eiga við vímuefnavanda að stríða sér en ekki með fullorðnum. Umræða um vegalaus börn ekki á réttri braut Hann segist óttast þann farveg sem umræðan um svokölluð vega- laus börn hefur verið i. „Mikið hefur verið rætt um nauðsyn þess að byggja upp vistunarúrræði fyrir verst stöddu börnin. Ég held að vönt- unin sé þó ekki aðeins þar, heldur eigi að styrkja þau úrræði sem koma í veg fyrir að börn þurfi að vistast utan heimilis. Til dæmis með meiri uppbyggingu skóladagheimila fyrii börn sem búa við slaka umönnun heima hjá sér. Auk þess þarf að stór- auka möguleika á faglegri fjöl- skylduráðgjöf til að koma í veg fyr- ir þennan vistunarvanda," segir Gunnar Sandholt að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.