Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1992 ÍSLANDI eftir Guðmund Löve í upphafi nýs skólaárs leiða menn hugann að lestrar- kunnáttu íslenskra barna, ekki síst í ljósi niðurstaðna alþjóðlegrar könnunar á læsi, sem gerð var meðal 31 þjóðar og kynnt var fyrr í sumar. í þeirri könnun lentu Islendingar í 10. sæti, en niðurstöður innanlandshluta könnunarinnar munu liggja fyrir um áramót. Munu þá fást ítarlegri upplýsingar um áhrifaþætti læsis. Morg- unblaðið innti tvo lestrarsér- fræðinga álits á ástandi kennslumála hér á landi og má sjá svör þeirra og sitt- hvað fleira er snertir þessi mál í eftirfarandi grein. Morgunblaðið/RAX alþjóðlegu lestrarkönnuninni, sem fram fór á árunum 1989 til 1992, var prófað í tveimur aldursflokkum, níu og fjórt- án ára. Öll íslensk böm á þessum aldri vora prófuð í þremur sviðum lestrar; skilningi sagna, skilningi fræðsluefnis og skilningi grafa, taflna og línurita. Þrjátíu og ein þjóð tók þátt í könnun- inni, sem var færð að aðstæðum í hveiju landi, svo niðurstöðurnar yrðu sambæri- iegar. í niðurstöðum þeim er kynntar vora 3. júlí kom í ljós að árangur íslensku níu ára bamanna var hlutfallslega verri en hinna eldri. Þau lentu í 9. sæti í skiln- ingi sagna og fræðsluefnis, en 11. sæti í skiln- ingi línurita, korta og taflna. Af Norðurlanda- þjóðum vora aðeins dönsk níu ára böm lakari. hluta könnunarinnar benda til þess að bömin bæti sig í skilningi sagna og fræðsluefnis frá 9 til 14 ára ald- urs, en fari heldur hrakandi en hitt í skilningi á línuritum, töflum og kortum miðað við aðrar þjóðir. í súluritum hér á opnunni má sjá samanlögð stig bama á hveiju Norð- urlandanna í hvoram aldursflokki fyrir sig, svo úr verður eins konar heildareinkunn læsis. Rétt er að geta þess, að þessar fyrstu niðurstöður gefa aðeins grófa mynd af stöðu íslenskra bama á alþjóðamæli- kvarða. Frekari niðurstaðna er að vænta úr ís- lenska hluta könnunarinnar um áramót. Þá mun verða unnið úr spurningalist- um sem böm, kennarar og skólastjórar svöraðu í sambandi við lestrarprófið og þess er vænst að þeir muni gefa verðmætar upplýs- ingar um áhrifaþætti læsis og fleira I nidurstöóum þeim er kynntar voru 3. júlí kom i Ijós aó úrangur íslensku niu úra barnanna var hlutfallslega verri en hinna eldri Fjórtán ára bömin lentu í 4. sæti í skilningi sagna, og skutu þar með Noregi og Danmörku aftur fyrir sig. í skilningi fræðsluefnis náðu þau 1. sæti, en í skilningi taflna, korta og línurita lentu þau í 19. sæti, öft- ust Norðurlandaþjóða. Niðurstöður úr þessum alþjóðlega því tengt. Undir 6% íslenskra barna hafa ófullnægjandi lestrarkunnáttu Næstsíðasta og nýliðið skólaár gekkst fræðsluskrifstofa Reykjavík- ur fyrir könnun á lestrargetu allra 8-11 ára gamalla bama í skólum HELSTU LESTRAR- KENNSLUAÐFERÐIR ÞOTT hægt sé að gera stutta grein fyrir hverri lestrarkennsluað- ferð fyrir sig, er erfitt að gera draga skýr mörk milli þeirra, því svo mjög skarast þær. Þó er mikilvægast að kennari hafi þá aðferð vel á valdi sínu, sem hann hyggst beita. Mæta verður hveiju barni á þess eigin forsendum. Stöfunaraóferó, eða band- pijónsaðferðin er elst hémefndra kennsluaðferða. Hún er lítið sem ekkert notuð í skólum lengur, þótt foreldrar noti hana ef til viíl við kennslu bama í heimahúsum. Hún hentar best í einstaklingskennslu, en síður í hópi. Með þessari aðferð læra börain heiti stafanna og að kveða að. Þá læra þau að kveða að orðinu í bútum og tengja svo bútana saman í orð. Hljóólestraraóferóin er al- gengasta aðferðin í dag. Þá er börnunum kennt að þekkja nöfn stafanna og hljóð þeirra. Næsta stig er að tengja hljóð við hljóð og að hlusta á orðið sem myndast við tenginguna. Þessa aðferð flutti ís- ak Jónsson með sér frá Svfþjóð. íslenska er tiltölulega hljóðrétt mál, svo eðli síns vegna fellur að- ferðin vel að íslensku. LTG-aóferóin, eða lestur á talmálsgrunni, kom hingað frá Sví- þjóð fyrir einum til tveimur áratug- um. Aðferðin byggir á talmáli barnsins. Kennari lætur barnið til dæmis teikna mynd eða skrifa sögu, en síðan hjálpar hann baminu við að vinna úr þessu efni, og ger- ist það í nokkrum áföngum. Bamið lærir að lesa og skrifa stafí og orð meðan þessu fer fram. Engin bók er notuð, aðeins texti barnsins, en aðferðinni fylgir nokkur vinna. Oróa- og setningaaóferó er sú aðferð sem Bretar og Banda- ríkjamenn nota helst, vegna þess hversu óhljóðrétt ritmál þeirra er. Steingrimur heitinn Arason, kenn- ari, notaði meðal annars þessa að- ferð, og birtist hún í bók hans, Litlu gulu hænunni, sem og öðrum bókum hans. Heildaraóferó. Hér er sagan lesin fyrst fyrir bamið, og mikið stuðst við myndir sem eru skoðaðar um leið. Síðan er sagan bútuð nið- ur í æ smærri einingar; setningar, orð, samstöfur og bókstafi/hljóð. Þessu fylgir ýmiskonar vinna, svo sem að raða saman orðum í setn- ingar og bókstöfum í orð, uns text- inn er fullunninn og bamið getur sjálft lesið söguna. borgarinnar. Lagt var fyrir börnin lestrarpróf er fyrst og fremst próf- aði skilning á sagnasviði, eins og það var skilgreint í alþjóðakönnun- inni. Tveir yngri árgangarnir fengu léttari útgáfu af prófínu, en þeir eldri þyngri. Niðurstöður voru þær, að árangur 5,9% átta ára barna var ófullnægjandi, en það hlutfall féll í 2,4% meðal níu ára barna með sama prófi. Á sama hátt náðu 5,6% tíu ára barna ófullnægjandi árangri, en 2,7% ellefu ára barna. Þessir tveir árgangar fengu þyngri útgáfu af samskonar prófí og hinir tveir yngri. Ekki er búið að draga saman nið- urstöður frá nýliðnu skólaári, en með þeim mun fást samanburður milli ára hjá sömu börnunum. Matt- hildur Guðmundsdóttir kennslufull- trúi hjá fræðsluskrifstofu Reykjvík- ur sá um framkvæmd prófsins, og segir hún niðurstöðurnar ekki hafa komið á óvart. Þó beri þess að geta að ekki hafi verið prófað í fleiri þáttum læsis en þessum eina, og útkoman gefi aðeins grófa mynd af ástandinu. Endurmenntun kennara Matthildur kvað endurmenntun- ar- og námskeiðstilboð til barna- kennara hafa notið mikilla vinsælda. Á liðnu skólaári hafi um hundrað kennarar sótt fundaröð um lestrar- kennslu sem fræðsluskrifstofan stóð fyrir, og sjö skólar tóku þátt í nám- skeiði í lestrarkennlu fyrir kennara sex og sjö ára bama.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.