Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 29
8£ 29 um íslenskt mál. Síðar á þessu ári stefnum við að útgáfu á íslenskri orðabók Björns Halldórssonar, með latneskum og dönskum þýðingum, sem gefin var út í Kaupmannahöfn 1814. Á næsta ári er áætlað að gefa út íslenska orðabók með lat- neskum þýðingum eftir Guðmund Andrésson, sem fyrst var gefin út 1683, og latneska orðabók með ís- lenskum skýringnm, „Kleyfsa" Jóns Árnasonar, sem kom út 1738. Um leið og orðabækurnar verða tölvu- settar stefnum við að því að færa þær inn í gagnasafn Orðabókarinn- ar. Umbrot og setning bóka fer fram hjá okkur og sparar það okkur mik- inn tíma og fjármagn. Fyrsta orða- bókin sem við settum sjálf var Orð- sifjabókin og ástæða þess að við fórum upphaflega út í að setja verk- ið sjálf var sú að þegar til stóð að prenta bókina treysti prentsmiðjan, sem tekið hafði að sér verkið, sér ekki til að prenta bókina án aðstoð- ar erlendis frá, þar sem uppsetning hennar er mjög flókin. Það tók okk- ur um tvo mánuði að bijóta um Orðsifjabókina, sem er mikil að vöxt- um, en það telst ekki langur tími.“ Jörgen segir að ein algengasta spurningin sem að sér sé beint, sé líklega sú hvort tími hinna prentuðu orðabóka sé ekki senn á enda og einfaldast að dreifa þeim í tölvu- tækri mynd. „Tölvutækar orðabæk- ur eru ekki alveg nýjar af nálinni, hinar fyrstu litu dagsins ljós í tengsl- um við villuleitarforrit í ritvinnslu- kerfum og nú eru samheitaorðabæk- ur í tölvu orðnar algengar víða er- lendis. Sömuleiðis er nokkuð um að forlög bjóði orðabækur sínar til sölu á disklingum, ég nefni Oxford-útgáf- una bresku og Gyldendal í Dan- mörku auk íslensk-ensku orðabókar- innar frá Iðunni. Oxford English Dictionary sem er stærsta orðabók yfir enska tungu, 20 bindi, er fáan- leg á geisladiski og þar má auðveld- lega finna orð frá ákveðnum tímabil- um, orð sem eiga sér norrænar ræt- ur og annað í þeim dúr, en slíkt er nánast óvinnandi vegur í hinni prent- uðu gerð. Hins vegar hefur hin tölvu- tæka gerð enga sérstaka kosti þegar kemur að því að lesa einstaka grein- ar. Það er því aðeins að áhugi sé á því að leita í bókinni óháð stafrófs- röðun greinar sem hin tölvutæka gerð hefur einhverja kosti. Fólk virðist oft halda að þegar bók sé komin í tölvutæka gerð opn- ist þegar möguleikar á því að gefa hana út sem tölvuorðabók. Svo þarf ekki vera, lestrarhraði af skjá er að minnsta kosti 30% hægari en af bók og einnig er ákaflega erfitt að fá yfirlit um það sem geisladiskurinn geymir, en þykkt bókar gefur hins vegar til kynna hversu ítarleg hún er. Ég tel þó líklegt að tölvutækar orðabækur verði algengar þegar fram líða stundir. Ástæður þess eru margar. I fyrsta lagi eru tölvur orðn- ar almenningseign og því ætti að vera töluverður markaður fyrir tölvuorðabækur. í öðru lagi er kostn- aður geymslumiðilsins orðinn hverf- andi ef hugað er að útgáfu á geisla- diski, sem hæglega rúmar margar venjulegar orðabækur. I þriðja lagi niá nefna möguleika á sveigjanlegri aðgangi að orðabókum í svonefndum ítarkerfum (hypertext). Slík kerfí gefa möguleika á textauppsetningu sem ekki er línuleg, heldur byggir á tengingum á milli textahluta. Slíkar millivísanir hafa tíðkast í bókum en yandi getur verið að fylgja þeim eft- ir sem skyldi í prentuðum texta. Eitt skýrasta dæmið um orðabók sem fellur vel að slíkri uppsetningu er Orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar þar sem vísað er mik- ið á milli greina. Af þessu leiðir þó alls ekki að tími hinna prentuðu orðabóka sé að líða undir lok. Hin prentaða bók hefur reynst langtum lífseigari en menn kannski töldu fyrir nokkrum árum.“ vppr ts'jdá .os suoAaumug aioAjaííunaoM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1992 NAMSMANNALINA BUNAÐARBANKANS SEM BER SAMAN KJÖR, REYNSLU OG ÞJÓNUSTU Það er engin tilviljun að Stúdentaráð Háskóla íslands og Samband islenskra námsmanna erlendis gengu til samstarfs við Búnaðarbankann! Fyrir hverja? Alla námsmenn 18 ára og eldri Lánafyrirgreiðsla, eldri nemar Lánar námsmönnum sem komnir eru á 2. önn eða lengra allt að 100% af lánsloforði LÍN 1-árs nemar Lánar námsmönnum á 1. önn allt að 90% af lánsloforði en allt að 100% eftir það Vaxtakjör 13.5% vextir fyrir alla námsmenn - líka 1. árs nema Lánsform Yfirdráttarlán, reikningslán Annar kostnaður Enginn Sveigjanleiki endurgreiðsina Ef greiðsla frá LÍN er lægri en lánsloforð t.d. vegna ófullnægjandi námsarangurs á nams- maður kost á að gera upp mismuninn með sumar- tekjum og/eða með því að ná tilskyldum náms- árangri í upptökuprófi að hausti. Möguleg skuld- breyting á láni ef tafir verða í námi s.s. vegna veikinda eða barns- burðar Ábyrgðarmenn Einn Alþjóðlegt hraðbankakort Já, semgildirá 95.000 stöðum Kostnaður við sfm- sendingu á 50.000 kr. 400 kr. þ.e. 150 kr. + 0,5% af upphæð Kostnaöur við að búa til 5.000 kr. ávísun, aigengt vegna umsókna um skólavist 90 kr. þ.e. 0,5% af upphæð en lágmark er 90 kr. Námsstyrkir A.m.k. 8 Yfirdráttarheimild, ókeypis ef ekkl nýtt 50.000 kr. Ráðgjafi um LÍN Já Afsláttur af flutnlngsgjaldi búsióða með Samskipum hf. 5% Lán vegna búslóðaflutninga Já Námslokalán Já Frf tékkhefti Já,fyrstu 3 Sklpulagsbók Já Endurgreiðslukerfi námslána Já # 0 o NÁMSMANNALÍNAN - SVARAR KRÖFUM NÁMSMANNA NÁMSB BUNAÐARBANKINN -Traustur banki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.