Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 15
MORGONHIiAttH) SUNNUDACÖK'30. ÁÖOST l9’ð‘2’ lægni í vinnubrögðum hans. En satt að setja hefði hann átt að velja sér meira rými til að sýna í, því að ekki er mikil heild í slíkri tvískiptri sýningu auk þess sem þröngt er um myndirnar á báðum stöðunum. Og þótt formin komi manni kunnuglega fyrir sjónir, eru myndirnar það vel málaðar sumar hverjar, að aðdáun vekur. Haraldur Jónsson, sem sýnir nokkrar teikningar í Mokka er fæddur í Helsinki, en stundaði nám við MHÍ á árunum 1974-87 og listaháskólanum í Dusseldorf 1987-89. Síðastliðinn vetur dvaldi hann í París sem styrkþegi við „Institut des Hautes Études en Arts Plastiques" með öðrum Evr- ópubúum. Haraldur hefur þannig langt nám að baki, en eftir teikningun- , um á Mokka að dæma mætti jafn- , vel frekar ætla að hann hafi num- ; ið í Hollandi en Dusseldorf því að þær eru mjög hugmyndafræðilegs eðlis og einmitt í þá veru sem maður hefur vanist að sjá á sýn- ingum þeirra er þar hafa stundað I nám á undanförnum árum og ára- j tugum. Haraldur hefur haldið sýningar i á ýmsum stöðum í Evrópu og síð- ast sýndi hann á sýningunni ís- lenzk höggmyndalist í Kringlunni á Listahátíð nú í sumar. Teikningarnar láta ekki rnikið yfir sér, eru einfaldar og ljóðræn- ar. Fram koma ýmsar endurtekn- ingar og rof á endurtekningum, j sem koma manni kunnuglega fyrir ; sjónir. Hér er þannig um hug- myndafræðileg heilabrot á mynd- fleti að ræða, sem höfða til inn- vígðra, en ögra hins vegar ekki hinum almenna skoðanda. Sumt af þessu kenndi maður í forskóla ■ MHÍ fyrir margt löngu, en án þess að önnur hugmyndafræði væri að baki en skyn- og form- rænn hrynjandi. Slíkar myndir þurfa sérstakt umhverfi og hnitmiðaða lýsingu til að njóta sín til fulls og koma hinum einfalda boðskap til skila, en á veggjunum á Mokka fer und- arlega lítið fyrir þeim. Halldóra Emilsdóttir, sýnir nokkur málverk af minni gerðinni í listhúsinu Úmbru á Amtmanns- stíg 1. Halldóra nam við MHÍ og lauk þaðan námi árið 1987, hélt síðan utan til framhaldsnáms við Gerrit Rietveld Academi í Amst- erdam í tvö ár. Þetta er sjötta einkasýning hennar og auk þess hefur hún tekið þátt í nokkrum samsýningum. Myndirnar á sýningunni eru- dálítið frábrugðnar því sem maður hefur séð frá hendi myndlistarkon- unnar til þessa, en yfir þeim er þó sá sérstaki blær sem löngum hefur einkennt litameðferð henn- ar. Er hér um að ræða formstef er minna sum á blóm, en önnur eru óræðari og óhlutlægari. Kannski væri hægt að kalla þetta samstillingar á myndfleti sbr. uppstillingar eða kyrralífs- myndir, því að hér er um nokkuð hnitmiðaða niðurröðun litaflata að ræða, er leiða hugann að slíkri myndgerð. Yfir litameðferðinni er fágun og mýkt, ásamt því Halldóra er óspör á rauðu litbrigðin, sem hún dempar með innbyrðis blöndu á þann hátt að þeir eru sem sam- vaxnir litafletinum. Þetta eitt er nokkur list og sýnir að hér er á ferð menntuð listakona, en hins vegar vildi maður sjá metnaðar- fyllri verk frá hendi hennar og stærri sýningu. ORLANDO - GOLF Bed & Breakfast 7 nætur Bílaleigubíll 1 vika Golf 3 dagar Verð $481.00 á mann í 2ja manna herbergi. I.flokksaðstaða. Verð $481.00 í eins manns herbergi. Faxnr.: 901-407-381-5610. ___STEINAR WAAGE_ SKÓVERSLUN Leikfimiskór Stærðir: 30-46 Verð kr. 1 .995;- Ath. Góður sóli fyrir innanhússíþróttir * Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsluafsláttur. V Domus Medica, Egilsgötu 3, • sími 1 8519 Kringlunni, Kringlunni 8-12, sími 689212 J SÖNGTÓNLEIKAR Tónlist Jón Asgeirsson Styrktarfélag íslensku óper- unnar stóð fyrir tónleikum sl. fimmtudag og komu þar fram baritonsöngvarinn Jorge Chaminé, píanóleikarinn Marie-Francois Bucquet og bandoneonleikarinn Oliver Manoury. Á efnisskránni voru spönsk, portúgölsk og suður- amerísk lög, þar í flokki fímm argentínsk tangólög. Tónleikarinir hófust á spánskri tónlist, fyrst lagi eftir óþekktan höfund frá 16. öld og lagi eftir vilhuela-leikarann Fuenllana, sem talinn er fæddur um 1500. Hann var blindur en náði því að verða mikill hljóðfæraleikari og 1554 gaf hann út safn tónsmíða og útsetn- inga fyrir vihuela (forvera gítars- ins) og þá líklega í tabúlator rit- hætti. Tvær skemmtilegar tóndill- ur eftir Laserna (1751-1816) voru næstar en hann starfaði mikið við leikhúsin í Madrid og samdi mikið af „Tonadillas“ og meðal annars óperuna „La gitanilla por amor“. Tónadillurnar voru ákaflega vel sungnar og sérstaklega sú seinni, E1 Tripili. Chaminé, sem er frá Portúgal söng fimm portúgölsk þjóðlög, útsett af Artur Santon (fæddur 1914), falleg lög, sem Chamine söng af mikill innlifun. Eftir Turina söng Chamminé eitt lag og síðustu tvö lögin fyrir hlé voru eftir spánska tónskáldið Josquin Nin (1879-1949), en hann lagði fyrir Sig píanóleik og tón- smíðar og var fræðimaður í gam- alli spánskri tónlist. Hann starfaði um tíma sem kennari við Schola Cantorum. Eftir hlé flutti Caminé tvö frá- bær lög eftir Villa-Lobos og var seinna lagið Xango (Afriskur guð, sem ræður yfir eldinum og elskar konur), sérlega áhrifamikil tón- smíð, sem Chaminé söng af mik- illi innlifun. Tvö síðustu lögin sem Chaminé og Bucquet fluttu saman voru argentínsk lög, eftir Carlos Guastavino, ekta suðuramerísk dægurlög, sem þau flutt mjög vel og af sterkri innlifun. Þar með lauk samleik Chaminé og Marie- Francois Bucquet, en hún lék mjög fallega og af mikilli tilfinningu fyrir þessari sérstæðu tónlist. Chaminé er góður söngvari og túlkaði öll lögin af mikilli innlifun, þar sem hljóðfallssútfærsla og tón- mótun, jafnvel þar sem sungið var undir tóni, urðu óijúfanlegur hluti af túlkun þessarar tilfinninga- þrungnu tónlistar. Tónleikunum lauk með fimm argentínskum tangólögum og þá var samleikari Chaminé, bon- doneonleikarinn Oliver Manoury. Þessi sérstæða tónlist er í flutn- ingi þrungin tilfinningasemi og fjalla flest lögin auðvitað um ást- ina. Skemmtilegasti og áhrifa- mesti tangóinn var Che bandoeon, þar sem talað er til hljóðfærisins, hvernig það ýfir upp gömul sár og beisk tárin eigi sér enduróman í sárum tóni þess. Þarna var sam- spilið á milli Chaminé og Manoury sérlega vel útfært. Það sem ein- kenndi tónleikana í heild var mik- ið listfengi, sem sprottið er upp úr alþýðlegri tónlist, þar sem margþætt litróf tilfinninganna, allt frá brennandi ástríðum til svartnættis sorgar er útfært af alþýðlegu hömluleysi. STÚDÍÓ JÓIUÍIUU OG ÁGÚSTU Við bjóðum nú aftur upp á 12 vikna skóla ætiaðan konum sem eiga við offituvandamál að stríða. Markmið námsins er að breyta um lífsstíl sem stuðlar að léttara lífi jafnt andlega sem líkamlega um ókomna framtíð. Kennslan byggist á fundum og gönguferðum um falleg svæði innan borgarmarkanna. - Gönguferðir. - Fitumælingar og vigtun. - Vikulegir fundir, mikið aðhald, stuðningur og fræðsla. - Uppskriftir að léttu mataræði. - Heimaverkefni. - Þú nærð varanlegum árangri. Allar nánari upplýsingarí síma £?£?£? ##0362. Kr. 9.900,- Opiðídag kl. 12-15. STUDÍÓ JÓNINU & AGÚSTU Skeifan 7, 108 Reykjavik. S 689868

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.