Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 44
Hraíori póstsendingar mifli landshluta m PÓSTUR OG SlMI KJÖRBÓK ttf Landsbanki Mk íslands Bankiallralandsmanna MORGUNBLADIÐ, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJA VÍK SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Tveir stungnir með fjaðurhnífí í miðborginni TVEIR menn, annar þeirra lögreglumaður, urðu fyrir hnífstungum í átökum við ungan mann í miðborg Reykjavíkur í fyrrinótt. Meiðsli lögreglumannsins voru ekki talin hættuleg. Hinn maðurinn, sem er um tvítugt, fékk hnífstungu í bak og gekkst undir aðgerð á sjúkra- húsi í fyrrinótt og var ekki talinn í lífshættu í gær. Sá sem beitti hnífnum, er einnig um tvítugt og var handtekinn á staðnum. Hann var til yfirheyrslu hjá RLR í gær. Þegar Morgunblaðið fór í prentun hafði ekki verið tekin ákvörðun um hvort krafist yrði gæsluvarð- halds yfir honum. Upphaf málsins var það að lög- reglumenn á eftirlitsgöngu um Austurstræti hugðust stilla þar til friðar milli þriggja eða fjögurra manna sem þar voru í hörðum átök- um laust eftir klukkan hálfþrjú. Áður en það tókst hafði einn mannanna dregið upp fjaðurhníf og stungið annan í bakið. Þegar einn lögreglumannanna var að yfírbuga manninn var hann stunginn með hnífi í vinstri öxl og skorinn í and- liti. Honum tókst engu að síður að yfirbuga manninn og afvopna hann, að sögn lögreglu. Sá sem hlaut hnífstungu í bakið var strax fluttur á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir aðgerð. Að sögn læknis á slysadeild kom lagið í bijóstvegg í gegnum þind og í kviðarhol. Eftir aðgerðina var mað- urinn ekki talinn í bráðri lífshættu þótt áverkamir væru taldir alvar- legir. Sár lögreglumannsins voru saumuð saman á slysadeild og fékk hann síðan að fara heim, að sögn lögreglu. Þegar liðsauki lögreglu var á leið á staðinn í Austurstræti varð ungl- ingsstúlka fyrir lögreglubíl og meiddist á fæti. Að sögn lögreglu voru meiðsli hennar þó ekki talin alvarlegs eðlis. Morgunblaðið/Snorri Snorrason Á SÍÐSUMRI í MJÓAFIRÐI Skiptar skoðanir meðal bænda um mj ólkursamning FULLTRÚAR á aðalfundi Stéttarsambands bænda sam- þykktu samning ríkisins og stétt- arsambandsins um stjórnun mjólkurframleiðslunnar, sem undirritaður var 16. ágúst síðast- liðinn, eftir miklar umræður um samninginn. í atkvæðagreiðslu lýstu 37 af 63 fulltrúum sig sam- þykka, einn var á móti en 25 sátu þjá. ingurinn væri borinn undir sam- þykki annarra bænda en kúabænda. Spunnust af því nokkrar umræður um félagskerfi bænda sem fulltrú- amir töldu almennt að þyrfti endur- skoðunar við, en tillaga um það var til umfjöllunar á fundinum. Davíð Oddsson forsætisráðherra á þingi Fjórðungssambands Norðlendinga Fjárfestíngar á næsta ári þær minnstu um mjög langt skeið Höfnun á EES glapræði miðað við sex ára samdráttarskeið sem ekki sér fyrir endann á Með tillögu framleiðslunefndar um að samningurinn yrði samþykkt- ur fylgdi bókun minnihlutans, Stef- áns Á. Jónssonar, sem lýsti því yfir að hann sæti hjá við afgreiðsluna þar sem í samningunum væm ýmis ákvæði sem eftir ætti að útfæra til þess að hægt væri að gera sér fulla grein fyrir afleiðingum hans og önn- ur atriði sem orkuðu tvímælis. í umræðum um tillöguna kom meðal annars fram gagnrýni á að ekki hafi verið efnt til atkvæða- greiðslu meðal bænda um samning- inn áður en hann var undirritaður. Þá kom fram óánægja með að samn- DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra segir að miðað við sex ára samdráttarskeið, sem ekki sjái fyrir endann á, sé fullkomið glapræði að hafna samningi um Evrópskt efnahagssvæði. Með samningnum eygðu menn leið til lijálpar út úr þeim vanda sem t.d. sjávarútvegurinn væri í og með honum væri fyrst og fremst komið til móts við þarfir lands- hyggðarinnar. Sú mynd sem blasti við væri uggvænleg. Fyr- irsjáanlegt væri að fjárfesting- ar yrðu á næsta ári einhverjar þær minnstu um mjög langt skeið. Þetta kom fram í ræðu forsætisráðherra á umræðu- fundi um atvinnu- og byggða- mál á þingi Fjórðungssambands Norðlendinga á Hvammstanga í gær, laugardag. Forsætisráðherra bar í ræðu sinni saman ástandið nú og á árun- um 1967-68 og sagði það um margt ólíkt. Þá hefði t.a.m. ekki verið um að ræða framhald á löngu samdráttarskeiði. Skuldir hvers íslendings væru nú um 800.000 kr. en hefðu verið um 190.000 kr. þannig að skuldir þriggja manna fjölskyldu sem verið hefðu 600.000 kr. væru nú um 2,4 millj- ónir. Einnig hefðu menn þá getað leitað sér atvinnu til Norðurland- anna. Þau hefðu tekið yfirfallið en slíkt blasti ekki við nú. Ýmis innri skilyrði væru þó hagstæðari nú en var fyrir röskum tveimur áratugum til að mæta ytri áföllum. Nefndi forsætisráð- herra að verðbólga væri lægri nú en dæmi væru um síðustu 10-15 ár og lægri en í nágrannalöndum okkar. Einnig væri sparnaður að aukast. Slíkt ýtti undir samdrátt í fyrstu en í því fælist að fólk væri að undirbúa sig fyrir átök. Davíð sagði að gjarnan væri lit- ið til stjórnvalda varðandi aðgerðir í atvinnumálum. Ilann nefndi að á örfáum síðustu árum hafi tapast milljarðar í fiskeldi og loðdýrarækt og um 15 milljarðar væru bundnir vegna offjárfestingar í virkjunum. Slíkar tölur væru vel til þess falln- ar að halda uppi bærilegu atvinnu- stigi á meðan peningarnir væru að renna út. En þetta væri skamm- góður vermir því að á eftir stæðu menn jafnfætis og fyrr hvað at- vinnu snerti. „Skal því engan undra þó menn séu ekki hrifnir af galdralausnum,“ sagði forsætis- ráðherra í þessu sambandi. Foreldrar látnir sækja 50 ölvaða unglinga LÖGREGLA hellti niður miklu af áfengi sem tekið var af unglingum í miðborg Reykjavíkur í fyrrinótt, að sögn lögreglu. Um 50 ölvaðir unglingar voru færðir á lögreglustöð þar sem foreldrar þeirra voru síðan boðaðir að sækja þá. Fjöldi unglinga safnaðist saman í miðborginni eins og oft er síðustu helgi ágústmánaðar, þegar sumar- leyfum skóla er að ljúka. Rúður voru brotnar á fjórum stöðum í borginni í fyrrakvöid. Við Seljaskóla voru þrír piltar hand- teknir vegna rúðubrota en ekki er vitað hveijir voru að verki við versl- un Bónus, verslun NLFÍ, og við Hraunberg í Breiðholti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.