Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1992 19 starsaga á 14. öld endar með brotthvarfi elsk- hugans, erlends far- amanns. Svikin hrinda af stað ófyrirsjáanlegri atburðarás. Hefnd hinn- ar smáðu konu, Höllu, reynist tvíbent og ýtir fleiru úr vör en óhætt er að fleipra um hér. Hún varpar bölvun á staðinn. Áhrifin eru ekki ljós, en ein afleiðing er þó auðsæ: Æ síðan telja ábúendur að rekja megi ar- mæðuna og stritið sem er búsetunni samfara til bölvunar Höllu. Hjátrú þessi kemur róti á hugsun og við- horf Hrefnu, lítillar stúlku á bæn- um. Kvikmyndin „Svo á jörðu sem á himni“ rekur þríhliða harmsögu tveggja heima. En fyrst og fremst er viðfangsefnið þroskaganga ein- staklinga og sá lærdómur sem þeir draga af grunnþáttum tilverunnar eins og ást, svikum og dauða. Sam- kvæmt skilningi kvikmyndarinnar, er veruleikinn tvíþættur, að minnsta kosti skilyrtur af huliðsheimum eða spuna hugans. Því hvílir helft vit- undar stúlkunnar hjá raunsönnum atburðum hversdagsins, en hinn helmingurinn reikar um fomar og óræðar slóðir. Gleraugun eru áber- andi þáttur í persónusköpun hennar og auðvelt að túlka þau sem tákn- ræn; þ.e. að hún horfi á tilveruna með öðrum formerkjum en fólkið umhverfis hana. Spurningin sem brennur á myndinni er: Verður hún að friðmælast við hugarheiminn (sem gæti einnig verið frásögn af fyrra lífi) til að ná tökum á veruleik- anum og sætta sig við örlagabund- inn harmleikinn sem sagan snýst um að miklu leyti; strand franska rannsóknarskipsins Pourquoi-pas? árið 1936 við skerið Hnokka fyrir utan Straumfjörð á Mýrum, þegar leiðangursstjórinn og vísindamaður- inn dr. Jean Baptiste Charcot fórst ásamt öllum skipvetjum nema ein- um manni og rítu? Faðir vor, þú sem ert á himnum Við Kristínu Jóhannesdóttur, leikstjóra Svo ájörðu sem á himni, hefur lengi loðað það orðspor að hún hafi áhuga á því sem augað fær ekki greint og hendin ekki snert, því sem býr handan við raun- heiminn. Sjálf segist hún vera orðin þreytt á þessu umtali. „Frá og með Á hjara veraldar hefur verið reynt að spyrða mig saman við galdra og kukl, og sumt fólk var jafnvel farið að kalla mig einhvers konar galdranorn. Eg er orðin dauðleið á að skýra út að efni kvikmyndarinnar hafi ekki verið hliðstæða við mitt eigið líf. Áhugi minn beinist ekki að göldrum, held- ur því órriælisdjúpi sem mannshug- urinn er. Hver maður býr yfir heilli heimsmynd, og ef menn nenntu yfirleitt að skyggnast ofan í sjálfa sig, kæmu þeir auga á löndin og landslagið hið innra. Þetta á ekkert skylt við hindurvitni, galdra eða neitt af þeim toga, heldur búa ótrú- legustu hlutir sem okkur eru huldir í að mestu ókönnuðum hvelum heil- ans. Óravíddir mannshugans eru síst minni en botnlaus hyldýpi og hæstu hæðir sem finna má svo á jörðu sem á himni, en menn þurfa áræði til að leggja út í slíka land- könnun því hún er ekki hættulaus. Listamenn búa við lífsháska vegna þess að það hriktir í innri stoðum í landkönnunarleiðangri þeirra. Mýtan um berkla, fátækt og sult er ekki aðeins dauðans della, heldur einnig þunnur þrettándi miðað við þennan innri lífsháska. Landkönnun mín krafðist einnig leitar að upplýs- ingum um fortíðina og umheiminn, leitar að staðfestingu hugsýna minna sem kvikmyndin Svo á jörðu sem á himni er upphaflega sprottin af. Ein mynd fæddi fljótt af sér aðrar og þá hófst leit að samhengi og dramatískri spennu milli hug- myndanna til að æsa sjálfa mig og aðra. Villtustu hugmyndir sem ég gat ekki stutt með neinum rökum, reyndust margar vera réttar eða jafnvel hógværar þegar heimildir voru kannaðar ofan í kjölinn, undar- legar margar ef farið er út í þá sálma. I Ijós kom að sú skoðun margra að veruleiki íslendinga á 14. öld hefði einkennst af vesaldómi og kotbúahugsun og að fólkið hefði lifað við seyru og klæðst strigapok- um, væri hrein bábilja. Landið var vellauðugt, menn klæddust eftir hátísku Evrópu, fínasta postulín og glervara frá erlendum löndum stóð á borðum, og hér voru skrifaðar gullaldarbókmenntir. Það er eðli- legt, því eigi menn að fá tóm til að skapa eitthvað af viti þurfa þeir mannsæmandi aðstæður og tengsl við umheiminn. En búið er að ljúga svo miklu, að fyrst þegar staðreynd- ir eru grannskoðaðar uppgötvar maður brot af sannleikanum. Þetta er ferli sem maður gengur í gegnum frá fullkomnum einmanaleika hand- ritsskrifa til atsins sem kvikmynda- gerð er, ferli sem minnir helst á heyskap eða æsinginn í síldinni. Sælustu stundum æskunnar eyddi ég ásamt öðrum við að bjarga verð- mætum eins og fiski eða heyi í hús í kapphlaupi við tímann. í kvik- myndum ertu að bjarga óáþreifan- legum hlutum eins og hugmyndum, en einnig áþreifanlegum eins og leikurum, skipum og stöðum undan ágangi veðurs, vinda og tímans. Efni kvikmyndar segir aðeins brot af eðli hennar. Öllu skiptir hvernig tekið er á viðfangsefninu og þannig getur kvikmynd fjallað um fjarlæga framtíð eða löngu liðna fortíð og skírskotað á máttugri og nútímalegri hátt til fólks á öllum aldri og á öllum tímum, heldur en mynd sem gerist í nútímanum og getur verið hörmulegur grautur af klisjum og útþvældu efni.“ Ég lít á kvik- myndagerð sem hamslausan ást- arleik, nautn sem mér finnst að fólk eigi að upplifa sem erótíska spennu- Erótíkin hvílir milli þess sem er falið og sýnt, I andrúmi, dulúð og spennu. Kristín Jóhannesdóttir Helgist þitt nafn, tilkomi þitt ríki Sigurður Pálsson skáld og rithöf- undur, framleiðir kvikmyndina. Utanaðkomandi gæti virst fésýsla og samhæfing framleiðsluþátta vera fremur sálarlaus iðja miðað við hans aðalstarf, þ.e. að yrkja? „Einhver sagði mér að islensk skáld hefðu mest vit allra landa sinna á peningum. Ég benti viðkom- andi á að það þyrfti kannski ekki ýkja mikið vit til þess. Það er svo- sem nokkur hefð fyrir fésýslu skálda allt frá Snorra Sturlusyni, Einari Ben. ogtil nokkurra sem til- heyra nútímanum. En framleiðsla er ákaflega skapandi starfsvett- vangur, eins og mörg erlend stórfyr- irtæki hafa gert sér grein fyrir þeg- ar þau ráða yfirmenn,“ segir Sig- urður. „Framleiðslan er þó kannski nær öðru sem ég hef fengist við og lært; þ.e. leikstjórn og leikrita- skrifum. Skapandi vegna þess að þú ert að manna sýn, búa til farveg sem fljóti verksins er ætlað að renna eftir. Allt er þetta sköpunarbijálæði sem þarf að miðla í byggingu og formgerð. Verkefnið hefði aldrei gengið upp nema vegna mikils und- irbúnings á sviði handrits og rann- sókna. I stað þess að leggja upp með óvandað handrit sem kann að hafa í för með sér tugmilljóna króna aukakostnað, var myndin skrifuð niður frá því að kosta 200 milljónir og í þann kostnað sem hún var gerð fyrir. Þó nokkur tilkostnaður fór í undirbúning, en menn eiga að vera svellkaldir við að veija að minnsta kosti 3-4 milljónum í þann þátt, því hann skilar sér fimm til tífalt aftur. Annars var reynt að spara á öllum póstum. Ég var margítrekað véfengdur erlendis og menn voru sannfærðir um að ég segði ósatt þegar kostnaðartölur voru nefndar. Þeir horfðu á myndina og miðað við það sem þeir sáu, sögðu þeir: Kostnaðurinn er lág- mark 300 milljónir og trúlega nær 500 milljónum. Þessi viðbrögð segja mér einfaldlega að fjármagnið hefur farið í eitthvað sem áhorfendur vilja sjá og heyra. Staða handritsins kom sér vel þegar haft er í huga hve vinnslutíminn var skammur. Verk- efnið hófst í mars 1991 þegar ljóst var að fé fengist frá erlendum aðil- um sem vildu eignaraðild að mynd- inni. Næsta vor er myndin tilbúin til sýningar. Hraðinn stjórnaðist af skilyrðum Norræna samstarfsárs kvikmynda, að hún ætti vera tilbúin fyrir kvikmyndhátíðina í Cannes 1992. Við tókum þetta allt of hátíð- lega, sem er gremjulegt þegar haft ertil hliðsjónar að botninn datt úr skilyrðinu þegar myndir Finna og Svía voru ekki tilbúnar á tilsettum tíma, og með lengri frameiðslutíma hefðum við getað sparað ýmislegt í eftirvinnslu. En auðvitað hefði þetta aldrei gengið upp á þennan hátt án frábærs starfsfólks og leik- ara. Án atvinnumanna í hveiju rúmi gerirðu aldrei mynd af þessari stærðargráðu. Tökutíminn er sér- staklega viðkvæmur. Á tökustað ertu minnst með 30 manna starfslið að verki auk leikara, og hver maður er óhjákvæmilegur, því þeim sem væri ofaukið yrði sleppt. Sama má segja um dauða hluti. Þegar upp er staðið erum við nærri lagi, því kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 125 milljónir með 8% frávikum, eða alls um 134 milljónir króna. Fjármögn- un erlendis frá (eigriaraðild, ekki styrkir) greiddi tæplega 90% af kostnaði, þannig að framleiðslu- fyrirtækið er með þó nokkuð mikla þátttöku auk allrar áhættu við framleiðslu verksins." Verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni Sjónvarpsleikritin Líf til einhvers eftir Nínu Björk Árnadóttur og Glerbrot eftir Matthías Johanness- en, báru þess merki að þar færu ólíkir höfundar, en ég þóttist greina hljóðlátan en ágengan kynferðisleg- an undirtón í báðum verkunum og skrifaði hann að nokkru leyti á Kristínu sem leikstjóra þeirra, án þess að geta gert upp við mig hvort tónninn stafi af „kvenlegri sýn“ hennar í bestu merkingu þess hug- taks, eða hvort efnismeðferð hennar sé erótísk að upplagi. Stundum verður þessi þáttur augljósari, og þannig er í Svo á jörðu sem á himni, ástarsena á ystu nöf fuglabjargs, að baki hatrömmum ástríðum atlot- anna býr stríðssaga. „Auðvitað voru allir hræddir, treystu þó hæfni leikarana til að varast hætturnar, en strákarnir í tökuliðinu voru orðnir ansi árans hræddir um leikstjórann sinn, því í hita leiksins fyllist maður fítons- krafti og gerir sér ekki grein fyrir hættunum sem liggja hvarvetna umhverfis. í klippingunni rann mér raunar oft kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég sá hversu hrika- legar aðstæður voru. Þeir gripu til þess bragðs á endanum að binda mig, sóttu langan kaðal og síðan var bara slakað og híft inn eftir þörfum þegar ég vó salt á hengi- fluginu. Þetta stóð yflr þangað til atriðinu var lokið og tökuæðið rann af mér. Ég get ómögulega haldið mér að verki nema ég finni til djúp- stæðrar nautnar af því sem ég er að gera, jafnt andlegrar sem líkam- legrar. Ég lít á kvikmyndagerð sem hamslausan ástarleik, nautn sem mér finnst að fólk eigi að upplifa sem erótíska spennu. Ekki þá vegna rúmsena eða matarveislna, heldur hvílir erótíkin milli þess sem er fal- ið og sýnt, í andrúmi, dulúð og spennu. Þess vegna hef ég ánægju af að klippa kvikmyndir, því þó að íslenská orðið „klipping" sé handó- nýtt samanborið við t.d. franska orðið „montage" sem þýðir upp- bygging eða uppsetning og lýsir betur vinnu sem felst í að skeyta saman myndskeiðum og er mjög

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.