Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 37
hversu full af krafti hún tókst á við sín vandamál og leysti þau, veik- indi sem og annað. Glaðværðin og lífsgleðin voru fylgifískar þeirra hjóna og þannig geymum við þau í huga okkar. Við þökkum þeim Ástu og Magn- úsi samfylgdina og þá einstæðu gestrisni og höfðingsskap, sem þau ævinlega sýndu okkur öllum. Við biðjum góðan Guð að styrkja og varðveita eftirlifandi systur Ástu í harmi þeirra og söknuði, einnig biðj- um við Guð að halda vemdarhendi yfír bömum Magnúsar og öðram ættingjum og vinum þeirra hjóna er nú standa frammi fyrir miklum missi. Hanna og fjölskyldur hennar í Svíþjóð. Vinir geta horfið manni svo snögglega að það tekur þá sem eftir lifa langan tíma að átta sig á því. Þannig fór það hjá Magnúsi Har- aldssyni og Ástu Karólínu Guðjóns- dóttur, sem fórast á svo sviplegan hátt að kvöldi þess 23. ágúst sl. Þessi hjón vora svo náin, að stundum hugleiddi ég hvemig það yrði ef annað færi á undan hinu, en það er eins og það hafí ekki verið ætlun Guðs að skilja þau að. Sárast er það þó alltaf fyrir þá sem eftir lifa þegar fólk hverfur þeim svo_ skyndilega. Ásta og Magnús hafa verið mér og minni fjölskyldu alveg einstak- lega vinveitt og hjálpsöm alla tíð. Höfum við margs að minnast og þakka þeim í gegnum tíðina. Ég kynntist dætrum Magnúsar, Þuríði og Díönu, frá fyrra hjónabandi á yngri árum okkar og hafa haldist með okkur mjög góð vináttubönd ávallt síðan. Ásta reyndist þeim og mér meira en venjuleg vinkona, það er ekki mögulegt að fínna réttu orðin til að lýsa þeim tilfínningat- engslum sem héldust alla tíð. Vil ég fyrir hönd fjölskyldu minnar votta aðstandendum þeirra beggja og sérstaklega bömum Magnúsar, Guðmundi, Þuríði og Díönu, okkar dýpstu samúð. Megi Ásta og Magnús hvfla í friði. Katrín Stella Briem. Hvað er hel? Öllum líkn, sem lifa vel, engill, sem til lífsins leiðir, Ijósmóðir sem hvílu breiðir, sðlarbros, er birta él heitir hel. (M. Joch.) Það er skammt bilið milli lífs og dauða. Eitt andartak og yfir þessu andartaki ræður sá einn er lífíð gaf og því er það einungis á hans valdi að leysa okkur burt frá þessu lífí. Þegar við mennirnir megnum, að því er okkur virðist, að hafa einhver áhrif á framvindu lífsins á jörðinni þá er það aðeins vegna þess að hann stýrir huga og hendi. Tækni nútím- ans gerir hjúkrunarfólki kleift að framlengja líf sem virðist nær þrotið og stundum fínnst manni að gripið sé inn í eðlilega framvindu lífsins. En ekkert megnar maðurinn samt án Guðs vilja. Þær eru margar sið- ferðilegu spurningarnar sem er ósvarað í þessu sambandi. Öllum mönnum er eðlilega ásköpuð hvötin að vilja koma til bjargar og lina þrautir annarra og því er það sárt þegar sá góði ásetningur að bjarga einum breytist í martröð annars. Guð styrki þá sem hér vora að verki með góðan ásetning einan í huga og gefi þeim ný tækifæri til þess að láta gott af sér leiða. Ásta og Magnús eru horfín sjón- um okkar í bili. Jarðvistin þeirra átti ekki að verða lengri og það er ekki okkar að dæma um það hvort hún hafi verið hæfiiega löng. Þau fengu að fylgjast að, dauðinn að- skildi þau ekki heldur sameinaði. Því er ekki að neita að það er hljótt og dapurt yfír „botnlanganum" okkar. Lífí þeirra hjóna og lífsmáta fylgdi heldur ekki hávaði; miklu fremur einkenndist framganga þeirra af hógværð, látleysi og hjartahlýju. Þau voru fyrstu og nánustu nágrannarn- ir sem við eignuðumst hér á Seltjarn- arnesi fyrir 20 áram og áttum við alla tíð gott nábýli saman. Þau voru góðir grannar, barngóð með afbrigð- um, traustir og tryggir vinir, sístarf- andi manneskjur sem vildu fegra og bæta umhverfi sitt. Snyrtimennsku setíi T8ÚDÁ .08 M1 MORGUNBLAÐIÐ GIGAiiaMU D3ÖM SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1992 38 37 Minning Skúli Hallsson þeirra gætti hvar sem þau lögðu hönd á plóg, hvort sem það var utan dyra eða innan. Þegar Magnús byrj- aði að skrapa og mála þá vissum við að vorið var komið. Og þegar svartur plastpoki sást úttroðinn af mosa á lóðinni en lóðin sjálf kembd og hrein af allri óværu þá vissum við að mál var komið að fara og kaupa áburðinn. Magnús var nátt- úrlega löngu búinn að því. Það brást ekki að ævinlega sló hann fyrstur, hann var líka fyrstur til að setja niður kartöflumar og einnig að taka þær upp. Það var gaman að fylgjast með hvemig hann skapaði sjálfum sér atvinnu eftir að erilssömum starfsdegi lauk og elliárin færðust yfír. Þetta á raunar við um þau hjón bæði. Þau unnu náttúranni mjög og stunduðu útivist eftir því sem færi gafst. Magnús var fengsæll laxveiði- maður og fylgdi Ásta honum gjaman á ferðum hans. Fyrir mörgum árum byijuðu stokkendur að venja komur sínar á lóðina þeirra á vorin. Enn koma þær þó ekki séu þær eins margar og áður fyrr. Þetta leiddi til þess að Magnús bjó til andapoll þar sem öndunum var gefíð brauð. Þau voru vakin og sofín yfír fuglalífínu í garðinum og því var það að kettir voru þar engir aufúsugestir þrátt fyrir að bæði hjónin vora sérstakir dýravinir. Atvikin og aðstæður höguðu því þannig að ég kynntist Ástu nánara en Magnúsi. Þegar við fluttum á Seltjarnarnes, hætti ég að vinna úti um tíma, var þá reyndar að eignast þriðja bamið, og hafði ærinn starfa heima fyrir. Þá var gott að eiga góða grannkonu að skjótast til í morgunkaffí og ræða málin; leysa sum en salta önnur. Mér eru þessar stundir sérstaklega kærar í minning- unni og enda þótt hartnær 40 ára aldursmunur væri á okkur þá held ég að hvorag okkar hafi nokkurn tímann hugsað um það. Við vorum bara góðar vinkonur og börnin okk- ar kölluðu hana „Ástu okkar“ til aðgreiningar frá öðrum Ástum., Hún Ásta var einstök manneskja að allri gerð. Sem ung kona hafði hún gengið í gegnum mikil og alvar- leg veikindi, en með hjálp lækna tókst henni loks að endurheimta heilsuna. Ég tel mig samt vita að aðgæsla hennar sjálfrar, nákvæmni og reglusemi í liftiaðarháttum hafí átt dijúgan þátt í því að hún varð eins heilsugóð og raun bar vitni. Hver skyldi trúa því að hún hafí verið rúmlega áttræð er hún kvaddi okkur. Hún sem hljóp við fót upp tröppumar, klifraði yfir garðvegginn til þess að ná í rabarbarann sinn og kartöflurnar, lauk vorhreingerning- unum fyrir 9. júní ár hvert (afmæli Magnúsar) og kraup úti í garði og reytti arfa í gömlum regnbuxum þrátt fyrir stálkúlu í báðum mjaðma- liðum. Þá voru hannyrðirnar hennar og matarlagningin ekkert slor. Það lék allt í höndunum á henni. En feg- urst af öllu var innrætið hennar og hjartahlýjan. Hún var greind kona, listelsk og átti heiðríkju hugans, hafði næmt skopskyn og tók sjálfa sig ekki allt of hátíðlega. Ekki spillti fyrir þegar hún brá á leik því leik- ari var hún af Guðs náð. Þegar ég hugsa til baka þá fínnst mér hún hafa verið heimspekingur sem var langt á undan samferðamönnum sín- um í andlegum þroska. Lífsafstaða hennar var svo yfírveguð og þroskuð að það er erfítt fyrir venjulega manneskju að setja sig inn í hana. En þeir sem kynntust lífsskoðun Ástu munu seint gleyma henni og ennþá síður persónunni sjálfri sem aðhylltist þessa lífsskoðun. Þessi litla granna kona hafði til að bera sterk- an persónuleika og persónutöfra og í minningunni er hún stór. Samverastundunum fækkaði heldur er árin liðu, því miður, en engu að síður hélst samband okkar óbreytt. Um kenni ég eigin annríki. Mér fínnst ég hafa þegið þessar samverastundir með Ástu að gjöf og fyrir þær skal nú þakkað. Þær era mér dýrmætar nú að leiðarlokum þegar ég kveð einn minn besta vin. Við Haukur og bömin okkar þökkum Ástu og Magnúsi samfylgdina og biðjum þeim Guðs blessunar. Eg bið Guð að styrkja aðstandend- ur í sorg þeirra og vemda og hjálpa öllum þeim sem vinna þjónustustörf í þágu friðar og mannúðar og stýra hendi þeirra í verki. Kristín Jónsdóttir. Fæddur 27. janúar 1918 Dáinn 21. ágúst 1992 Á morgun, mánudaginn 31. ág- úst, fer fram frá Fossvogskapellu útför Skúla Hallssonar en hann andaðist á Elli- og hjúkranarheim- ili Grand hinn 21. þessa mánaðar. Skúli var fæddur í Færeyjum 27. janúar 1918, sonur Amalíu H. Skúladóttur og Halls L. Hallssonar, tannlæknis. Þau hjónin settust að í Reykjavík árið 1923 eftir að Hall- ur hafði lokið tannlæknanámi og þar ólst Skúli upp í foreldrahúsum ásamt yngri systkinum sínum, Halli og Huldu. Nokkur sumur var hann í sveit á Ölvaldsstöðum í Borgar- firði og einn vetur dvaldi hann við nám og störf á Hesti í sömu sveit hjá séra Eiríki Albertssyni. Um tví- tugsaldur hóf Skúli tannsmíðanám hjá föður sínum og lauk prófí í tann- smíðum árið 1940. Hugur hans hneigðist þó fljótt til annarra starfa og nokkru síðar hóf hann akstur leigubifreiðar og vann síðan upp frá því sem bifreiðastjóri í Reykjavík, lengst hjá Mjólkursamsölunni og Vélsmiðjunni Hamri. Hann var traustur og samviskusamur starfs- maður og hvarvetna vel liðinn. Enda þótt Skúli legði ekki stund á langskólanám var hann bókelskur og tók sér oft bók í hönd þegar timi gafst frá hversdagslegu amstri. Tónlistaráhugi var honum einnig í blóð borinn, hann hafði næmt tón- eyra og kunni góð skil á klassískri tónlist. Skúli var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Rósa Guðnadóttir. Böm þeirra era tvö: Amalía Halla, full- trúi, gift Leonhard I. Haraldssyni, tannlækni, og Hallur, sálfræðingur, kvæntur Lilju Kristófersdóttur, kennara. Síðari kona Skúla var Júlíana Ingibjörg Eðvalds. Böm þeirra voru fjögur: Grétar, kennari, sambýliskona Asta J. Amardóttir, fjölmiðlafræðingur; Skúli, fulltrúi, kvæntur Ásthildi E. Gunnarsdóttur; Inga Gunnjóna, dó í frumbemsku; Ásta Valgerður, gangastúlka, ógift. Ennfremur gekk Skúli börnum síð- ari konu sinnar í föður stað en þau eru: Eðvald Karl Eðvalds, verk- stjóri, kvæntur Rögnu Valdimars- dóttur, bankastarfsmanni, og Mar- grét Eðvalds, gangastúlka, sambýl- ismaður Bent Bryde, verkstjóri. Barnabörnin eru seytján og tvö barnabarnaböm. Lengst af ævinni var Skúli heilsuhraustur en síðla árs 1982 fékk hann heilablóðfall og átti þá ekki afturkvæmt til fyrra starfa. Hann náði þó nokkrum kröftum á ný en varð nú að leita sér nýs at- hvarfs og varð heimilismaður á Elli- og hjúkranarheimiiinu Grand í október 1985. Ég veit að það voru honum þung spor en þar var honum tekið af alúð og þar eignaðist hann brátt góða vini sem hjálpuðu honum yfír erfíðasta hjallann. Það var gæfa hans að geta ávallt þegið hjálp þegar hann fann að hann var hjálp- arþurfí. Og á sama hátt var hann einnig boðinn og búinn að létta öðram lífið ef hann átti þess kost. Móðir mín dvaldi einmitt síðustu æviár sín á Grund og henni reynd- ist Skúli einstaklega vel. Þar kynnt- ist ég hjálpfýsi hans og tryggð og fyrir það færir fjölskylda mín hon- um sérstakar þakkir að leiðarlok- um. A síðasta ári tók heilsu Skúla að hraka ört og síðustu mánuðina lá hann að mestu rúmfastur. Hvíld- in var því kærkomin eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Bömum Skúla og aðstandendum öllum votta ég samúð mína. Blessuð sé minning hans. Björgvin Salómonsson. Mig langar að kveðja elskulegan afa minn í síðasta sinn og minnast allra góðu stundanna sem við áttum saman. Hann var alltaf viðbúinn með kvikmyndatökuvélina og tók myndir þegar ég lærði að skríða og tæta hjá ömmu í Breiðholti, þeg- ar ég var lítil. Ég man líka hvað hann hló mikið þegar ég kyssti hann og sagði að skeggið hans stingi mig. Þetta og margt annað situr í góðri minningu um hann afa minn. En síðustu árin hefur hann verið veikur og dvalið á elliheimilinu Grund þar sem allir hafa verið góð- ir við hann og vil ég þakka fyrir það. Með þessari bæn kveð ég hann afa og bið Guð að geyma hann. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd. Síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H.P.) Inga E. Hann Skúli afi er dáinn eftir löng og erfið veikindi. Margar og góðar minningar koma í hugann, t.d. þeg- ar hann kom í heimsókn til okkar í Miðtúnið um helgar á rauða Ham- arsbílnum sem hann vann á, og var þá oftast með Ástu, dóttur sinni. Þessar heimsóknir vora mjög eftir- minnilegar og margar myndir eig- um við frá þessum tíma, sem eru okkur ómetanlegar. Vélsmiðjan Hamar var nálægt heimili okkar og var oft skroppið til að heilsa upp á afa. Stundum var hann önnum kafínn og bað okkur að koma seinna og kom sjálfur í heimsókn eftir vinnu. Afí veiktist fyrir um það bil 10 árum og varð þá að hætta að keyra en hann vann alltaf sem bílstjóri. Þetta var mikið áfall fyrir hann. Þegar hann hafði legið nokkrum sinnum á spítala fluttist hann að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grand. Eftir að hann kom þangað hresstist hann og átti þar nokkur mjög góð ár. Hann eignaðist góða vini og þá sérstaklega hana Fjólu sem alltaf studdi hann þegar á þurfti að halda og Jét okkur vita ef eitthvað var að. Á þessum áram kynntumst við afa best. Hann kom oft í heimsókn um helgar og við fórum stundum út úr bænum á sunnudögum. Eitt sinn að sumarlagi fórum við Þing- vallahringinn og það er okkur minn- isstætt hvað hann var hrifínn af Þingvöllum. Um leið og sást til fjall- anna umhverfís vatnið brosti hann og sagði okkur hvað þau hétu. Honum þótti greinilega mjög vænt um þennan stað. Oft sátum við bara og töluðum saman, hann og mamma töluðu um gamla tíma og við hlustuðum á og gripum stundum fram í. Eftir að afí fór á Grand kom hann alltaf til okkar á aðfangadags- kvöld og var hjá okkur yfír nóttina. Þegar sjónvarpsdagskráin var búin spiluðum við stundum trivial pursu- it og var það mjög gaman. í okkar huga var afí góður, vand- aður maður sem aldrei talaði illa um nokkum mann. Hann varð ekki gamall og hvem grunaði þegar Skúli afí kom í jólamatinn um síð- f ustu jól að þau jól yrðu þau sein- ustu sem við myndum vera saman. Við söknum hans en við vitum að honum líður vel núna. Megi Guð geyma hann Skúla afa. Ingunn, Halla, Ásta og Halli. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, HALLDÓR ÁGÚSTSSON, Ásgarði, Vogum, Vatnsleysuströnd, lést á heimili sínu föstudaginn 28. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Dætur, tengdasynir og barnabörn. t Útför föður okkar, stjúpföður, tengdaföður, afa og langafa, SKÚLA HALLSSONAR, verður gerð frá Fossvogskapellu mánudaginn 31. ágúst kl. 13.30. Amalía H. H. Skúladóttir, Leonhard I. Haraldsson, Hallur Skúlason, Lilja Kristófersdóttir, Grétar Skúlason, Ásta Júlta Arnardóttir, Skúli Skúlason, Ásthildur Gunnarsdóttir, Asta Valgerður Skúladóttir, Margrét Eðvalds, Bent Bryde, Eðvald Karl Eðvalds, Ragna Valdimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 681960 Birtíng afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.