Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 4
4 FRETTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1992 ERLENT INNLENT Vikuno 23/8-30/8 Stefnir í 8-9 millj- arða halla ríkissjóðs Halli á rekstri ríkissjóðs á þessu ári stefnir í 8-9 milljarða króna en fjájlög gerðu ráð fyrir 4,1 milljarða króna halla. Þessu veldur hvortveggja, tekjusam- dráttur, sem nemur um tveimur milljörðum króna, og aukin út- gjöld sem nema um tveimur millj- örðum króna, einkum vegna heil- brigðis-, trygginga-, og landbún- aðarmála. Ríkisstjóm vinnur nú að fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár og er stefnt að því að niður- stöðutölur þess verði lægri en niðurstöðutölur núgildandi fjár- laga. Bensínverð lækkað Olíufélögin þijú, Skeljungur, Olís og Olíufélagið, lækkuðu bensínverð sitt á miðvikudag. Lækkunin er á bilinu 0,70 til 1,60 krónur á hvem lítra eftir tegundum. Aðalástæða lækkunarinnar er lágt gengi dollarans en frá síðustu verðákvörðun olíufélaganna hefur gengi dollara lækkað úr 58 krónum niður í 53 krónur. Áhugakafarar finna skipsflök Áhugakafarar afhentu Þjóð- minjasafni muni úr tveimur skipum á hafsbotni við Flatey á miðviku- dag. Guðmundur Magnússon, þjóð- minjavörður, segir að annað skipið virðist vera fiskiskip frá 19. öld og er meirihluti munanna úr því. Hitt skipið er mun eldra og gæti verið frá 17. öld. í því fannst m.a. hollenskur leirdiskur. Þjónusta skert á Kópavogshæli Kópavogshæli er komið fram úr ramma fjárlaga. Forsvarsmenn hælisins hafa lagt fram spamaðar- tillögur á almennum deildum en aðstandendur segja að verið sé að skerða af lágmarksþjónustu. Heilsdagsskóli í tilraunaskyni Skólamálaráð hefur ákveðið að heQa tilraun með heilsdagsskóla, samfellda þjónustu, frá 7.45 til 17.15, í fimm grunnskólum borg- arinnar, á komandi skólaári. Verð- ur í framhaldi þessarar tilraunar ákveðið hvort og þá hvemig þjón- usta af þessu tagi verður boðin í öllum grunnskólum Reykjavíkur- borgar. Krafa um gjaldþrotaskipti Hagvirkis Blikk og stál hf. hefur lagt fram kröfu í héraðsdómi Reykjaness um að verktakafyrirtækið Hagvirki í Hafnarfirði verði tekið til gjald- þrotaskipta. Ástæða þess er sú að Blikk og stál hefur ekki enn feng- ið greidda fímm ára kröfu, að upp- hæð 40 milljónir króna. Upphaf- lega var krafan 18 milljónir vegna viðbyggingar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Lítið vitað um EES Einungis 1,2% svarenda sem afstöðu tóku í skoðanakönnun IM Gallup um þekkingu og afstöðu fólks til Evrópska efnahagssvæð- isins segjast hafa kynnt sér mál- efni varðandi ísland og EES mjög vel. 79,2% segjast hins vegar hafa kynnt sér málið frekar illa, mjög illa eða ekkert. ERLENT Fjölgað í eftirlits- herjum í Bosníu EKKERT lát varð á blóðsúthell- ingum í Sarajevo í vikunni. Leið- togar Evrópuríkja sátu ráðstefnu í Lundúnum um ástandið í fyrr- verandi lýðveldum Júgóslavíu. Til- kynnt var að mörg þúsund manna lið á vegum Sameinuðu þjóðanna yrði sent til Bosníu-Herzegóvínu til styrktar þeim 1.500 hermönn- um sem nú reyna að tryggja að hjálparsendingar berist bágstödd- um. Friðarráðstefnan krafðist þess að stríðsaðilar skiluðu aftur þeim svæðum sem þeir hafa hrifs- að í Bosníu en Serbar ráða nú um 70% landsins. Evrópubanda- lagið mun styðja hugmyndir um skiptingu landsins í kantónur að svissneskri fyrirmynd. Varað hef- ur verið við því að þar yrði tekið skref til innlimunar Bosníu í Júgó- slavíu (Serbíu og Svartfjallaland) og Króatíu. Múslimar, meirihluti íbúa Bosníu, sætu hugsanlega eftir á litlu landsvæði. Bresk slúðurblöð snúa sér að Díönu BRETAR fengu lítið tóm til að jafna sig eftir myndbirtingar slúð- urblaða af ástarleik hertogaynj- unnar af Jórvík og fjármálaráð- gjafa hennar. Þau skýrðu frá því í vikunni að Díana prinsessa hefði átt innilegt samtal gegnum far- síma við piparsvein nokkurn sem annars hefur helst áhuga á kappakstri. Breskir fjöl- miðlar lýstu gi-emju og hneysklan yfír ævintýrum Söru en sögðu frá því að þúsundir hefðu lýst stuðningi við Díönu þrátt fyrir fréttir af meintum elskhuga henn- ar. Flugbann á íraka ÍRAKAR sýnast hafa virt flug- bann sem tók gildi sunnan 32. breiddargráðu á fímmtudag. Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar vilja með banni sínu á flug íraka koma shítum í Suður- írak til hjálpar. Þeir hóta að skjóta niður íraskar flugvélar yfir svæð- inu en stjórnin í Bagdad segist ætla að reka úr landi starfsmenn Sameinuðu þjóðanna ef það verði gert. Diplómatar í Bagdad segja Iraka verða að hlíta banninu og láta sér nægja að senda landgöng- uliða gegn shítum. Gífurlegt tjón af Andrési FELLIBYLURINN Andrés olli gífurlegu tjóni í Flórída og Louis- iana-ríki í Bandaríkjunum áður en hann lognaðist niður 1 hitabelt- isstorm á miðvikudag. Bylurinn varð 20 manns að bana og eyði- lagði flest sem fyrir varð. Tjónið er talið nema um 20 milljörðum dollara og er Andrés mesti tjón- valdur sem geysað hefur um Bandaríkin. Tvísýnt um afdrif Maastrichts Ef Frakkar segja „non“ ÁKVÖRÐUN Francois Mitterrands Frakklandsforseta um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu í Frakklandi um Maastricht-samkomulag- ið um pólitískan og efnahagslegan samruna Ervópubandalagsríkj- anna, sem tekin var eftir að Danir höfnuðu samkomulaginu í júní, jaðrar við að vera fífldirfska. Eftir ellefu ára stjórnarsetu sósíalista er traust almennings til þeirra, og raunar stjórnmálamanna al- mennt, minna en ekkert. Óteljandi hneykslismál á undanfömum árum hafa grafið undan trú manna á stjórnarherrunum og almennt er búist við að Frakkar muni nota þjóðaratkvæðagreiðsluna til að koma þessari óánægju á framfæri. Fyrir því er líka sögulegt for- dæmi. Charles de Gaulle hershöfðingi boðaði til þjóðaratkvæða- greiðslu í apríl 1969 um tæknilegar stjómkerfisbreytingar. Hún snerist hins vegar upp í atkvæðagreiðslu um forsetann sjálfan, de Gaulle tapaði, og sagði af sér embætti. Skoðanakannanir sem birtust í þessari viku benda til að alls ekki sé útilokað að Frakkar muni segja „non“ þann 20. september. Ef Frakkar, sem litið hefur verið á, jafnt af þeim sjálfum sem öðmm, sem evrópusinnuðustu Evrópu- sinnanna höfnuðu Maastricht myndi það tvímælalaust þýða endalok samkomulagsins og líklega einnig binda endi á valdaferil forsetans. Mitterrand sjálfur, sem sam- kvæmt nýlegum skoðanakönnun- um nýtur stuðnings 26% Frakka, heldur því staðfastlega fram að úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar muni engu breyta um stöðu hans sem forseta. Þingkosningamar, sem fara eiga fram á næsta ári, verði ekki færðar fram, hvað þá að forsetakosningunum, sem ekki ber að halda fyrr en árið 1995, verði flýtt. Þessi afstaða forsetans er á margan hátt skiljanleg, bein tenging stöðu hans við úrslit kosn- inganna yrði náðarhöggið fyrir Maastricht. En þessi afstaða er líka órökrétt og óraunhæf. Órökrétt vegna þess að „sameining Evrópu“ hefur verið rauði þráðurinn í stefnu Mitterrands síðan að hann tók við embætti og óraunhæf vegna þess að ljóst er að kosningamar munu ekki síður snúast um hvort að þjóð- in beri áfram traust til hans sem forseta heldur en sjálfan samning- inn. Spilling sósíalista Andrúmsloftið í Frakklandi er vissulega ekki vænlegt fyrir stjóm- ina þessa stundina. Sumarið hefur einkennst af uppákomum sem hafa farið óstjómlega í taugarnar á fólki. Bændur hafa verið með upp- steyt vegna breytinga á hinni sam- eiginlegu landbúnaðarstefnu Evr- ópubandalagsins. Vörubílstjórar stöðvuðu meira og minna sam- göngur í Frakklandi svo vikum skipti til að mótmæla breytingum á umferðarlögum. Atvinnuleysi heldur áfram að aukast (er nú á annan tug prósenta) og þýskt spít- alarusl, sem reyndist flæða inní landið, varð í augum margra tákn- rænt fyrir hvað opnari landamæri og evrópsk sameining myndi þýða fyrir Frakka. Ekkert lát hefur heldur verið á hneykslismálum tengdum Sósíal- istaflokknum. Henri Emmanu- elli, forseti franska þings- ins, hefur verið sakaður um fjársvik fyrir hönd Sósíalistaflokksins er hann sá um fjármál hans fyrir nokkrum árum og stendur til að taka mál hans fyrir dómstóla nokkrum dög- um fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Þá verður í október dæmt í máli fyrrum yfirmanns franska blóð- bankans sem talinn er bera ábyrgð á því að fjölmargir blæðarar voru 1985 látnir fá blóðgjöf úr birgðum sem vitað var að væru sýktar með alnæmisveirunni. 1.500 sjúklingar hafa greinst með veiruna og 256 hafa látist úr alnæmi til þessa. Reiðin vegna þessa óhugnanlega máls beinist ekki síst að þeim ráð- herrum sem þá voru við völd en hafa ekki verið dregnir til ábyrgð- ar. Ofan á allt saman bætist að Frakkar eru sagðir vera almennt fúllyndir í septembermánuði. Þeir taka sér sumarfrí í ágúst og þegar heim er komið að nýju bíða ógreidd- ir reikningar, haust og hinn grái hversdagsleiki. En það eru ekki bara óvinsældir sósíalista sem ógna Maastricht. Margir Frakkar hafa alvarlegar efasemdir um samkomulagið sjálft og afleiðingar þess. Svo virðist sem almenningur taki minna mark en áður á yfirlýsingum um að hálf- gerður heimsendir blasi við, verði samkomulagið fellt, og með því að btjóta 50%-múrinn i skoðanakönn- unum telja stjómmálaskýrendur að andstæðingar Maastricht muni öðl- ast enn meira sjálfstraust og styrk. Nýleg könnun sem birt var í tímaritinu Capital leiddi í ljós ýms- ar ástæður fyrir þeim ótta sem margir Frakkar bera í bijósti. Þeir telja að Frakkar muni tapa mest á Maastricht en Þjóðveijar hagnast mest. 56% töldu að Maastricht myndi auka atvinnuleysi í Frakk- landi og 52% óttuðust að í kjölfar þess myndi innflytjendum fjölga. Þjóðarfylking Jean-Marie Le Pens, sem berst hatrammlega gegn sam- komulaginu, elur óspart á þessum ótta og bendir á klausu í samningn- um sem myndi leyfa EB-borgurum að kjósa og vera í framboði í frönskum sveitarstjórnarkosning- um. Maastricht myndi þýða „enda- lok frönsku þjóðarinnar“ að sögn Le Pens. Hægrimenn eru eins og svo oft áður klofnir í afstöðu sinni til máls- ins. Forysta tveggja stærstu flokk- anna, RPR og UDF, segist vissu- lega styðja samkomulagið þó stundum sé sá stuðningur hálfs- hugar. Jacques Chirac, fyrrum for- sætisráðherra og leiðtogi RPR, sagði þannig í útvarpsviðtali í vik- unni, þegar hann tjáði sig um málið í fyrsta skipti í tvo mánuði, að samningurinn væri illa unninn hálfkæringur en að hann ætlaði samt að styðja hann með atkvæði sínu. Mjög vinsælir framámenn innan hægriflokkanna hafa hins vegar tekið afstöðu gegn samkomulaginu og leiða þá baráttu, s.s. RPR-menn- irnir Philippe Seguin og Charles Pasqua og Philippe de Villiers frá UDF. Leggja þeir áherslu á að með Maastricht sé verið að byggja upp skrifræðisbákn í Brússel sem muni taka völdin frá þjóðþingum aðildar- ríkjanna og grafa undan þjóðarein- kennum. Stuðningsmenn Maastricht hafa lýst því yflr að þeir muni nú á næstu dögum herða baráttuna til muna. „Maður verður að útskýra, útskýra, útskýra og sannfæra, sannfæra, sannfæra," sagði Jacqu- es Delors, forseti framkvæmda- stjórnar EB eftir að hafa átt fund með Pierre Beregovoy forsætisráð- herra á föstudag. Mitterrand hefur einnig gripið til þess óvenjulega ráðs að biðja Helmut Kohl, kansl- ara Þýskalands, og John Major, forsætisráðherra Bretlands, að koma fram opinberlega og hvetja Frakka til að samþykkja samning- inn. Þessu hefur verið harðlega mótmælt af andstæðingum Ma- astricht sem segja að slíkt væri óþolandi afskipti af innanríkismál- um Frakklands. En þó að um innanríkismál sé að ræða þá myndi áhrifanna gæta um alla Evrópu ef svo færi að Frakkar höfnuðu Maastricht. Sam- komulagið væri þar með úr sög- unni og Evrópubandalagið stæði frammi fyrir mestu kreppu sinni frá upphafi. Líklega yrði höfnun einnig til að kollvarpa öllu mynt- samstarfi EB-ríkjanna innan ERM. Spá margir fjármálasérfræðingar því að falli Maastricht verði að hækka gengi sterkra gjaldmiðla, þýska marksins, belgíska frankans, dönsku krónunnar og hollenska gyllinsins um allt að fjögur prósent en að sama skapi fella gengi veikra gjaldmiðla, þ.e. breska pundsins, ítölsku lírunnar og spænska peset- ans um sama hlutfall. Gengi franska frankans héldist líklega óbreytt. Fjármálaráðherrar EB- ríkjanna hittast á fundi í Bath í Englandi dagana 4-6 september og er búist við að þeir muni þá leggja á ráðin um hvemig komast megi hjá upplausn á gjaldeyris- mörkuðum. Og svo er auðvitað allt eins lík- legt að Frakkar samþykki sam- komulagið. BAKSVIÐ eftir Steingrím Sigurgeirsson Reuter. Tveir forystumanna þeirra sem berjast fyrir því að Frakkar hafni Maastricht í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. september. Til vinstri Philippe Seguin og til hægri Charles Pasqua. Báðir eru þeir meðal helstu framámanna flokks nýgaullista, RPR, og gegndu ráðherraembættum í ríkissljórn Jacques Chiracs á síðasta áratug.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.