Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 30
MORGUNBDAÐIÐ SUNNUÐAGUR 8öi :ÁG(JST;igð2' 30 Draumamarkið eftir Guðna Einarsson og Svein Guðjónsson Flestir knattspyrnumenn eiga sér þann draum að skora mark sem máli skiptir. Fallegt mark. Glæsilegt mark. Mark sem skráð verður gullnu letri á spjöld knattspyrnu- sögunnar. Markið sem skóp meistaratitilinn. Markið sem allir vildu skorað hafa. Anthony Karl Gregory hefur lík- lega komist nálægt því að því að sjá þann draum rætast er hann vippaði knettinum snyrtilega aftur fyrir sig í netið á síðustu sekúndum úrslitaleiksins í Mjólkurbikarnum síð- astliðinn sunnudag. Og vísast hafa margir knattspyrnu- menn viljað standa í hans sporum að leik loknum, hamp- andi bikarnum og með þrennu í þokkabót. Sjálfur var Anthony Karl auðvitað í sjöunda himni er hann ræddi við blaða- mann Morgunblaðsins eftir leikinn: „Þetta var alveg rosalegt. Ég gleymi þessu aldrei, og ég held að þetta sé stór- kostlegasti leikur sem ég hef verið með í.“ Anthony Karl Gregory á að baki 95 leiki í 1. deild og hefur skorað 35 mörk. Hann hefur leikið 5 landsleiki og skorað 2 mörk í þeim. Þeir sem lítið hafa fylgst með fótbolta ráða af nafninu að hér sé útlendur leikmaður á ferð. Svo er ekki, Anthony Karl er upp- alinn hér á landi, sonur íslenskrar móður og bandarísks föður. Hann var fimm ára þegar hann steig sín fyrstu spor á knattspyrnuvellinum, með Fram að vísu, en gekk í Val níu ára og hlaut þar knattspymu- legt uppeldi sitt. „Draumamarkið kom á sunnu- daginn var, það er engin spurning. Ekki nóg með að það var þokka- lega fallegt heldur kom það á ör- lagastundu, á síðustu sekúndu í úrslitaleik. Mann dreymdi um þetta þegar maður var polli.“ Markið skipti sköpum fyrir úr- slitin í bikarkeppninni. Lið Anth- ony Karls, Valur, vann síðan fram- lenginguna og hlaut Mjólkurbikar- inn í ár. En hvemig tilfinning var það að skora draumamarkið? „Til- finningin er nánast ólýsanleg. Ég dofnaði allur upp og áttaði mig varla á því hvar ég var. Svo sleppti ég mér alveg og var til í hvað sem var. Áhorfendurnir trylltust gjör- samlega, rólegir afar og ömmur „fríkuðu út“! Þetta var það allra besta. Eftir svona dramatík kemur spennufall. Það fór svo mikil orka í fagnaðarlætin að það liðu nokkr- ar mínútur af framlengingunni þar til við Valsmenn vorum famir að spila aftur af fullri getu.“ Anthony Karl segist oft hafa á tilfínningunni fyrir leik hvernig honum muni ganga. Sjálfan dreymir hann ekki fyrir gengi liðs- ins en segir fyrirliðann, Sævar Jónsson, því berdreymnari. Anth- ony Karl segist venjulega vera mjög hjátrúarfullur, en fyrir leik- inn á sunnudaginn var braut hann gegn ýmsum venjum og því er hann farinn að efast um gildi hjá- trúarinnar. „Ég raka mig alltaf fýrir leik, en á sunnudaginn var gleymdi ég því. Þegar við vorum að leggja af stað á völlinn mundi ég að ég var órakaður og rútan beið meðan ég hljóp inn til að raka mig. Fyrir leik hópumst við saman inni í búningsklefa, hrópum hvatn- ingaróp og myndum handastafla, ég vil ég helst hafa mína hönd efst. Svo vil ég vera fyrstur í lið- inu til að snerta grasið þegar við komum inn á völlinn. Við fáum nýja tösku fyrir hvert keppn- istímabil, en ég hef fengið undan- þágu til að nota gömlu töskuna mína allt frá 1986. Á sunnudaginn var ákvað ég að breyta til og kom með eins tösku og hinir strákarn- ir, það boðaði augljóslega ekki neina ógæfu,“ segir stjarna bikar- keppninnar. Anthony Karli gefst sjaldnast tími til að velta vöngum í hita leiksins. „Mörkin koma fyrir- varalaust, á augnabliki. Boltinn bara kemur og þá er að skora, nú eða aldrei!“ Enginn þarf að velkjast í vafa um draumamark Anthony Karls eftir hinn dramatíska úrslitaleik á sunnudaginn. Morgunblaðinu lék hins vegar forvitni á að kynnast viðhorfum nokkurra þekktra markaskorara til draumamarksins og þeirrar tilfínningar að „þrykkja tuðrunni" í net andstæðingsins. ATLI EÐVALDSSON, KR Sigurmarkið í úrslitaleiknum „Dra.umamarkið er að skora sigurmark KR í úrslita- leik íslandsmótsins. Það yrði toppurinn á ferlinum," sagði Atli Eðvaldsson leikmaður og aðstoðarþjálfari KR-inga, en Atli er í hópi leikreyndustu knattspyrnu- manna Islendinga fyrr og síðar. Atli er leikjahæsti landsliðsmaður Islands með 70 landsleiki, hann á að baki um 170 leiki í 1. deild og hátt í 300 leiki sem atvinnumaður erlendis, en Atli lék í þýsku úr- valsdeildinni á árunum 1980 til 1988 og síðan í Tyrk- landi þar til hann gekk til liðs við KR sumarið 1990. Atli Eðvaldsson hefur leikið 70 landsleiki fyrir ísland og skorað í þeim 8 mörk. Hér skorar hann eitt þeirra í leik gegn Frökkum árið 1990. Atli kvaðst ekki hafa tölu á þeim mörkum sem hann hefur skor- að á ferlinum, en þau eru orð- in vel á annað hundrað, - og hann er enn að. Hann var markahæstur KR-inga í fyrrasumar, þótt hann léki lengst af keppnistímabilsins í vöm. Hið sama virðist ætla að end- urtaka sig í ár og er skemmst að minnast tveggja gullfallegra marka sem Atli skoraði nýlega í leikjum gegn KA og ÍBV. „Það var virki- lega gaman að skora þessi mörk og það sama gildir reyndar um öll mörk sem maður skorar.“ - Ekki þó sjálfsmörk? „Nei, það er ægilega leiðinlegt að skora sjálfsmark. Eg hef sem betur fer að mestu sloppið við það. Þó man ég eftir einu sjálfsmarki sem ég gerði þegar ég var að spila með Dusseldorf í Þýskalandi á móti Uerdingen. Það kom sending fyrir okkar mark sem stefndi á sóknarmann þeirra og ég reyndi að renna mér í boltann og freista þess að bjarga í hom, en hann fór öfugu megin við stöngina." Atli man vel eftir fyrsta markinu sem hann skoraði í 1. deild: „Það var í leik Vals gegn KR 1974 og leikurinn fór tvö - tvö. Ég fékk boltann rétt fyrir utan vítateig og negldi í hornið, óvetjandi fyrir Magga Guðmunds, sem þá stóð í marki KR-inga. Við vorum einmitt að riija þetta upp um daginn og hann man líka vel eftir þessu. En eftirminnilegasta markið mitt er fyrsta markið sem ég skoraði í Þýskalandi, í fyrsta leik mínum með Borussia Dortmund gegn Bay- er Uerdingen. Ég skoraði eftir tólf mínútur og það var jafnframt fyrsta markið sem skorað var í þýsku úrvalsdeildinni á því keppnis- tímabili." Atli segir að eitt þýðingarmesta markið sitt hafi hann skorað í síð- asta leiknum sínum í Þýskalandi þegar hann gerði jöfnunarmark Uerdingen gegn Mannheim fimm mínútum fyrir leikslok og markið bjargaði Uerdingen frá falli. „Þetta var skallamark og kom eftir fyrir- gjöf. Við stukkum fimm upp og ég náði aðeins upp yfir hina og tókst að skalla í netið.“ Mannstu eftir einhveiju up- plögðu marktækifæri sem fór for- görðum? „Já, þegar ég skallaði í slána í fyrri bikarúrslita- leiknum gegn Val fyrir tveimur árum. Það er án efa eitt þýðingar- mesta marktæki- færi sem ég hef klúðrað á ferlin- um. Hefði sá bolti legið inni hefðum við KR-ingar lík- lega orðið bikar- meistarar." HELGI SIGURÐSSON, VÍKINGI Alltaf á malarskðm Víkingurinn Helgi Sigurðsson er aðeins 17 ára gamall en hefur getið sér gott orð sem markaskor- ari. Helgi skaust eins og „spútnik" upp í 1. deildar lið Vikings og í örfáum leikjum var hann kominn í hóp stórskotaliðsins. Hann á að baki 21 leik í 1. deild og hefur skorað 9 mörk, þá hefur Helgi leikið 30 landsleiki með yngri flokkum og skorað þar 13 mörk. Helgi þarf ekki að hugsa langt aftur til að finna draumamarkið. „Mikilvægt mark er alltaf skemmtilegt, að ég tali nú ekki um sigurmark eins og gegn Val í sum- ar. Það var eitt af mínum betri mörkum. Ég hljóp upp kantinn með boltann að vítateigshorninu og ætl- aði að gefa hann fyrir, en sá engan samheija. Sævar Jónsson í Val var alveg að koma svo ég lét boltann bara vaða á markið og hann fór í stöngina og inn. Það er frábært að skora svona og ég held að þetta sé eitt mitt besta mark. Þá fagnar maður eins og bijálæðingur.“ Helgi segir að undirbúningur leiks sé í föstum skorðum hjá Víkingum. Liðsmenn hittast í hádegi leikdags, borða saman hollan mat og stappa stálinu hver í annan. Eftir matinn fara menn heim til að hvíla sig og safna kröftum. Helgi neitar því ekki að hann viðhafi ákveðnar venjur sem gætu flokkast undir hjátrú. „Eg spila til dæmis alltaf á malarskóm og gengur betur að skora í þeim, það hefur aldrei gengið neitt upp hjá mér á grasskóm. Þjálfurunum líkar þetta misjafnlega, en þeir fá ekkert að ráða því! Á leikdegi hlusta ég alltaf nokkrum sinnum á lagið „Und- er Pressure" með hljómsveitinni Queen, svo kemur það upp í hugan- um úti á vellinum." Það er ekkert sjálfsmark í marka- tölum Helga og tiltölulega ólíklegt að maður í hans stöðu skori slíkt mark. En það kemur fyrir alla að klúðra dauðafæri. „Maður reynir að hugsa ekkert um það, þegar maður klikkar. Það getur eyðilagt leikinn. Stundum er erfitt að gleyma því, sérstaklega þegar maður brennir af á síðustu mínútum og hefði getað jafnað eða unnið. Það er ömurlegt.“ Helgi segist eiga erfitt með að sofna eftir leiki, þá Iiggur hann og fer yfir hvert einasta smáatriði í hugan- um. „Ef það gekk illa reynir maður að fínna hvað fór úrskeiðis, en ef það gekk vel þá bára brosir maður.“ Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson Þrumuskot í uppsiglingu hjá Helga Sigurðssyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.