Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1992 Eftir Oddnýju Sv. Björgvins Fáar stórborgir geta státað sig af náttúrulegum útivistarsvæð- um innan borgarmarka. Hvað þá náttúruperlum sem búa yfir eins merkri jarðsögu og Oskju- hlíðin okkar. Og Perlan dregur til sin. Landsbyggðafólkjafnt sem útlendir gestir festa fljótt sjónar á bláleita hvolfþakinu. „Sjá, þarna er hún, byggingin sem fór langt fram úr allri kostnaðaráætlun, en falleg er hún.“ Farið er með ferðamenn í Perluna og Öskjuhlíð. Sagan sögð á bak við hlíðina, sem ekki alls fyrir löngu var utan borgarmarka. Nú inni í miðri borg og byggðin sækir á, jafnt og þétt. — Skoðum Öskjuhlíð með Ingibjörgu og Kristjáni. — Og flettum upp í bókinni til fróðleiks sem fjallar m.a. um sögu, jarðfræði oglífríki svæðisins, kemur inn á raun- greinar og tilraunir þeim tengdar, útsýnið og gildi úti- vistar. Ingibjörg og Kristján á útsýnissvölum Perlunnar, byggðin í baksýn, sem sækir á, jafnt og þétt. I Gengið um Öskjuhlíð í fylgd með Ingibjörgu Möller og Krist- jáni Sigfússyni, kennurum í Hlíðaskóla sem eru nýbúin að gefa út kennslu- • • bókina „Oskju- hlíð frá ýmsum hliðum“ Fjölbreytt trjárækt hefur ekki útrýmt villtum mela- og holtagróðri í Öskjuhlíð. Aeinum af rigningardög- um júlímánaðar er Öskjuhlíðin heimsótt. Á háhæðinni er veður- barinn útlendingur í óða önn að ljósmynda Perluna frá öllum hliðum. Og sterkir vindsveip- ir og regnþoka stoppa ekki regn- gallaða ferðamenn frá því að taka myndir yfir Reykjavík. Kaflar í bókinni fjalla um ljós- myndun, veðurfar og réttan klæðn- að. Greinilega þættir sem ber að huga að, áður en lagt er á hlíðina í „sumarveðráttu!" „Erfíðast var að afmarka viðfangsefnin. Við hefðum getað haldið endalaust áfram og samþætt allar greinar í bókirtni," segja Ingibjörg og Kristján, „það er svo margt sem spinnst utan um Öskjuhlíðina". Ingibjörg segist vera „lands- byggðarpía" sem hafi tekið ást- fóstri við Öskjuhlíðina, þegar hún flutti suður. „Stórkostlegt að geta gengið inn í náttúrureit í miðri borg,“ segir hún. „Öskjuhlíðin sleppir ekki þeim sem ánetjast henni. Sama hvernig viðrar, þar finnur þú alltaf útivistarfóik." En Kristján er innfæddur Reyk- víkingur sem man vel ævintýraferð- ir upp á Skólavörðuholt. Nú fer enginn í lautarferðir upp á Skóla- vörðuholt og mörgum finnst holtið fullþröngt setið. Vonandi bíða Öskjuhlíðar ekki sömu örlög. Okkur kemur saman um að Öskjuhlíðin hafi verið tiltölulega nýtt útivistar- svæði fyrir 10 árum, sem alltaf sé að sækja á. Þjóðhátíð Reykvíkinga í Öskjuhlíð 1874 íslendingar klæða sig sjaldan í takt við veðurfar og við hrekjumst fljótlega inn í Perluna. ísborð „að ítölskum hætti“ laðar ekki til sín, Úr fjarlægð má ímynda sér, að Perlan sé aðeins efsti hluti álfabyggðar í hlíðinni og öskjulagaði hóliinn sé allur sundurgraf- inn. Eða horft sé á hringrás vatns í þétt- um gosbrunni. en sjóðheitt kaffi yljar. Engin fjalla- sýn, en horft til næsta nágrennis, yfir grassléttu og bílastæði. „Auð- vitað var það asnastrik að slétta yfir hákollinn," segir Kristján „og eyðileggja með því viðkvæman holtagróður." „Var melurinn ekki örfoka?" spyr Ingibjörg. Flettum upp á kaflanum „Þjóðhá- tíð Reykvíkinga í Öskjuhlíð 1874“ þar sem segir: „Mikil slétta hafði verið rudd á háhæðinni ... svæðið skreytt ... tjöld reist og sölubyrgi ... ræðustól komið fyrir. Hvasst var ... og versnaði veðrið er á hátíða- höldin leið ... fólki varð illa vært vegna moldroks sem þyrlaðist upp frá moldarsléttunni. Gekk Öskjuhlíð gárunga á milli undir nafninu OSKUHLÍÐ vegna þessa.“ Já, ís- lenska veðráttan hefur lengi reynst erfið. ÖSKUHLÍÐ eða ÖSKJUHLÍÐ, hvers vegna Öskjuhlíð? „Við leituðum svara, en fundum ekkert fast að byggja á. Ýmsum fínnst trúlegt, að nafnið sé dregið af tijárækt, Eskiplöntur uxu hér og Eskihlíð er götunafn neðst í hlíð- inni. í elstu heimildum kemur upp nafnið „Víkurholt" sem bendir til birkitrjáa og gróinna holta, þar er álitið að átt sé við Öskjuhlíð." Sagt er að „Öskjuhlíð“ sé nátt- úrunafn sem kemur fyrir í elstu heimildum. Gæti verið dregið af öskjulagaðri lögun hlíðarinnar. En hvort sem hlíðin ber nafn sitt af lögun, gróðursæld eða moldroki vegna uppblásturs, er næsta víst að stórir hlutar Öskjuhlíðar voru grýttir, gróðurvana melar, þegar byijað var að gróðursetja þar árið 1950. „Magnús Sigurðsson, þá skóla- stjóri í Hlíðaskóla, barðist fyrir því að vinnuskóli yrði stofnaður í Reykjavík,“ segir Kristján, „og það voru unglingar í Vinnuskóla Reykjavíkur sem hófu plöntun hér. Síðan hefur Hitaveita Reykjavíkur haft veg og vanda af ræktun með aðstoð _ Skógræktarfélags Reykja- víkur. Árið 1986 var búið að planta 287.140 plöntum af fjölmörgum tegundum. Stórkostlegt að sjá hvað hér er að vaxa upp fjölbreyttur og gróskumikill útivistarskógur." Stríðsárin, fyrsta flugið og jámbrautin — Öskjuhlíðin geymir best sögu stríðsáranna í Reykjavík. Og við ræðum um, hvað hlíðin hljóti að hafa verið illa á sig komin í stríðs- lok, hvemig setuliðið gróf sig niður í hlíðina og helgaði sér hana með braggabyggð, um leið og við horf- um yfir síðustu braggana við flug- völlinn og rústir neyðarskýlis og skotbyrgis. Krakkar hafa gaman af að leika sér í rústunum, en sem betur fer er gjáin, þar sem eldsneyt- isgeymarnir voru geymdir, girt af. Áfram flettum við í bókinni. Og sjáum, að íslendingar voru áður búnir að grafa sig inn í Öskjuhlíðina. Eina járnbrautin á íslandi var lögð til að flytja gijót úr Öskjuhlíð til hafnargerðar á árunum 1913-17. Setuliðið tók líka gijót úr hlíðinni til flugvallargerðar, því miður var fyllingarefni líka tekið úr Rauðhólum og einstæðar náttúrumyndanir þar með eyðilagðar. Framandi sjón hefur verið að sjá járnbraut liðast niður eftir Skólavörðuholti, vestur eftir Melum! Og hér hefur ríkt æsiþrungið andrúmsloft að kvöldi 3. september 1919. Þá mátti lesa í Morgunblaðinu: „Kveldstundin mun lengi verða mörgum minnisstæð. Fólkið var í einhverri alveg nýrri „stemmning", er það horfði upp í himinblámann og sá nýjasta „galdraverk" nútímans svífa loftsins vegu laugað geislum sólar sem ekki náðu lengur til þeirra, er niðri voru.“ Og við ræðum um framtíð Reykjavíkurflugvallar. — Hvort að flugvöllur í miðri borg hljóti ekki að leggjast af? — Hvort að borgaryfirvöld verði svo skammsýn að leyfa byggð í Vatnsmýrinni, aðalvarpsvæði andanna á Tjörninni? — Hvort ekki ætti að banna með lögum að láta þurrka meira upp þama? — Hvað kom ykkur mest á óvart í Öskjuhlíð? „Tvímælalaust hvað dýra- og plönturíkið er auðugt. Tugir fugla verpa í hlíðinni. Það þyrfti að friða hana að einhveiju leyti á varptíma.“ Langur bókarkafli er um fuglaskoðun. „Þar nutum við aðstoðar nemenda okkar,“ segja þau. „Gunnar Þór, 13 ára, er geysifróður um fugla og fer í allar fuglaskoðunarferðir. Og jafnaldrar hans, þeir Kári og Guðmar gefa honum litið eftir.“ Vinnuhefti fylgir bókinni, þar sem m.a. á að skilgreina ýmis orð og heiti sem tengjast Öskjuhlíð. — Hvað skyldu „lábarðir hnullungar" merkja? Gijótið í Öskjuhlíð er lábarið, þar sem það lá undir sjó fyrir 10 þúsundum ára. Undarlegt að hugsa sér, að Öskjuhlíðin skuli hafa verið eyja í eina tíð, að landris hafi orðið eftir að jökullinn hopaði og landið leystist undan ísfargi. „Ferðamönnum er lítið bent á jökulrispurnar á litlu Öskjuhlíð (Golfskálahæð, Háuhlíð),“ segir Kristján. „Þar má svo greinilega sjá úr hvaða átt jökullinn hefur komið, eins á stóru svæði við Nauthólsvík. Svo eru þeir að afgirða smáblett með jökulrispum í Arbæjarsafni!“ — Skyldu þau vera ánægð með Perluna? Ingibjörgu hefur fundist hún fal- leg frá upphafi, en Kristján segist vera að sætta sig við hana. „Varð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.