Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/INIMLEIMT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1992 Endurkoma aldarínnar í sjónmáli Fischer á flugvellinum í Búdapest ásamt fylgdarmönnum. Hann er annar frá vinstri. Sem sjá má eru sögur um óhrjálegt útlit Fischers með öllu orðum auknar. Hárið hefur þó þynnst og kappinn hefur þyngst á árunum 20. FISCHER-SPASSKY MATCH CONTRACT1992 rÍj ftohby riieiir . «na fUc« A (JoS j C Borli Sftwily , O ud flaca ' - 'Qu.ojwU-. s OJid JlACt . for Jugo«5t*ndic Coctpooy 0A Undirskriftir Fischers, Spasskys og Vladimir Miljevic fyrir Jugo- skandic á 16 blaðsíðna einvígissamningnum. Klausa í honum seg- ir hann falla úr gildi heyri keppendur fallbyssudrunur. Skák______________ Margeir Pétursson HANN SLÓ í gegn í skákheim- inum fjórtán ára gamall og varð þá strax bjartasta von hins vestræna heims um að sigrast á áratuga yfirburðum Sovét- manna í skákheiminum. Það tókst honum að lokum 29 ára gömlum hér er hann sigraði Boris Spassky í einvígi aldar- innar í Reykjavík. Þá hreif hann með sér þúsundir og aftur þúsundir víðsvegar um heim með hárnákvæmri og rökréttri taflmennsku sinni. Oflug kyn- slóð stórmeistara sem nú er komin fram var þá á barns- aldri. Eftir sigurinn voru Fisc- her boðin gull og grænir skóg- ar, en hann kaus að draga sig í hlé. Skáklegur þyrnirósar svefn Fischers hefur staðið í 20 ár, en nú skyndilega leggur hann drögin að endurkomu ald- arinnar. Næstum því á hveiju ári hefur því verið slegið upp að Fischer sé væntanlegur til keppni að nýju. Þær hafa verið á misjafnlega miklum rökum reistar, stundum virðist aðeins hafa verið um full- yrðingar út í loftið að ræða. Móts- haldarar hafa notað slíkar sögur til að vekja athygli á keppni sinni. En nú virðist loksins alvara á ferðum. Forsíður helstu skákblaða heims eru undirlagðar og það má sjá að það er mat ritstjóra þeirra að Fischer tefli. Það er vissulega margt sem bendir í þá átt. Hann er kominn til Serbíu-Svartfjalla- lands og hefur skoðað mótsstað- inn í Sveti Stefan. „Þetta er falleg- asti staður á jarðríki," sagði Fisc- her. Hann sótti einnig móttöku borgarstjórans í Belgrad og í serbneska sjónvarpinu sagði hann: „Já, ég tefli, það er ör- uggt.“ Gerður hefur verið ýtarleg- ur samningur um einvígið og mótshaldarinn, eignarhaldsfyrir- tækið Jugoskandic, virðist hafa fullt fjárhagslegt bolmagn til að halda keppnina með fimm milljón dala verðlaunum. Það eru þó enn margir vantrúaðir á að af einvíg- inu verði. „Við höldum niðri í okkur andanum þangað til hann ýtir fyrsta peðinu,“ sagði fulltrúi Jugoskandic og þau ummæli eru líklega lýsandi fyrir afstöðu skákáhugamanna alls staðar í heiminum. Síðast á fímmtudaginn afneituðu síðan fulltrúar Jugo- skandic því með öllu að hótanir nefndar Bandaríkjaþings um sam- skiptabann á Serbíu og Svart- fjallaland hefðu haft nokkur áhrif. Nefndin hefur varað Fischer við því að hans bíði sektir og fangelsi heima fyrir ef hann brýtur bannið með því að tefla. Dró ástin Fischer úr fylgsninu? Samband Fischers við „Zitu“, nítján ára stúlku af ungversku bergi brotnu, mun hafa orðið þess valdandi að hann lét af einangrun sinni. Hún býr í Los Angeles eins og hann, en tilheyrir ungverska þjóðarbrotinu í Serbíu. Það gerir líka Janos Kubat, stjórnandi Ólympíuskákmótsins í Novi Sad 1990, og eftir að hann komst í samband við Zitu fór boltinn að rúlla. Kubat lagði dæmið upp fyr- ir fjármálamenn í Belgrad og eft- ir mikið leynimakk við þá Fischer og Spassky var ákveðið að haldið yrði áfram þar sem frá var horfið í Reykjavík 1. september 1972. Fischer hefur engu gleymt Að sögn þeirra stórmeistara sem hitt hafa Fischer nýlega hef- ur hann fylgst gaumgæfílega með þróun mála í skákheiminum. Óstaðfestar sögusagnir ganga um að hann hafí þegar leikið júgó- slavneska stórmeistarann Svetoz- ar Gligoric grátt í hraðskák. Tölvufyrirtæki hafa eytt millj- örðum króna í að kenna tölvum aðTefla. Þykir skáklistin einkar heppilegur mælikvarði á getu gervigreindar til ákvarðanatöku. En nú er gullið tækifæri fyrir sálfræðinga og aðra slíka vísinda- menn að skoða mátt mannlegrar greindar. Hver verða áhrif 20 ára hjásetu Fischers á styrk hans? Það sem veikir trú manna á styrk Fischers er einungis löng fjarvist hans, en alls ekki aldur- inn. Fyrir skákmenn eru 49 ár enginn aldur. Skemmst er þess að minnast er Viktor Kortsnoj vann tvívegis áskorunarréttinn á Karpov þegar hann var 47 og 50 ára. Þess eru líka mörg dæmi að reyndir stórmeistarar hafí haldið meira en 2.600 stiga styrkleika fram yfír sextugt. Fyrrverandi heimsmeistararnir Lasker og Smyslov eru bestu dæmin. Mótleikur gegn útskúfun Serbíu Á dögum Tító nutu Júgóslavar víða virðingar á alþjóðavettvangi vegna hlutleysisstefnu sinnar. Þeir dagar eru löngu liðnir, vegna framgöngu Serba gegn öðrum fyrrverandi lýðveldum Júgóslavíu, hafa þeir og Svartfellingar, bandamenn þeirra, verið útskú- faðir á alþjóðavettvangi. Þeir gera sér vonir um að ef þeir fái Fisc- her fram á sjónarsviðið á nýjan leik verði það til að mýkja afstöðu margra Bandaríkjamanna sem fylgdust með sigri hans 1972 og draga athyglina frá hörmungun- um og glæpaverkunum í Bosníu. Skákáhugi er óvíða meiri en í lýðveldum fyrrum Júgóslavíu og á dögum Fischers frá 1958-1972 voru margar mikilvægar keppnir haldnar þar. Fischer á þar marga vini frá gamalli tíð og 1972 var Belgrad ofar á óskalista hans sem einvígisstaður en Reykjavík. Það kemur því ekki á óvart að hann hafi valið Serbíu sem stað fyrir endurkomu sína. Fischer var af- skaplega vinsæll þar í landi og nú má búast við því að hann verði að þjóðhetju fyrir að tefla í trássi við samskiptabann. Fischer samdi leikreglurnar Skákklukkan sem notuð er í Sveti Stefan er mikil völundar- smíð og byggð á hugmynd Fisc- hers sjálfs. í stórum dráttum byggist hún á því að hvor kepp- andi byijar með 90 mínútna um- hugsunartíma, en síðan bætast tvær mínútur við fyrir hvern leik. Það er því tryggt að þeir munu aldrei lenda svo í tímahraki að þeir hafi ekki tíma til að færa mennina. Á skák sem er 40 leikir hefur því hvor keppandi 2 klukku- stundir og fimmtíu mínútur. Einvígisreglurnar eru einnig í samræmi við vilja Fischers. Vinna þarf tíu skákir til að teljast sigur- vegari í einvíginu. Það er því nokkuð hætt við að það dragist á langinn. Til samanburðar má geta þess að í einvíginu 1972 vann Fischer sjö skákir, en Spassky tvær auk þess sem Fischer mætti ekki til leiks í annarri skákinni. Klukka Fischers kemur einnig í veg fyrir biðskákir og er ætlun- in að tefla fimm skákir á viku. Þegar annar hvor hefur unnið fímm skákir verður einvígið flutt til Belgrad og teflt í hinni glæsi- legu ráðstefnumiðstöð Sava Cent- er á bakka Dónár. Besta landkynning í sögu Islands? Heimsmeistaraeinvígi Fischers og Spasskys í Laugardalshöll 1972 er einn þeirra viðburða sem hvað mest hafa orðið til að vekja athygli á íslandi. Enn njótum við góðs af henni, ekki er svo fjallað um fyrirhugað einvígi í Svart- fjallalandi að Reykjavíkur sé ekki getið í leiðinni. Það heldur ennþá sessi sínum sem merkilegasta ein- vígi gervallrar skáksögunnar og hefur þó ýmislegt gengið á í við- skiptum Karpovs við þá Kortsnoj og Kasparov. Verðlaunaféð sem Skáksamband íslands reiddi þá fram var þó „aðeins“ 125 þúsund Bandaríkjadalir, eða sem svarar sex milljónum ísl. króna nú. Nú eru verðlaun í bæði heimsmeist- araeinvíginu í Los Angeles á næsta ári og hjá Fiseher og Spas- sky 5 milljónir dala í hvoru fyrir sig. Hvor mótshaldari verður því að reiða fram fjörutíufalda þá upphæð sem íslenskir aðilar greiddu. Fischer þótti verðlauna- upphæðin lág og það var ekki fyrr en breski fjármálamaðurinn Slater tvöfaldaði hana að hann mætti til leiks. Vissir þú þetta um Fischer? Bobby Fischer hefur aldrei unn- ið meira en þijú þúsund (160 þús. ísl. króna) dali á móti í Bandaríkj- unum. Þess ber þó að geta að verðmæti bandaríkjadalsins hefur minnkað verulega frá því Fischer hætti. Fischer aflaði sér farareyris á millisvæðamótið í Portoroz 1958 með því að fá verðlaun í spurn- ingaleik í sjónvarpi. Byggt á: Morgunblaðinu, Inter- national Herald Tribune, Inside Chess, Die Schachwoche, Europe Echecs og greinum A. Soltis i Chess Life & Review. Ólympíumótið í brids Svartur föstudagur hjá íslenska landsliðinu Brids Guðm. Sv. Hermannsson Föstudagurinn síðasti reynd- ist íslenska bridslandsliðinu erfiður á Ólympíumótinu í Sal- somaggiore. Allir þrír leikir dagsins töpuðuðust og afrakst- urinn var aðeins 28 stig af 75 mögulegum. ísland datt úr 3. sæti í það 8. í riðli sínum og er nú 21 stigi frá fjórða sætinu sem gefur sæti í úrslitakeppn- inni um Ólympíutitilinn. Mikil barátta er um úrslitasæti í báðum riðlum opna flokksins og einnig kvennaflokksins. Eftir 18 umferðir leiða Bandaríkjamenn riðil íslands og Tyrkir voru mjög óvænt komnir í annað sætið. Hol- lendingar höfðu gefíð eftir og voru í 3. sætinu, Svíar og Frakk- ar voru þar ekki langt á eftir en síðan komu Norðmenn, Pakistanir og íslendingar í einum hnapp. í hinum riðlunum hafa Danir sífellt styrkt stöðu sína í efsta sætinu en Hong Kong, Austur- ríki, Israel, Belgía og_ Brasiiía beijast um næstu sæti. í kvenna- flokki voru Þjóðvetjar efstir í A- riðli en á eftir komu Austurríki, Kína, Holland, ísrael og Banda- ríkin. í B-riðli voru Bretar í efsta sæti en þá kom Svíþjóð, Kanada, Frakkland og Danmörk sem á Ólympíutitil kvenna að veija. Þótt möguleikar íslendinga á úrslitasæti hafí minnkað verulega á föstudaginn hafa íslensku liðs- mennirnir þó fráleitt lagt árar í bát og í lokaumferðunum eiga þeir möguleika á að bæta stöðu sína. Það getur allt gerst í brids eins og þetta spil frá leiknum við Bandaríkjamenn sýnir. Vestur Norður ♦ G984 ▼ Á965 ♦ K43 ♦ K8 Austur ♦ K76532 410 ¥G8 ¥K107 ♦ Á7 ♦ DG10652 ♦ 1032 ♦ DG4 Vestur Suður ♦ ÁD ♦ D432 ♦ 98 ♦ Á9765 Norður Austur Suður Wolff SSv Hamman JB 2 spaðar pass pass pass 2 grönd 3 grönd/ +400 Þetta var eitt af síðustu spilun- um í leiknum og Bandaríkjamenn höfðu náð öruggri forustu, raunar stóð leikurinn í 25-3 fyrir þá. Og Björn Eysteinsson fyrirliði fylgd- ist skeifíngu lostinn með því þeg- ar Jón Baldursson og Sigurður Sverrisson renndu sér í 3 grönd þrátt fyrir lítinn spilastyrk. Hvar endar þetta? hugsaði Björn og sá fyrir sér að spilið færi fjóra niður með tígli út. En Wolff valdi hjartagosann sem útspil. Þrír niður, hugsaði Bjöm. Og Hamman tók slaginn á hjartakóng og skipti í tíguldrottn- ingu. Tveir niður? hugsaði Björn. Wolff drap á ás og spilaði meiri tígli og Jón drap þriðja tígulinn með kóng. Og nú var skyndilega komin vinningsvon, ef Hamman átti spaðakóng eða spaðatíu staka. Jón spilaði spaða úr borði og þegar tían kom átti hann þijá spaðaslagi, þrjá hjartaslagi, tígul- slag og tvo á lauf. Áfram Island, sagði Björn upphátt og íslending- ar sluppu með 6-24 tap.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.