Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 43
43 MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJÓNVARP SUNNUDAGUR 30. AGUST 1992 BYLGJAN FM 98,9 7.05 Morgunútvarp. Sigursteinn Másson. 9.05 Tveir með öllu. Jón Axel Ólafsson og Gunn- laugur Helgason. 12.15 Rokk og rólegheit. Sigurður Hlöðversson Iþróttafréttir kl. 13.00. 14.00 Rokk og rólegheit. Ágúst Héðinsson. 16.05 Reykjavik síðdegis. HallgrimurThorsteinsson og Steingrimur Ólafsson. 18.00 Það er komið haust. Bjarni Dagur Jónsson. 19.00 Flóamarkaður Bylgjunnar. 19.19 Fréttir frá Stöð 2. 20.00 Kristófer Helgason leikur óskalög. 23.00 Bjartar naetur. Erla Friðgeirsdóttir. 3.00 Naeturvaktin. Tónlist til kl. 7. Fréttir á heila tímanum frá kl. 7 til kl. 18. BROS FM96.7 7.00 Ellert Grétarsson og Halldór Leví Bjömsson. 9.00 Helga Sigrún Harðardóttir. 12.00 Hádegistónar. Kl. 13. Fréttir. 13.05 Kristján Jóhannsson. 16.00 Síðdegi á Suðurnesjum. Ragnar Öm Péturs- son. Fréttayfirlit og íþróttafréttir frá kl. 16.30. 18.00 Svanhildur Eiriksdóttir. 20.00 Sigurþór Þórarinsson. 23.00 Rúnar Róbertsson. 01.00 Næturtónar. FM957 FM 95,7 7.00 [ bítið. Sverrir Hreiðarsson. 9.00 Morgunþáttur. Jóhann Jóhannsson. 12.10 Valdis Gunnarsdóttir. Fæðingardagbókin 15.00 ívar Guðmundsson. 18.05 Islenskir grilltónar. 19.00 Halldór Backman. Óskalög 22.00 Ragnar Már Vilhjálmsson. 1.05 Haraldur Jóhannsson. 5.00 Ókynnt tónlíst. Fréttir á heila tímanum frá kl. 8-18. HUÓÐBYLGJAN Akureyri FM 101,8 17.00-19.00 Pálmi Guðmundsson. Fréttir frá frétta- stofu Bylgjunnar/Stöð 2 kl. 18.00. SÓLIN FM 100,6 7.00 Morgunþáttur. Jóhannes Ágúst Stefánsson. 10.00 Jóhannes Birgir Skúlason. 13.00 Hulda Tómasína Skjaldardóttir. 17.00 Steínn Kári Ragnarsson. 19.00 Elsa Jensdóttir. 21.00 Vigfús Magnússon. 1.00 Næturdagskrá. STJARNAN FM 102,2 7.00 Morgunútvarp. Guðmundur Jónsson. 9.00 Guðrún Gísladóttir. 13.00 Óli Haukur. 17.00 Kristinn Alfreðsson. 19.00 Kvölddagskrá í umsjón Rikka E. 19.05 Ævintýraferð i Ódyssey. 20.00 B.R. Hicks prédikar. 20.45 Richard Perinchief prédikar. 22.00 Fræðsluþáttur. Umsjón: Dr. James Dobson. 24.00 Dagskrárlok. Bænastund kl. 9.30,13.30, 17.30, 22.45 og 23.50. Bænalinan er opin kl. 7-24. Operu- og ljóðatón- leikar í Hafnarborg ÓPERU- og ljóðatónleikar að loknu söngnámskeiði nemenda prófessors Svanhvítar Egilsdótt- ur verða í Hafnarborg, menning- ar- og listamiðstöð Hafnarfjarð- ar, sunnudaginn 30. ágúst kl. 20.30. Á tónleikunum koma fram ellefu þeirra nemenda sem þátt tóku í námskeiðinu sem staðið hefur sl. tvær vikur. Undirleikari á tónleik- unum er Ólafur Vignir Albertsson. Svanhvít er búsett í Vínarborg þar sem hún hefur kennt söng í fjölda ára og var hún prófessor við tóniistarháskólann þar í 25 ár. Námskeiðið, sem nú er að ljúka, er áttunda námskeiðið sem Svan- hvít heldur hér á landi. Það var vel sótt og komust færri að en vildu. Þegar er farið að skrá nemendur á næsta námskeið sem haldið verður að ári. Svanhvít Egilsdóttir Fræðsla um íslensku þjóð- kirkjuna á myndböndum Jb M ( F.v. Hjálmar Sverrisson markaðsstjóri kvikmyndafélagsins Útí hött — inní mynd, séra Örn Bárður Jónsson og Konráð Gylfason kvikmyndagerðarmaður. KVIKMYNDAFÉLAGIÐ Útí hött - inní mynd og þjóðkirkj- an hafa gert með sér samstarfs- samning um gerð fræðsluefnis um íslensku þjóðkirkjuna. Hef- ur biskup Islands falið verkefn- isstjóra safnaðaruppbygginga, séra Erni Bárði Jónssyni, að vinna að þessu verkefni, en dr. Einar Sigurbjömsson veitir sérfræðilega ráðgjöf. Mynd- böndin verða notuð sem fræðsluefni í skólum, safnaðar- starfi, til sýninga í sjónvarpi og víðar, en að sögn Arnar virð- ist ekki vanþörf á að upplýsa almenning um hin ýmsu kirkju- legu málefni. „Það virðist vera farið að fenna yfir kunnátt- una,“ sagði hann. Fyrstu myndböndin sem fram- leidd verða eru myndaröðin Saga hátíðanna, en þar verður farið yfír hveijar stórhátíðir kirkjuárs- ins eru. Fjallað er um páskana, hvítasunnu, jólin auk annarra hátíða kirkjunnar. „Það hafa einn- ig verið uppi hugmyndir um að gera mynd um starfsemi kirkj- unnar," sagði Öm Bárður. „Kirkj- an í augum fólks er kannski fyrst og fremst presturinn og messan, en það er svo ótal margt annað sem gerist innan safnaðanna, þannig að þessi mynd myndi sýna hina virku kirkju." Skoðanakannanir Guðfræði- stofnunar íslands hafa sýnt að trúarmiðlun á heimilum er ekki „Farið að fenna yfir kristnifræði- kunnáttu land- ans,“ segir séra Öm Bárður Jónsson eins markviss og örugg og áður. Færri mæður biðja með bömum sínum en áður og kristnifræði- kennsla í skólum er ekki eins markviss og hún var. „Þó að kristnifræðikennsla sé á aðalnám- skrá í grunnskólum þá em til skólar sem sleppa þeim tímum algjörlega og nota tímana í ann- að. Eftir að stórfjölskyldan líður undir lok og kjamafjölskyldan tekur við minnkar fræðslan frá ömmu og afa til bamanna, þann- ig að okkur fer aftur á þessu sviði. Það sýnir sig í nágrannalöndun- um, að kirkjan hefur ekki eins sterka stöðu og áður og við ætlum að reyna að sporna við þeirri þró- un hér á landi," sagði Öm Bárður Jónsson. Viltu ró til að bera? Viltu vini i kring um þig? Mjúkur menntavegur liggur í gegnum Reykholtsskóla! Framhaldsskóli með fjölbrautakerfi. Reykholtsskóli í Borgarfirði verður settur 13. september. Skráning stendur enn yfir! Upplýsingar í síma 93-31210 og 91-626663. NÝJISKÓLASTJÓRINN \fangakerfi med mikit) tif vn/mtigiileikinii. • Sveiltmimtmlik ogfriðitr!• Jtikvtvdur miiiiiiskilningitr. • Órlýr beimtivisl. Fölnað í friði Og fáninn rauði er merki vort, sungu menn fullum hálsi hér f eina tíð, óbangnir í baráttunni. Hvað ætli hafí orðið af fánanum rauða? Augljóst hvað varð af ein- um þeirra. Það vita allir sem leið eiga um Framnesveginn. Þar hefur einhver nýtinn maður, er ekki vill henda hlutum sem ekki er þörf fyrir lengur, hengt rauð- an fána með hamri og sigð fyrir gluggann sinn. Þama hefur rauði liturinn smám saman verið að fölna — fyrir áhrif bjartrar sumarsólar. Fáninn missir smám saman lit sinn, er nú í sumarlok orðinn æði bleikur. Varla að guli hamarinn og sigðin sjáist lengur frá strætisvagnastöðinni á móti, þar sem fólk hefur getað haft það sér til dundurs meðan beðið er eftir vagningum að fylgjast með afdrifum hans. Jafnvel kímt svolítið. Bráðum verður enginn munur á rauða fánanum og gluggatjöldunum fyrir hinum gluggunum. Svona má nýta hlutina, þegar ekki er lengur þörf fyrir þá, og um- breyta þeim í eitthvað annað. Láta þá fölna hægt og sígandi, þegjandi og hljóðalaust. Nýtni er góð — engu síður en mjólkin. Ýmislegt fellur til sem ekki er not fyrir lengur og sem nýta má þegar heil hugmynda- fræðileg samfélög hrynja. í rit- inu Inside Russia, sem gefíð er út í Moskvu, er í hveiju hefti dálkur sem nefnist: Það sem sagt er... Þar má fínna eftirfarandi sögu: „Gaman er að geta þess að í vaxandi verðbólgu helst verðlag ekki aðeins óbreytt á sumum hlutum heldur fer jafnvel lækkandi. Héraðsbókasafnið í Chelyabinsk ákvað að selja bæk- ur sem söfnuðu ryki í hillunum og hreyfðust ekki til útlána. Besta verðið sem bókasafnið gat fengið fyrir bindi af Marx og Engels var 10 kópekar — minna en fyrir vatnsglas. Verk Leníns fóru jafnvel fyrir minna. Fyrir ræður Brezhnevs á hljómplötum fékkst þó mun betra verð en menn gerðu sér vonir um. Lík- lega af því að þær virka svo fyndnar." Önnur smásaga er þar, sem gengur manna á milli í Moskvu: „Hremmingar stofn- anda fyrsta kommúnistaríkisins ætla engan endi að taka. Ekki nóg með að nafn hans hverfur af götum, borgum, verksmiðjum og háskólum. Jafnvel styttumar af honum hverfa. í fyrra var tekin niður Lenínsstytta á torg- inu í Senaki í Georgíu, og nú er búið að stela henni úr pakkhúsi bæjarins. Ekki til að reisa leið- toga alþýðunnar við, heldur, þótt leitt sé frá að segja, til að selja bronsið sem hann var steyptur úr.“ Fyrst Moskvubúar geta skemmt sér við slíka brandara um nýtingu á fyrri gersemum er varla goðgá að brosa að því hér uppi á íslandi. Mörgum fínnst þetta þó sjálfsagt ekkert fyndið. Og ljótt er að hrekkja þá sem eiga um sárt að binda. En eins og Vladímír Solovjev, sem var í Moskvu að kenna und- irstöðuatriði í viðtalstækni í vinnuumsóknum, útskýrði: „Bros er þegar bæði munnvikin beinast samtímis upp á við.“ Reynum! Samtaka nú! En nóg um galskapið. Lítum okkur nær. í ljósi okkar samfé- lagshátta var óneitanlega dulftið skondið að lesa um eitt sérein- kenni íslenskra bama í fjölþjóð- legri rannsókn á leikjum bama í ýmsum löndum. Samskonar kubbar em bömunum til ráðstöf- unar hér sem annars staðar og fylgst með hvemig þau leika sér með þá og nota þá. Harriet K. Cuffaro frá Bandaríkjunum, sem var hér til að gera tilraunimar í samvinnu við íslenskar fóstmr, sagði m.a.: „Mér fínnst gaman að sjá hversu mikill munur er á notkun kubbanna milli landa. íslensk böm láta ákveðna kubba til dæmis vera menn meðan bandarísk böm láta sömu kubba vera báta. Þau íslensku gera mikið af háum húsum og fjöllum og láta kubbana standa uppá rönd, sem gerir bygginguna mun óstöðugri en ella. Þennan bygg- ingarmáta hafði ég ekki séð áður hjá litlum bömum...“ Og þá vaknar hin stóra spum- ing: Er þetta áunnið eða er það í genunum? Margt hefur vit- lausara verið gert en að efna til vísindalegrar rannsóknar á því hvort tilhneigingin til að byggja hátt og valt er í íslenskum kyn- stofni á litningi númer 5 eða 15 eða kannski 16. Og ef að mætti nú finna á hvaða búti á tilteknum litningi þessi erfðaþáttur leynist er komið að lykilspumingunni: Er hægt að einangra þennan eiginleika, að reisa allt hátt og óstöðugt upp á rönd svo það vill sporðreisast? Og kannski útrýma honum? Þetta einkenni á íslenska þjóðarlíkamanum skyldi þó ekki vera læknanlegt! Þrátt fyrir góð áform um að skilja galskapið eftir í Moskvu, hefur það haldið áfram að hlaupa í þennan tölvuskrifara. Svona geta góður ásetningur, boð og bönn farið veg allrar veraldar. Þetta ri^ar upp ljóðið hans Piets Heins í þýðingu ABS: Gamall og lífsþreyttur guð fór að skapa gagnslaus boðorðin tíu á einum degi. Og spámaðurinn skildi þau með spum og ótta í augum og út á meðal fólks hann gekk og sagði: Þú skalt eigi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.