Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 33
20 talsins. Á næstu misserum má búast við að þeim fjölgi verulega þegar ERASMUS-stúdentar bætast í hópinn en þeir verða fáir í ár. Kristín segir fjárhagslegar for- sendur fyrir því að senda um 100-150 íslenska stúdenta á ári utan á vegum ERASMUS og nokkr- ir tugir til viðbótar fari út í tengsl- um við hin verkefnin. Þá bendir Þóra á að fjölþjóðaáaAlanirnar miði ekki eingöngu að nemendaskiptum, heldur einnig kennaraskiptum og að því að styrkja samvinnu milli landa um ýmiss konar kennsluverk- efni. Nú horfa íslendingar aðallega til Evrópu í alþjóðasamskiptum. „Fjár- magnið er í Evrópu, þar á mikil uppbygging sér stað og fjöldi sjóða og áætlana um samvinnu í mennta- málum hefur skotið upp kollinum, sérstaklega í tengslum við EB. Þátttaka í þessum áætlunum auð- veldar aðgang að skólum þar sem markmiðið er að gera Evrópu að einum menntunarmarkaði. Að sama skapi eru tengslin við Banda- ríkin í nokkurri hættu; þar byggj- ast nemendaskiptin að verulegu leyti á áhuga einstaklinga og eru undir þeim komin á meðan Evróp- usamskiptin byggja á sjóðum. Með hertum útlánareglum LÍN hlýtur þeim einnig að fækka sem fara vestur um haf til náms vegna hárra skólagjalda. Tengsl Evrópu og Bandaríkjanna í þessum efnum eru nú mjög í deiglunni og er Banda- ríkjamönnum umhugað um að ger- ast þátttakendur í Evrópusamvinn- unni í menntamálum,“ segir Halla. GETUM EKKIALLTAF VERIÐ ÞIGGJENDUR Það hefur viljað loða við okkur íslendinga að við séum fyrst og fremst þiggjendur en ekki veitend- ur í alþjóðasamstarfi. „Þetta á ekki síst við um menntamálin, við höfum í langflestum tilfellum sent mun fleiri nemendur út en við höfum tekið á móti í tengslum við nem- endaskipti. Við höfum verið gagn- rýnd fyrir þetta, segir Kristín. Eina skýringu telur hún vera þá að hér fari kennsla einvörðungu fram á íslensku. „Það má hins vegar ekki gleyma því sem gott er. Þannig hafa t.d. NORDPLUS-nemendur átt þess kost að vinna hér sérstök verkefni undir handleiðslu kennara enda höfum við á að skipa mjög góðum kennurum sem stundað hafa nám erlendis og erlend tungu- mál eru þeim engin hindrun. Sömu- leiðis hefur erlendum skiptinemum verið boðið upp á að skila prófúr- lausnum á sínu tungumáli eða ensku. Þá hefur verið komið á fót hraðnámskeiði í íslensku fyrir er- lenda stúdenta við HÍ og aðra skóla MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1992 33 ■ HINGAÐ TIL HAFA ÍSLENDINGAR FYRST OG FREMST VERIÐ ÞIGGJEND- UR í ALÞJÓÐA- SAMSTARFIÁ SVIÐI MENNTA MÁLA. ■ NÚ BEINAST AUGU MANNA AÐ EVRÓPU, SÉR- STAKLEGA ÁÆTL- UNUM EB UM AÐ GERA EVRÓPU AÐ EINUM MENNT- UNARM ARKAÐI. ■ MÖGULEIKAR ERU AÐ SENDA UM 150MANNSÍ NEMENDASKIPT- UM í ÁR EN EKKI ER VÍST AÐ ÞÁTT- TAKA VERÐINÆG ÞAR SEM NÁMS- MENN VIRÐAST VART ENN HAFA ÁTTAÐ SIG Á ÞVÍ HVAÐ ER í BOÐI. á háskólastigi og eru áform um að efla slíka kennslu enn frekar. Framkvæmd þess kann þó að vera í hættu nú á þessum miklu niður- skurðartímum." BETUR MÁ EF DUGA SKAL „Ef við viljum vera virkir þátt- takendur í þeim verkefnum sem bjóðast og geta boðið okkar nem- endum upp á að stunda hluta há- skólanáms síns erlendis, verðum við að taka á móti fleiri erlendum stúdentum. Það verður að vinna að því markvisst að gera þeim sem hingað koma mögulegt að leggja stund á fleiri námsgreinar en ís- lensku fyrir erlenda stúdenta. Ræddir hafa verið möguleikar á að kenna nokkur námskeið á ensku sérstaklega fyrir nemendur sem eru komnir lengra í námi. Þá hafa verið lögð drög að eins misseris námskeiði á vegum félagsvísinda- deildar og heimspekideildar og hugsanlega fleiri deilda þar sem námsefni verður á ensku og kennt verður um íslenskt samfélag, menningu og fleira. Ráðgert er að heija kennslu á vormisseri 1993 ef ijárveitingar fást.“ Halla bendir á að nú þegar verið er að byggja upp meistaranám í ýmsum greinum við Háskólann sé skynsamlegt að gera það í sam- vinnu við erlenda háskóla, sem myndu hýsa hluta námsins. Þau vandamál sem við er að etja eru þó ekkert séríslensk. Fleiri þjóðir en íslendingar búa við tungumál sem fáir aðrir tala. Smá- þjóðir eins og t.d. Danir eru í svip- aðri stöðu gagnvart öðrum löndum EB. Þeir fóru mjög hægt af stað í þátttöku sinni í ERASMUS en hafa nú byggt upp ýmsar námsleið- ir fyrir erlenda nemendur og sam- fara eflt mjög kennslu í dönsku. í HVAÐ ER í BOÐI? ERFITT getur reynst að átta sig á því hvað felst í hinum einstöku fjölþjóðaáætlunum sem íslenskir skólar á háskólastigi eru aðilar að. Hér eru kynntar fjórar þær helstu en auk þeirra eru fjöldi óformlegra samn- inga. ERASMUS: Sáttmáli landa EB, sem ætlað er að efla samstarf milli háskóla bandalagsins og er stefnt að því að aðildarlönd verði einn menntunarmarkaður. Ætl- unin er að 10% nemenda á há- skólastigi í EB-löndum stundi hluta af námi sínu utan heima- landsins. í október sl. var undirrit- aður samningur um þátttöku EFTA-ríkja í áætluninni. Um 14,5 milljörðum verður veitt til verk- efnisins á árunum 1990/91— 1992/93 og eru þá framlög EFTA-ríkja ekki meðtalin. Um flóra meginflokka styrkja er að ræða: 1. Styrkir til háskóla til undirbún- ings og reksturs samstarfsverk- efna. 2. Styrkir til nemenda. 3. Styrkir til starfsfólks háskóla. 4. Styrkir af öðrum toga. Styrkimir eiga við öll stig náms á háskólastigi nema fyrsta náms- án NORDPLUS: Að verulegu leyti sniðið að ERASMUS-áætluninni. NORDPLUS á að stuðla að sam- starfi háskóla, menntaskóla og verkmenntaskóla á Norðurlönd- um. NORDPLUS fór af stað sem fimm ára tilraun 1989—1993 og hefur áætlunin verið framlengd til 1996. Háskólaárið 1991-1992 var 20 milljónum dkr. varið til verkefnisins. Hægt er að sækja um eftirtalda styrki til NORDPLUS: 1. Styrki til nemendaskipta. 2. Styrki til kennaraskipta. 3. Styrki til sameiginlegs nám- skeiðahalds. NORDTEK: Norræn stúdenta- skiptaáætlun tækniháskóla og verkfræðideilda. NORDTEK- styrkir til stúdentaskipta eru tvenns konar: 1. Styrkir til 4. árs verkfræði- nema. 2. Styrkir til verkfræðinema í framhaldsnámi. COMETT II: Áætlun EB um sam- starf atvinnulífs og skóla um tækniþjálfun. EFTA-ríkin taka þátt í öðrum hluta áætlunarinnar 1990-1994: Ráðstöfunarfé til COMETTII er um 16,5 milljarðar íslenskra kr. COMETT styrkir skipulagningu á endurmenntun- arnámskeiðum og á kennslugag- nagerð sem snýr að nýjum tækni- sviðum, veitir styrki til þjálfunar einstaklinga en ekki styrki til rannsókna. Hérlendis var stofnuð samstarfnefnd um eflingu tækni- þjálfunar á íslandi, Sammennt, í tengslum við COMETT. í Sam- mennt eiga sæti fulltrúar atvinnu- lífs, skóla og rannsðknarstofnana. Styrkveitingar COMETT til Ís- lands í ár nema um 23 milljónum króna. ERASMUS-verkefninu er hvatt til þess að nemendur fari til lítilla málsamfélaga og eru veittir sérs- takir styrkir til þess að stuðla að tungumálanámi skiptinema og kennara. „Alþjóðasamstarf í menntamál- um er ekki aðeins útlagður kostn- aður, heldur fjárfesting," segir Halla. „Það kemur okkur til góða í framtíðinni. Þegar nemendurnir sem hér hafa stundað nám í hinum ýmsu greinum fara út á vinnu- markaðinn kannast þeir við landið og slíkt getur nýst okkur á margan hátt. Þá koma nemendur og kenn- arar oft með nýjar hugmyndir sem nýst geta í kennslu síðar meir.“ Þóra bendir á að íslendingar greiði um 12 milljónir á ári í þátt- tökugjald til þess að öðlast aðgang að ERASMUS og COMETT. „Við þurfum einnig að leggja í töluverð- an kostnað vegna skipulagningar starfsins hér heima ef við ætlum okkur að nýta þau tækifæri sem bjóðast. En það hefur líka þegar sýnt sig að ef vel er haldið á málum hér heima eins og raunin hefur verið um þátttöku okkar í COMETT, þá fáum við kostnaðinn margfaldlega greiddan til baka.“ Þóra, Kristín og Halla segja ótrúlega mikið að gerast í alþjóða- samskiptum í menntamálum núna. „Við verðum að fylgjast sérstak- lega vel með ef við eigum ekki að missa af lestinni. Því er þörf á markvissari stefnumótun innan einstakra deilda og skóla. Niður- skurður á fjárveitingum til Háskól- ans getur komið niður á þátttöku Háskólans og annarra skóla í land- inu í áðurnefndum alþjóðaverkefn- um. Þá væri betur heima setið en af stað farið.“ fræði. Fyrsta árið lagði Charles fyrst og fremst stund á norsku og ein- beitti sér að eftirlætisrithöfundi sín- um, Knut Hamsun. „Svo var mér bent á að sækja um styrk til að -leggja stund á íslensku við Háskóla Islands. Ég er ákaflega þakklátur þeim sem það gerðu, því það hefði sjálfsagt ekki hvarflað að mér ann- ars.“ - Þú ert greinilega maður breyt- ingíi? „Mér finnst hræðileg tilhugsun áð vinna að því sama alla ævi, þó að slíkt eigi ekki endilega við um áðra.“ Charles kom hingað ásamt konu sinni síðasta haust, hann settist á skólabekk en hún hóf störf sem bréf- beri. „Mér hefur þótt dásamlegt að geta eytt öllum mínum tíma í nám og lestur, auk íslenskunnar sótti ég einn áfanga í jarðfræði, annað er ekki hægt í landi sem státar af því- líkri náttúru. Konan mín ætlaði sér hins vegar að læra málið með því að umgangast íslendinga en komst fljótlega að því að það gekk ekki. Hún hóf því íslenskunám, hélt áfram starfi sínu sem bréfberi og söng auk þess með Háskólakórnum." Hann segir glímuna við íslensk- una mun erfiðari en hann átti von á, ekki síst samanborið við norsku. Það hafi hins vegar verið viðureign sem hann hafi notið ríkulega. „Is- lenskan er undarlega erfitt mál, en heillandi. Hún er vel þess virði að læra hana, það er eins og dálítil guðsgjöf að kunna íslensku. Til þess að ná því að tala málið nokkurn veginn skammlaust hefði ég hins vegar þurft ár til viðbótar. En ég er að ná tökum á lestrinum, sem ég tel mikilvægara er frá líður. Draum- urinn er að geta einhvern tíma lesið Laxness á íslensku. Núna læt ég mér nægja „Smið í fjórurn löndum" eftir Finn Thorlacius enda ágætlega við hæfi, þar sem ég vinn við smíðar í sumar. Én málfræðitímarnir í vetur bjuggu mig ekki undir það að fara í Húsasmiðjuna til að kaupa mér skrúfur og nagla, þar finn ég vel hversu langt ég á í land með málið.“ Charles Pederson hefur ferðast mikið um Island og segist njóta þess að sýna gestum sínum landið. Sjálf- og lagði stund á íslensku og hafið. Reykjavík var eitt af því fáa sem var eins og ég hafði ímynd- að mér. Við erum miklu hrifnari af landinu en við áttum von á, landið er nýtt og heillar endalaust." í augum skiptinemans frá Minne- sota erum við Islendingar kurteisir og vingjarnlegir en lokaðir. „Maður kynnist íslendingum ekki svo glatt, ég þekki t.d. engan sem býr á sömu hæð hér á stúdentagörðunum. Sterk fjölskyldutengsl eru áberandi, ís- lendingar virðast fremur leita til ættingja sinna en vina þegar eitt- hvað bjátar á. Þetta kann að vera skýring á tilhneigingu Vestur- íslendinga til að rekja ættir sínar. Slíkt þykir fáránlegt í Bandaríkjun- um, þar sem menn kenna sig í mesta lagi við ættjörð forfeðranna. Dvöl mín í Noregi og á íslandi hefur hins vegar styrkt sjálfsímynd mína, ég er meðvitaðri um hver ég er og hvað- an ér er.“ Morgunblaðið/Kristinn Charles Pederson: Draumurinn er að geta einhvern tíma lesið Laxness á íslensku. ur kom hann hingað með Norrænu til Seyðisfjarðar og fór með rútu til höfuðstaðarins. „Það var áhrifamikil ferð um land sem var mun fámenn- ara og eyðilegra en ég átti von á. Vegirnir þóttu mér hræðilegir og þeir halda áfram að koma mér óþægilega á óvart en ég kann hins vegar orðið vel að meta hversu fá trén eru, hér skyggir ekkert á fjöllin ISLENSKUNA CHARLES PEDERSON tók í vetur þátt í nemendaskiptum Háskóla íslands og Minnesotaháskóla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.