Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 31
M0RGUNBLÁÐIÐ SUNNUDAGUR 30: ÁGÚST 1992 31 ■ ARNAR GUNNLAUGSSON, IA Ber er hrn að hakL.. Þegar þetta er skrifað er Skagamaðurinn Arnar Gunn- laugsson markakóngur 1. deildar. Hann hefur gert hvert glæsimarkið á fætur öðru í sumar og er skemmst að minnast þrennu hans í leik gegn ÍBV nú í vikunni. En þótt Arnar hafi verið iðinn við kolann er hann ekki einn á vellinum og má segja að þar sannist hið fornkveðna: „Ber er hver að baki nema sér bróður eigi“, því tvíburabróðirinn Bjarki hefur staðið sem klettur við hlið Arnars í sigurför Skagamanna. Sam- spil þeirra bræðra er einstakt og Bjarki á drjúgan þátt í stórskotahríð Arnars með frábærum sendingum. Arn- ar á að baki 35 leiki í 1. deild og hefur skorað 12 mörk nú í sumar. Hann hefur leikið 22 leiki með landsl- iðum yngri flokka og skorað 9 mörk með þeim. M Morgunblaðið/Einar Falur Ósjaldan hafa markmenn þurft að horfa á eftir skotum Arnars Gunnlaugssonar í netið. |innisstæðasta markið er fyrsta markið sem ég skoraði í 1. deildinni 1989 gegn Keflavík, en draumamarkið til þessa held ég að hafi verið gegn FH í sumar. Ég plataði tvo varnarmenn og vippaði boltanum yfír markmanninn sem kom á móti mér. Fallegt mark. Það var líka flott marki sem ég gerði gegn KR. Það kom há sending eftir aukaspyrnu inn í teiginn og Óli Adólfs skallaði boltann niður. Eg tók hann á bijóstið og vippaði mér fram- hjá tveimur varnarmönnum, sneri mér við og skaut viðstöðulaust í blá- hornið," segir markaskorarinn ungi af Skaganum. Draumamarkið segir Amar að hljóti að vera úrslitamark í mikilvæg- um leik. Hann segir mörkin úr sigur- leikjum vera mun eftirminnilegri en mörk í jafnteflis- eða tapleikjum. Það sé allt fremur dapurlegt við tapleiki, líka eigin mörk. Samt fylgir alltaf góð tilfinning því að skora. „Það er stórkostlegt, maður léttist allur upp, ég get varla lýst þessu. Ég er lengi að ná mér niður eftir leik og sofna seint. Svefninn er vær nóttina fyrir leik og engin streita, en þegar nær dregur leiknum sjálfum koma fiðrildi í magann, spenna og tilhlökkun." Á leikdegi reynir Arnar að taka lífinu með ró. Hann vinnur til hádeg- is og borðar hollan mat, pasta er í uppáhaldi, svo leggur hann sig í einn til tvo tima. Hann telur sig lausan við alla hjátrú og viðhefur ekki neina sérstaka kæki fyrir leik. „Það kemur fljótt í ljós hvort mað- ur er í stuði. Mér fínnst mikilvægt að koma strax inn í leikinn af krafti og helst að skora á fyrsta hálftíman- um.“ Arnar leggur áherslu á að knattspyrna sé hópíþrótt og óréttlátt að þakka einum eða kenna um gengi liðsins. Hann segist ekki finna fyrir því að til sín séu gerðar meiri kröfur en annarra liðsmanna. „Það stólar allur bærinn á að einhver okkar skori og ekkert óeðlilegt að það séu gerðar til okkar kröfur. Annars jaðrar fót- boltaáhuginn hér á Skaganum stund- um við geðveiki. Við eigum harða stuðningsmenn sem láta í sér heyra.“ VALDIMAR KRISTÓFERSSON, FRAM Gðtðttir skotskör „Manni líður vel eftir að skora mark og það næsta sem ég hef komist í því að skora drauma- markið er líklega fyrsta markið í deildinni í sumar," sagði Valdimar Kristófersson, leikmaður með Fram. Hann lék áður með Stjörn- unni í Garðabæ, hefur leikið 47 leiki í 1. deildinni og hefur skorað í þeim 18 mörk. Valdimar hefur leikið tvo leiki með A-Iandsliðinu og á nokkra leiki að baki með yngri landsliðum. Valdimar Kristófersson fagnar vel heppnuðu marki. Morgunblaðið/Bjami Eiríksson Draumamark Anthony Karls Gregory kom í úrslitaleik Mjólkurbikarkeppninnar á sunnudaginn var. Þ ^að var ljúft að skora í fyrsta leikn- um með Fram gegn KR í vor og komast strax á blað. Ég öskraði af ánægju þegar félagarnir komu og fögnuðu með mér. Sæluví- man helltist yfir mig og ég réð varla við mig.“ Valdimar er á sama máli og aðrir knattspyrnumenn að úrslit leiksins hafí áhrif á hversu mörkin verða minnisstæð. Eftirminnilegasta markið telur Valdimar vera það sem kom Stjöm- unni upp í 2. deild á sínum tíma. „Það var vitlaust veður, 10 vindstig, á vellinum í Garðabæ. Markmaðurinn sló boltann út eftir fyrirgjöf og hann sveif yfir mig og lenti fyrir utan víta- teiginn. Ég elti boltann og tók bak- fallsspymu aftur fyrir mig á móti vindinum og í átt að markinu. Bolt- inn fór hátt upp i loft og datt niður í markið fyrir aftan markmanninn. Þýðingarmesta markið, sem ég hef skorað, var líklega þegar ég skoraði sigurmarkið gegn Olafsfirðingum 1989 og Stjaman komst Upp í 1. deild. Það var virkilega ljúft.“ Valdimar kannast vel við ýmsa hjátrú og venjur knattspyrnumanna: „Mamma eldaði alltaf fisk eða kjúkling í hádeginu fyrir leik og ég fór heim í hádegismat. Framararnir létu mig fá skó í byijun og þeir eyði- lögðust eiginlega í 4. umferðinni gegn Val. Mér var búið að ganga svo vel að ég gat ekki fómað gömlu skónum og spilaði í þeim 5 leiki í viðbót. Þá voru komin tvö stór göt ofan á skóna.“ GUÐMUNDUR STEINSSON, VÍKINGI Magnið skiptir máli „Það er alltaf mjög gaman að skora og því fylgir ánægjutilfinning," segir Guðmundur Steinsson, leik- maður með Víkingi. Hann var markakóngur í 1. deild í fyrra, og hefur reyndar oft áður hampað þeim titli. Guðmundur hóf feril sinn með Fram og skoraði um 80 mörk fyrir það félag í 1. deild íslands- mótsins. Leikirnir eru alls orðnir nálægt 190 í 1. deild og mörkin 95. Hann hefur skorað mest af þeim leikmönnum sem leika í 1. deild í sumar. Um tíma reyndi Guðmundur fyrir sér erlendis og keppti með Öster í Svíþjóð og Kickers Offenbach í Þýska- landi. Hann á 19 landsleiki að baki og hefur skorað 7 mörk fyrir ísland. Maður man mikilvægu mörkin best, til dæmis seinna markið sem ég gerði í bikarúrslita- leiknum gegn KR 1989. Það var virkilega skemmtilegt mark,“ segir Guðmundur. Hann lítur þannig á að það séu ekki gæði markanna og hvernig þau eru skoruð sem skiptir máli heldur einfaldlega magnið. En hvaða mark lifir skæ- rast í minningunni? „Ég skoraði mjög óvenjulegt mark gegn Val í meistarakeppn- inni 1986. Þá kom bolti fyrir þar sem ég stóð á miðjum vallarhelm- ingi Valsmanna. Ég stökk upp og skallaði boltann í áttina að mark- inu. Þetta var hár bolti og ekkert fastur, hann lenti í jörðinni og skoppaði í átt að markinu. Boltinn stefndi beint í fangið á markmann- inum og hann var farinn að líta í kringum sig eftir samherja til að senda boltann til. í síðasta skiptið sem boltinn skoppaði lenti hann á einhverri mishæð á vellinum og fór framhjá markmanninum í netið. Við unnum leikinn 2-1.“ HÖRÐUR MAGNUSSON, FH Maður er skúkur eða stjama Draumamark Harðar Magnússonar, markaskorarans mikla úr FH, kom í fyrra í leik gegn KR. „Ég fékk boltann á miðjum vallarhelm- ingi okkar, svona 70 metra frá markinu, og tók á rás með nokkra varnarmenn fast á hælunum. Ég skaut á markið af 20 metra færi og var viss um að þetta væri mark. Þegar ég var farinn að fagna og kominn af stað að stúkunni sá ég boltann koma til baka frá markinu. Hann fór þá fyrst í stöngina, rúllaði eftir línunni í hina stöngina og kom út aftur. Ég náði boltanum á miðjum vitateignum og skaut i ann- að sinn, nú steinlá hann í netinu!" Fyrir leik segist Guðmundur hugsa um mótheijana og rifja upp hvernig þeir beri sig að. Hann sef- ur vært þótt leikur sé daginn eftir og segist vera laus við alla hjátrú. Reyndar viðurkennir hann að sér líki vel við skyrtu númer 8 og vilji helst hafa hana í hveijum leik. Guðmundur gerir ekki mikið úr eigin snilli en segir samheijana eiga mikinn þátt í mörkunum, þeir gefi góðar sendingar sem hann hefur getað nýtt. Þó kemur það fyrir bestu markaskorara að klúðra tækifæri. Hvernig tilfinning fylgir því? „Maður reynir að ýta því frá sér í hita leiksins en svekkir sig svo á því eftir á, ekki síst ef leikur tapast. Svo reynir maður að gleyma þessu.“ Markaskorarar eiga sín góðu og slæmu tímabil, Guðmundur var markakóngur í fyrra en í sumar hefur ekki gengið jafn vel. Hvað veldur? „Ég held að meiðsli séu helsta skýringin. Sjálfur er ég bú- inn að vera meira og minna meidd- Morgunblaðið/Einar Falur Einbeitingin leynir sér ekki í svip Guðmundar Steinssonar í slagnum um knöttinn. ur frá því í vor og það hefur háð mér. Líkt og flestir aðrir knattspyrnu- menn byijaði Guðmundur ungur að sparka. Vaknaði snemma löng- un til að verða mikill markaskor- ari? „Ég held að flesta stráka, sem eru í boltanum, dreymi frekar um að verða atvinnu- menn og það rætt- ist að hluta hjá mér,“ segir Guð- mundur. „Sem strákur átti ég mér átrúnaðar- goð, það voru út- lendar fótbolta- hetjur, svo þótt- umst við vera þessar hetjur þeg- ar við vorum að leika okkur.“ Hörður Magnússon á að baki 103 leiki í 1. deild og hefur skorað 49 mörk. Hann hefur leikið 8 landsleiki og skorað 1 mark fyrir Island. Undanfarin þijú ár hefur Hörður Magnússon verið marka- kóngur 1. deildar en í sumar hefur honum gengið ver að skora og hefur það valdið bæði Herði og stuðnings- mönnum FH vonbrigðum. Hver er skýringin? „Það skiptir miklu að sleppa við Hörður Magnússon er fundvís á glufur í varnar- veggjum andstæðinganna og hér spyrnir hann í gegnum eina smuguna. meiðsli og það hef ég að mestu gert þar til í sumar,“ segir Hörður. „Meiðsli koma niður á þjálfuninni og þá er hætt við að snerpan minnki. I minni stöðu skiptir hraðinn miklu máli. Færin nýtast ekki ef tímasetn- ingarnar eru ekki réttar." Hörður segist finna að miklar kröfur eru gerðar til leikmanns í hans stöðu. Árangur liðsins er metinn í mörkum og úrslitin ráðast oft af því hvernig framheijinn nýtir mark- tækifærin. Hörður reynir samt að láta hvorki væntingarnar né von- brigðin hafa áhrif á sig. „Knattspym- an er fallvölt, það þýðir ekkert að vera að velta sér upp úr glötuðum tækifærum, það getur gert hvern mann bijálaðan. Maður er stjarna eina vikuna og skúrkur þá næstu.“ Hörður segist ekki viðhafa neina sérstaka kæki á keppnisdegi. Hollur og orkuríkur matur er á matseðlin- um, oft verður pasta fyrir valinu. í fyrra og framan af mótinu í sumar hlustaði hann gjarnan á lagið „Beint í mark“ með Todmobile, stundum skoðar hann FH myndbandið til að rifja upp fyrri mörk og komast í rétta stemmingu. Þegar komið er inn á völlinn er allt annað en sigur útilok- að úr huganum. í fyrra vann FH marga leiki í röð og Hörður þorði ekki annað en að mæta í sömu fötun- um til leiks aftur og aftur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.