Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1992 oyour Græn- land * Ahugamenn um veiðiskap hafa í ýmis hús að venda hér á landi, en engu að síður verður alltaf til staðar hópur sem vill reyna eitthvað nýtt. Selfyss- ingur einn að nafni Bjarni Olesen býður nú í samvinnu við Stefán Magnússon hreindýrabónda á Grænlandi, upp á stanga- og skotveiðiferðir til Grænlands. Þegar er búið að fara eina hrein- dýraferð sem heppnaðist afar vel og 5. september næst komandi er næsta ferð áformuð og meg- ináherslan þá lögð á sjóbleikju- veiði í ám og vötnum. „Þó við séum að tala um Grænland þá er aðbúnaðurinn sem við bjóðum prýðilegur. Búið er í húsum með öllum þægingum og menn eru fluttir á milli á hraðbátum. Ámar eru fremur vatnslitlar, en geyma þó vel mik- ið magn af fiski. Ein áin heitir Stokkanesá og önnur Botnsá. Það er ótrúlega mikill silungur VEIÐAR Félagarnir Bjarni t.v. og Stefán skima eftir hreindýrum. Sjóbleikja er aðalsportveiðifiskurinn. í þessum ám á haustin, ég var einu sinni að hjálpa mönnum að veiða bleikju til undaneldis og það var dregið á einn hylinn. Við tókum þarna 600 fiska á skömmum tíma. Svona 80 pró- sent af veiðinni var svona 3 punda silungur. Svo er ein og ein bleikja allt að 5 gund. Þetta á við Stokkanesána. I Botnsá er fiskurinn enn stærri, allt að 7-8 pund. Og þessi fiskur tekur allt agn. Sjálfur hef ég mest notað flugu og spón. Straumflugur hafa gefist vel, en sumir nota allar venjulegar gerðir af sil- unga- og laxaflugum með góðum árangri. Menn verða ekkert á fiæðiskeri þarna, innifalið í verð- inu hjá okkur er flug, bátar, gist- ing, fæði og leiðsögn hvort held- ur er hreindýraskytterí eða bleikjuveiði," sagði Bjarni í sam- tali við Morgunblaðið. Kvikmyndir Jeremy Irons iðinn við kolann Breski leikarinn Jeremy Irons er nú 43 ára gamall en sýnir á afgerandi hátt að allt er fertugum fært, þeysist leðurklæddur milli staða á mótorhjóli og má gjarnan sjá konu hans Sinéad Cusack sitja aftan á hjá kappanum. Fyrir stuttu var frumsýnd kvikmynd með þeim hjónum, er nefnist „Waterland“ eða Fenjasvæði, og fjallar um sögu- kennarann Tom sem missir áhug- ann á sögustagli og skólabókum og snýr sér að uppgjöri við eigin æsku, þroskaheftan bróður sinn og ekki síst eiginkonu sína Mary. í nýlegu viðtali segir Jeremy að þegar leikstjórinn afréð að skipa Sinéad í hlutverkið, lét hann þau búa hvort í sínu lagi. „Hún flutti á hótel og við hittumst viku síðar á tökustað. Hún bar hárkollu og hafði tanngarð uppi í sér. Þetta var furðu- leg reynsla. Hjónaband Toms og Mary er svo ólíkt okkar, að við þurftum að vissu leyti að færa mörk sambands okkar út.“ Irons hefur raunar verið iðinn við kolann upp á síðkastið, og valið að leika í metnaðarfullum en hljóðlátum myndum. „Mér geðjast ekki að því að leika í kvikmyndum sem ég held að njóta muni almenningshylli, því BERUre ORDABÆKURNAR 34.000 emk uppflrtHwí Ensk íslensk orðabók lngrisb-Uclandtt Diclionary DÖnsk islensk istensk dönsk orðabók Frönsk íslensk íslensk ImíhcIí 5.000 vppll***'**^ íslensk ensk ordabók /.«»* 'slensk é5"Gh$k ensk I orMók 'sleiisk £nsk — °ÖMSK Uelandi»*ln9ktk DlúionorY 55* íslensk þýsk orðabók Msk Spænsk íslensk s» £?”sk íslensk » 'Msk spænsk orðabók A SSJíu-ié. Æf uEL.m+tJp j ****£*#?*£ Ódýrar og góðar orðabækur fyrir skólann, ó skrifstofuna og í ferðalagið ORÐABÓKAÚTQÁFAN Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Sjónvarpsmennirnir frá BBC, Bernard Walton, Barrie Britton og Dr. Kenny Taylor, við myndatökur í Klaufinni í Eyjum. SJÓNVARP Lundapysjur í Eyjum á jóladagskrá hjá BBC Vestmannaeyjum. Kvikmyndagerðarmenn frá breska sjónvarpinu, BBC, voru í Eyjum fyrir skömmu til að mynda lundapysjurnar sem fljúga inn í bæ- inn og krakkana sem vinna að björg- un þeirra. Voru þeir að vinna efni í sjónvarpsþátt sem BBC og National Geograpich eru að gera saman um líf lundans. Kristján Egilsson, safnvörður Náttúrugripasafnsins í Eyjum, var sjónvarpsmönnunum til aðstoðar við efnisöflunina í Eyjum. Sagði Kristján í samtali við Morgunblaðið að sjón- varpsmennimir hefðu verið þrír. Bernard Walton, framleiðandi, Barrie Britton, kvikmyndatökumað- ur, og Dr. Kenny Taylor, vísindaleg- ur ráðgjafi. Hann sagði að myndinni væri ætlað að sýna lífsbaráttu lund- ans. Á flestum stöðum leyndust hættur og hann ætti sér fáa vini nema börnin í Vestmannaeyjum sem hjálpuðu pysjunni að komast til hafs eftir að hún væri orðin strandaglópur í bænum. Kristján sagði að vinna við gerð þáttarins hefði byijað síðastliðið vor. Þá hafi verið myndað í Skotlandi er lundinn var að koma á varpstaði til að undirbúa varpið og para sig. Síð- an hefði verið haldið til Noregs þar sem fylgst var með ýmsum hættum sem að lundanum steðja í náttúr- unni. Þá var myndað í Vík í Mýrdal þar sem skúmurinn er aðal óvinur hans. í Eyjum var svo aftur á móti fylgst með vinum lundans, bömunum sem hjálpa pysjunni að komast til hafs. Kristján sagði að ætlunin væri að myndin yrði um hálfrar stundar löng og myndi David Attenborough lesa texta með myndinni. Ráðgert er að sýna þáttinn í breska sjónvarpinu um næstu jól og er áætlað að um 11 milljónir manna muni fylgjast með sýningu hans þar en síðan verður þátturinn sýndur í Bandaríkjunum. Grímur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.