Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1992 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 80. ÁGÚST 1992 23 Útgefandi Árvakur h.f., Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Tímamót í reykvísku skólastarfi P( ú ákvörðun Skólamálaráðs 0 Reykjavíkur nú í vikunní, að hefja tilraun með heilsdagsskóla í fimm skólum á næsta skólaári, markar á margan hátt tímamót í skólastarfi á höfuðborgarsvæðinu. í skólunum fímm, sem eru Árbæj- arskóli, Ártúnsskóli, Laugalækjar- skóli, Laugarnesskóli og Óldusels- skóli, verður foreldrum boðið upp á val um samfellda þjónustu tengda hverfísskólanum allt frá því klukk- an 7.45 um morguninn til klukkan 17.15 síðdegis. Alls stunduðu 2.360 böm nám í þessum skólum á síð- asta skólaári. í ljósi þess hvemig til tekst með þessa tilraun veturinn 1992-1993 verður ákveðið hvort boðið verður upp á áþekka þjónustu í öllum grunnskólum Reykjavíkurborgar. Það hefur löngum verið baráttu- mál foreldra og samtaka þeirra að skóladagur barna, ekki sist þeirra yngstu, verði samfelldari en verið hefur til þessa. Þörfin fyrir þjón- ustu af þessu tagi er augljós. Það er eitt af sorglegri einkerinum okk- ar samfélags að fjölmörg börn eru á hálfgerðum vergangi eftir að skóladegi lýkur þar til foreldar koma heim úr vinnu. Hugtök á borð við „lyklabörn" hafa, þótt ömurlegt sé, öðlast fastan sess í daglegu tali fólks fyrir löngu. Það ætti einnig að vera íslend- ingum ærið umhugsunarefni hvers vegna slysatíðni barna er hærri hér á landi en í flestum nágrannalönd- um. Felst ekki hluti skýringarinnar í þvi ástandi sem hér að framan er lýst? Er ekki besta leiðin til að tryggja öryggi og sálarheill barn- anna að sjá til þess að þau hafi MAÐURINN •fer ekki með fmmskóginn inní dýrð himnanna. Við verð- um víst að skilja sj álfsfullnægingar- hvötina eftir við Gullna hliðið — en það var sálinni hans Jóns míns ærin þrekraun eins- og kunnugt er. Einar Benediktsson talar um manndýrseðli í kvæðinu Colosseum. En þegar sjálfsfullnægingarhvöt- in hefur verið afmáð hættum við að vera menn og breytumst í hlut- lausar eilífðarverur og þá verður engin synd því hún er öll sprottin af sjálfsfullnægingarhvötinni. Syndlaus maður er ekki af þessum heimi og Nietzsche hefði ekki litizt á slíkt fyrirbrigði, þótt hann viður- kenndi ekki hugtakið synd að kristnum hætti. En spennan kom inní sköpunarverkið með syndafall- inu. Án þess yrði spennufall. Úr syndlausum heimi sprettur engin Odysseifskviða og engar ís- lendinga sögur; þ.e.a.s. úr full- komnu og flekklausu eðli og fölskvalausum athöfnum. Úr slíku umhverfi væri ekkert Gamla testa- menti. Samt erum við kristin. Og trúum því við getum einn góðan veðurdag elskað óvini okkar. Maðurinn hefur alltaf verið stærstur í blekkingu sinni. ÞEGAR FJALLAÐ ER UM • sjálfsfullnægingarhvöt mannskepnunnar hvarflar að manni fyrsti lútherski byskupinn á Hólum, Olafur Hjaltason, en hann hafði áður verið katólskur prestur og handgeng- inn sjálfum byskupi. Séra Ólafur var einstaklega vel gerður maður og aug- ljóst að kristnin naut mannkosta hans til fulls, og þá ekkisízt hinn nýi siður, en samt hvarf hann inní gieymsku tímans vegna þess að eðliskostir hans hnigu að hlédrægni og farsæld. Allt þetta hefur Magnús Már Lár- usson prófessor leitt í ljós í skörpum athugunum sínum og ritgerðum sem birtust í Fróðleiksþáttum og sögubrot- um, 1967, og er ekki úr vegi að minn- ast þess hér sérstaklega þarsem pró- fessor Magnús Már verður hálfáttræður 2. september næstkom- andi en það vekur upp góðar minningar um þennan stórmerka aldna fræðimann sem einnig hefur búið alla tíð að eðlilskost- um séra Ólafs á Hólum. Mér er það ógleymanlegt þegar við fórum saman heim að Skálholti einsog sagt er frá í Hugleiðingum og viðtölum enda er hann hafsjór af fróðleik og óragur við nýstárlegar söguskýringar sem hafa varpað nýju ljósi á margt í sögu okkar og menningu. Um fræði Magn- úsar Más próf. segir Bjöm Þorsteins- son í eftirmála Fróðleiksþátta; „Magn- ús Már Lárusson er hins vegar jafn- vígur á allar þessar greinar og nokkr- ar að auki, er manna fróðastur um lög fom og ný, hagfræðingur góður og guðfræðingur og laginn að með- höndla tækni nútímans. Alls staðar er hann skyggn rýnandi heimilda og dregur lærdóm af mikilli yfírsýn..." Og enn: „Eftir hann (Magnús Má) liggur urmull ritgerða birtur og óbirt- ur og allar hafa þær sér til ágætis nokkuð, því að aldrei hefur brugðizt, að hann sjái ekki nýja hlið á hverjum hlut sem hann gaumgæfír ...Magnús er öruggur lesari fomra handrita, þótt vond séu aflestrar, og hefur einn- ig tínt hér löngu horfín skinnblöð úr frægum handritum upp úr glatkistun- um og glætt mönnum vonir þess að margt geti enn komið í leitimar í ís- lenzkum söfnurn..." Og loks segir Bjöm Þorsteinsson: „Á síðara hluta 20. aldar hefur enginn lagt meira að mörkum til rannsóknar íslenzkri sögu en Magnús Már Lárus- son.“ Þetta eru stór orð en ekki skal úr þeim dregið. Og þá er að halda á fund þess stór- mennis íslenzkrar sögu sem, að því er virðist, hefur verið hvað lausastur við sjálfsfullnægingarhvötina, séra Ólafs Hólabyskups. Hann er augljós- lega einstæður í sögu okkar og brú- aði bilið milli nýs tíma og gamals af svo farsælli alúð að engu er líkara en maðurinn hafí haft fleiri eðliskosti þess guðsríkis sem hann sjálfur boð- aði en þess umhverfís haturs og ill- HELGI spjall eitthvað uppbyggjandi fyrir stafni eftir að skóladegi lýkur í stað þess að leika sér á götum úti án eftir- lits fullorðinna? Verulega athyglisverð er einnig sú ákvörðun að leyfa einkaskólum að bjóða upp á þjónustu sína innan ramma heilsdagsskólans. Sautján skólar hafa sýnt þessu áhuga og munu taka þátt í tilraunaverkefn- inu í vetur og gefa kost á starfí tengdu t.d. tónlist, myndlist, tölv- um, tungumálum, heimspeki og öðru. í samtali við Árna Sigfússon, formann Skólamálaráðs og borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, hér í blaðinu sl. fimmtudag, kemur fram að borgaryfírvöld ætlast til þess að þjónusta einkaskólanna verði boðin foreldrum á lægra verði en hingað til hefur verið þar sem þeir muni fá aðstöðu innan hverfisskól- anna og auk þess ekki þurfa að leggja út í auglýsingakostnað. í þessu samtali segir formaður Skólamálaráðs ennfremur: „Ég tel það vera eitt af grundvallarverk- efnum í stjórnmálum að tryggja undirstöðumenntun einstakling- anna. Menntun er ekki bara niður- staða úr prófum í stærðfræði eða íslensku heldur varðar hún líka þroska á mjög mörgum öðrum svið- um. Með þessu tilboði til foreldra teljum við að unnt sé að koma til móts við fjölda barna sem eiga ekki í önnur hús að venda yfír hversdaginn auk þess sem það svarar markmiðum okkar um holla fræðslu og tómstundaiðkun. Þetta markmið okkar teljum við vera mjög mikilvægt að efla og ná með þessum hætti.“ Morgunblaðið hefur áður lagt áherslu á að forðast eigi úreltar kerfíshugmyndir í skólamálum. Með tilrauninni um heilsdagsskóla fetar Reykjavíkurborg nýjar leiðir sem, ef vel tekst til, gæti orðið til að efla öryggi reykvískra skóla- barna sem og bæta almenna menntun þeirra. víga sem hann þurfti að horfast í augu við á kirkjustjómarárum sínum. Hann var brúarsmiður á tímum mik- illa vatnavaxta í sögu þjóðarinnar. Þau flóð urðu skeinuhætt en það varð gæfa okkar að Ólafur Hjaltason skyldi vera kjörinn til embættis á svo váleg- um tímum. Hann stjómaði án þess neinn hafí séð ástæðu til að leiða rök að því hver farsæld hans var eða fyrir- hyggja eða benda á óvenju aðlaðandi eðliskosti hans — nema prófessor Magnús Már sem hefur leitt hann fram í sviðsljósið af skarpskyggni og kærkominni ræktarsemi. Séra Ólafur kynntist lútherskum sið í Danmörku og átti meðalannars samskipti við eftirminnilegasta braut- ryðjanda lútherskrar trúar þar í landi, Pétur Palladíus, sem var rithöfundur mikill og merkisberi þeirrar mannúð- arstefnu sem Ólafíir Hólabyskup fylgdi. Hann kynntist Pétri Sjálands- byskupi mætavel og stóð síðan að sannfæringu sinni af stórhöfðinglegri festu og lítillæti sem vel mætti minn- ast nú á þeim sjálfumglöðu og uppá- þrengjandi tímum sem við lifum. í fyrmefndu riti Magnúsar Más Lámssonar prófessors er einnig afar fróðlegur kafli um Sjálandsbyskup og segir þar að visitasíubók hans frá SjáJandsstifti sé „einn af gimsteinum í dönskum bókmenntum á 16. öld“. Hann kemur meira en lítið við sögu siðskiptanna á íslandi, „og þegar allt er vendilega athugað, þá kemur í ljós, að telja megi hann einn aðal hvata- manninn útlenda", segir próf. Magnús Már. Hann getur þess að Ólafur Hjaltason hafí verið til húsa hjá Palladíusi veturinn 1550-51 og hafí Sjálandsbyskupi litizt vel á hann. Séra Olafur þýddi nokkur rit eftir Sjálands- byskup og hafði hann mikil áhrif á hann og þar með lútherskan sið á íslandi. Sjálandsbyskup hafði engin lagaleg völd hér á landi, að því er próf. Magnús Már segir, en þó megi af afskiptum hans af íslenzkum mál- efrium draga þá ályktun að hann og eftirmenn hans hafí verið einskonar erkibyskupar landsins. „Og samskiptí íslenzku og dönsku kirkjunnar hafa verið miklu nánari en venjulega er dregið fram í söguágripum.“ M. (mcira næsta sunnudag) ÞEIR SEM KYNNA SÉR umræður á Alþingi verða yfirleitt fyrir miklum vonbrigðum vegna þess hve umræð- ur þar eru efnisrýrar. Að jafnaði virðist fara meira fyrir pólitísku orðaskaki á milli þingmanna en málefna- legum umræðum og skoðanaskiptum. Að einhveiju leyti er þetta vegna þess, að svona er tónninn í stjómmálaumræðum hér. En sú skýring dugar ekki. Eins og sjá má af kosningabaráttunni vegna for- setakosninganna í Bandaríkjunum eru stjómmálaumræður ekki endilega á hærra plani þar, svo að dæmi sé tekið, og senni- lega lúta menn lægra þar, að einhveiju leyti a.m.k. Umræður á sjálfu Bandaríkjaþingi em hins vegar oft efnismiklar og í ræðum þing- manna koma oft fram miklar og nýjar upplýsingar um þau málefni, sem til með- ferðar em. Hver er þá helzta ástæðan fyrir því, að Alþingi virðist ekki vera um- ræðuvettvangur, sem kallar fram merki- legar málefnalegar umræður og skoðana- skipti um hin stóm mál þjóðarinnar? Hugs- anlega er skýringin sú, að alþingismenn þurfi að hafa aðgang að fleiri aðstoðar- mönnum, sem geri þeim kleift að kafa ofan í mál, safna saman upplýsingum, sem máli skipta og setja þær fram í umræðum í þinginu. Mikill fjöldi slíkra aðstoðar- manna er hveijum einasta þingmanni á Bandaríkjaþingi til trausts og halds og skýrir það vafalaust efnismiklar umræður þar. Orð er á þessu haft hér vegna þess, að nú standa yfir á Alþingi umræður um þátttöku okkar í evrópsku efnahagssvæði. Hingað til a.m.k. valda þær vonbrigðum vegna þess hversu lítið fer fyrir umræðum um hinar stóru línur í málinu. Þingmenn virðast gleyma sér í smáatriðum og leið- ast út í pólitískt skítkast. Umræðurnar hafa farið út í þennan farveg þrátt fyrir það, að Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra, hæfi þær með vandaðri ræðu, sem mikil vinna hefur augljóslega verið lögð í. Það hlýtur hins vegar að vera umhugsunarefni fyrir þingmennina sjálfa hversu litlu máli umræður af því tagi, sem nú fara fram á Alþingi skipta, vegna þess að þær eru á svo lágu plani. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra, vék að kjama málsins í framsögu- ræðu sinni í þinginu er hann sagði: „Und- anfarin ár hefur Island eitt Vestur-Evrópu- ríkja búið við samdrátt vergrar landsfram- leiðslu. Við nýtingu auðlinda hafsins emm við ekki aðeins komin að endimörkum vaxtar heldur verðum við að draga úr sókn í mikilvæga stofna. Atvinnuleysi vofir yf- ir, ef stöðnun atvinnulífs reynist viðvar- andi og ekki er bryddað á nýjungum." Og utanríkisráðherra sagði ennfremur: „Ef hér á landi á að haldast full atvinna og þjóðartekjur að aukast á ný, þarf á fjárfestingu að halda í íslenzku atvinnu- lífi. EES-samningurinn tryggir, að útflutn- ingur héðan mun sæta sömu kjörum og innlend framleiðsla á mörkuðum Evrópu- bandalagsríkjanna; tollskoðun og innflutn- ingseftirlit verður einfaldað til muna. Greiðari markaðsaðgangur og bætt sam- keppnisstaða gerir fjárfestingu í íslenzku atvinnulífi vænlegri kost, jafnt fyrir inn- lenda, sem erlenda aðila.“ Björn Bjamason, formaður utanríkis- málanefndar þingsins, gerði einnig skil- merkilega grein fyrir kjarna málsins í umræðunum sl. þriðjudag er hann rakti fjórar meginástæður fyrir því, að Alþingi ætti að samþykkja þátttöku okkar í EES. Bjöm Bjarnason sagði m.a.: „I fyrsta lagi er samþykkt samningsins í samræmi við þá stefnu, sem ríkisstjórnir íslands hafa með þingmeirihluta að baki sér fylgt allt frá því um miðjan 9. áratuginn, þegar umræður um nánara samstarf EFTA-ríkj: anna og Evrópubandalagsins hófust ... í öðm lagi næst með samningnum mikilvæg viðurkenning á sérstöðu íslands, ekki sízt að því er varðar sjávarútvegsmál. Með samningnum hefur þannig verið unnið að gæzlu íslenzkra sérhagsmuna. Ég er þeirr- ar skoðunar, að samleið með EFTA-ríkjun- um hafi verið nauðsynleg til þess að þessi niðurstaða fengist. Það yrði því fráleitt að ijúfa samstöðu með EFTA-ríkjunum nú og stofna að nýju til óvissu í samskipt- um okkar við Evrópubandalagið með til- mælum um tvíhliða viðræður. Slík ákvörð- un nú væri ekki aðeins tímaskekkja, held- ur stofnaði íslenzkum hagsmunum í hættu. í þriðja lagi er ekki gengið inn á vald- svið íslenzkra stjórnvalda með samningn- um á þann veg, að það bijóti í bága við stjórnarskrána. Hér er stofnað til samn- ings um milliríkjaviðskipti og sett ákvæði um hvernig tekið skuli á álitaefnum er rísa af því, að samningurinn er gerður. Ný réttarsvið verða til og jafnframt stofn- anir til að gæta öryggis á því. Þetta örygg- isatriði er einkum mikilvægt fyrir hinar smærri þjóðir, sem eiga aðild að samstarf- inu. Það eru vísvitandi rangfærslur eða ótrúlegt þekkingarleysi að halda því fram, að í þessum samningi felist eitthvert alls- heijar afsal á íslenzku sjálfstæði eða verið sé að færa Islandssöguna aftur til þess tíma, þegar landið var hluti af Danmörku. Alþingi og önnur íslenzk stjórnvöld hafa fjölmörg úrræði til að tryggja sérstöðu Islands þar sem þess er talin sérstök þörf í samstarfinu svo sem varðandi eignarhald á náttúruperlum landsins. í fjórða lagi er samningurinn æskilegur grunnur að sambandi okkar við aðildarríki Evrópubandalagsins og EFTA sem við hljótum að rækta áfram í sama anda og til þessa. Á miklum óvissu- og breytinga- tímum í alþjóðastjórnmálum og ekki sízt í Evrópu er nauðsynlegt fyrir okkur eins og aðrar þjóðir að nota þau tækifæri sem gefast til að efla eigin hag með nánari samvinnu. Það gerum við með þessum samningi. Hann veitir okkur í senn þann kost að láta staðar numið eða halda áfram til nánara samstarfs.“ ólafur ragn- ar Grímsson er sá yiðbrogö formaður Alþýðu- Olafs Ragri- bandalagsins, sem .jpg ætlaði sér það sögulega hlutverk að færa Alþýðubandalagið inn í nútímann. En eins og kunnugt er hefur sá flokkur og forverar hans staðið gegn öllum meiri- háttar samningum, sem við íslendingar höfum gert við aðrar þjóðir frá lýðveldis- stofnun. Þeir voru á móti þátttöku í Atl- antshafsbandalaginu, þeir studdu ekki aðild okkar að EFTA. Þeir snerust gegn öllum samningum um landhelgismálið í raun, þótt þeir hafi verið neyddir til að standa með samningum Ólafs Jóhannes- sonar í London í nóvember 1973. Tíminn og reynslan hafa sýnt, að allar röksemdir Alþýðubandalagsmanna og Sósíalista- flokksins gegn þessum alþjóðlegu samn- ingum, hafa fallið um sjálfar sig. En þeir læra ekki af reynslunni og geta bersýni- lega ekki lært af reynslunni eins og sjá má af eftirfarandi tilvitnunum í ræðu Olafs Ragnars í þinginu sl. mánudag. Formaður Alþýðubandalagsins sagði: „Almennu rök- in fyrir samningnum um evrópskt efna- hagssvæði voru og eru þau, að samningur- inn muni breyta svo skilyrðum í atvinnu- lífi og efnahagsmálum á íslandi, að hann muni leiða til hagvaxtar, aukinnar atvinnu og almennra framfara í landinu ... Mér fannst það hins vegar merkilegt, að hæst- virtur utanríkisráðherra skyldi ekki víkja að því neinu í sinni framsöguræðu, að í sömu vikunni og Alþingi kemur saman til að fjalla um EES-samninginn birtir Vinnu- veitendasamband íslands þá spásögn sína, að fyrsta ár hins Evrópska efnahagssvæð- is verði metár í atvinnuleysi á íslandi ... Er það ekki merkilegt, að þrátt fyrir öll fyrirheitin, sem áttu að felast í EES-samn- ingnum, skuli vantrú forystumanna í ís- lenzku atvinnulífi, stjórnenda fyrirtækj- anna, forsvarsmanna sjávarútvegs, iðnað- ar og verzlunar, á framþróun í íslenzku efnahagslífi vera með þeim hætti, að sam- tök þeirra hafa nú komizt að þeirri niður- REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 29. ágúst stöðu, að hið fyrsta ár Evrópska efnahags- svæðisins verði algert metár í atvinnuleysi á íslandi? ... Hver er skýringin? Hver er skýringin á því, að fyrirtækin og forsvars- menn atvinnulífsins á íslandi hafa komizt að þeirri niðurstöðu og hafa þar með í reynd greitt atkvæði með vantrausti á því, að EES-samningurinn a.m.k. í upp- hafi, muni fela í sér veruleika þeirra vænt- inga, sem búizt var við?“ Engum þyrfti að koma á óvart, þótt þeim mönnum féllust Jiendur, sem þurfa að eiga orðastað við Ólaf Ragnar Gríms- son á Alþingi um málflutning af þessu tagi. Hvað er formaður Alþýðubandalags- ins að segja með þessum orðum? Hann veit vel, að hér hefur ríkt samdráttur í efnahags- og atvinnulífi frá miðju ári 1988, eða í fjögur ár. Hann veit vel, að ein af ástæðunum fyrir þessari kreppu er sam- dráttur í fiskafla við íslandsstrendur. Hann veit vel að önnur ástæða er sú, að þjóðin býr við mikla skuldakreppu, að opinberir aðilar hafa safnað skuldum, að fyrirtæki hafa safnað skuldum, að heimilin hafa safnað skuldum og að þessi skuldabyrði er nú að sliga efnahags- og atvinnulífið. Hann veit vel, að engum hefur dottið í hug, að þessi kreppa muni hverfa á sömu stundu og við gerumst aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu. Hvað er maðurinn að fara? Hvað á svona málflutningur að þýða? En Ólafur Ragnar heldur áfram og seg- ir: „Samningurinn um evrópskt efnahags- svæði felur það í sér, að við verðum hluti af innri markaði Evrópubandalagsins ... Hvað er að gerast á hinum innri markaði Evrópubandalagsins um þessar mundir og á næstu árum? Jú, það liggur nú fyrir. Fyrir nokkru síðan birti Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn í Washington - ein virtasta stofnun, ef ekki sú virtasta, á sviði ráðgjaf- ar í efnahagsmálum í veröldinni, sem hef- ur sérstakt stjórnskipulegt vald frá aðildar- ríkjum sínum til að láta slíka ráðgjöf í té - skýrslu í lok júlímánaðar þar sem kom- izt var að þeirri niðurstöðu, að á næstu árum mundi atvinnuleysið í Evrópubanda- laginu í kjölfar Maastricht-samkomulags- ins aukast, um 3 milljónir manna mundu bætast í hóp atvinnulausra. Eða með öðr- um orðum: Megineinkenni innri markaðar Evrópubandalagsins á næstu árum er auk- ið atvinnuleysi. Það vita auðvitað allir, að þegar menn tengjast markaðssvæði með þeim hætti, sem í þessum samningi felst geta þeir ekki bara valið úr eitt einkenni eða tvö heldur kemur markaðurinn í heild sinni til með að virka með sama hætti. Við getum ekki gerzt aðilar að innri mark- aði Evrópubandalagsins og sagt: Svo vilj- um við einangra okkur frá þessu eða þessu. Þess vegna eru auðvitað öll hag- fræðileg rök fyrir því, að um leið og við munum fá í okkar hlut mörg önnur ein- kenni innri markaðarins munum við líka taka við atvinnuleysisvofunni, sem nú er orðin veruleiki í Evrópubandalaginu á næstu árum ... Og ef við ætlum að tryggja okkur hagsæld hér á íslandi, fulla atvinnu og efnahagslegar framfarir, eigi það a.m.k. fýllilega rétt á sér að ræða það á Alþingi, hvort við ætlum virkilega að verða hluti af innri markaði, sem verður með 20 millj- ónir atvinnuleysingja á næstu árum.“ Allur er þessi málflutningur formanns Alþýðubandalagsins með þeim hætti, að óhjákvæmilegt er að fara um hann nokkr- um orðum. Hluti af al- þjóðlegfu efnahags- svæði VIÐ ÍSLENDING- ar erum hluti af al- þjóðlegu efnahags- svæði, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Raunar hefur alltof lítið verið rætt um það hér á undanfömum áratugum, að sam- dráttarskeið í íslenzku efnahagslífi hafa yfirleitt endurspeglað svipað ástand í helztu viðskiptalöndum okkar. Efnahags- kerfi okkar er hins vegar svo lítið og veik- byggt, að minni háttar samdráttur hjá öðrum getur orðið að meiriháttar kreppu Morgunblaðið/RAX hjá okkur. Þótt við héldum okkur fyrir utan allt alþjóðlegt samstarf kæmumst við ekki hjá því að verða fyrir þessum áhrifum af því sem gerist í kringum okkur. Atvinnuleysi hefur verið mun meira í öðrum löndum í okkar heimshluta en hér hjá okkur á undanförnum árum og a.m.k. síðasta áratug. Það á bæði við um Evrópu og Bandaríkin. Verðbólga hefur hins vegar verið margfalt meiri hér. Segja má, að full atvinna hafi verið eitt helzta stefnu- mark ríkisstjórna hér árum og áratugum saman en barátta gegn verðbólgu hafi verið í öðru sæti. Þessu hefur verið öfugt farið hjá öðrum þjóðum, sem hafa sett baráttu gegn verðbólgu í fyrsta sæti. Hvemig höfum við komizt hjá atvinnu- leysi á undanförnum árum og jafnvel síð- ustu tveimur áratugum? Það höfum við gert m.a. með því að taka erlend lán og dæla peningum í vonlaus atvinnufyrirtæki og vonlausar atvinnugreinar. Við höfum haldið uppi atvinnu með því að halda uppi peningastreymi til fyrirtækja, sem ekki gátu staðið á eigin fótum. Við frestuðum atvinnuleysinu. Nú er komið að skuldadögum. Við get- um ekki haldið þessu lengur áfram. Við mundum stofna fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar í stórkostlega hættu, ef við reyndum að halda þessu áfram. Þess vegna er kreppan á íslandi að verulegu leyti skuldakreppa. Það er hið óöfundsverða hlutskipti núverandi ríkisstjómar að leiða þjóðina út úr þessari kreppu. Bandaríkin em í svipaðri stöðu, þótt þau hafi margfalt meiri burði en við. Kalda stríðið kostaði Bandaríkjamenn gífurlega fjármuni og þeir eru að niðurlotum komn- ir af þeim sökum. Þar var búin til óraun- veruleg uppsveifla á síðasta áratug með mikilli skuldasöfnun. Nú er einnig komið að skuldadögum þar. Þess vegna gengur erfiðlega að ná bandarísku efnahagslífi á skrið á nýjan leik. Fyrirtæki og heimili í Bandaríkjunum vilja fremur borga niður skuldir en leggja í nýjar fjárfestingar. Evrópa hefur verið í miklum uppgangi þar til á síðustu misserum, þótt atvinnu- leysi hafí verið mikið í Evrópu árum sam- an. Atvinnuleysi er ekkert nýtt fyrirbrigði þar, þótt efnahagslegs samdráttar hafi ekki gætt þar að ráði fyrr en nú. Ástæðan fyrir honum er tvíþætt. Annars vegar þau áhrif, sem Evrópa verður fyrir vegna kreppuástands í Bandaríkjunum og í vax- andi mæli i Japan og hins vegar vegna þess gífurlega kostnaðar, sem Þjóðveijar hafa af uppbyggingu austurhluta landsins, sem var í rúst eftir áratuga stjórn skoðana- bræðra Ólafs Ragnars og félaga hans. Allt er þetta tímabundið ástand. Smátt og smátt munu Bandaríkin, Japan og Evr- ópuríkin ná sér upp á nýjan leik í efnahags- málum. Áhrif þeirrar uppsveiflu munu koma fram hér, hvort sem við verðum þátttakendur í EES eða ekki. Aðildin að EES gerir okkur hins vegar kleift að nýta til fullnustu þau tækifæri, sem skapast í nýrri efnahagslegri uppsveiflu á næstu árum og okkur veitir ekki af. Af þessum sökum er fáránlegt að benda á atvinnu- leysi í Evrópubandalagslöndunum og spyija, hvort við viljum verða hluti af þessu atvinnuleysissvæði. Og í raun og veru er dapurlegt til þess að vita, að málflutningur sem þessi komi frá stjórnmálamanni sem hvað sem öðru líður er í hópi þeirra, sem mesta þekkingu hafa á alþjóðlegum stjóm- málum. Ekki sízt af þeim sökum hvílir á honum sú skylda að miðla þjóðinni af þekk- ingu sinni í stað þess að nota þekkinguna til þess að afvegaleiða þjóðina. AÐILD AÐ EVR- ópska efnahags- svæðinu mun hafa margvísleg áhrif hér og m.a. þessi: annars vegar gerir hún okkur kleift að hagnýta ýmis tækifæri til hins ýtrasta til þess að bæta okkar hag. Við munum eiga greiðari leið í alls kyns samskiptum og viðskiptum en ella, sem mun skila sér þegar tímar líða fram. Hins vegar knýr þessi aðild okkur til þess að taka upp ný vinnubrögð og leggja niður ósiði, sem ella yrði erfitt að koma fram. Þröngir sérhagsmunir eru miklir hér á íslandi og í þeim efnum er ekkert gefið eftir. Með aðildinni að EES verðum við að taka upp ýmsar reglur og starfshætti, sem ómögulegt yrði að fá samþykkt hér vegna þeirra miklu áhrifa, sem sérhags- munaaðilar hafa innan stjómmálaflokk- anna. En vegna þess, að slíkar umbætur eru óhjákvæmilegur þáttur í samningum okkar um Evrópska efnahagssvæðið láta þessir sérhagsmunaaðilar lítið sem ekkert í sér heyra. Alþýðubandalagið ætti ekki sízt að hafa ríkan skilning á þessum þætti málsins vegna þess, að í fæstum tilvikum eru þess- ir sérhagsmunahópar mikilvirkir innan þess flokks. Það hefur hins vegar orðið hlutskipti vinstri manna á íslandi að beij- ast gegn flestum þeim málum, sem til framfara hafa horft í landinu, hvort sem um hefur verið að ræða mikilvæga alþjóð- lega samninga eða framkvæmdir við stór- virkjanir og stóriðju. Andstaða Alþýðu- bandalagsins við EES er til marks um, að þar hefur ekkert breytzt frá fyrri tíð. Ný tækifæri „Allt er þetta tímabundið ástand. Smátt og smátt munu Bandaríkin, Jap- an og Evrópurík- in ná sér upp á nýjan leik í efna- hagsmálum. Ahrif þeirrar uppsveiflu munu koma fram hér, hvort sem við verðum þátttak- endur í EES eða ekki. Aðildin að EES gerir okkur hins vegar kleift að nýta til fulln- ustu þau tæki- færi, sem skapast í nýrri efnahags- legri uppsveiflu á næstu árum og okkur veitir ekki af. Af þessum sök- um er fáránlegt að benda á at- vinnuleysi í Evr- ópubandalags- löndunum og spyrja, hvort við viljum verða hluti af þessu atvinnu- leysissvæði.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.