Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 10
10 MÖRGÚÍJBLAÐIÐ SllNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1992 Bill Clinton og varaforsetaefni hans, A1 Gore, ásamt eiginkonum sínum í sjónvarpsþætti nú í vikunni. eftir Karl Blöndal EKKERT virðist vera farið að rofa til í kosningaher- búðum George Bush Bandaríkjaforseta, þótt James Baker hafi komið, ríðandi hvítum hesti með fríðu föruneyti úr utanríkisráðuneytinu í embætti starfs- mannastjóra forsetans til að snúa við blaðinu. Skyndi- lega virðast áherslur þær, sem lagðar voru á flokks- þingi repúblikana fyrir rétt rúmri viku, hafa verið léttvægar fundnar og efnahagsmálin komin í sviðs- ljósið. Ástæðan er sú að öllum að óvörum hefur Bill Clinton, forsetaframbjóðanda demókrata, tekist að auka forskot sitt á ný og forsetinn virðist hafa misst þann meðbyr, sem hann fékk á flokksþinginu. Avinningur Bush frá flokksþinginu horfinn á viku. Er forsetinn að kasta frá sér embætti, sem virtist gulltryggt fyrir ári? Bush hefur frá því að flokksþing repú- blikana tilnefndi hann 19. ágúst, til að bjóða sig fram öðru sinni til for- seta, tröllriðið fjölmiðlum með árásum á Clint- on auk þess sem myndum af honum innan um eyðilegginguna í kjölfari fellibylsins Andrew var varpað inn í stofur Bandaríkjanna og hann setti Saddam Hussein, forseta Iraks, úrslitakosti úr Hvíta húsinu. Bush hefur það fram yfir andstæðing sinn að hann er forseti auk þess að vera frambjóðandi og í síðustu viku gat hann stokkið úr einu hlutverkinu í annað og á tímabili virtust hlutverkin renna saman í eitt. En allt kom fyrir ekki. Eftir flokksþingið var nánast jafnt á með Bush og Clinton í skoð- anakönnunum. Er komið var fram í miðja síð- ustu viku hafði Clinton allt að því tekist að vinna aftur upp það forskot, sem hann hafði áður en repúblikarnir settust á rökstóla í Tex- as. Þegar þinginu lauk 20. ágúst hafi Clinton aðeins tveggja til þriggja prósenta forskot á Bush samkvæmt skoðanakönnun dagblaðsins The New York Times og sjónvarpsstöðvarinn- ar CBS. Hinn 24. ágúst kvaðst 51 prósent aðspurðra myndi kjósa Clinton, en 36 prósent Bush. Vikuritið Newsweek komst einnig að þeirri niðurstöðu að aftur hefði dregið í sund- ur með frambjóðendum eftir flokksþingið. Ein ástæðan kann að vera sú að Bush hafði yfir- leitt ekki fyrr sleppt orðinu, en Clinton svar- aði fyrir sig. Hin ástæðan, og sú sennilegri, er að Bush hefur einfaldlega ekki tekist að sýna kjósendum fram á að það sé þeirra hag- ur að veita honum brautargengi annað kjör- tímabil. Repúblikanar á villigötum? Fyrsta spumingin sem vaknar, er sú hvort repúblikanar hafi einfaldlega misreiknað sig á flokksþinginu. Eftir bandarískum ijölmiðlum að dæma hélt íhaldsarmurinn Repúblikana- flokknum í gíslingu á þinginu. Hægri vængur- inn átti bróðurpartinn af stefnuskránni, sem var samþykkt í Houston og hann mátti vera ánægður með marga herskáa ræðumenn. Það er hins vegar misskilningur að þetta sé eitt- hvað nýtt. Hægri vængur Repúblikanaflokks- ins hefur verið áhrifamikill allt frá því að hann kom Ronald Reagan að árið 1980. Bob Dole, leiðtogi repúblikana á þingi, viður- kenndi að hægri vængurinn hafi verið áber- andi á flokksþinginu. Hann sagði hreint út að Bush þyrfti að tryggja sér stuðning þessa hóps og sá væri tilgangurinn. Bush þyrfti hins vegar að höfða til breiðari hóps í kosningabar- áttunni, sem framundan væri, og Iaða til sín þá, sem eru á miðju stjómmálanna til þess að sigra í kosningunum. Pat Buchanan, sem tókst að velgja Bush undir uggum í forkosningunum með harðri gagnrýni á aðgerðaleysi hans í efnahagsmálum og skattahækkanir, vakti mikla athygli á flokksþinginu fyrir að vera ómyrkur í máli og þótti ýmsum hann ganga of langt í því að kynda undir hleypidómum. Buchanan mælti gegn forréttindum homma og lesbía og fóstur- eyðingum, kallaði alla þá sem ekki eru skoð- anabræður hans öfgamenn og gaf í skyn að eina leiðin til að koma á reglu í fátækrahverf- um stórborga á borð við Los Angeles væri í krafti gapandi byssuhvolfa. Hlutverk Buch- anans kann að hafa verið að sýna að nú væri komin á eining meðal repúblikana og hinn sigr- aði hefði nú gengið í lið með sigurvegaranum. En Buchanan vann nokkum sigur á flokks- þinginu. Hægri vængur repúblikanaflokksins, einnig kenndur við íhaldsemi, virðist ráða Iög- um og lofurn á þinginu. 77 prósent þeirra sem nú sækja þingið segjast íhaldssamir, en aðeins 44 prósent þeirra sem nú sækja þingið segjast íhaldssamir, en aðeins 44 prósent skráðra repúblikana játast undir þá skilgreiningu. Hægri vængnum tókst að fá samþykkta stefnuskrá, sem er sýnu fremur Buchanan að skapi en Bush. Miklar deilur voru fyrir þingið um það hvernig taka beri á fóstureyðingum og hugðust stuðningsmenn fóstureyðinga knýja fram umræður um málið, en þeir höfðu ekki bolmagn til. Stuðningsmenn fóstureyð- inga segja að mikið hafi verið gert til að koma í veg fyrir umræður og hafi þrýstingur borist frá Hvíta húsinu. 1 stefnuskránni er mælt gegn því að sam- kynhneigðir njóti forréttinda minnihlutahópa eða fái að ganga í hjónaband eða ættleiða börn, að ríkisstyrkir gangi til siðspilltra lista, ríkisfé notist til styrktar sjónvarpsrekstri og upplýsingar um fóstureyðingar verði veittar í ríkisskólum. Hvatt er til þess að fóstureyðing- ar verði bannaðar með stjómarskrárákvæði, gert verði að skyldu að hylla bandaríska fán- ann í skóium og námsmönnum verði heimilað bænahald í skólum. Fóstureyðingar munu ráða úrslitum þegar sumir kjóserida taka ákvörðun. Hins vegar virðist svo sem hin atriðin muni ráða litlu. Repúblikanar reyndu á flokksþinginu að setja fjölskylduna í öndvegi og þegar veist var að hommum og lesbíum og eiginkona Clintons, Hillary, var gerð að samnefnara fyrir útivinn- andi konur og rauðsokkur, var gefið í skyn að þar væru á ferðinni hópar, sem græfu und- an fjölskyldunni og gildi hennar. Þessi áhersla repúblikana virðist ekki hafa borið ávöxt ef rétt er að bilið milli Bush og Clintons hafí aukist á ný. Fólki finnst fjölskyld- an mikilvæg, en að efnahagsvandinn ætti að hafa forgang. Einnig fannst mörgum sem þeir hefðu verið skildir útundan á flokksþing- inu og til þess að uppfylla inntökuskilyrði í bandarísku þjóðina yrði viðkomandi að vera úr heilsteyptri fjölskyldu, þar sem samkyn- hneigð er ekki liðin, móðirin heimavinnandi, skilnaður óþekkt hugtak og fóstureyðingar litnar homauga. Nú hafa repúblikanar viður- kennt þetta og sagt að framvegis verði áhersla fremur lögð á efnahagsmálin en Hillary Clint- on. Kosningabarátta repúblikana virðist vera sama marki brennd og fyrir fjórum árum að því leyti að Bush gefur sjaldan sjálfur út yfir- lýsingar um eiginkonu Clintons, eða ýjar að því að hann hafí haldið fram hjá eða reynt að komast undan því að gegna herþjónustu og fara til Víetnam. Bush fordæmir slíkt og kveðst yfir það hafinn. Starfsmenn hans gefa hins vegar iðulega út yfirlýsingar af þessu tagi. Að sögn forsetans er það þvert gegn hans vilja. Hann kveðst einfaldlega ekki ráða við allt það, sem látið er flakka í hita kosninga- baráttunnar, þegar Bush var í framboði á móti Michael Dukakis gekk þetta fullkomlega upp. Bush frábað sér persónulegar árásir, en á sama tíma bárust dylgjur og aðdróttanir úr herbúðum repúblikana sem demókrötum tókst aldrei að hrekja. Á flokksþinginu gerði Bush mikið úr afrek- um sínum á erlendum vettvangi. Af orðum hans mátti ætla að hann hefði einn og óstudd- ur varpað oki kommúnismans af Sovétlýðveld- unum fyrrverandi og ríkjum Austur-Evrópu, auk þess sem hann hefði komið á jafnrétti í Suður-Afríku, hrakið sandinista frá völdum í Nikaragúa og svo mætti lengi telja. Vissulega er eðlilegt að menn eigni sér heiðurinn af því, sem gerðist á þeirra vakt, að ekki sé tal- að um þegar kosningar eru annars vegar. Bush kann hins vegar að hafa gert full mikið úr frumkvæði sínu. Var það annars ekki for- seti Bandaríkjanna, sem sagði: „Þegar sagan verður skráð á enginn eftir að muna að íslend- ingar viðurkenndu sjálfstæði Eystrasaltsríkj- anna 48 klukkustundum á undan Bandaríkja- mönnum." Þegar austantjaldsríkin stóðu á tímamótum virtist Bush fremur vera farþegi en skipstjóri á fleytu sögunnar, fremur hik- andi við að fagna atburðum, en hvati þeirra. Skattar eða ekki skattar Hægri væng Repúblikanaflokksins tókst meira að segja að koma skoti á forsetann inn í áðumefnda stefnuskrá. Hægri sinnuðum repúblikönum fannst mörgum jaðra við drott- insvik þegar Bush braut loforð sitt úr ræðu sinni á flokksþinginu í Louisiana árið 1988 um að hækka ekki skatta. I stefnuskránni er lýst yfir andstöðu við því að skattar verði hækkaðir og bætt við: „Að auki eru repúblikan- ar þeirrar hyggju að skattar þeir, sem demó- kratar kröfðust í samkomulaginu um fjárlög ársins 1990, hafí valdið samdrætti," segir í stefnuskránni. Þama átti í upphafí að standa að skattahækkunin hefði verið „mistök" sitj- andi stjómar. Aðstoðarmenn Bush mótmæltu og vildu að þetta atriði yrði fiarlægt. En hægri vængurinn neitaði að draga alveg í land. Ur varð þetta málamiðlunarorðalag. Bush hefur sakað Clinton um að ætla að drekkja bandarísku þjóðinni í sköttum. Glinton kveðst ætla að lækka skattbyrði millitekju- fólks, en hækka skatta hinna ríku til að auka jöfnuð. Starfsmenn Clintons hafa reiknað út að skattahækkanir hans muni auka tekjur rík- issjóðs um 92 milljarða dollara á fjómm ámm. í herbúðum Bush er því haldið fram að tekjur ríkissjóðs muni aukast um 150 milljarða doll- ara. Bandaríkjaþing hefur gefið út skýrslu þar sem áætlað er að skattahækkanirnar frá fjár- lögum ársins 1990 muni gefa 175 milljörðum dollara meira í aðra hönd á næstu fimm ámm en elia. Þetta er mesta tekjuaukning ríkissjóðs í sögu Bandaríkjanna. Starfsmenn forsetans segjast ekki hafa reynt að leiða fólk á villigötur. Charles Black, háttsettur kosningaráðgjafi Bush, neitaði ekki að skattar hefðu verið hækkaðir oftar en einu sinni á kjörtímabilinu. Hann sagði að mergur- inn málsins væri sá að forsetinn væri almennt andvígur nýjum sköttum. Hann hefði lært af mistökum sínum og vildi nú draga úr eyðslu. Forsíðufyrirsagnir dagblaða daginn eftir ræðu Bush á flokksþinginu gerðu mikið úr „loforði" forsetans um skattalækkanir. I raun var loforð Bush frekar loðið. Hann kvaðst myndu lækka skatta að því tilskyldu að hann gæti skorið niður útgjöld að sama skapi. Ekki fylgdi hvaða skatta hann hygðist lækka, utan hvað hann lýsti yfir því að hann vildi lækka skatt á fjármagnstekjur, nokkuð sem hann hefur barist fyrir í fjögur ár án árangurs. í síðustu viku var hann spurður hvaða skatt- ar yrðu lækkaðir og hvar hann hygðist skera niður. „Takmark mitt nú er að tryggja að fólk geri sér grein fyrir muninum," svaraði Bush. „Annar vill hækka skatta og auka ríkis- útgjöld. Að minni hyggju verðum við að lækka skatta og skera niður eyðslu stjómvalda. Ég vil halda þessu í því samhengi og ekki festast í frumskógi smáatriða." Þrándur á þingi , Það er aðeins eitt, sem Bush talar um með meiri ímugusti en Clinton: Bandaríkjaþing. Að hyggju Bush er það þingheimi að kenna . að allar hans tillögur og hugmyndir hafa að engu orðið. Bush skorar við hvert tækifæri á kjósendur að henda meirihluta demókrata út og kjósa repúblikana í staðinn til þess að hægt verði að stjórna. Bush hefur verið í nöp við þingið alla tíð frá því að það hafnaði John Tower heitnum í embætti vamarmálaráðherra. Bush beitti öll- um sínum áhrifum til að tryggja útnefningu Towers, en allt kom fyrir ekki og forsetinn átti erfitt með að kyngja því. Síðan hefur Bush oft beitt neitunarvaldi til þess að stöðva lagasetningu. Hann hefur einnig lagt fram frumvörp, sem þingið hefur hafnað. I stefnuræðunni, sem Bush hélt þegar hann var settur í embætti fyrir tæpum ljórum ámm, sagðist hann ganga til móts við þingið með útrétta hönd í von um góða samvinnu. Nú heldur hann því fram að þingmeirihluti demó- krata hafi bitið af sér höndina og hefur lýst yfir stríði á hendur honum. Á flokksþinginu L kvaðst Bush myndu stöðva hvert einasta frum- varp, sem mælti fyrir um aukin útgjöld. Það verður að teljast hæpið að repúblikanar . nái meirihluta á þingi í næstu kosningum. | Almenningur er reyndar þreyttur á öllum þeim hneykslismálum, sem upp hafa komið á þingi undanfarið, allt frá gúmmítékkaflóði til kóka- ínsölu í pósthúsinu. En reynslan sýnir að reiði almennings gagnvart stjórnmálamönnum þarf ekki að hafa í för með sér að hinn einstaki kjósandi hafni þingmanninum sínum. Því hafa gárungarnir haft á orði að eigi repúblikönum að verða úr þeirri ósk sinni að sami flokkur ráði á þingi og í Hvíta húsinu sé lang einfald- ast að kjósa demókrata forseta. Þótt almenningur virðist vera á þeim buxun- um nú, þegar 64 dagar eru til kosninga, er erfitt að trúa því að allt púður sé úr repúblikön- um. Tíminn er hins vegar að verða naumur og fari svo að Bush þurfi að leita sér nýrrar vinnu um áramót verður það vegna mistaka sem gerð voru fyrir einu og hálfu ári þegar 90 prósent þjóðarinnar studdu sigurvegarann úr Persaflóastríðinu og ráðgjafar forsetans löttu hann til ráðstafana í þeirri fullvissu að | efnahagurinn myndi batna af sjálfu sér og hann hefði þegar tryggt sér annað kjörtíma- ■ bil. Clinton hefur forskot á Bush eins og stend- | ur, en það, sem segir mest um hug kjósenda um þessar mundir er að 40 prósent þeirra eru þeirrar hyggju að einu gildi um það hvort | Bush eða Clinton sitji í Hvíta húsinu: hvorug- ur veki glæstar vonir bjartari framtíð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.