Morgunblaðið - 06.09.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.09.1992, Blaðsíða 4
I 4 FRETTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1992 ERLENT INNLENT 9-9,5 millj- arða halli? Samkvæmt nýrri skýrslu ríkis- endurskoðunar gæti rekstrarhalli ríkissjóðs numið allt að 9-9,5 millj- örðum en hann var í fjárlögum áætlaður 4,1 milljarður. Stofnunin segir þessa útkomu stafa af 2 milljarða króna lægri tekjum og 3,5 milíjarða króna hærri útgjöld- um en áætluð voru í fjárlögúm. Dökkt útlit í málmiðnaði Mikið atvinnuleysi ríkir í stétt málmiðnaðarmanna á höfuðborg- arsVæðinu en nú þegar eru um 30 þeirra atvinnulausir. Að sögn Arnar Friðrikssonar er útlit fyrir enn frekari fækkun -starfsmanna. Örn segir aðalástæður samdrátt- arins vera þær að verkefni fari í æ auknum mæli til erlendra fýrir- tækja. Kjaranefnd ákveði laun yfirmanna ríkisstofnana í stjómarfrumvarpi, sem lagt var fram á Alþingi í vikunni, er gert ráð fyrir að sérstök kjara- nefnd ákveði starfskjör forstöðu- manna stofnana og fyrirtækja rík- isins en þau voru áður ákveðin af Kjaradómi eða fjármálaráð- herra. Kjaradómur mun áfram úrskurða um launakjör forseta íslands, þingmanna, ráðherra og dómara. Sjófrystingin hagkvæmust Samkvæmt útreikningum Þjóð- hagsstofnunar er sjófrysting hag- kvæmasti fískvinnslukosturinn hér á landi. Vinnsluvirði er að jafnaði um. 10-15 prósent meira í sjófrystingu þorsks og ufsa en 1-2% í ýsu. Áðeins karfa er hag- kvæmara að frysta í landi. Umfangsmikill niðurskurður ÍHÍ Umfangsmiklar niðurskurðar- aðgerðir eru komnar til fram- kvæmda í Háskóla íslands. Þær felast í fækkun námskeiða og tak- mörkun valfaga. Kennarar og nemendur eru sammála um að slíkar aðgerðir muni bitna hart á kennslu, ekki síst á kennslu hjá 1. árs nemendum en þar mun nið- urskurðarhnífnum fyrst verða beitt. Vörur frá EES lækka um 3,5% í athugasemdum með frum- varpi um breytingar á tollalögum og lögum um vörugjald, sem lagð- ar voru fram á Alþingi í síðustu viku, kemur fram að vörur sem fluttar yrðu inn frá löndum á Evrópska efnahagssvæðinu, myndu lækka að jafnaði um 3,5 prósent þegar samningurinn um EES öðlast gildi. Á sama tíma myndu vörur fluttar inn frá öðrum löndu hækka um 4,5 prósent. íslandsmet Einars Einar Vilhjálmsson setti nýtt íslandsmet í spjótkasti á alþjóð- legu kastmóti á sunnudaginn var. Hann kastaði 86,80 metra og bætti fyrra met sitt um 10 senti- metra 21 milljón króna safnaðist Góður árangur náðist i lands- söfnun Rauða kross íslands og Hjálparstofnunar kirkjunnar til styrktar hungruðum í Sómalíu og flóttamönnum frá Júgóslavíu. Alls safnaðist um 21 milljón króna í söfnuninni á fimmtudag. Bobby Fischer ERLENT Endurkoma Fischers af- ar glæsileg Endurkoma Bobby Fischers eftir 20 ára fjarveru frá keppni var sérlega glæsileg, að mati skákskýrenda. Hann vann Bor- ís Spasskí, fyrr- verandi heims- meistara, mjög örugglega í 50 leikjun^ á mið- vikudag, er ein- vígi þeirra hófst í Sveti Stefan í Svartfjallalandi. Daginn eftir náði Spasskí á ævintýralegan hátt að bjarga sér í jafntefli. Fischer gaf gífuryrtar yfirlýsingar á blaða- mannafundi fyrir einvígið og sagði að fyrsta einvígi Anatolíjs Karpovs og Garrís Kasparovs árið 1984 hefði verið sviðsett og að kommúnisminn í Sovétríkjun- um hefði verið samsæri gyðinga. Þá hrækti hann á bréflega viðvör- un Bandaríkjastjórnar við því að tefla í Svartfjallalandi og brjóta viðskiptabann Sameinuðu þjóð- anna á landið. Neyð Sómala meiri en talið var Hungursneyðin í Sómalíu er mun alvarlegri en óttast hefur verið, að sögn talsmanns Samein- uðu þjóðanna í landinu á fímmtu- dag. Hjálparstofnanir höfðu áætl- að að hátt í tvær milljónír manna, hartnær þriðjungur Sómala, væru í bráðri hættu vegna matarskorts en talsmaðurinn sagði þessa tölu aðeins toppinn á ísjakanum, Fjöldi fólks hefði einfaldlega lagst fyrir í kofum sínum til að deyja og margt af þessu fólki kæmi fram nú þegar fréttist af matarsending- um erlendra hjálparstofnana. Sótt að harðlínumönnum í Serbíu Milan Panic, forsætisráðherra Júgóslavíu, sambandsríkis Sérbíu og Svartfjallalands, hvatti á fimmtudag harðlínuleiðtoga landsins til að segja af sér. Sósíal- istaflokkur Serbíu ákvað á mið- vikudag að styðja ekki fram- komna vantrauststiilögu á Panic en með henni stefndi í uppgjör milli hans og Slobodans Mi- losevics forseta. Björgunarþyrlur fundu á fímmtudag flak ítalskrar flugvélar sem hrapaði í Bosníu- Herzegovínu á leiðinni til Sarajevo með hjálpargögn. Fjögurra manna áhöfn var um borð og fórust allir. Sprenging varð í vélinni áður en hún hrapaði og ítalskur ráðherra sagði á föstúdag að flugskeyti hefði verið skotið á hana. Hjálpar- stofnun Sameinuðu þjóðanna stöðvaði þegar allt hjálparflug þar til málið yrði upplýst. Gagnpjósnadeild til höfuðs þýskum h'ægriöfgamönnum Þýska gagnnjósnaþjónustan,' Bundesverfassungschutz, ákvað á mánudag að stofna sérstaka deild til að fylgjast með hópum hægri- öfgamanna, sem hafa gert tugi árása á gistihús fyrir erlenda flóttamenn uhdahfarnar tvær vik- ur, einkum í austurhluta Þýska- lands. Zhivkov dæmdur í fangelsi Todor Zhivkov, fyrrverandi leiðtogi. Búlgariu, var á föstudag dæmdur til sjö ára fangelsisvist- ar, fundinn sekur um að hafa dregið sér fé úr opinberum sjóð- um, alls um 21,5 milljónir leva (1,3 milljarða ÍSK). Réttarhöldin Stóðu í 18 mánuði. Atlantshafsbandalagið Verður Manfred Wömer áfram í embætti framkvæmdastjóra? Brussel. Reuter. SPENNU gætir í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins (NATO) vegna óvissu um yfirmann þess næstu ár. Vel er talið hugsanlegt að Manfred Wörner sitji áfram og vonir Norðmannsins Johan Jörg- en Holst um embætti framkvæmdastjóra verði að engu. Heimildarmenn innan bandalags- ins telja að Wörner sem verið hefur framkvæmdastjóri í fímm ár verði beðinn að sitja áfram þegar tímabil hans rennur út um mitt næsta ár. Wörner er sagður vilja halda starf- inu. Sum aðildarríkja NATO eru óánægð með líklegasta eftirmann- inn, telja Holst ekki nægan þunga- viktarmann á alþjóðavettvangi á tímum þegar NATO þurfi að skil- greina hlutverk sitt á ný. Víðtækar efnahagsaðgerðir í Japan Kreppan gæti styrkt stöðu stórfyrirtækja EFNAHAGSLÍF Japans hefur á síðustu árum oft verið notað sem fyrirmynd þegar bent hefur verið á hvernig gera mætti hluti bet- ur en á Vesturlöndum. Ekkert virtist geta stöðvað hagvöxt og aukna velmegun þar í landi. Japanir hafa hins vegar undanfarið gengið í gegnum miklar efnahagsþrengingar og í vikunni sam- þykkti ríkisstjórn landsins umfangsmestu efnahagsaðgerðir sem nokkurn tímann hefur verið gripið til í sögu Japans. AIls ætlar stjórnin að veita 10.700 milljörðum jena (eða sem samsvarar um 4.300 mil(jörðum ÍSK) til að lífga efnahaginn við en áætlað er að hagvaxtaráhrif aðgerðanna verði allt að tvö prósent á næstu tólf mánuðum. Mikilvægara er samt sem áður að efnahagsaðgerðirnar, sem legið hafa í loftinu í nokkrar vikur, eiga eftir að verða til þess að efla traust fjárfesta á efnahagslífi Japans á ný. Sumir hagfræðingar viija ekki nota orðið „efnahagskreppa" yfír það sem er að gerast í Japan þessa stundina heldur kjósa frekar að tala um „breytingaskeið“. Verið sé að hverfa frá þvf btjálæði í fast- eignaverði sem einkenndi síðasta áratug yfír í velmegun sem byggi á traustari grunni og sé auðveld- ara að stjórna. Sápukúlan sem sprakk Lágvaxtastefna síðasta áratug- ar gerði að verkum að mikil spá- kaupmennska varð með fasteignir Og hlutabréf með þeim afleiðingum að öll verðmætahlutföll í efnahags- lífinu skekktust. Var svo komið á tímabili að verðmæti rúmra tveggja ferkílómetra af fasteign- um í miðborg Tókýó var orðið meira en verðmæti allra fasteigna f Kaliforníu. Ríkisstjórnin kúventi fyrir rtokkru í peningastefnu og í kjöl- farið hrundi verð á hlutabréfa- markaðinum í Tókýó um 60%. Er þetta af mörgum túlkað sem vís- bending um að stjórnvöld hafi beð- ið of lengi áður en þau gripu til aðgerða. Hvert framhaldið verður f peningamálum er ekki ljóst. Nokkur vaxtalækkun varð í júlí- mánuði en Kozo Watánabe utan- ríkisviðskiptaráðherra hefur lýst því yfír að hann telji frekari vaxta- lækkun ekki koma til greina. Það er líka talið að áhrifamiklir kjós- endahópar, s.s. ellilífeyrisþegar, myndu setja sig upp á móti frek- ari vaxtalækkun. Sumir telja þó að eina leiðin til að efnahagsað- gerðir stjórnar- innar grípi og stuðli að hagvexti sé að lækka vexti enn frekar. Ann- ars muni engin neysluaukning verða. koma landareignum, sem settar hafa verið sem tryggingar fyrir gjaldföllnum lánum, í verð. Þetta hefur verið gagnrýnt á þeim for- sendum að verið sé að bjarga bönk- unum úr klípu sem þeir komu sér sjálfír í með óvarkárri útlána- stefnu. „Áf hveiju hjálpar fjár- málaráðuneytið bara bönkunum“, spurði tímaritið Shukan Bushun í áherslu á að skera niður kostnað á öllum sviðum. Pappír er endur- unninn, stjórnendur látnir fljúga á almennu farrými í viðskiptaferðum og óþarfa starfsfólki sagt upp störfum. Þá hafa fyrirtæki á borð við Fujitsu og Toshiba skorið niður laun yfírmanna og flest fyrirtækið hafa skorið risnukostnað við nögl. Lýsandi er dæmið af Nissan, næst stærsta bifreiðaframleiðanda Japans, sem ætlar að skera niður rekstrarkostnað sinn um tíu pró- sent á næstu fjórum árum. Því markmiði á meðal annars að ná með því að draga úr fjölda nýrra bifreiðategunda og fækka starfs- mönnum um 7%. Stefnan er sú að um miðjan áratuginn muni fram- leiðsla bifreiða verða orðin 40% ódýrari á sama tíma og lögð verð- ur áhersla á markaði í austurhluta Asíu. Það markaðssvæði er í gífur- legum vexti og því er spáð að þar Það var peningaleg verðbólga sem skapaði sápukúluhagkerfíð. Það var pen- ingaleg aðþrenging sem kom okk- ur inn í [kreppuna]. -Og einungis peningaleg tilslökun getur komið okkur út úr henni á ný,“ segir Geoffrey Barker hjá Baring Secu- rities við Financial Times. Stjórnin hjálpar bönkunum Hluti þeirra efnahagsaðgerða sem ríkisstjórnin ákvað í vikunni að ráðast í á að draga úr frekari verðhruni fasteigna, m.a. með því að hið opinbera kaupi upp lóðir undir framtíðarstarfsemi sína og með fjárframlögum til stofnunar sem á að aðstoða banka við að Úr verðbréfahöllinrii í Tókýó. fyrirsögn greinar sem sjá mátti auglýsta um alla Tókýóborg og bætti við í undirfyrirsögn: „Spja- rifjáreigendur sjá fram á tap“, Forsætisráðherra Japans, Kiichi Miyazawa, ver hins vegar þennan þátt aðgerðanna með þeim rökum að vandræði bankanna hafi slæm áhrif á efnahags- lífið í heild sinni. Vegna þess hversu lóðir og eftir Steingrím Sigurgeirsson fasteignir hafa fallið í verði hefur eigið fé bankanna snarlækkað. BAKSVID Þeir eru því tregari til útlána en áður sem leiðir til stöðnunar í hag- kerfinu. Hagnast stórfyrirtækin á kreppunni? Japönsku risasamsteypurnar gætu til lengri tíma litið hagnast mjög vel á kreppunni þrátt fyrir að mun minni hagnaður sé af rekstri þeirra þessa stundina en á síðustu árum. Fyrir því eru raunar fordæmi að kreppur hafi eflt Jap- ani. Það gerðist í olíukreppunni á áttunda áratugnum og sú var líka raunin í ,jen-kreppunni“ á síðasta áratug. Líkt og í þessum kreppum leggja nú risafyrirtækin ofur- muni tveir þriðju allrar bílasölu á þessum áratug fara fram. Það styrkir líka japönsk fyrir- tæki að laun eru lægra hlutfall útgjalda en þau voru árið 1985. Er það vegna þess að á árunum 1986-1991, þegar árlegur hag- vöxtur nam 5,3%, hækkuðu laun einungis um 4,7% að raungildi. Þá eru fjárfestingar í atvinnulífinu þrátt fyrir samdrátt enn mun hærri en í helstu samkeppnisríkjum. Það bætist svo loks við að fjöl- mörg lítil og meðalstór fyrirtæki eru að kikna undan skuldum og því auðveld og ódýr bráð fyrir stór- fyrirtækin, sem flest hafa grynnk- að verulega á skuldum sínum. Þeg- ar fer að lifna yfir efnahagslífínu á ný munu því fyrirtæki á borð við Sony, Toyota og Hitachi standa uppi öflugri og samánþjappaðri en áður en kreppan skall á. „Þetta er mjög jákvætt fyrir Japani til lengri tíma litið en Vestúrlandabú- ar mega gera ráð fyrir að þeir verði enn harðari I horn að taka en áður,“ segir Kenneth Courtis, einn af yfirhagfræðingum Deutsc- he Bank. Heimildir: The Financial Times, The Daily Telegraph.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.