Morgunblaðið - 06.09.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.09.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1992 29 Minning Þorgerður Þórarins- dóttír frá Gottorp Fædd 30. nóvember 1918 Dáin 30. ágúst 1992 Þorgerður Þórarinsdóttir, tengdamóðir mín til 30 ára, lést hinn 30. ágúst í Landspítalanum. Þorgerður náði ekki tiltakanlega háum aldri en varð að lúta í lægra haldi fyrir lungnameini af flokki sjúkdóma, sem við ráðum ekki nægilega vel við enn sem komið er. Þorgerður fæddist á Blönduósi ann- að af fimm börnum Sigurbjargar Jóhannsdóttur og Þórarins Þorleifs- sonar á Skúfi í Norðurárdal. Þórar- inn var mannkostamaður í héraði og landskunnur hagyrðingur. Móðir Þórarins var Steinvör Gísladóttir, systir séra Skúla á Breiðabólsstað og Árna sýslumanns í Skaftafells- sýslu en þau voru börn Ragnheið- ar, dóttur Vigfúsar Thorarensens á Hlíðarenda og séra Gísla Gíslasonar í Vesturhópshólum. Sigurbjörg var af rótgrónum húnvetnskum bænda- ættum. Árin upp úr heimsstytjöldinni fyrri voru mörgum erfið í landi okkar. Því olli róttæk uppflosnun og röskun á mannlífi víða um land. Alls staðar blasti við stöðnun í við- skipta- og atvinnulífi þjóðarinnar ásamt almennu peningaleysi og í mörgum dæmum vöntun á jarð- næði. Á þessum árum kom vel á daginn hinn sérkennilegi flutningur íslendinga milli stétta eða öllu held- ur hið almenna stéttleysi í landinu. Ættsterkir menn af eignafólki voru nú blásnauðir margir hverjir og urðu að leggja nýjan grunn að bættum efnahag. Éoreldrar Þor- gerðar áttu hvorki jörð né fastan samastað á fyrstu búskaparárum sínum en börnin komu í heiminn hvert af öðru. Þorgerður, sem var annað í röðinni barna þeirra, var látin í fóstur til góðvina og frænd- fólks í Gottorp en þau voru Ásgeir Jónsson og Ingibjörg Björnsdóttir. í Gottorp var lítið en ákaflega vand- að bú því Ásgeir var afburðamaður um ræktun og umhirðu búfjár. í Gottorp elst Þorgerður upp við hinn óbreytta heim hins íslenska hjarð- lífs og síðar meir átti hugur hennar sér aldrei traustari huggara en minningarnar um svipfrítt fé og fjöruga hesta. Hin vandvirku hjón í Gottorp lögðu rækt við uppeldi Þorgerðar og annarrar fósturdótt- ur, sem var Stefanía Jónsdóttir. Þorgerður var send í Kvennaskól- ann á Biönduósi og mátti þá heita vel gert um fóstur hennar. Þessi var umgjörðin um líf Þorgerðar framan af ævinni og dugði henni í hina klassísku og upphöfnu mynd hinnar íslensku sveitasælu. Upp úr 1930 ræðst sem kaupa- maður í Gottorp bróðursonur Ás- geirs, Steinþór, nýútskrifaður frá Hólum og Haukadal. Þeir frændur voru báðir niðjar Ásgeirs Einars- sonar á Þingeyrum. Samdráttur verður milli Þorgerðar og Steinþórs og ganga þau í heilagt hjónaband árið 1938. Hefst nú nýr kafli í ævi Þorgerðar, ákaflega ólíkur hinum fyrsta. Hún sogast nú inn í ókyrrt og öfgafullt líf hinnar vaknandi höfuðborgar Islands. Hvað gerum við í áttavillu hinnar óræðu tilveru? Margir leita til trúar- bragða, aðrir í mannasetningar, þar á meðal pólitísk byggingarverk. Allt er þetta fallva.lt og verður að lokum að myllusteini eða steinbarni vegna þess að kerfin eru ósveigjan- leg og megna ekki að umlykja hið kvika og síbreytilega sannleiksverk lífsins. Þorgerður fékk að reyna þetta biturlega þegar haldreipi hennar í heimi pólitískra kenninga tók að trosna og slitna að lokum. í tilveru Þorgerðar mátti greina tvö höfuðskaut. Annað þeirra var heimilið og þau traustu gildi sem héldu því uppi en hitt var hin sterka pólitíska sannfæring hennar sótt í smiðju marxista. Hafi trúin á óskeikulleik rauða kversins ein- hvern tímann séð framan í svo sem eina veikburða efasemd verður slíkt aldrei sagt um óbilandi staðfestu hennar gagnvart skyidum húsmóð- ur og eiginkonu. Líkt og aðrar vitr- ar konur gerði Þorgerður sér grein fyrir því að viðspyrnan á heimili og umráðin yfir búlyklunum veita handhafanum óvinnandi vígstöðu. Á þessum palli vann Þorgerður mörg sín fegurstu verk og hafi hugtakið gestrisni búið við óvissu um skeið hlaut það í höndum Þor- gerðar fulla uppreisn. Vinir og niðj- ar hafa löngum gert sér tíðförult á heimili Þorgerðar og Steinþórs. Húsmóðirin og ættmóðirin var þá ekki sein á sér að bera fram veiting- ar enda sá Steinþór um að ekkert skorti. Samtímis gerði Þorgerður gestinn að vitsmunaveru með áleit- inni umræðu um hin ólíkustu efni. Gat mönnum þá ekki dulist að Þor- gerður var um margt óvenju vel lesin á íslenskt efni, bæði í bundnu og óbundnu máli, enda var daglegt málfar hennar nær óaðfinnanlegt. Á æviferil sem um margt ein- kennist af velgengni þeirra Stein- þórs lagðist dimmt sorgarský er þau misstu eina son sinn, Ásgeir Þór, en hann lést úr bráðri heilahimnu- bólgu aðeins fimm ára gamall árið 1946. Mér býður í grun að þetta áfall hafí breytt persónuleika Þor- gerðar dýpra og varanlegar en venjulega gerist við svona missi; ekki er laust við að nokkurrar kergju hafi stundum gætt í fari hennar og ekki laust við biturleik. í Reykjavík eignast þau fjölda vina og taka upp spilamennsku í frístundum. Þau urðu með tímanum slyngir bridsspilarar og Þorgerður Islandsmeistari oftar en einu sinni og seinast er hún stóð á sjötugu árið 1988. Þegar Ásgeir og Ingibjörg hætta búskap í Gottorp kaupa Þorgerður og Steinþór jörðina enda gegnir Gottorp miklu hlutverki í sögu og tilfinningalífi þeirra beggja. Er skemmst frá því að segja að í Gott- orp hafa þau varið tíma, fyrirhöfn og miklum íjármunum þannig, að nú blunda á jörðinni miklir mögu- leikar til búskapar og veiðimennsku ef ötular og hugmyndaríkar mann- eskjur koma þar að. Um tíma gengu í Gottorp hundrað hestar enda bæði hugur og dugur til að hafa þar mikið umleikis. Annir í borginni og þó nokkur vegalengd norður að Hópi drógu úr möguleikanum til þess að gefa búskapnum þá um- hirðu sem nauðsynleg er og því seglin dregin saman nú seinni árin. Ferðir í Gottorp hafa þó ávallt ver- ið tiðar og vandamenn hvattir til að gista staðinn sem oftast. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN J. BRYNJÓLFSSON blikksmíðameistari, Fannborg 8, lést í Borgarspítalanum 4. september. Sigri'ður G. Steindórsdóttir, Bryndís F. Guðjónsdóttir, Hafsteinn Þ. Stefánsson, Steindór V. Guðjónsson, Erla Mari'a Eggertsdóttir, Jófri'ður Guðjónsdóttir, Gunnar Randver Ingvarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ömmu okkar HÓLMFRÍÐAR SIGURJÓNSDÓTTUR frá Siglufirði. Sérstakar þakkir eru færðar forstöðukonu og starfsfólki Hrafn- istu, Hafnarfirði, fyrir góða umönnun. Hólmfríður Magnúsdóttir, Gunnlaugur Jón Ólafur Magnússon, Jóhann Magnússon. Þorgerður, líkt og margir sem hafa lifað tvenna tíma í landinu, átti ekki alltaf gott með að samsam- ast hugmyndum borgarbúans; sveitin átti óafmáanleg ítök í hug og hjarta. Hinar meitluðu skoðanir Þorgerðar ollu stundum nokkurri gliðnun milli hennar og sumra nán- ustu ættingjanna sem hún bar þó mjög fyrir brjósti. Þetta kom þó ekki niður á dótturdóttur hennar, Þorgerði, sem þau Steinþór tóku í fóstur tveggja ára gamla. Hafa þau alið upp þetta barnabarn sitt af slíkri kostgæfni og umhyggju að einstakt má teljast. Hún hefur ekki brugðist vonum þeirra en sýnt í verki að hún kann að meta þá mikiu alúð sem þau hafa lagt við uppeldi hennar. Að leiðarlokum verður ekki ann- að sagt en að Þorgerður hafi búið við talsvert veraldarlán. Hafi gert vart við sig sársauki vegna viðskiln- aðar við rétta foreldra hefur hann orðið að engu því hvort tveggja var, að fósturforeldrar Þorgerðar í Gottorp veittu frænku sinni gott og kærleiksríkt uppeldi sem og hitt, að snemma mynduðust sterk tengsl við foreldra og systkini í Skúfi. Hefur Þorgerður sýnt systkinum sínum og börnum þeirra hina mestu velvild og látið þau njóta risnu sinn- ar og mannkosta. I lífshlaupi Þor- gerðar má greina mikla sam- kvæmni þvi gildismatið var höggvið í stein en baksviðið var ávallt dýrð- arljómi æskudaganna. Og hvers mun Þorgerður fremur óska sér í Paradís en að líta friðsælar hjarðir frjár á beit og nokkru fjær hóp hrossa að leik. Yfir sviðinu skín sól æskuáranna og baksvið sumra von- brigða sjást nú í nýju ljósi. Á himn- um er pólitíkin allt öðruvísi en á jörðinni og fyrirgefning aldrei langt undan, bæði veitt og þegin. Hinar mörgu dyggðir Þorgerðar og fórnfúst starf fyrir heimili og eiginmann vega þungt í mal hennar við Gullna hliðið. Emil AIs. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé iof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi,. hafðu þökk fyrir allt og allt. 'Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku amma, Þorgerður Þórar- insdóttir, er dáin. Okkur langar til að minnast hennar með nokkrum orðum. Upp í hugann koma margar hjartfólgnar minningar. Minningarnar um fyölmennu að- fangadagskvöldin hjá ömmu og afa á Kleppsveginum eru ofarlega í huga. Þá gat barnssálin glaðst yfir ævintýraljóma jólanna innan um fjölda af frændum og frænkum. Þennan ljóma átti amma mestan þátt f að skapa. Hún sá um matseld- ina af mikilli röggsemi og það var ekki til betri matur en hjá ömmu. Annað heimili ömmu og afa var Gottorp. Þangað var alltaf gott að koma og höfðum við krakkamir alltaf nóg fyrir stafni. í þessum unaðsreit dunduðum við okkur við hornsílaveiðar í bæjarlæknum á milli þess sem farið var út að Hópi að vitja um, en það fannst okkur mest spennandi. Amma matreiddi síðán veiðina á sinn meistaralega hátt. Amma var fastheldin í skoðunum sínum og gaf lítið eftir í rökræðum. Að vinna og láta ekki undan síga þótt eitthvað bjátaði á var stór þátt- ur í lífskoðun hennar. Að gera gagn var það sem skipti máli. Það er gott að eiga góðar minn- ingar og minningin um yndislega ömmu lifir í hjörtum okkar. Guð blessi minningu hennar. Elsku afi, við biðjum guð að styrkja þig í sorg þinni. Imba, Gauti, Steinþór, Einar og Ásgeir. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför hjónanna, ÁSTU KARÓLÍNU GUÐJÓNSDÓTTUR og MAGNUSAR HARALDSSONAR. Fyrir hönd ættingja og vina, Díana Bjarney Magnúsdóttir, Þyríí. Magnúsar Warner, Guðmundur T. Magnússon, Sigurbjörg Guðjónsdóttir Ólafi'a Guðlaug Guðjónsdóttir, Þórunn Helga Guðjónsdóttir. J I Yri DÁ\ I33KOJ j'JJÓDDJi Ij IJ J □ Samkvœmisdansar □ Gömludansarnir, tjútt og swing □ Barnadansar fyrir byrjendur og lengra komna Ðarna- unglinga og fullorðinshópar Hulda og Logl F.f.D. — Félag fslenskra danskennara D.f • ÞAKABAKKA 3.109 REYKJAVÍK Innritun og upplýsíngar stendur yfir í símum 670636 og 42335 milll kl. 13—19. Kennsla hefst fimmtudagfnn 10. sept. Dansráð íslands fjölsylduafsláttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.