Morgunblaðið - 06.09.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.09.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1992 HVTTA GULLIÐ Indíána- kona að selja þurrkuð kókablöð ágötu í Perú. Hinn harði heimur eiturlyfjaviðskipta er orðinn hluti af íslenskum veruleika eins / og nýleg dæmi sanna. Astæður þessara viðskipta eru í grundvallaratriðum þær sömu og fátæka bóndans í Andesfjöllum, sem ræktar kókaplöntuna - peningar Texti og myndir: Einar Magnús Magnússon UNGUR maður fylgist tauga- veiklaður og hræddur með því í speglum bifreiðarinnar hvort nokkur veiti honum eftirför. Hann er á leið til viðskiptafund- ar, sem ef vel tekst til mun veita honum tekjur, sem fáir á hans aldri eða í sömu þjóðfélagsstöðu geta látið sig dreyma um. Tólf- hundruð grömm af kókaíni eru vendilega falin í bifreiðinni og bíða kaupa. Nær tuttugu milljón- ir króna í „hvítu gulli“. Ástæður þessara viðskipta eru í grundvallaratriðum þær sömu og fátæka bóndans í Andesfjöll- um Suður-Ameríku sem ræktar kókaplöntuna; peningar! Þó eru þarfir og aðstæður þessara manna ærið ólíkar. Ynin um skjótan og mikinn gróða freistar hins unga og ólánsama manns til áhættusamrar sölu- mennsku. Hjá bónd- anum, sem ræktar kókaplöntuna, er það hinsvegar þörfin fyrir að afla tekna til heimilisins, sem getur skipt sköpum hvort fjölskyldan lifir mann- sæmandi lífi eða býr við fátækt og jafnvel hungur. Ungi maðurinn komst ekki til fund- ar við kaupandann, því lögreglan hafði hendur í hári hans, eftir eltingarleik og bardaga sem endaði með skelfileg- um afleiðingum. Þessi „sölumaður dauðans" var stöðvaður og eftir stend- ur sú staðreynd að eiturlyfjaviðskipti á íslandi hafa tekið á sig óhugnalega mynd undirheima erlendra stórborga, sem íslendingar hafa fram að þessu að mestu þekkt af afspum og erlend- um hasarmyndum. En þetta er raunveruleiki, sem á sér langa og fjölþætta sögu. Sögu sem tengist; fyrrum páfa í Róm, söguper- sónunni Sherlock Holmes og sálfræð- ingnum Sigmund Freud og meira að segja heimsfrægum gosdrykk. Bjargræði bóndans GÖmul farþegalest skríður hæg- fara upp brattar hlíðar Andesfjalla. Lestin rennur inn í lítið og einangrað fjallaþorp og stöðvast. Inn í vagna hennar hópast böm, veifandi ávöxt- um og grænmeti. Þau ganga milli farþeganna sem flestir eru forvitnir ferðamenn og freista þess að selja þeim vaming sinn. Á eftir börnunum fyigir móðir þeirra. Sömu erinda og þau gengur hún eftir lestinni hlaðin litríkum ullarflíkum. Hún hrópar — „alpaca, alpaca," en svo nefnist ull lamadýranna sem klæðin eru úr. Móðirin reynir að selja þrátt fyrir þá staðreynd að það er nánast und- antekning ef einhver skiptir við hana á peningum og vörum hennar. Viðtökur farþeganna sannfæra hana um það að hún fær ekki fleytt fram lífi sínu og barna sinna með því að selja áhugalausum ferða- mönnum einfaldar hannyrðir og fá- brotnar búvörur. Þess vegna verður hún að leita sér nýrra leiða til að framfleyta sér og börnum sínum. Ein leiðin er ræktun kókaplöntunn- ar. Vilji fátækur íbúi Andesfjalla auðgast, er auðveldast og árangurs- ríkast að rækta kókaplöntuna og „elda“ kókaín. Það er ólögleg elda- mennska í ólöglegu eldhúsi, en upp- skriftin að hvítu dufti kókaínsins er uppskrift að hvítu gulli. Gulli sem fær drauma móðurinnar til að rætast, drauma sem þrátt fyrir trú hennar og bænir hafa ekki ræst, drauma um mannsæmandi líf fyrir sig og bömin, drauma sem stjómmálamenn hafa lofað en ekki staðið við. Þetta er m.a. ástæða þess að kókaplantan og afurð hennar, kóka- ín, er orðið lífsviðurværi fjölda fólks og fjölskyldna í Perú. Saga kókaíns Elstu heimildir um neyslu kóka- plöntunnar fundust nýlega í Ekvador og eru taldar vera um 5.000 ára gamlar. Þó má segja að neysla henn- ar verði fyrst söguleg á fimmtándu öld þegar Inkarnir uppgötvuðu verk- un hennar. Það var uppgötvun sem öldum seinna fæddi af sér gífurleg auðæfi, valdabaráttu, glæpastarfsemi og eyðileggingu milljóna mannslífa, um leið og það frelsaði fjölda fólks úr fjötrum fátæktar og hungurs. í raun má segja að ákveðin „menning" sé sprottin af þessari jurt. En saga hennar hefur þróast á langri leið í gegnum gangverk tímans frá því að Inkarnir hófu neyslu hennar og til dagsins í dag. Indíánar S-Ameríku neyttu kóka- plöntunnar með þeim hætti að tyggja þurrkuð blöð hennar eða væta þau í soðnu vatni og drekka það sem te. Þetta gera þeir reyndar enn þann dag í dag en áhrifin af slíkri neyslu eru ekki nærri því eins hættuleg heilsu neytandans eins og neysla hreinsaðs kókaíns. Spænskir nýlenduherrar gerðu sér grein fyrir því að það reyndist indí- ánunum, sem þeir höfðu hneppt i þrældóm nánast ómögulegt að vinna fyrir þá án neyslu kókablaðanna. Frumbyggjarnir kölluðu kókainið „guðsgjöf" enda hjálpaði það þeim að sefa hungur og magnleysi sem fylgdi áþján þeirri og þrældómi sem þeir voru hnepptir í af ríkjandi ætt- bálkum og síðar nýlenduherrum frá álfunni Evrópu. Indíánarnir höfðu ofurtrú á lækn- ingarmætti plöntunnar og telja sér reyndar enn þann dag í dag trú um að kókablöðin lækni flesta þá kvilla sem lagst geta á manneskjuna. Alþjóðleg glæpastarfsemi Á götum í Perú sem og víðar í S-Ameríku er hægt að kaupa kóka- blöð og þekkjast neytendur þeirra af kúptum kinnunum sem geyma tugg- una. Einnig er víða hægt að kaupa kókate. Hreinsað kókaín er opinber- lega bannað í Perú þrátt fyrir það að allt að 60% af öllu kókaíni sem selt er í Bandaríkjunum og Evrópu komi þaðan og um það bil 12.000 ferkfló- metrar af frumskógarsvæðum Perú séu lögð undir ræktun kókaíns. Frá einfaldri og hóflegri neyslu Inkanna á blöðum hinnar „guðdóm- legu“ plöntu hafa þróast háþróuð, hættuleg og gífurlega viðamikil al- heimsviðskipti þar sem menn skipt- ast á peningum og eiturlyfjum. I eldhúsum perúískra kókaínbar- óna verða til milljarðar dollara eða allt að 20% af þjóðarframleiðslu landsins. Án þess að til séu opinber- ar tölur þar um má ætla að í gegn- um tíðina hafí iðnaðurinn sem skap- ast hefur af kókaínframleiðslu verið eitt helsta útflutningsverðmæti hjá löndum eins og Kólumbíu, Bólivíu og Perú en þar eru hvað best rækt- unarskilyrði fyrir kókaplöntuna á mörkum frumskógar og fjalllendis. Flestir íbúar fjallasvæðanna í Perú nýta kókaplöntuna í hennar einfaldasta formi til eigin neyslu en þó eru þeir all margir sem eru orðn- ir háðir eitrinu af efnahagslegum ástæðum og byggja lífsafkomu sína á ræktun þess. Ræktun kóka er einhver auðveld- asta og ódýrasta gróðalind sem fá- tækur og ómenntaður almúgi þriðja heimsins getur valið sér. Ræktendur selja milliliðum laufblöð plöntunnar sem síðan koma hráefninu áleiðis til voldugra kókaínbaróna. Á leiðinni breytist hráefnið úr fagurgrænni plöntu sem sefar hungur þess svanga og mæðu þess lúna, í hvítt duftið sem deyðir, eyðir og steypir neytanda þess í glötun. Frá Perú er efnið oftast flutt í samanþjöppuðu deigformi og kallast „pasta“. Dulbúnir fljótabátar sem sigla eftir ám frumskógarsvæðis Amazon og smáflugvélar sem fljúga til staða sem eru jafnvel ekki merkt- ir inn á landakort fly tja efnið til stórra vinnslustöðva í Kólumbíu þar sem það fær á sig endanlega mynd. Frá Kólumbíu er það svo flutt með skipum eða flugvélum oftast til Miami og Los Angeles í Bandaríkjunum eða til Spánar. í þessum borgum endar það svo í höndum neytandans eða heldur áfram ferð sinni til fleiri markaðs- landa eins og til dæmis Islands, svo sem nýleg dæmi sanna. Segja má að meðal nokkurra ríkja Suður-Ameríku sé kókaín líkt og kaffibaunir og kakó ein helsta undir- staða gjaldeyrisöflunar þeirra. Og auðvitað fara æ fleiri bændur þess- ara landa eftir eftirspurn markaðsins og því hvar mesta peninga er að fá og hverfa því frá ræktun kornjurta, grænmetis og ávaxta yfir í ræktun kókaplöntunnar. En hvers vegna skyldi vera miklu meira upp úr framleiðslu kókaíns að hafa en ræktun landbúnaðaraf- urða eins og þeirra sem sjá má í sakleysislegum grænmetis- og ávaxtaborðum kaupmanna á Vest- urlöndum? Ástæðurnar eru margar og meðal þeirra er sú staðreynd að verðlagning á landbúnaðarvörum margra þriðja heims landa er háð ákvörðun stjórnvalda en aðrar fram- leiðsluvörur eins og. iðnaðarvörur og ýmis þjónusta hækkar nánast viku- lega í fylgni við óðaverðbólgu flestra þessara landa og vitanlega kemur þetta í veg fyrir að smábændur geti fylgt verðlækkunum sem verða á aðkeyptri þjónustu og vörum. Þar að auki er framleiðni lítil vegna tak- markaðrar tæknivæðingar og erfitt að framleiða það magn af löglegum landbúnaðarafurðum sem þarf til að bóndinn geti lifað mannsæmandi lífi. Engin afurðalán eru eða styrkir líkt og frónskir starfsbræður þeirra búa við. Hinsvegar er mun auðveldara að rækta kókaplöntuna og jafnframt fæst meira verð fyrir minna magn og minni vinnu og að meðaltali fær bóndinn um 7 dollurum meira yfir daginn en fyrir löglega landbúnaðar- framleiðslu. Það þykir dágóð upp- hæð í þriðja heims landi. Það fer lítið fyrir „kókaíneldhús- unum“ svonefndu enda ólögleg og oftast falin einhversstaðar í kjöllur- um eða bakgörðum matreiðslumeist- ara eitursins. Það er jafnframt auð- velt að koma sér upp eldhúsi þannig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.