Morgunblaðið - 06.09.1992, Síða 7

Morgunblaðið - 06.09.1992, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1992 7 Fær bamið þitt ekki tækifæri til að njóta sín í skólanum? Rannsóknir sýna að börn sem fá staðgóðan morgunverð ná betri árangri í námi. Niðurstöður rannsóknar sem gerð var á skólabörnum leiða í ljós að vinnuhraði barn- anna sem hófu daginn með hollum morgun- verði var tæplega 10% meiri, þau sýndu 40% betri árangur í samlagningu, 30% betri árangur í margföldun og 13% betri árangur í rökhugsun. ímyndunarafl þessa hóps var mun auðugra, þau reyndust hugmyndaríkari, frjórri, úthaldsbetri og höfðu mun meiri einbeitingarhæfileika en börnin sem fengu kjamlítinn morgunverð. Niðurstöðurnar sýna ótvírætt mikilvægi þess að börn fái staðgóðan morgunverð og hollt nesti með sér í skólann - einkum þegar haft er í huga að þau verja allt að fjórðungi sólarhringsins í skólanum! Rannsóknina gerði Dr. David P. Wyon, atferlisfræð- ingur, að tilhlutan sænska mjólkuriðnaðarins. Kemur þar skýrt fram hve námsgeta barnanna er nátengd undirstöðumáltíð dagsins. Stillt var upp tveimur samanburðarhópum þar sem börnin í hópunum fengu ýmist kjarnlítinn morgunverð sem samanstóð t.d. af tei og ristuðu brauði með marmelaði, eða hollan og uppbyggjandi morgun- verð, s.s. mjólk eða mjólk- urmat, korn, ávaxtasafa og brauð með hollu áleggi. Staðgóður morgunverður er forsenda þess að blóð- sykurinn haldist í jafnvægi. Hér má sjá hvernig góður og slæmur morgunverður hefur áhrif á líðan barn- anna með tilliti til blóðsykurs. Blóðsykurmagn Blóðsykurmagn f Eðlilegt magn ► Tími Eðlilegt magn . Tími Ófullnœgjandi morgunverður veldurþví að blóðsykurmagn- ið eykst snögglega en snar- minnkar aðskammri stundu liðinni og kemst langt niður fyrirþað sem eðlilegt getur talist. Staðgóður morgunverður eykur blóðsykurinn jafnt ogþétt og heldur honum í jafnvœgi í mun lengri tíma. Foreldrar geta haft mikil áhrif á líðan barna sinna í leik og starfi með því að sjá þeim fyrir staðgóðum morgunverði. Skólanestið er ekki síður mikilvægt forðabúr dagsins. Leggja ætti áherslu á hollan mat og ósæta drykki sem veganesti barnanna út í lífið. Skólamjófkin er tif í handhægum um- búðum sem barnið getur gripið til hvenær sem er. Mjólkin er ein kalk- ríkasta fæða sem við neýtum að jafnaði, hún er auk þess auðug af próteini, fosfóri, ýmsum B-vítamínum, zinki, magníum og kalíum og gefur einnig A-vítamín o.fl. efni sem eru iíkamanum nauðsynteg. MJOLKURDAGSNEFND HVlTA HÚSIÐ / SlA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.