Morgunblaðið - 06.09.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.09.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1992 Minning Ragna Helgadóttir Fædd 6. júlí 1916 Dáin 3. ágúst 1993 Far vel heim, heim í Drottins dýrðargeim náð og miskunn muntu 'finna meðal dýrstu vina þinna. Friðarkveðju færðu þeim. Far vel heim. (Matthías Jochumsson.) Já, hún er farin heim, okkar kæra systir, Ragna Helgadóttir „ Jónssonar frá Tungu. Hún lést á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn þar sem hún var búin að eiga heima síðan 1956. Ragna var níunda í röðinni af hinum stóra barnahóp hjónanna Friðrikku Pétursdóttur og Helga Jónssonar, við vorum þrettán fædd, en ellefu komust upp, tveir bræður dóu í frumbernsku, og eftir eru nú þijár systur af sjö og einn bróðir af sex. Ragna var lífsreynd, hún varð fyrir þeirri miklu reynslu að smitast af berklum aðeins sextán ára og fór á Vífilsstaðahæli. Þá voru ber- klar sem dauðadómur flestra sem þangað fóru, en Ragna var ein þeirra heppnu, hún fékk heilsuna - aftur eftir þijú ár á hælinu og hélt henni í mörg ár. Á hælinu kynntist hún manni sínum Aðalsteini Kristjánssyni toll- verði, og giftust þau 14. október 1939 og fluttu til Siglufjarðar þar sem hann var staðsettur, en það varð stutt sambúð því hún missti hann 16. apríl 1942 eftir þriggja ára hjónaband. Ragna fór þá til Reykjavíkur, þar var hún í sex ár, en fór síðan til Englands 1948 og er þar í fimm ár þar sem hún vann við kjólasaum og breytingar á fötum og í þijú ár veitti hún forstöðu stórri kvenfata- verslun. En eftir það fór hugurinn að leita heim til íslands og var meiningin að setjast þar að, en það fór.annan veg því þegar hún var búin að vera heima í hálft annað ár lá leiðin til Kaupmannahafnar. Fóru þær tvær saman, sem báðar unnu við saumaskap og var mein- ingin að læra eitthvað nýtt. Ragna var svo ánægð með starf sitt í Kaupmannahöfn að hún ílengdist þar og endaði með að hún settist að í Danmörku. Þarna leið henni vel setti hún sér upp indælt heimili og um þetta leyti kynntist hún ágætum manni, Gunnari Hansen húsasmíða- meistara, og hélst þeirra vinátta upp frá því og reyndist Gunnar henni Rögnu hinn trausti, góði ‘vin- ur þótt þau byggju ekki saman. Gunnar átti fallegan sumarbústað með stórum garði, og áttu þau þar margar ánægju- og gleðistundir með vinum og vandamönnum bæði dönskum og íslenskum. Veit ég að Ragna myndi hér að leiðarlokum vilja þakka öllum sínum vinum, og sérlega þeim Dúnu og Laugu fyrir alla þeirra tryggð og elskusemi. Og síðast en ekki síst var hún Gunnari þakklát fyrir samfylgdina og allan stuðning og hjálpsemi í veikindunum. Ragna og Britta, dóttir Gunnars, voru hinir innileg- ustu vinir. Gunnar og Britta reynd- ust_ henni sem besta fjölskylda. Ég átti bréfasamband við Rögnu systur mína í mörg ár og sakna ég bréfanna hennar sem færðu mér alltaf hlýju og hug- hreystingu, því hún skildi svo lífið og allt það sem það hefur upp á að bjóða bæði í sorg og gleði. Við sem sjáum á bak henni, minnumst hennar með þakklæti fyrir sam- veruna og erum þess fullviss að hitta hana í stóra ástvinahópnum í landi eilífðarinnar. Sú sem á mestar þakkir skilið frá okkur, fyrir það hvað hún var Rögnu mikið, allt frá því að hún var lítil stúlka og til hinstu stund- ar, er systurdóttir okkar Guðbjörg Theódórsdóttir (Gurrý). Hún var henni alltaf sem besta dóttir og nú í veikindum Rögnu hefur Gurrý farið út til hennar, henni til hug- hreystingar og ánægju og þökkum við systkini Rögnu henni allan þann stuðning. Guð blessi hana. Svo kveðjum við okkar kæru systur og óskum henni velfarnaðar í Drottins dýrðarheimi. Svo djúp er þöpin við þína sæng að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng svo brjóstið þitt fái svala. (Davíð Stefánsson.) Fyrir hönd systkinanna Elisabet Helgadóttir. t Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir, BRAGi KRISTJÁNSSON fyrrverandi framkvaemdastjóri hjá Pósti og síma, Hjálmholti 4, er látinn. Steinunn Snorradóttir, börn og tengdabörn. t Móðir okkar, tengamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR M. GUÐMUNDSDÓTTIR, Skúlagötu 66, Reykjavik, lést í Landspítalanum fimmtudaginn 3. september. Guðmundur Tómasson, Guðrún Baldursdóttir, Björn Baldursson, Grétar Baldursson, Halldór Baldursson. tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Föðurbróðir minn, FRIÐJÓN SIGFÚSSON, frá Norðfirði, Austurbrún 4, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum 25. ágúst sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Jón Guðmundsson. t Ástkaer eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, ÁSDÍS VÍDALÍN KRISTJÁNSDÓTTIR, Njálsgötu 86, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni þríðju- daginn 8. september kl. 13.30. Jón Halldórsson, Elínborg Lárusdóttir, Jón Valur Jensson, Kristján Vfdalín Jónsson, Sigrfður Sævarsdóttir, Halldór Jónsson, Steinunn Þórjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg kona mín, ÞORGERÐUR ÞÓRARINSDÓTTIR, sem andaðist í Landspítalanum 30. ágúst verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 7. september kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Steinþór Ásgeirsson frá Gottorp. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGIMUNDUR STEFÁNSSON fyrrverandi kennari, Fannborg 1, Kópavogi, sem lést í Borgarspítalanum 31. ágúst sl. verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 9. september kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á foreldra- og vinafélag Sólheima í Grímsnesi og önnur styrktarfélög þroskaheftra. Blanca Ingimundardóttir, Vilhjálmur Guðmundsson, Helga Ingimundardóttir, Árni Jóhannesson, Jan Ingimundarson, Guðrún Garðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BJARGAR JÓNSDÓTTUR, Hjallavegi 50, áður Laugarnestanga 65, verður gerð frá Áskirkju mánudaginn 7. september kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda. Hjördís Hvanndal, Jón Ström, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Axel Ström, Anna M. Stefánsdóttir, Þórey Ström, Guðmundur Sæmundsson, Gunnar Ström, Kolbrún Jónsdóttir, Jóhanna Ström, Páll Björnsson, Arnþór Ström, Marfa Magnúsdóttir, Ómar Ström, Ingunn Baldursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Systir okkar og frænka, Ragna Björg Helgadóttir Jónssonarfrá Tungu, sem var búsett í Kaupmannahöfn, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 7. september kl. 13.30. Sjöfn Helgadóttir, Ella Helgadóttir, Leifur Jónsson, Elísabet Helgadóttir, Ragnar Helgason, Vilborg Hákonardóttir, Guðbjörg Theodórsdóttir. Sigurliði Guðmundsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarþel við andlát og útför móður okk- ar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU KRISTÍNAR SVEINBJÖRNS- DÓTTUR frá ísafirði. Starfsfólki Umönnunar- og hjúkrunar- heimilisins Skjóls viljum við færa okkar sérstöku þakkir fyrir einstaka umönnun og hlýju. Hrefna Lárusdóttir Kvaran, Ragnar Kvaran, Anna Margrét Lárusdóttir, Jónas Hallgrímsson, Jón Lárusson, Sigríður Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þá sest ég niður til að skrifa um Öggu mína. Ótal mörg bréf fóru á milli okkar gegnum árin, sem urðu næstum fimmtíu. Alla mína ævi hefur hún verið tengd mínum hugsunum. Á ég margar góðar minningar um elsku hennar og umhyggju. Allt frá því að hún átti heimili sitt hjá okkur i Miðtúni 15 hefur mér fundist ég eiga tvær mömmur, sem deildu umhyggju um mig af miklum kærleika. Glöggt mundum við báðar eftir atvikum liðinna ára, sem við rifjuðum oft upp, síðast nú í sumar. Til dæmis daginn, þá var ég 4 eða 5 ára, sem henni varð það á að gleyma að kyssa mig biess um morguninn þegar hún fór til vinnu í bankanum. Eg hljóp háskælandi út alla götu, hálfklædd, og strætis- vagnabílstjórinn varð að bíða með fullan vagninn af fólki á meðan ég fékk minn kveðjukoss. Minnisstæð er mér tilhlökkunin þegar við mamma sigldum til Eng- lands þar sem Agga mín var við vinnu og söknuðurinn þegar hún fluttist til Danmerkur. Alla tíð hafa hugir okkar verið tengdir í vináttu sem var einstök. Alltaf var það min fyrsta hugsun að veita henni hlutdeild í atburðum lífs míns og fjölskyldu minnar. Þakklát erum við hjónin fyrir heimsóknirnar sumrin ’90 og ’91 og samveruna á ættarmótinu. Við vissum hvað það gladdi hana mikið- að hitta svo fjölmennan hóp frænd- fólks og vina. Gott var líka að hún gat heimsótt „Sumarlandið" okkar og fylgst með uppbyggingunni þar og höfum við ákveðið að viðhalda minningunni um Öggu á áþreifan- legan hátt. Vanda þarf umgjörðina vel, aldrei hef ég vitað hana vinna verk sem ekki varð að vera fullkom- ið. Vegna þessa eðlisþáttar var líf- hennar löngum innri barátta, sem hún kaus of oft að heyja í einrúmi. Er ég viss um að margir dagar hafa verið langir og sárir. En nú er annað land fyrir stafni og bestu óskir mínar Öggu minni til handa eru að þær væntingar sem hún hafði til nýrrar landtöku hafi ræst. Ég kveð frænku mína þar til við hittumst næst. Silli og drengirnir biðja fyrir kveðjur og þakklæti. Gurrý. MUNIÐ! Minningarkort Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna Seld í Garðsapóteki, sími 680990. Upplýsingar einnig veittar í síma 676020. BLÓM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. blófinoud Opið alla daga frá kl. 9-22. Sfmi 689070. V^terkur og KJ hagkvæmur auglýsingamiðill! fltargtiiiMfifrife

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.