Morgunblaðið - 06.09.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.09.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1992 11 Fram kemur að yf irvinna við f íknief narannsóknir hafi verið skorin niður um f jórðung fró því í ógúst ó síöasta óri, vegna sparnaðar í ríkis- rekstri, og vegna þess að starf smenn fíkniefna- deildarinnar hafa verið lótnir vinna við önnur verkef ni, til dæmis löggæslu í Reykjavík um helgar, og vinnu við komu erlendra þjóðhöfðingja stakkur sem deildinni sé skorinn með starfsskipulag hafí teflt málum í tví- sýnu. í skýrslu sem stjórn Lögreglu- félags Reykjavíkur kynnti fyrir rúm- um þremur árum og kallaði svörtu skýrsluna var því haldið fram að iðu- lega ynnu lögreglumenn í fíkniefna- deild að rannsókn mála launalaust í frístundum sínum vegna þess að ekki fengjust nægar fjárveitingar. Að sögn lögreglumanna í fíkniefna- deild hefur þetta lengi tíðkast og er jafnvel talinn allt að því óhjákvæmi- legur fylgifiskur þessa starfs, eink- um meðan mál séu á frumstigi og verið sé að afla upplýsinga til að ákveða hvort fylgja eigi máli eftir. Sambönd við upplýsingaaðila séu persónulegs eðlis, ræktun þeirra tímafrek og erfitt að framselja þau til annarra. Fjölmörg mál bæði fyrr og síðar hefði aldrei tekist að upp- lýsa án þess að fram hefði verið lögð launalaus vinna, og eigi það meðal annars við um kókaínmálið sem nú er til meðferðar. Þegar rætt er um íjárhagslegt og stjórnunarlegt sjálfstæði fíkniefna- lögreglu vísa lögreglumenn gjarnan til máls frá því í vor þegar fíkniefna- lögregla vildi senda tvo lögreglu- menn til Hollands að fylgjast þar með manni sem talið var að ætlaði að kaupa fíkniefni. Talið var nauð- synlegt að senda tvo menn til að fylgjast með ferðum mannsins allan sólarhringinn þannig að öryggis væri gætt og komast að því hveijum hann fæli að flytja efnið til landsins. Ekki fékkst leyfí til utanfararinnar og ekki hefur tekist að sanna að viðkom- andi maður eigi þátt í aukinni eftir- spurn á LSD á götum borgarinnar í vor. Fjárveitingar skornar niður í fimm ár Aðspurður hvort meira hefði verið skorið af yfírvinnu fíkniefnalögreglu en annarra deilda embættisins sagði Böðvar Bragason að sú væri raunin þegar litið væri til lengri tíma og það ætti sér einfaldlega þær skýringar að þar hefði verið meiri yfirvinna en annars staðar. Undanfarin fímm ár hefðu fjárveitingar til löggæslu í borginni stöðugt farið minnkandi. Hann staðfesti að upplýsingar um fjórðungs niðursKurð til deildarinnar á síðastliðnu ári væru nærri lagi. Böðvar kvaðst vera ábyrgur fyrir fjármálum embættisins og vegna þeirrar ábyrgðar hefði hann á stund- um orðið að leggjast gegn útgjöldum sem Björn Halldórsson hefði viljað ráðast í sem yfirmaður fíkniefna- deildar en sagði þó að sem stjórn- andi þeirrar deildar væri það Björn Halldórsson sem tæki ákvarðanir um hvernig verkefnum deildarinnar væri raðað í forgangsröð, hvaða mál væru rannsökuð og hver ekki. Er hægt að ná árangri? En er — burtséð frá skipulagi fíkniefnarannsókna — raunhæft að gera ráð fyrir því að hægt sé að ná árangri í baráttu við vímuefni með því að koma á fót einhveiju skipu- lagi og vetja til þess miklum íjármun- um? Er jafnvel raunhæft að setja sér markmið um að draga úr fíkniefna- vandanum eða uppræta hann hér á landi? Allir þeir sem málið var borið und- ir voru sammála um að síðastnefnda markmiðið væri óraunhæft og einn viðmælandi gat þess að nú þegar væri tollskoðun og tollleit, einkum í farþegaflugi, víðtækari á íslandi en í flestum öðrum löndum. Flestir voru þó á því að betri viðspymu mætti ná. Böðvar Bragason lögreglustjóri sagði að hann teldi mest um .vert á þessu sviði að efla fræðslu þannig að fólk væri sér betur meðvitað um hugsanlegar afleiðingar þess að láta tilleiðast að fikta við fíkniefni. Málið yrði aldrei leyst með löggæsluleiðum einungis heldur þyrfti að huga að ýmsum öðrum þáttum. Hann kvaðst þegar hafa reifað hugmyndir við ijár- veitingarvaldið um að með fjölgun um átta stöðugildi til embættisins mætti efla eftirlit sýnilegu löggæsl- unnar, sem beindist aðallega að neyt- endum og götunni en auk þess eins og fyrr var rakið vinnur hann að til- lögum um framtíðarskipulag lög- gæslu í nefnd á vegum dómsmála- ráðuneytisins. Björn Halldórsson lögreglufulltrúi í fíkniefnadeild sagði að ef menn vildu takast á við fíkniefnamálin og ná árangri í því að gera innflutning og dreifingu fíkniefna til landsins erfiðari og áhættusamari þyrfti að byija á því að hefjast handa við að kanna hve umfangsmikið vandamálið væri orðið, með því að áætla fjölda neytenda, hve mikið af hvernig fíkni- efnum sé í umferð á hveijum tíma, breytingar á márkaði, og inna af hendi aðra þá vinnu sem nauðsynleg sé til að gera sér ljóst umfang vanda- málsins. I framhaldi af því beri að ákveða hvað sé til ráða, marka stefnu út frá því og fela einhveijum aðila að framfylgja þeim markmiðum. Björn kvaðst hafa efasemdir um það að þyngja refsingar almennt en beita mætti refsingum öðruvísi og til greina kæmi að sínu mati að að þyngja refsingar við dreifingu fíkni- efna í grennd við skóla og samkomu- staði unglinga. Auk þess þyrfti að sjá fyrir því að starfhæfar væru þær stofnanir í þjóðfélaginu sem þyrftl til að takast á við hinar ýmsu afleið- ingar vímuefnanotkunar. Þórarinn Tyrfíngsson formaður SAA sagðist aðspurður telja að til að ná árangri í baráttu við fíkniefni þyrfti að leita fanga víða. Á stundum virtist þó gleymast í umræðunni að ýmis konar árangur hefði þegar náðst og þótt staðfest virtist að neyslan væri að aukast í yngri ald- urshópum þá sýndu tölur svo ekki yrði um villst að meðferð bæri mik- inn árangur í aldurshópum eldri neyt- enda en 25 ára, þar sem ekki yrði séð að neytendum amfetamíns hefði ijölgað frá'1985. Að sumu leyti virt- ist sér sem eina breytingin á þessu sviði sem orðið hefði síðan þá og hönd væri á festandi væri sú að fjöl- miðlaumræða væri miklu meiri og opnari. Þegar rætt væri um frekari aðgerðir mætti vissulega gera sér vonir um frekari árangur en þá þyrfti að huga að ýmsum þáttum, bæði skynsamlegri löggjöf og löggæslu, meðferðarúrræðum, félagslegri þjón- ustu að lokinni meðferð, svo og for- vörnum í víðtækum skilningi, en með þeim mætti ef til vill fækka svoköll- uðum tilraunaneytendum. Þórarinn sagði að við umtal um aukinn niðurskurð til mála af þessu tagi setti að sér ugg, þar sem ljóst væri að frekari niðurskurður bitnaði á engu nema þjónustunni og kvað fólk sem starfaði að þessum málum biði spennt eftir því að fjárlagafrum- varp ríkisstjórnarinnar yrði lagt fram í október. OKKAR METNAÐUR ER ÞINN ÁRANGUR! Fjölbreyttir og vandaðir tímar við allra hæfi. Frjáls mæting. Takmarkaður fjöldi í tíma. STÚDÍÓ JÓNÍNU & ÁGÚSTU Skeifan 7, 108 Reykjavík, sími 689868 MÁNUD./MIÐVIKUD. 9.00-10.00 FITUBR.1 10.00-11.00 FITUBR.LOK 10.10-11.00 MR8.LT 11.00-11.50 MR8.LT 12.07-13.00 TRÖ.HRING 12.07-13.00 ÞREKHR. 14.00-15.00 FITUBR. 2 14.50- 15.00 MR&LT 15.00-15.50 MR&LT 15.00-16.00 FITUBR.LOK 16.30- 17.30 FITUBR.1 16.35-17.25 MR&LT 17.00-17.50 MR&L 17.25- 18.15 MR&LT 17.30- 18.30 FITUBR.2 18.15- 19.25 ÞR.HR. 18.30- 19.50TRÖ.HR. 19.00-20.00 FITUBR.1 19.25- 20.15 MR&LT 19.50- 20.50 FITUBR.LOK 20.00-21.00 FITUBR.1 20.15- 21.15 KARLARLOK 20.50- 21.50 FITUBR.2 ÞRIÐJUD./FIMMTUD. SÍMAÞJÓNUSTA HEFST KL 10.30 11.00-11.50 MR&LT 12.07-13.00 KARLAR LOK 14.00-14.50 MR&LT 14.10- 15.10 TRÖPPUR 1 14.50- 15.40 MR&LT 15.10- 16.10 FITUBR.2 16.30- 17.30 TRÖPPUÞR.1 17.00-18.00 FITUBR.1 17.25- 18.25 ÞR.HR+TRÖ. 17.30- 18.30 FITUBR.2 18.00-19.00 FITUBR.1 18.25- 19.15 MR&LT 18.30- 19.30 FITUBR.2 19.00-19.50 BARNSHAF. 19.15-20.05 MR&LT 19.30- 20.30 TRÖ.HRI. 20.00-20.50 MR&L 20.05-21.05 KARLAR LOK 20.30- 21.30 FITUBR.LOK 20.50- 21.50 FITUBR.1 FÖSTUD. 9.00-10.00 9.20-10.10 10.00-11.00 10.10-11.00 12.07-13.00 12.07-13.00 14.00-15.00 15.00-16.00 16.25-17.15 16.30-17.20 16.35- 17.35 17.15-18.20 17.35- 18.35 17.45-18.55 18.20-19.10 18.55.19.55 19.10-20.00 TRÖ.HRI. MR&LT FITUBR.LOK MR&LT ÞR.HR. TRÖPPUR TRÖPPUR FITUBR.LOK MR&LT MR&L TRÖPPUÞR.1 ÞR.HR. FITUBR.1 FITUBR 2+ MR&LT FITUBR.FUNK MR&LT LAUGARD. 9.30-10.30 10.00-10.50 10.30- 11.30 11.00-12.00 11.30- 12.30 11.45- 12.35 12.00-12.50 12.30- 13.30 12.50- 13.40 12.50- 13.50 13.30- 14.30 13.45- 14.45 14.30- 15.15 15.15-16.00 16.00-16.45 FITUBR.LOK MR&LT FITUBR.1 ÞR.HR+TRÖ. FITUBR.2 BARNSHAF. MR&LT FITUBR.LOK MR&LT KARLAR LOK TRÖ.HRING TRÖPPUR BÖRN 10-12 BÖRN 7-9 BÖRN 5-6 FITUMÆLINGAR BARNAGÆSLA: MÁND. OG MIÐD. 9.00-12.00 OG 14.00-16.00, ÞRID. OG FIMD. 14.00-16.00. FÖSD. 9.00-11.00 OG 14.00-16.00. MR&LT=Magi, rass og læri i tækjum. Styrkjandi æfingar í tækjasal fyrir byrjendur. Leiðbeinandi stýrir hópnum. ÞR.HR.+TRÖPPUR=Tækjaleikfimi og tröppujjrek í bland. Stöðvaþjálfun. Hörkutimar. Enginn dans! MR&L=Magi, rass og læri. Styrkjandi æfingar fyrir byrjendur. TRÖPPUHRINGUR= stöðvaþjálfun með tröppum. Hörkutímar fyrir fólk í gððu formi. FITUBR.FUNK=Oúndur funk fitubr. funk tónlist. TRÖPPUPREK1 =Góðir tímar fyrir þá sem eru að bytja í tröppuþreki. FIRJBR.LOK=Lokuð 8 vikna námskeið með fræðslu og aðhaldi. FITUBR.2=Meiri hraði, mjúkt og hart eróbikk, mikil fitubrennsla. TRÖPPUÞREK 2=Fyrir lengra komna, meiri hraði, mikil brennsla, góð styrking. FITUBR.1 =Mjúkt eróbikk, mikil fitubrennsla, 10 mín gólfæf. ekkert hopp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.