Morgunblaðið - 06.09.1992, Page 41

Morgunblaðið - 06.09.1992, Page 41
,01 JUUU/UTW '.!:-)r!A(!'!’/>rtJf> AMeXBASMVmm’A MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1992 J.HVIUDHOM Minning Friðjón Sigfússon frá Norðfirði Fæddur 22. febrúar 1923 Dáinn 25. ágúst 1992 Hinn 25. ágúst sl. lést í Landspít- alanum kær frændi, Friðjón Sigfús- son frá Norðfirði. Útför hans fór fram frá Fossvogskapellu 1. sept- ember í kyrrþey, skv. ósk hans. Við fráfall Friðjóns rifjast upp margar minningar frá bernskudög- um okkar á Norðfirði, bæði ljúfar og sárar. Feður okkar voru bræð- ur, Þorbjörg amma okkar á heimili foreldra minna, stutt á milli Sigfús- arhúss og Stjörnu, svo heimilin voru í daglegu sambandi á uppvaxtarár- um okkar. Friðjón fæddist á Norðfirði 22. febrúar 1923. Foreldrar hans voru hin mætu hjón Sigfús Sveinsson, kaupmaður og útgerðarmaður, d. 1935, og Ólöf Guðmundsdóttir, d. 1964. Friðjón var yngstur 6 bamá þeirra hjóna, en þau voru: Guð- mundur, kvæntur Sigríði Jónsdótt- ur, bæði látin; Sveinn, látirin, kvæntur Nönnu Þormóðs; Aðal- björg, látin, gift Arne Voss; Jó- hanna, gift Aage Schiöth, bæði lát- in; og Friðný, látin. Verslun Sigfúsar Sveinssonar, Norðfirði, var á uppvaxtarárum Friðjóns eitt stærsta og blómlegasta verslunar- og útgerðarfyrirtæki landsins með fjölda fólks í vinnu. Sigfús var glæsilegur maður, virðu- legur í fasi, mikill athafnamaður, gætinn og forsjáll og reksturinn, sem foreldrar hans höfðu lagt grunninn að dafnaði í höndum hans. Olöf móðir Friðjóns var ekki síður glæsileg kona, vel að sér til munns og handa. Móðir mín sem ung að árum kynntist .henni sagði hana hafa verið þá almyndarlegustu og nýtnustu konu sem hún hefði kynnst. Ólöf var glaðsinna, rösk og dugleg kona sem stjórnaði sínu stóra heimili af miklum skörungs- skap, hún var einlæg og sterk trú- kona, sem innrætti börnum sínum Guðs trú og góða siði, sem markaði þau og fylgdi þeim alla tíð. En Ólöf var ekki ein við heimilishaldið, Stína mín Dan gleymist ekki þeim, sem heimilinu kynntust. Kristín Daníels- dóttir hét hún, var hægri hönd Ólaf- ar, ekki síður myndarleg og með afar létta lund, má segja að hún hafí verið sem önnur móðir allra barnanna, svo vænt þótti henni um þau og þeim um hana, náði hún einnig að taka þátt í uppeldi barna og bamabarna Guðmundar, elsta sonarins. Á þessu myndarheimili ólst Frið- jón upp, átti góða bernsku og hlaut þá það veganesti sem dugði honum vel. Hann tók þátt í ýmsum störfum úti og inni eins og títt var með börn og unglinga, því að nóg var að gera. Það var honum mikið áfall er faðir hans lést, þegar hann var aðeins 11 ára. Tók þá Guðmundur elsti bróðirinn við rekstri fjölskyldu- fyrirtækisins. Friðjón fór í Menntaskólann á Akureyri. Þar veiktist hann af berklum, átti hann í þeim veikindum í um það bil tvö ár, var ýmist á Kristneshæli eða Landakotsspítala og þó að hann næði aftur sæmi- legri heilsu mun hann trúlega aldr- ei hafa beðið þess bætur. Þessi veik- indi bundu enda á frekari skóla- göngu hans. Ungur að árum flutti Friðjón til Reykjavíkur, þar voru þá Sveinn og Friðný sest að. Reykjavík varð því aðalstarfsvettvangur hans. Lengst af vann Friðjón hjá útgerð- arfyrirtæki Tryggva Ófeigssonar, Júpíter og Mars, við ýmiss konar störf, m.a. bifreiðaakstur. Friðjón var vel verki farinn, snyrtilegur og samviskusamur og vel látinn í vinnu. Síðustu starfsárin vann Frið- jón hjá Eimskipafélagi íslands hf., en fýrir nokkrum árum varð hann að láta af störfum sakir heilsuleysis. Friðjón kvæntist ekki og eignað- ist engin börn, í nokkur ár var móðir hans hér í bænum og hélt þá heimili fyrir hann. Lengst af áttu þau samleið systkinin Friðný og Friðjón, var mjög kært með þeim og studdu þau hvort annað. Það var því reiðarslag fyrir Friðjón er Friðný lést 1982. Má segja að heilsu hans hafí farið hrakandi ár frá ári frá þeim tíma. Margar skurðaðgerðir fór hann í á Borgarspítalanum á undanfömum árum og að síðustu í lungnaaðgerð á Landspítalanum í apríl sl., en eftir þá aðgerð varð ljóst hvað framundan var. Friðjón átti góða íbúð á Austur- brún 4, þar var allt snyrtilegt og vel um gengið eins og hann hafði vanist á bernskuheimili sínu. Því miður dró hann sig mikið í hlé og vildi lítið þiggja af öðrum. Hann átti þó sína tryggu vini, sem fylgd- ust með honum, höfðu samband við hann og komu til hans í veikindum hans. Mágur Friðjóns, Arne Voss, sem búsettur er í Kaupmannahöfn, var alltaf í góðu sambandi við Frið- jón og skrifuðust þeir alltaf á. Bræðrabörn Friðjóns fýlgdust vel með honum og þá sérstaklega Jón Guðmundsson, enda setti Friðjón allt sitt traust á hann og er óhætt að segja að hann brást því ekki. Lífið er mikill reynslutími, þar sem skiptast á skin og skúrir, Frið- jón fékk sinn skerf af hvoru tveggja. Alltaf hélt hann samt reisn sinni, LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 681960 var sama snyrtimennið og Ijúf- mennið. Einn sannan trúnaðarvin átti Friðjón, góða vinkonu Friðnýj- ar, Pálínu Hafsteinsdóttur. Sumt fólk hefur þann eiginleika öðrum fremur, að jafnvel hinir allra lokuð- ustu finna að þeim er treystandi fyrir leyndustu hugsunum og til- finningum þess. Þannig vinur var Pálína, hún sat hjá Friðjóni tímun- um saman í veikindum hans, keyrði hann heim og um bæinn, þegar hann langaði til og treysti sér til þess. Við sem létum ökkur annt um Friðjón þökkum henni af alhug. Ég gleðst yfír því að þjáningum frænda míns er lokið, ég er þess fullviss að vel hefur verið tekið á móti hon- um af ástvinum hans. Ég bið honum Guðs blessunar, þakka honum sam- fylgdina og sérstaklega „sunnu- dagasímtölin“ okkar, ég mun sakna þeirra. Ingibjörg Jónsdóttir. *- 4 ATILBOÐ í VIKU FERÐATILBOÐ í VIKU FERÐATILBOÐ í VIKl RÐATILBOÐ í VIKU FERÐATILBOÐ í VIKU BómuUarpeysur iðiWr555,- Feróatilbod 1.295,- Flauelsbuxur Áöur^S95,- Feröatilboð 1.195, Bamostígvél Áöj£zO*295,- Feröatilboö Bamasokkabuxur (1-6 drd) Á&ur-499,- Feröatitboö Bamasokkdbuxur (7-12 dra) ÁðizriPý),- Feröatitboö Nú færöu ofangreindar vörur á einstöku ferðatilboöi í viku, sunnudag til laugardags. Lyftu þér nú upp og nýttu þér ferðatilboð í verslunum Hagkaups í vikunni. Ef Hagkaup er ekki í byggðarlaginu þá er hægt að notfæra sér þjónustu Póstverslunar Hagkaups, grænt simanúmer 99 66 80. Tilboðið gildir á rneðan birgðir endast. HAGKAUP —alU í eintti ferð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.