Morgunblaðið - 06.09.1992, Page 42

Morgunblaðið - 06.09.1992, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1992 Vetrarólympíuleikarnir verða haldnirí Lille- hammerí Noregi eftir tvö ár og undirbúningur erí fullum gangi. Að þessu sinni verður sér- stök áhersla lögð á umhverfismál og menn- ingardagskrá í tengslum við leikana. Stórviðburður í litlum bæ eftir Urði Gunnarsdóttur ÞAÐ ER mikill hug- áiliÉiÉÉhBsaw.4'' ur í Norðmönnum. Að tveimur árum liðnum verður bær- inn Lillehammer i Upplöndum Noregs vettvangur Olymp- íuleika, leika sem verða um margt sérstakir. Undir- búningurinn miðar ekki ekki síður að atriðum er varða umhverfismál, menningardagskrá og útlitshönnun leikanna en sjálfar íþróttirnar. Brátt geta íbúar Lille- hammer því státað af fleiru en því að hafa fundið upp ostaskerann. í stað lukkudýra leik- anna eru börn; Hákon og Kristín. Furðu lítið jarðrask fylgir gerð sleðabrautarinnar í Hunderfossen. Hönnun skautahallarinnar í Hamar vísar til víkingaskips á hvolfi. vonir um að vegna þess hve skamm- ur tími líði frá síðustu Vetrarólymp- íuleikum muni margar af skærustu stjörnunum frá leikunum í Albert- ville stefna að því að vera með í Lillehammer. íþróttamenn sem að öðru jöfnu hefðu sest í helgan stein að fyrrnefndu leikunum loknum. Þegar gleðivíman rann af Norð- mönnum á haustmánuðum 1988 kom fljótlega í ljós að bjartsýnin hafði verið óhófleg við gerð fjár- hagsáætlunar. í stað 10 milljarða, hljóðaði fjárhagsáætlunin upp á 70 milljarða og mönnum varð smám saman ljóst hversu gnðarlegt verk- efni var framundan. Á þeim fjórum árum sem liðin eru hefur mikið ver- ið deilt um framkvæmdina, ekki síst fjárhagshliðina. Sá möguleiki sem Norðmenn sjá í landkynningunni vegna Ólympíuleikanna vegur þó þungt, og nú þegar eitt og hálft ár er til stefnu virðist þjóðin einhuga um að halda Ólympíuleikana sóma- samlega. Raunar eru Norðmenn ekki Fyrir réttum áratug stungu nokkrir meðlimir norsku Ólympíunefndarinnar upp á- því að sótt yrði um að halda Vetrar- ólympíuleikana. Þeir voru fullir sjálfstrausts, fjárhagsáætlunin hljóðaði upp á 10 milljarða íslenskra króna og með það veganesti var hugmyndin borin upp við norska ráðamenn, sem tóku henni fagn- andi. Hrint var af stað umfangsmik- illi undirbúningsvinnu sem miðaði að því að sækja um Vetrarólympíu- leika árið 1992. Þrátt fyrir að þeir leikar féllu öðrum í skaut var vindur- inn langt i frá úr Norðmönnum og áfram var unnið að því að fá leikana. Óhætt er að segja að hjörtu Norð- manna hafi slegið hraðar þegar Samaranch, formaður Alþjóða ólympíunefndarinnar, tilkynnti ákvörðun nefndarinnar í Seoul 1988. Ólympíuleikarnir árið 1994 Skyldu haldnir í Lillehammer. Leikunum var flýtt um tvö ár, svo að ekki yrðu haldnir vetrar- og sumarólympíu- leikar sama árið og verða ólympíu- leikar hér eftir annað hvert ár, Vetr- ar- og Sumarólympíuleikar til skipt- is. Því er kominn glímuskjálfti í Norðmenn, þó að Ólympíueldamir í Albertville og Barcelona séu vart kulnaðir. Gera mótshaldararnir sér ókunnugir Ólympíuleikahaldi, því leikarnir árið 1952 voru haldnir í Ósló. Heildarkostnaður um 110 milljarðar Lillehammer er 23.000 manna bær, litlu stærri en Akureyri og aðstæður á stöð- unum að mörgu leyti líkar. Lilleham- mer stendur við stærsta stöðuvatn Noregs, Mjösa, sem er á við lengstu firði og í hlíðunum fyrir ofan bæinn eru kunn skíðalönd. Ölympíuleikarn- ir verða haldnir á óvenjulitlu svæði, sem nær 58 km út frá Lillehammer; í bæjunum Gjövik og Hamar og á útivistarsvæðunum í Hunderfossen, Kvitfjell og Hafjell. Miðstöð leikanna verður í Lillehammer og gert er ráð fyrir að um 100.000 manns verði í bænum hvern þann dag sem Ólympíuleikarnir standa yfir. Þrátt fyrir að kostnaður við leik- ana sé áætlaður rúmir 70 milljarð- ar, mun láta nærri að hann verði um 110 milljarðar þegar tekinn er inn í dæmið kostnaður við holræsa- gerð, vega- og járnbrautalagningu o.fl. Niðurtalning HAð ýmsu þarf að huga þegar Ólympíuleikar eru undirbún- ir. Norðmenn komu fljótlega á fót kynningarmiðstöð í Lilleham- mer, þar sem getur að líta allt milli himins og jarðar, sem tengja má Ólympíuleikum. Norskum afreks- mönnum, s.s. skautadrottningunni Sonju Heine eru gerð skil, keppnis- búningar vel flestra norsku verð- launahafanna á Ólympíuleikunum hanga uppi, útskorin tréskíði blasa við í inngangnum og kaffistofunnar gætir ísbjörn, uppstoppaður, vel að merkja. í miðborg Lillehammer getur að líta höggmynd með klukku, sem tel- ur niður daga, klukkustundir og mínútur þar til Vetrarólympíuleik- arnir verða settir. Og á hveijum degi kl. 13 gengur Norðmaður með

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.