Morgunblaðið - 06.09.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.09.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1992 KVOTMERFH) ERDELLA Einar Oddur Kristjánsson forstjóri Hjálms hf. á Flateyri omyrkur í máli eftir Agnesi Bragedóttur EINAR Oddur Kristjánsson sem lét af störfum sem formaður Vinnuveitendasambands íslands í maí í vor, hefur síðan ein- beitt sér að rekstri eigin fyrirtækis á Flateyri, Hjálms hf., enda segir hann að miðað við núverandi rekstraraðstæð- ur sjávarútvegsfyrirtækja í þjóðfélaginu, verði menn að róa lífróður, eigi þeir að komast í gegnum öldudal kvótaskerðingar og efnahagskreppu. Þótt Einar Oddur hafi látið lítið fyrir sér fara frá því hann hvarf aftur vestur, er ekki þar með sagt að áhugi hans á þjóðmálum, stjórnmálum , efnahags- málum, fískveiðistjórnun og sjávarútvegsmálum hafi dvínað. Síður en svo. Þessa varð blaðamaður Morgunblaðsins áþreifan- lega var er hann hitti Einar Odd að máli í ríki hans á Flateyri nú fyrir nokkrum dögum. Einar Oddur greinir hér á eftir frá andstöðu sinni við kvótakerfið, hvers konar stjórnun fiskveiða hann telji ákjósanlega og lýsir þeim meinbug sem hann telur vera fylgifisk sjófrystingar. H vermg kemur kvótaskerð- ingin við þína útgerð? „Kvótaskerðingin kem- ur ekkert sérstaklega illa niður á togaraútgerðum hér, heldur á bátaútgerðum, sem eiga aflaheim- ildir sínar eingöngu í þorski. Það á auðvitað við um land allt.“ — Nú er ég búin að fara um ná- grannabyggðarlögin og ræða við út- gerðarmenn þar. Svör þeirra við slæmu áferði eru á þann veg, að sjó- frysting sé það eina sem geti komið fyrirtækjunum til bjargar. Hvað seg- ir þú um þessa þróun? „Það liggur fyrir að frystitogarar sýna mun betri afkomu en ísfiski- skipin og vinnslan í landi. Skýring- amar á því er m.a. þær, að fjárfest- ingin nýtist betur, skattar eru minni og vinnulaun eru hagstæðari, vegna þess að í sjófrystingu losnar þú við allskonar millistig í vinnslunni. En þar fyrir utan, þá er það staðreynd að úthlutaðar aflaheimildir nýtast frystitogurunum miklu betur en öðr- um. Þetta á sérstaklega við um fiski- tegundirnar karfa og grálúðu, þ.e.a.s. þær fískitegundir sem við getum heilfryst á Asíumarkað." — Þetta þarfnast nánari skýring- ar, ekki satt? „Mikið rétt. Frystitogararnir koma eingöngu með heilfrystar afurðir að landi og hafa aldrei landað einu einasta flaki, hvorki af karfa né grálúðu. Með þessu vinnslumynstri hámarka þeir hagnað sinn af hverju lönduðu kvótakílói. Þeim er síðan reiknuð nýting, samkvæmt ákveðinni prósentu, sem mér er algjörlega óskiljanleg. Þetta er ófram- kvæmanlegt hjá okkur í landvinnslunni. Við getum aldrei komið nema hluta af grálúðu- og karfaaflanum sem við fáum að landi heil- frystum á Japansmark- að.“ Einar Oddur býr til samanburðardæmi, máli sínu til stuðn- ings. Það er svo- hljóðandi: „ísfisk- togari kemur að landi með 100 tonna afla af grálúðu. Um 20 tonn eru ekki hæf í heilfrystingu og þau verður að flaka, sem er miklu dýrari vinnsla og lélegri nýting. Þannig fást um 9 tonn í flökum, því nýtingin þar er einungis um 46%. 80 tonn eru heilfryst og þú færð 51 tonn af heil- frystri vöru. Nýtingarprósentan verður því um 64% hjá ísfisktogaran- um í heilfrystingu. Samtals fær því landvinnslan 60 tonn úr þessum 100 tonnum. En frystitogarinn fær hins vegar 75 tonn af heilfrystum afurð- um út úr 100 tonnunum, vegna þess að þeir koma bara með allt í heilfryst- ingu og þeim er reiknuð 75% nýting, en við getum aldrei náð nema 64% nýtingu. Segjum svo að það sé ein- hver hugsanleg hámarksrýmun inni í þessu. Það er mögulegt að hámarks- nýting þeirra gæti farið í 70% miðað við 64% okkar, af því þetta er nýr fiskur sem þeir eru að vinna og hef- ur ekki rýrnað. Samt sem áður henda þeir 20% af þessum hundrað tonnum, eða 20 tonnum, það liggur fyrir. Þannig fá frystitogaramir 120 til 130 tonn sem þeir geta veitt í þessum tegundum, en við fáum bara okkar 100 tonn. Þeir fá því 20% til 30% meiri aflaheimildir í reynd en við fáum. Gagnvart þessum tegundum, þá er engin spurning um það í mínum huga, að stór hluti skýringarinnar á betri afkomu sjófrystingarinnar ligg- ur í þessu og á áhuga manna fyrir því að vilja koma frystingunni út á sjó. Þeirra kíló eru miklu fleiri og þeirra kíló nýtast á hagstæðari hátt Þess vegna fannst mér það rosa- lega kaldhæðnislegt að það voru frystitogaraeigendurnir sem gengu harðast fram í Morgunblaðinu eftir að tillögur Hafrannsóknastofnunar komu fram og vildu endilega skerða veiðiheimildir sem mest.“ Einar Oddur segir að útgerð sem eigi gráðlúðukvóta og bæði ísfisk- togara og frystitogara láti að sjálf- sögðu frystitogarann um að veiða allan gráðlúðukvótann, vegna þess að þeir séu í raun og veru að gera það sem þeim ber, að reyna að há- marka sinn hagnað. — En með boðuðu auknu eftirliti með veiðum um borð í frystitogurum, getur ekki orðið breyting þarna á? „Frystitogaramenn eru bara eins og aðrir menn. Þeir aðlagast því kerfi sem þeir eiga að vinna við. Það eru bara heiðarlegir og duglegir menn. En eftirlit tryggir ekkert, þó það sé vel hugsað og vel meint. Það bara gildir, það sem hagfræðin seg; ir um þetta: Ójafnan er þessi - I kvótakerfí henda menn fiski þeg- ar verðmætin mínus kostnaður- inn eru minni en kvótaverðið. Svo einfalt er það og eftirlits- menn breyta engu þar um. Þetta er ekki af því að menn séu vondir, heldur er það eðlilegt og sjálfsagt að menn reyni að bjarga sér í því kerfi sem þeim er gert að búa við.“ - Hvað segii' þetta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.