Morgunblaðið - 06.09.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.09.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1992 RÁÐA ÍSLENDINGAR VID VÍMUIFNAVANDANN i Á GRÁU SVÆÐI eftir Pétur Gunnarsson FÍKNIEFNAMÁL eru í deiglunni í kjölfar þriggja meiriháttar mála sem komið hafa upp hér á landi undanfarnir þrjár vikur. Einkum þó kókaínmálsins, þar sem' lög- reglumaður slasaðist Hfshættu- lega við handtöku fíkniefnasmygl- ara sem lögreglan hafði leitt í gildru með því sem kallað hefur verið „óhefðbundnar rannsóknar- aðferðir". Þessi mál virðast ekki einungis staðfesta skrif og fullyrð- ingar um að fíkninefnavandinn hérlendis fari vaxandi. Athyglin hefur einnig beinst að því hvort löggæslustofnanir hér á landi séu reiðubúnar til að sinna þessum málum, hvort þær réttarreglur sem þeim er ætlað að starfa eftir heimili umdeildar rannsóknarað- ferðir, sem taldar eru nauðsynleg- ar í þessum málum, og svari þörf- um tímans. Eftir uppákomur í tengslum við mál sem komu upp á Keflavíkurflugvelli og Seyðis- fírði má spyrja sig hvort metingur milli lögreglu og tollgæslu standi framgangi mála fyrir þrifum. Því er haldið fram að lögreglunni sé haldið í fjársvelti með þeim afleið- ingum að Iögreglumenn þurfi að leggja fram sjálfboðavinnu til að koma eiturlyfjasölum undir iás og slá. Allt kallar þetta á að spurt sé: ráða Islendingar við vímuefna- vandann? Sumir segja að ef ein- hvers staðar sé hægt að gera vímuefni útlæg þá sé það landi eins og þessu; allt sem þurfi séu auknar fjárveitingar og samstillt átak. Eins og víðast hvar annars staðar fást einkum tvenns konar stofnanir hér á landi við rannsókn og meðferð fíkniefna- mála; tollgæsla, sem annast eftirlit með landamærum og innflutningi, og lögregla. Tollgæsla íslands heyrir undir fjármálaráðu- neytið. Tollgæslan á Keflavíkurflug- velli heyrir undir utanríkisráðuneyt- ið. Fíkniefnalögreglan svokallaða, ávana- og fíkniefnadeild lögreglunn- ar í Reykjavík, heyrir undir dóms- málaráðuneytið. Þrátt fyrir að fíkni- efnalögreglan sé í raun deild í lög- reglunni í Reykjavík er henni ætlað að starfa um allt land að fíkniefna- málum, samkvæmt svokölluðu lands- umboði sem henni var veitt með ákvörðun dómsmálaráðherra árið 1990, ákvörðun sem ýmsir lögfræð- ingar draga í efa að fái staðist að lögum. Nokkuð samstarf hefur verið milli lögregluembætta á höfuðborgar- svæðinu en lítið hefur farið fyrir markvissu eftirliti í þessum mála- flokki í öðrum landshlutum og flestir virðast á einu máli um þörf á að efla þann þátt í öllum landshlutum. Rígur á milli tollgæslu íslands og fíkniefnalögreglu, mun ekki nýtil- kominn og tollgæslumönnum, hefur löngum þótt sem hlutur þeirra í að Ijóstra upp um mál sé fyrir borð borinn i fréttaflutningi. Fíkniefnalög- reglan talar um bamalegt kapphlaup tollgæslunnar við að komast í sviðs- ljósið. I báðum herbúðum eru menn sammála um að á síðustu mánuðum hafi sambandið farið versnandi. Eftir að tollgæslan, sem rekur samskipta- örðugleikana til Bjöms Halldórsson- ar lögreglufulltrúa, fékk leitarhund hefur ekki þurft að leita eftir að- gangi að hundum fíkniefnalögregl- unnar við leit í pósti og lögreglu- mönnum finnst sem eftir það hafi samkeppnisandinn farið sívaxandi og keyrt úr hófi með fréttatilkynningu af hassfundi á Seyðisfirði án nokk- urs samráðs við lögregluna meira en hálfum sólarhring eftir að hún tók við rannsókn málsins. Fréttatilkynn- ingin hafi spillt rannsókninni og veitt grunuðum mönnum færi á að kom- ast undan handtöku. Þar sem engar reglur hafa verið settar um samstarf og samskipti þessara stofnana, meðferð og gagn- kvæman aðgang þeirra að upplýsing- um, sem safnað hefur verið um af- brotamenn og mál til rannsóknar, hefur samvinnan byggst á persónu- legum samskiptum og vilja til sam- vinnu á gráum svæðum. Nú virðist sú leið komin í hnút. Á fleiri sviðum eru gráu svæðin einkennandi fyrir stöðu fíkniefna- mála innan réttargæslukerfísins. Það á til dæmis við um hinar svokölluðu „óhefðbundnu rannsóknaraðferðir", bíómyndaleiðimar sem fíkniefnalög- reglan fer í starfí sínu og taldar eru óhjákvæmilegar í þessum sérstæða málaflokki þar sem allt miðast við að grípa inn í áður en fíkniefnin komast í dreifingu. Við þessar rann- sóknir hér á landi eins og annar stað- ar er beitt aðferðum eins og símhler- unum, myndbandsupptökum, greitt er fyrir upplýsingar, sýnishom af fíkniefnum eru keypt, tálbeitur eru látnar koma sér í samband við fíkni- efnasala, eða fíkniefnasmyglari er látinn smygla efnum óáreittur inn í landið og síðan eltur á fund kaup- anda og báðir handteknir meðan af- hending fer fram. Fyrir símhlerunum og myndatök- um eru sett ákveðin skilyrði í hinum nýju lögum um meðferð opinberra mála en fíkniefnalögreglumenn kvarta undan því að þrátt fyrir að þessi starfsemi eigi sér meira en 20 ára sögu hér á landi hafí engar regl- ur, hvorki í lögum, reglugerðum, né með fyrirmælum frá ákæruvaldinu, verið settar um hvernig standa skuli að öflun og meðferð sönnunargagna með fengin eru með „óhefðbundnum aðferðum". Áhætta á sýknudómi tekin af ásettu ráði Einn viðmælandi Morgunblaðsins fullyrti að um 15 aðferðir af fyrr- greindum toga sem algengt væri fíkniefnalögreglan beitti væru engar reglur ti) þar sem ákveðið væri hvernig standa skyldi að verki. Slíkar reglur þyrfti til þess, hvort tveggja, að leyfa og hafa hemil á notkun slíkra aðferða og skilgreina rétt sakborninga gagnvart þeim. Þess vegna meðal annars er þess beðið að dómstólar fjalli um notkun tálbeitunnar í kókaínmálinu sem nú er til rannsóknar. Notkun tálbeitunn- ar var ákveðin vitandi vits um að niðurstaða dómstóls kynni að verða sú að ekki hefði verið heimilt að nota þessa aðferð með þeim hætti sem gert var og að slík niðurstaða gæti leitt til sýknu af ákæru í stærsta kókaínmáli sem komið hefur upp hérlendis. Yfirtekur RLR öll fíkniefnamál? Á vegum dómsmálaráðuneytisins er nú starfandi undir forsæti Þor- steins Geirssonar ráðuneytisstjóra nefnd sem ætlað er að gera tillögur um framtíðarskipulag löggæslunnar í landinu. Fram hefur komið að einn þeirra kosta sem sú nefnd hafí til skoðunar sé hvort flytja beri rann- sókn meiriháttar fíkniefnamáia undir forræði RLR en staðarlögregla verði gerð ábyrg fyrir svokölluðum minni- háttar málum og jafnframt gert átak af hennar hálfu í að snúa sér gegn neytendum og hinni sýnilegu hlið fíkniefnaheimsins. Ekki liggur fyrir að með þessu verði mælt og ekki hefur komið fram hvernig skilja eigi milli meiriháttar og minniháttar mála. Algeng skil- greining er sú að minniháttar mál séu þau sem snúa að neytendum en meiriháttar mál að innflutningi og dreifinu fíkniefna. Kerfi sem skipt er eftir þeim línum er við lýði í Kaup- mannahöfn og innan fíkniefnalög- reglunnar hér fullyrða menn að það hafi reynst illa og kynt undir met- ingi, feluleik með upplýsingar og kapphlaupi um sviðsljósið. Böðvar Bragason lögreglustjóri í Reykjavík á sæti í nefnd dómsmála- ráðuneytisins og sagðist í samtali við Morgunblaðið vilja koma sínum hug- myndum um þessi mál á framfæri á þeim vettvangi en ekki í fjölmiðlum. Hann hefði gert tillögur innan nefnd- arinnar um framtíðarskipulag lög- gæslunnar á höfuðborgarsvæðinu en vildi ekki tjá sig um hvort þær hug- myndir gerðu ráð fyrir breytingum frá núverandi kerfi. Hann sagði að ekki mætti slíta umræður um fíkni- efnaþáttinn úr samhengi við heildar- myndina, málið snerist um heildar- skipulag löggæslu á höfuðborgar- svæðinu. í viðmælandahópi Morgunblaðsins voru þeir til sem töldu að núverandi kerfi þyrfti ekki annarra breytinga við en að girt yrði fyrir persónulegt ósætti af því tagi sem fyrr var rakið en aðrirtöldu breytingar nauðsynleg- ar og vísuðu til þeirrar ákvörðunar Hallvarðar Einvarðssonar ríkissak- sóknara að flytja rannsókn kókaín- málsins til RLR því til stuðnings 'að ákvörðun um uppskurð á kerfinu væri í farvatninu og búast megi við að RLR verði faiinn stærri hlutur í rannsókn þessara mála eins og ann- arra meiriháttar sakamála. Sú tillaga er einnig gerð í greinar- gerð sem Björn Halldórsson lögreglu- fulltrúi fíkniefnadoildar ritaði í vor og afhent var Þorsteini Pálssyni dómsmálaráðherra, og fleirum. Þar kvartar Björn undan skorti á mark- vissri yfírstjórn, daglegri og lög- fræðilegri, og skorti á stjórnunarlegu og fjárhagslegu sjálfstæði deildar- innar. Fjölga þurfi starfsmönnum deildarinnar í 20. Þeir eru nú 14 en voru 15 til ársins 1988. Niðurskurðurinn mestur til fíkniefnamála síðastliðið ár Fram kemur að yfirvinna við fíkni- efnarannsóknir hafi verið skorin nið- ur um fjórðung frá því i ágúst á síð- asta ári, vegna sparnaðar í ríkis- rekstri, og vegna þess að starfsmenn fíkniefnadeildarinnar hafa verið látn- ir vinna við önnur verkefni, til dæm- is löggæslu í miðborg Reykjavíkur um helgar, og vinnu við komu er- lendra þjóðhöfðingja. Björn fullyrðir í greinargerðinni að niðurskurður til fíkniefnadeildar hafi á þessum tíma verið hlutfallslega meiri en hjá öðrum deildum innan embættis lögreglustjórans í Reykja- vík og hafí stjórnendum embættisins gengið það til að jafna kjör lögreglu- manna. Hann segir að deildin sitji í sífelldum óraunhæfum samanburði við aðrar deildir embættisins og að það sé yfirlýst stefna stjórnenda embættisins að yfirvinnukvóti fíkni- efnadeildarinnar megi ekki vera hærri sem neinu nemi en kvóti ann- arra deilda. Stjórnendurnir sýni ekki skilning á sérstöðu fíkniefnamála og hafni sjónarmiðum um að aukavinna sé látin ráðast af fyrirliggjandi verk- efnum en ekki af því að jafna þurfi tekjumöguleika milli starfsmanna í ólíkum deildum lögreglunnar þannig að hver og einn geti gengið að ákveðnum yfitvinnustundafjölda vís- um. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hefur á yfirstandandi auka- vinnutímabili lögreglustjóraembætt- isins verið varið sem svarar til hátt í tveggja mánaða yfirvinnukvóta í þágu rannsóknar kókaínmálsins og annarra stórra mála sem upp haf komið síðustu vikur. Að óbreyttu mun stefna í að allar aukavinnuheim- ildir til málaflokksins verði uppurnar í nóvember-desember. Nefnd eru í greinargerð Björns Halldórssonar tilvik þar sem þröngur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.