Morgunblaðið - 06.09.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.09.1992, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1992 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1992 V V 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið. Starfssvið stjóm- málaflokka Sl. fimmtudag efndi Félag frjálslyndra jafnaðar- manna til fundar um at- vinnustefnu á íslandi, þar sem m.a. var kynnt ný bók um þetta efni eftir dr. Gunnar Helga Kristinsson. Samkvæmt frásögn Morg- unblaðsins í gær lýsti höf- undur bókarinnar þeirri skoðun á fyrrnefndum fundi að starfshættir íslenzka stjórnkerfisins þyrftu að breytast og nefndi þrjá þætti í því sambandi. í fyrsta lagi að stjórnmála- flokkar breyti um starfs- hætti, dragi úr afskiptum af stjórnsýslu og sinni al- mennri stefnumótun í rík- ara mæli. í öðru lagi að styrkja þurfi stöðu stjórn- sýslunnar gagnvart póli- tískri fyrirgreiðslu og í þriðja lagi að tengja landið sterkari böndum alþjóðlegri samvinnu, sem mundi ýta undir, að hér ríki svipaðir stjórnarhættir og í nálæg- um löndum. Allt er þetta athygli vert og þá ekki sízt ummæli dr. Gunnars Helga um starfs- hætti stjórnmálaflokka. Það er hárrétt athugasemd, að þeir þurfa að draga úr af- skiptum af stjórnsýslu og sinna meira almennri stefnumörkun. Þjóðin stendur á margan hátt á krossgötum um þessar mundir. Við komumst ekki lengra áfram eftir þeim far- vegi, sem við höfum verið í. Við þurfum að endurmeta utanríkisstefnu okkar vegna gjörbreyttra að- stæðna. Við þurfum að end- urmeta atvinnustefnu okkar vegna gjörbreyttra að- stæðna. Við þurfum að taka viðteknar skoðanir og venj- ur til endurmats á fjölmörg- um sviðum. Um þessi efni fara litlar og í sumum tilvikum nánast engar umræður fram á vett- vangi stjórnmálaflokkanna, þótt það sé auðvitað mis- munandi eftir flokkum. Áberandi er, hvað Sjálf- stæðisflokkurinn fjallar lítið um fískveiðistefnuna og þann djúpstæða ágreining sem um hana er, svo að dæmi sé nefnt. Stjórnmála- flokkarnir eiga að vera upp- spretta nýrra hugmynda og vettvangur umræðna um þær hugmyndir. Stundum mætti ætla, að þeir væru hugmyndalega dauðir, svo litlar umræður fara fram innan þeirra og á þeirra vegum um þau málefni, sem helzt eru á döfínni. Þessar umræður eiga þó ekki sízt að fara fram á þeim vett- vangi og vera grundvöllur stefnumörkunar þeirra og hlutverk fjölmiðlanna á margan hátt að endur- spegla þær umræður og þá stefnumörkun í fréttum og frásögnum, þótt dagblöðin marki sína eigin stefnu, eft- ir því, sem þeim hentar hverju sinni. Áhrif stjórnmálaflokk- anna á þjóðfélagsþróunina eiga þannig að koma fram í krafti almennrar stefnu- mörkunar þeirra og starfa kjörinna fulltrúa þeirra á Alþingi, í ríkisstjórn og i sveitarstjórnum. Hinn stefnumarkandi þáttur í starfí stjórnmálaflokkanna virðist vera í óvenju mikilli lægð um þessar mundir og hafa verið um skeið a.m.k. hjá sumum þeirra. Athuga- semdir dr. Gunnars Helga um þessi efni kveikja von- andi umræður innan þeirra um það mikilvæga hlutverk, sem þeir gegna að þessu leyti. 85.L UPPHAFI • kaflans um Ólaf Hjaltason Hóla- byskup sem einkenn- ist af frumlegum at- hugunum og gerhygli fræðimannsins Magn- úsar Más Lárussonar segir svo — og er ástæða til að rifja það upp nú á dögum: „Siðskiptatímanum svipar í ýmsu til vorra daga, er gamlar og nýjar heimsskoðanir og lífsstefn- ur togast á um mannssálina með byltingarafli. Sá tími er því á ýms- an hátt eðlilegt athugunarefni fyrir nútímamanninn. Hér á landi gjörð- ust siðskiptin með nokkuð öðrum hætti en víða annars staðar. Erlent vald þröngvar þeim á með aðstoð tiltölulega fárra manna innlendra. Og í átökum þeim, sem verða, gjör- ast hinir merkustu atburðir. Allur almenningur hefir þar verið skelfd- ur áhorfandi, sem vart gat vitað, hverju hann átti að trúa og hvers hann mátti vona.“ Við þekkjum þetta andrúm úr okkar tíma. En að þessu hefur verið vikið hér vegna þess að séra Ólafur Hialtason Hólabyskup er einhver látlausasti en farsælasti stjómandi sem hér hefur komið við sögu án þess hæfi- leikar hans og eðliskostir hafi kallað á sérstáka aðdáun eftirtímanns enda barst hann lítt á, smíðaði eng- in stórhýsí, hvorki kirkjur né ann- að, og lét ekki höggva höfuðið af nokkrum manni. Engu er líkara en sagan kalli slíka „framkvæmda- HELGI spjall menn framá hinir, Ólafur einna helzt leiksviðið en einsog séra Hólabyskup, falli ofaní milli einsog sagt er. En nú skulum við ganga á fund hans og kynnast honum af orðum hins hálfáttræða húmanista sem sér um leiðsögnina einsog forðum daga í Skálholti. Magnús Már Lárusson lýsir Ólafi byskupi Hjaltasyni þess- um orðum: „Það skal tekið fram, að eftir Ólaf Hjaltason liggur mikið og farsælt starf. Honum tekst að leggja þann menningargrundvöll, sem Guðbrandur biskup byggir svo glæsilega ofan á. Ep Ólafur Hjalta- son fær aldrei sama sess í sögunni sem forveri hans og eftirmaður herra Jóns (Arasonar bp.). Slík eru örlög hinna kyrrlátu og lítilmótlegu í landinu. Fyrir bragðið er eins og gat sé í sögunni. í ein tuttugú ár virðist mönnum ekkert markvert gjörast í Hólastifti. Þó eru þá sköp- uð starfsskilyrði herra Guðbrands og starf hans að nokkru mótað fyr- irfram. En herra Ólafur á Hólum er alþýðumaður af engri ætt. Af- komendur hans hverfa flestir í öðr- um lið í gleymskunnar dá. Engir verða til þess að halda vörð um minningu haás eftir dauða hans. Og eftirmaður hans (Guðbrandur bp. Þorláksson) virðist hafa lagt á hann fæð og gjört lítið úr honum, og getur þess ekki, sem geta mátti, að hann hafi ómetanlegan stuðning af starfi forvera síns í grallaragerð og sálmabókarprenntun. Herra Ólafur var þriðjung æfi sinnar eða rúmlega það trúnaðar- maður eins atkvæðamesta biskups á iandi hér (Jóns Arasonar). Það eitt ætti að sýna og sanna, að hann hafi verið traustur og vitur maður og haft nægilega mikið til að bera af veraldarinnar hyggindum. Og er hinir nýju straumar skola yfir hann og gagntaka hann, verður hann einlægur og dyggur þjónn hins nýja siðar, en eigi herra. Vér sjáum það af bréfsupphöfum hans sumum, þar sem segir: Vér Ólafur undir Guðs þolinmæði biskup á Hólum. — Og titilblað Guðspjallabókarinnar seg- ir: Uppbyijuð í Jesú Christi nafni af mér óverðugum þræli Drottins Ólafí Hjaltasyni. — Og tækifærið, sem honum býðst til að auðga sjálf- an sig og sína, eins og forverar hans og eftirmenn gjörðu, lætur hann ónotað. Ekki af trassaskap, því að við Laufás skildist hann myndar- lega, heldur af hinu, að hann hafði fengið djúpan og rótgróinn imugust á veraldarhyggindum og veraldar- auði sinnar gömlu móður, kaþólsku kirkjunnar, eins og fram kemur í bréfunum um As og Reykjahlíð. Hann er sannfærandi í mannleg- leika sínum undir lokin, gamall, slit- inn, heilsulaus, einlægur og snauð- ur.“ Það er ósjaldan sem heimurinn skilur með þessum hætti við þá menn ýmsa sem hafa dugað bezt — og hann á mest að þakka. M. (meira næsta sunnudag) ENGAN ÞARF AÐ undra, þótt upp komi áhyggjur vegna þeirrar frystitogaraöldu, sem bersýnilega er að rísa, þar sem allir þeir sem vettlingi geta valdið stefna að því að ná sér í frystitogara. Ástæðan fyrir þessum áhyggjum er m.a. og ekki sízt reynsla okkar sjálfra af því æði sem grípur Islend- inga ef þeir telj a sig sjá stórgróða í augsýn. Fyrir rúmum tveimur áratugum hófst skuttogaravæðing þjóðarinnar. Niðurstaða hennar- varð sú, að offjárfesting í skuttog- urum varð gífurleg og hvorki sjávarútveg- urinn né þjóðarbúið rísa undir þeirri ofíjár- festingu. Fyrir áratug voru menn sann- færðir um að mikill gróði væri í fiskeldi. Allir sem vettlingi gátu valdið hófu fisk- eldi. Milljörðum var dælt í fískeldi úr opin- berum sjóðum með beinni eða óbeinni að- stoð stjórnvalda. Niðurstaðan varð sú, að þjóðarbúið hefur tapað gífurlegum fjár- munum á fískeldi. Fyrir rúmum áratug sannfærðu menn sjálfa sig um, að mikil hagnaðarvon væri í loðdýrarækt. Milljarð- ar streymdu í að byggja upp loðdýrabú og þeir milljarðar hafa tapast. Trú okkar á stóriðju var svo mikil, að við sitjum uppi með 15 milljarða í offjárfestingu í virkjun- um samkvæmt því sem Davíð Oddsson, forsætisráðherra, upplýsti á dögunum. Við höfum sem sagt offjárfestd skuttogurum, fískeldi, loðdýrum og virkjunum á síðustu 10-20 árum og upphæðimar era gífurleg- ar. Það er því ekki að ástæðulausu að menn sjá ástæðu til að ganga hægt um gleðinnar dyr, nú þegar nýtt æði er að grípa um sig, þ.e. frystitogaraæðið. Á frystitogurum annars vegar og t.d. fískeldi og loðdýrarækt hins vegar er auð- vitað sá reginmunur, að í síðamefndu til- vikunum taldi þjóðin sér trú um, að stór- gróði væri á næsta leiti, en frystitogaram- ir hafa sýnt það og sannað að mikill hagn- aður er af rekstri þeirra og það er á gmnd- velli þeirrar reynslu, sem stöðugt fleiri útgerðarmenn stefna að því að hefja út- gerð á frystitogurum. Að því leyti má segja, að ósanngjarnt sé að nefna ftysti- togara í sömu andrá og fískeldr og loðdýra- rækt. Sumir mundu kannski segja, að hinn mikli áhugi sem nú er á frystitogurum sé til marks um hvemig standa eigi að nýj- ungum í atvinnulífínu. Frystitogaramir hafí mtt sér til rúms smátt og smátt og það hafí ekki verið fyrr en þeir höfðu sann- að sig í rekstri, að vemlegur áhugi vakn- aði á útgerð þeirra. Á hinn bóginn fylgja frystitogaravæð- ingunni ýmsir ókostir, sem valda því að staldrað er við og spurt um þjóðhagslega hagkvæmni þessa rekstrar. Þessa ókosti má sjá í hnotskum á ísafírði, þar sem einn dugmesti og fengsælasti skipstjóri og út- gerðarmaður landsins, Ásgeir Guðbjarts- son, hyggst selja eitt mesta aflaskip flot- ans og kaupa frystitogara. Afleiðing þeirr- ar stefnubreytingar gæti hins vegar orðið sú að töluvert á annað hundrað Isfírðinga missi atvinnu sína. Útgerðarmaðurinn spurði, í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins á dögunum, hvort hægt væri að krefjast þess, að 2-3 menn sæju um að halda uppi atvinnu fyrir fólk ámm saman. Þannig má auðvitað spyija en á móti kem- ur önnur spuming og hún er þessi: Hvað- an kemur kvótinn, sem gerir útgerðar- manninum kleift að leggja út í þessa fjár- festingu? Að langmestu leyti hefur hann verið afhentur endurgjaldslaust úr sam- eign þjóðarinnar. Þeir rúmlega hundrað ísfírðingar sem hugsanlega missa atvinnu sína vegna frystitogarakaupa eiga þátt í því að afhenda hluta sinnar eignar, sem síðan er ráðstafað á þann veg að þeir missi vinnu sína. Gleggsta dæmið um þetta er auðvitað rekstur útgerðarfyrirtækis á Seyðisfírði sem ámm saman hefur ráðstaf- að kvótanum án nokkurs tillits til hags- muna byggðarlagsins. Ekki skal dregið í efa, að Kristján Ragn- Gróði frysti- togaranna arsson, formaður LÍÚ, kemur fram á sjón- arsviðið og segir að það sé ekkert vit í öðra en að reka útgerðina á þann veg, sem hagkvæmast er og það má færa rök fyrir því. En á móti getur þjóðin sagt við Krist- ján Ragnarsson og frystitogaraeigendur: Það er óumdeilt, að stórgróði er af rekstri frystitogara og þess vegna er engin ástæða til að bíða með gjaldtöku af frystitogumm vegna kvótans, sem þið hafíð fengið fyrir ekki neitt. Sú gjaldtaka getur þá að ein- hveiju leyti gengið til þess að rétta hlut þess fólks sem missir vinnuna í landi vegna frystitogaravæðingar. Sú fjárfestingaralda sem nú er að rísa vegna frystitogaranna er því ein sterkasta röksemd, sem lengi hefur komið fram fyr- ir því að hefja gjaldtöku fyrir veiðiréttinn í sameiginlegri auðlind þegar í stað að því er frystitogarana varðar en fr.esta því ekki um nokkur ár til þess að gefa útgerðinni umþóttunartíma, eins og Morgunblaðið hefur almennt í málflutningi sínum lagt til. Vel má vera, að frystitogaraeigendur komi og segi: Við höfum borgað fyrir vem- legan hluta þessa kvóta, sem fylgir skipun- um og það er rétt, þeir hafa verið mikil- virkir í kvótakaupum. En sú staðreynd, að þeir hafa haft efni á að kaupa þann hluta kvótans er enn ein röksemd fyrir því, að þeir greiði líka fyrir réttinn til þess að veiða þann físk, sem þeir hafa ekki borgað fyrir fram að þessu. HVERS VEGNA er margfalt meiri hagnaður af rekstri frystitogara en annarra togara og fískvinnslu í landi? Andri Teitsson, sem starfar fyrir þá nefnd ríkisstjórnarinnar, sem vinnur að endurskoðun fískveiðistefn- unnar, gerði í sumar stórfróðlegan saman- burð á rekstri frystitogara og fyrirtækis með ísfísktogara og landvinnslu. Greinar- gerð hans var birt í heild í sérblaði Morgun- blaðsins um sjávarútveg, Úr verinu, í júlí- mánuði. í þeim samanburði kemur ýmis- legt athyglisvert í ljós. Á frystitoguram er unnið hvenær sem er sólarhringsins og ekki borgað sérstak- lega fyrir vinnu utan dagvinnutíma. Frysti- húsamenn hafa á undanfömum árum lýst áhuga á að nýta betur þá fjárfestingu, sem er í húsum og tækjum með vaktavinnu. Hér á ámm áður, þegar Morgunblaðið skrifaði töluvert um sameiningu frysti- húsa, þ.e. að húsum yrði fækkað og meira magn af físki unnið í hveiju húsi sem væri í rekstri, var ein forsendan fyrir þeim skrif- um sú, að tekin yrði upp vaktavinna í frystihúsunum. Frystihúsaeigendur hafa hins vegar ekki átt kost á því að taka upp slíkt vinnslukerfí án þess að borga sérstak- lega fyrir þá vinnu sem unnin er utan dagvinnutíma. Álagið er frá 35-53% eftir því, hvenær unnið er utan dagvinnutíma. Andri Teitsson sýnir fram á í úttekt sinni, að ef frystihús væm rekin með þremur vöktum og fjórðu vaktinni bætt við um helgar mundi það lækka gjöld um 8,6% af tekjum frá því sem nú er jafnvel þótt greitt sé álag á dagvinnutaxta. Hvað sem líður samanburði við sjófrystingu em þess- ir útreikningar auðvitað röksemd fyrir því að gjörbreyta rekstri frystihúsanna í landi. Annar athyglisverður þáttur í greinar- gerð þeirri sem hér er vitnað til er sá sem snýr að sjómannaafslætti. Með nokkrum rökum má segja, að sjómannaafsláttur sé aðferð skattgreiðenda til þess að borga niður launakostnað útgerðarinnar, þótt flestir hafí vafalaust hingað til litið á sjó- mannaafslátt sem viðurkenningu samfé- lagsins á mikilvægi sjómannsstarfsins. Alla vega er ljóst, að eins og rekstraraf- koma frystitogara er nú geta þeir auðveld- lega tekið á sig þennan afslátt í hærri launagreiðslum! En kjarni málsins er þó sá, að í fyrmefndri greinargerð, er sýnt fram á með tölulegum rökum, að samfélag- ið borgar launakostnað frystitogaraút- gerðar niður um 4,8 milljónir umfram launakostnað fyrirtækis með útgerð og REYKJAVIKURBRÉF Laugardagur 5. september fískvinnslu. Hér em komin tvö mjög skýr dæmi um mismun á rekstrarskilyrðum frystitogara annars vegar og fyrirtækis með ísfísktogara og landvinnslu. Vafalaust mundi þetta tvennt eitt út af fyrir sig geta skipt sköpum í rekstri margra útgerð- ar- og fískvinnslufyrirtækja á landinu. Þá sýnir Andri Teitsson fram á, að fyrir- tæki í útgerð og fískvinnslu greiðir mun hærra aðstöðugjald en fyrirtæki sem rekur frystitogara. Sjávarútvegsfyrirtæki, sem rekur fiskvinnslu í landi greiðir fasteigna- gjöld en slíkt gjald er ekki lagt á frystitog- ara. Frystitogari hendir úrgangi í sjóinn en landvinnslufyrirtæki hefur umtalsverð- an kostnað af því að losna við úrgang. Andri Teitsson sýnir einnig fram á með óyggjandi rökum, að fjármögnunarkostn- aður fyrirtækis með útgerð ísfisktogara og landvinnslu er hærri en fiystitogaraút- gerðar, athyglisverðar upplýsingar koma fram um nýtingu hráefnis um borð í frysti- togumm. Sýnt er fram á, að í dagvinnu er hægt að vinna í frystihúsum um 2.000 klukkustundir á ári en frystitogarar geta verið að veiðum og vinnslu í rúmlega 7.000 klukkustundir á ári. Með fjóram vöktum í frystihúsi er hins vegar hægt að nýta það í 8.000 klukkustundir á ári. Ólík rekstr- arskilyrði ÞÆR UPPLÝS- ingar, sem hér hef- ur verið vitnað til sýna, svo ekki verð- ur um villzt, að for- skot frystitogara á útgerð ísfísktogara og landvinnslu stafar að hluta til af gjörólík- um rekstrarskilyrðum. Það er auðvitað fráleitt að búa þessum mismunandi aðferð- um við útgerð og fískvinnslu svo ólíkar aðstæður og umhugsunarefni fyrir þá, sem hyggja á mikla fjárfestingu í frystitogur- um, hvort líkur séu á, að sá mismunur haldist til frambúðar. Það er hins vegar Alþingis, ríkisstjórnar, sveitarfélaga og að einhveiju leyti verkalýðssamtaka að meta hver viðbrögðin eigi að vera og hvernig þessi mismunandi rekstrarskilyrði verði bezt jöfnuð. Það hefur aldrei gefízt vel í atvinnulífi hér að eiga mikið undir opinber- um aðilum. En augljóst er af þessum sam- anburði^að frystitogaraútgerðir eiga mikið undir opinbemm aðilum og verkalýðsfélög- um. Þessi mismunur rekstrarskilyrða skýrir ekki allan muninn á afkomu frystitogara og fyrirtækis með blandaðan rekstur ís- físktogara og landvinnslu. En yrði þessi mismunur jafnaður með atbeina stjórn- valda og frystihúsamanna sjálfra er spurn- ing, hvort sá afkomumunur sem eftir stæði réttlætti þá gífurlegu fjárfestingu, sem að öllu óbreyttu er fyrirsjáanlegur í frystitog- aravæðingu. í Morgunblaðinu í dag, laug- ardag, segir Ásgeir Daníelsson, hagfræð- ingur hjá Þjóðhagsstofnun m.a.: „Ef vinnu- afl og fjármagn er fullnýtt, atvinnugrein- um ekki mismunað og markaðir í jafnvægi þannig að verð og laun endurspegla rétti- lega kostnað og ábata af rekstri er arð- semi rétti mælikvarðinn á hagkvæmni.“ Nú er ljóst samkvæmt framansögðu, að atvinnugreinum er mismunað og yfírburð- ir sjófrystingar minnka, ef rekstrarskilyrði em jöfnuð. Réttlætir sá mismunur sem eftir stendur engu að síður mikla nýja fjár- festingu í atvinnugrein, sem býr við gríðar- lega offjárfestingu? Hér skal ekkert fullyrt um það en þetta er spurning, sem þarf að fjalla um. Áður en þjóðin leggur út í nýja og stór- aukna fjárfestingu í sjávarútvegi þarf líka að íhuga hvað getur gerzt í frystitogaraút- gerð, ef forsendur breytast. Þegar litið er yfír farinn veg í íslenzkri þjóðarsögu und- anfarna áratugi eru líkurnar fyrir því að forsendur breytist, sem kippt geti stoðum undan fjárfestingum einstaklinga og fyrir- tækja, miklar! Hvort sem er af utanaðkom- andi aðstæðum eða vegna ákvarðana stjómvalda. Hver er t.d. staða frystitog- ara, ef kvótakerfíð verður afnumið og tek- in upp gjaldtaka fyrir veiðiréttinn? Hver er staða frystitogara, ef verkalýðsfélögin ’ k - - ■’ -v' ,t ’ „. Á Snæfellsjökli — Geldingafll í baksýn. krefjast þess, að vinna utan dagvinnu verði greidd með sama álagi um borð í skipum og í landi? Hver er staða frystitogara, ef stóraukin frystitogaravæðing og þar með stóraukið framboð á afurðum frystitogara leiðir til þess, að verð á afurðum þeirra lækkar á erlendum mörkuðum? Að öllu þessu þarf að hyggja. Þeir út- gerðarmenn, sem hyggja á kaup á frysti- togumm kunna að segja sem svo, að öðr- um komi ekki við í hvaða fjárfestingu þeir leggi, ef þeir hafí á annað borð fjár- muni og lánstraust til þess og auðvitað eru viss rök fyrir því. Vandinn er hins vegar sá, eins og dæmin sanna og löng lífsreynsla íslenzku þjóðarinnar sýnir okk- ur, að mistök í fjárfestingu í útgerð koma niður á þjóðinni allri en ekki bara þeim einstakiingum sem taka ákvarðanir sem hugsanlega kunna að reynast rangar. Þess vegna kemur þetta þjóðinni við. Ef illa fer er ætlast til að hún borgi vegna þess að við lifum öll á fiski með einum eða öðram hætti. Morgunblaðið/ Alfons. Heildar- stefna í sjáv- arútvegi Á UNDANFÖRN- um vikum hefur verið vísað til þess í Reykjavíkurbréf- um Morgunblaðs- ins, að í þeim iðn- ríkjum sem hvað beztum árangri hafa náð á undanförnum árum í efnahags- og at- vinnumálum hefur tekizt náin samvinna milli atvinnulífs, stjórnvalda og banka um stefnumörkun í atvinnumálum. Hér á ís- landi ér engin heildarstefna mörkuð í málefnum mikilvægustu atvinnugreinar landsmanna og alls ekki stefna, sem hugs- uð er til langrar framtíðar. Uppbyggingin í sjávarútvegi hefur byggzt á því, hvar menn hafa fundið gullnámuna hveiju sinni og þegar hún fínnst stefna allir á hana. Nú hefur gullnáman fundizt og hún er í frystitogaraútgerð og þangað stefna allir þessa stundina. Reynsla okkar af slíkri stefnumörkun er hins. vegar misjöfn. Ef hægt er að segja að einhver aðili í landinu marki stefnu í sjávarútvegsmálum er það helzt LÍÚ. Spyija má hvort stefna LÍÚ hveiju sinni taki kannski fyrst og fremst mið af því, hvaða hópar em áhrifamestir innan sam- takanna þá stundina. Em það ekki frysti- togaramenn nú?! Með tilvísun til starfshátta Þjóðveija, Frakka og Japana, sem áður hefur verið vitnað til á þessum vettvangi, mundi sam- ráð milli sjávarútvegsráðuneytis, við- skiptabanka, LÍÚ og verkalýðssamtaka, vera vænlegur kostur til þess að leggja hinar stóm línur um uppbyggingu sjávar- útvegsins í framtíðinni. Þeir samráðsaðilar yrðu að horfast í augu við það, að trú manna á kvótakerfið er hmnin jafnvel inn- an sjávarútvegsins sjálfs. Einn áhrifamesti forystumaður í atvinnulífi almennt og sjáv- arútvegi sérstaklega, Einar Oddur Krist- jánsson á Flateyri, lýsir í viðtali við Morg- unblaðið um þessa helgi, sem vekja mun þjóðarathygli, algeru vantrausti á kvóta- kerfið. Áður en kvótahafarnir sigla sinn sjó á frystitogurunum og fólk verður skilið eftir atvinnulaust í landi er rétt að staldra við og huga að því,.hvort skynsamlegra geti verið að stefna í aðra átt. Um það skal ekkert fullyrt hér. Vel má vera að niðurstaðan verði sú, eftir ræki- lega könnun og umræður, að fiskverkun á hafí úti sé framtíðin og að við verðum að aðlaga okkur að þeim breyttu aðstæðum ■með sama hætti og við höfum gert áður, þegar bylting hefur orðið í atvinnuháttum. En að fenginni dýrmætri og dýrri (!) reynslu er rétt að sú þylting verði þá fram- kvæmd að athuguðu mál — en ekki óathug- uðu. „Hver er t.d. staða frystitog- ara, ef kvótakerf- ið verður afnumið og tekin upp gjaldtaka fyrir veiðiréttinn? Hver er staða frystitogara, ef verkalýðsfélögin krefjast þess, að vinna utan dag- vinnu verði greidd með sama álagi umborðí skipum og í landi? Hver er staða frystitogara, ef stóraukin frysti- togaravæðing og þar með stóraukið framboð á afurð- um frystitogara leiðir til þess, að verð á afurðum þeirra lækkar á erlendum mörk- uðum?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.