Morgunblaðið - 06.09.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.09.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1992 19 nöfn þeirra við. Ekki var það alltaf með glöðu geði sem menn afhentu vélar sínar og lenti oft í þrefi um það, en í samningi hafði verið ákveð- ið, að aðeins einn aðili mætti taka þar myndir og máttu því engir aðrir fara með myndavél inn í höllina. Oft var mér boðið stórfé fyrir að fá að smella af einni mynd af keppnisborð- inu. Mikið verk var einnig að skila vélunum aftur í hendur réttra eig- enda þegar kaupæðið stóð sem hæst. Við vorum oft 6-8 við afgreiðsluna og þá var nokkuð þröngt um okkur. Margir voru óánægðir með að þurfa að kaupa sig inn til þess eins að ná sér í minjagrip. Ráðsnjallir strákar leystu úr þessum vanda. Þeir keyptu sig inn í höllina, keyptu þar kort o.fl. hjá Skáksambandinu, létu frímerkja það og stimpla og seldu það síðan utan dyra með nokkr- um hagnaði. Þegar upp var staðið hjá þessum verslunarmönnum - en þeir voru ekki allir háir í loftinu, mér var sagt að sá yngsti hefði ver- ið 10 ára - hafði sá tekjuhæsti haft 100 þúsund krónur upp úr krafsinu. Rithandasafnarar vildu allir vera og voru þá að sjálfsögðu taflmeistar- amir Fischer og Spasskí eftirsóknar- verðastir og reynt var að fá þá til að skrifa nöfn sín á kort eða ums- lög. Aðstoðarmenn þeirra voru líka vinsælir í þessu sambandi og ýmsir þekktir skákmenn, svo sem Larsen hinn danski. Blaðamenn sluppu held- ur ekki, né frammámenn í skákmál- um. Þegar líða tók á einvígið kom út kort teiknað af Halldóri Péturs- syni með mynd af stjórn Skáksam- bands Islands og varð það ákaflega vinsælt, sérstaklega með árituðum nöfnum stjómarmanna. Langvinsælustu til áritana urðu kort Halldórs. Eitt atvik er mér sér- staklega minnisstætt í sambandi við þessa áritanasöfnun. Það var lítil stúlka, á að giska 10-11 ára, sem fór með kort til rússnesku aðstoðar- manna Spasskís, en þeir sátu oft saman fjórir á bekk gegnt Álafoss- versluninni og horfðu þar á gang skákanna á sjónvarpsskermi sém staðsettur var í versluninni. Litla stúlkan rétti kortið sitt að Krogíusi, en hann var kommissari rússneska liðsins. Hann tók brosandi við kortinu og þreifaði með hinni höndinni í vasa sinn eftir skriffæmm, en um leið sneri hann kortinu við og leit á mynd- ina á því og þá var eins og allt blóð í líkama hans stigi honum til höfuðs svo eldrauður varð hann í framan. Hann hálf henti kortinu aftur í litlar hendur bamsins og sneri sér að fé- laga sínum. Myndin á kortinu var af þeim skákmeistumnum. Spasskí var í líki rússneska bjamarins, sem nú var orðinn lítill, lá á bakinu og reyndi að veijast ameríska eminum í líki Fischers, sem kom fljúgandi þöndum vængjum með beittar klær og hvasst nef og ætlaði að hremma litla björninn. Þetta var táknmynd um síðustu umferð, en þá hafði Fisc- her mátað Spasskí. Nokkm áður hafði Spasskí mátað Fischer og þá hafði komið út kort frá Halldóri með mynd af meisturunum þar sem þeir vora að spila golf og hafði Spasskí slegið kúluna af miklu afli upp í Fisc- her svo kinnar hans stóðu út í loftið eins og boltar. Á þetta kort skrifuðu allir brosleitir, ekki síst Ameríkan- arnir. Strax við fyrstu skákina ríkti mik- il spenna meðal manna og sú spenna jókst með hverri tefldri umferð. Fólk- ið skiptist í hópa með eða móti meist- uranum. Loftið varð lævi blandið, svo hlaðið rafmagnaðri spennu, að manni fannst stundum eins og neistar væru á foki, sem orðið gætu að báli. Mörg- um fannst þetta einvígi vera meira en keppni milli tveggja einstaklinga, þar væri líka barátta milli tveggja stórvelda. með ólík hagkerfí og lífs- stíl. Því var mörgum ekki sama hver bæri sigur úr býtum. Oft var hringt utan úr bæ og utan af landi og líka frá útlöndum og spurst fyrir um stöð- una í skákinni. Það var eins og fólk gæti ekki beðið eftir fréttunum í útvarpinu. Mér er minnisstæð kona, sem allt- af var að hringja og spyija um gang skákanna, hvoram gengi nú betur. Ég þekkti orðið rödd hennar. En við í minjagripasölunni höfðum annað að gera en að fylgjast með skák- inni, enda ekki færir um það. Samt vildum við svara þessu óþolinmóða fólki eins samviskusamlega og við gátum, og því var það, að ég upp- götvaði eitt öruggt barómeter í stöðu skákarinnar, en það vora andlit rússnesku aðstoðarmannanna, sem líka voru margfaldir meistarar. Eins og áður sagði, sátu þeir jafnan and- spænis Álafossversluninni. Best þótti mér að horfa á andlit Gellers. Það var ekki aðeins að hann fölnaði, held- ur varð augnaráð hans annarlegt og dautt þegar halla tók á landa hans, en gengi Fischer verr iðaði Geller allur í sætinu og bros lék um varir hans. Eftir þessu leiðarljósi svaraði ég fýrirspurnum og ég held að það hafí aldrei bragðist, að eftir gengi. Konunni, sem áður var getið, sagði ég eitt sinn, að nú sigi á ógæfuhlið- ina hjá Spasskí, en rétt áður hafði ég sagt henni, að staðan væri nokk- uð góð hjá honum. Þá hrópaði kon- an: „Ó, Guð. Ætlar Spasskí að tapa,“ og ég heyrði að símtólið féll úr hendi hennar. Þetta er aðeins lítið dæmi um þá miklu spennu, sem ríkti í ein- víginu. Sala minjagripanna fór stöðugt vaxandi og fleiri og fleiri munir bár- ust okkur til sölu, en spennan jókst stöðugt og mátti segja, að hún væri orðin á suðupunkti. Fischer var kom- inn þremur vinnin'gum fram úr Spasskí og meistararnir höfðu gert mörg jafntefli í röð. Margir álitu, að ef Spasskí tækist að vinna Fischer einu sinni enn myndi Fischer brotna, eins og það heitir á skákmáli, og myndi Spasskí þá takast að sigra hann og halda heimsmeistaratitlin- um. En þar sem mjög var liðið á einvígistímann þyrfti þetta að gerast fljótlega. Þá var það rétt eftir að 19. umferðin hófst, að maður nokkur, á miðjum aldri að sjá, myndarlegur og vel klæddur, kom til mín inn í minja- gripasöluna og bað mig að koma og tala við sig einslega. Hann lagði áherslu á, að þetta væri áríðandi. Við gengum saman á afvikinn stað. Maðurinn virtist vera í þungum þönkum. Ég er hérna með smáhlut, sagði hann og dró hægt upp úr vasa sínum fallegt, hringmyndað silfurmen, að mér sýndist með festi til að bera um hálsinn. Getur þú komið þessu til Spasskís fyrir mig, sagði hann, og sagt honum að bera þetta um hálsinn, því það fylgir því sá máttur, að sá sem ber það getur ekki tapað. Hvað er þetta? spurði ég. Galdrastafur, svaraði maðurinn. Galdrastafur, endurtók ég og varð hugsað til gamla tímans, þegar mátt- ur þeirra var mestur að sögn. í hug- anum spurði ég sjálfan mig: Á nú að reyna að sigra Fischer með göld- rum? Ég spurði manninn: Áttu þá ekki annan handa Fischer, því við megum ekki gera upp á milli kepp- enda. Nei, svaraði hann, því Spasskí verður að vinna. Jæja, sagði ég, þá get ég í engu aðstoðað þig, og fór frá manninum. En nokkra síðar sá ég hann á tali við Rússana á sama bekknum og þeir brostu allir. Þegar 21. skákin hófst fundu all- ir, að eitthvað mikið lá í loftinu. Fisc- her vantaði aðeins einn vinning til þess að tryggja sér heimsmeistaratit- ilinn og heyrst hafði eftir honum að hann nennti ekki þessu þófí lengur og ætlaði að vinna í dag. Að sögn Sæmundar Pálssonar hafði Fischer oft spurt um fjárhag Skáksambandsins og vissi því vel, að hver tefld umferð þýddi mikla peninga fyrir sambandið. Því má ætla, að Fischer hafi verið umhugað um, að Skáksamband ísiands yrði ekki fyrir fjárhagslegu tapi af einvíg- • ishaldinu, þrátt fyrir fyrri kröfur hans, en hver umferð gaf Skáksam- bandinu um eina milljón í aðra hönd að meðaltali. Það ríkti því meiri spenna við upp- haf 21. skákarinnar en áður hefur sennilega þekkst. Kaupæðið í minja- gripasölunni var gífurlegt. Búið var að auglýsa sigurpening meistarans, sem Bárður Jóhannesson var með í hönnun, og teknar vora pantanir á honum. Það lá við pústram milli manna, sem vildu koma pöntunum sínum á framfæri, þegar þeir vissu að upplagið væri mjög takmarkað. Strax og skákin hófst vora Rússam- ir komnir á bekkinn sinn. Svipur þeirra var í þyngsta lagi. Kannski höfðu þeir heyrt umnæli Fischers. Áhorfendur vora yfír sig spenntir. sögðu: Þetta er búið, þetta er búið. Þetta kvöld gleymdu menn að mestu að kaupa minja- gripi. Það vora svo margir, sem vildu flýta sér út. Daginn eftir, þegar átti að tefla biðskákina, mætti Spasskí ekki til leiks, en skákstjórinn Lothar Smith, til- kynnti uppgjöf Spasskís. Fischer var nú orðinn heimsmeist- ari í skák. Það kvað við gífurlegt lófatak viðstaddra. Undirbúningur að veislu aldarinn- ar var hafínn. Við Þráinn sáum um útgáfu á umslagi með mynd af Fisc- her í tilefni sigurs hans, en tíminn var naumur. Prentsmiðja í Hafnar- firði tók að sér að prenta á umslag- ið, en klukkan 22.00 kvöldið fyrir krýningardaginn hringdi prent- smiðjustjórinn og tjáði okkur, að vegna tímaleysis hefði þeim ekki tek- ist að gera það góða klisju að prent- andi væri eftir henni. Þetta þóttu okkur slæmar fréttir, því við höfum gert okkur miklar vonir um góða sölu og ágóða af þessum kortum. En við báðum hann að bíða okkar með prentarana tilbúna og síðan var ekið í flýti til Hafnarijarðar. Rétt var það, að sýnishornin voru ekki góð, en þó nokkuð misjöfn og eitt var þeirra skýrast. Þessa mynd vildum við Þráinn prenta á umslögin Rússamir voru ekki mjög hrifnir af þessu korti Halldórs Péturs- sonar. Þeir horfðu á taflmennina fara fram og aftur um borðið og allir vildu vera spámenn. Síminn þagnaði ekki. Hvernig gengur Fischer að taka hann? eða, Á Spasskí von? Þannig var spurt. Við urðum að taka símann úr sambandi til þess að hafa vinnu- frið, en það höfðum við stundum orðið að gera áður. „Barómetrinn" minn féll stöðugt eftir því sem á leið skákina og þegar hún fór í bið var það í botni og mennirnir á bekknum stóðu þyngsla- lega á fætur. Fólkið streymdi um Höllina eins og flóðbylgja. Það var sundurleit hjörð, allt frá börnum upp í gamalmenni. Sumir vora daprir í bragði, aðrir hýrir á svip, en margir strax, en prentsmiðjustjórinn var tregur til og taldi hana greinilega ekki til sóma fyrir fyrirtæki sitt. Þá var það sem prentararnir sögðu, að þeir vildu gera tilraun með hana í öðram lit og eftir stundar bið komu þeir aftur með myndina aðeins skýr- ari en áður. Þá var ákveðið að setja allt í gang. Sigurvegaraumslag Fisc- hers átti að vera tilbúið til sölu klukk- an 9 um, morguninni með frímerki og póststimpli. Umslagið var gefíð út í 12 þúsund stykkja upplagi - og þetta tókst. Umslagið hafði verið auglýst og klukkan 8 morguninn eftir vora komnar langar biðraðir utan dyra. Dagurinn sem í hönd fór var ein martröð fyrir starfsfólk minjagripasölunnar. Það var látlaus örtröð allan daginntil klukkan 17.00, en þá var henni lokað. Sigurvegaraumslag Fischers seld- ist upp og hreinar tekjur af því urðu 1,1 milljón. Sigurvegarapeningur Fischers var upppantaður og margir aðrir munir uppseldir eða á þrotum. Þetta var eftirminnilegur tími, sem skilur eftir spor í hugum þess fólks er þarna vann. Og skuldabaggar Skáksambandsins hefðu orðið margir og þungir — já nokkrir hestburðir — án minjagripasölunnar. Höfundur var í stjórn Skáksambands íslands sem skipulagði „Skákeinvígi aldarinnar FLUGLEIÐIR Trausturíslenskurferðafélagi , Skelltu þér í helgarferð. Hagstcett verð, beint flug, úrvalsþjónusta og gisting viðallra hœfi. Verðgildir t september og október. Verð miðað við 2 í herbergi. Tilboðfyrir hópa 15 manna og stcerri. Glaseow 3 nætur 26.100 kr.S* London 3 nætur 31.200 kr.S* Ósló 2 nætur 30.000 kr.* Stokkhólmur 2 nætur 33.900 kr.* Gautaborg 4 nætur ^ 38.400 kr.* Kaupmannahöfn 29.300 kr.* Frankfurt 3 nætur 31.500 kr.* Amsterdam 3 nætur 32.700 kr.í, Lúxembore 2 nætur ^ 28.000 kr.* París 3 nætur 33.100 kr.* New York 2 nætur 35.300 kr.S, Baltimore 3 nætur 36.800 krj* ** íslenskur fararstjóri í október og nóvember. *Gildir aðcins í beinu fíugi Flugleiða. Flugvallarskattar cru ekki innifaldir í vcrði. ísland 1.250 kr., Þýskaland 230 kr., Danmörk 630 kr., Holland 230 kr., Frakkland 170 kr., USA 990 kr. D R^U^ÍAR FERÐASKRIFSTOEAISLANDS Skógarhlíð 18 Sími: 62 33 00 EISAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.