Morgunblaðið - 06.09.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.09.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIE) HUGVEKJA/VEÐUR SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1992 9 12. sd. e. þrenn. Opnist þú! eftir JÓNAS GÍSLASON vígslubiskup Þá færa þeir til Jesú mann, daufan og málhaltan, og biðja hann að leggja hönd sína yfir hann... Þá leit hann upp til himins, andvarpaði og sagði við hann: Effaþa, það er: Opnist þú! Og eyru hans opnuðust og haft tungu hans losnaði, og hann talaði skýrt. (Mark. 7:32-35). Amen Hví læknaði Jesús ekki alla? Jesús gjörðist ekki maður til að lækna líkamsmein. Hanii gjörði aldrei kraftaverk að aðalatriði starfs síns, enda leiddu þau ekki alla til trúar. Stundum gátu þau jafnvel skyggt á boðskap hans. En Jesús komst við er hann mætti mannlegri neyð. Því læknaði hann sjúka. Hví trúði fólk ekki, er það sá máttarverkin? Þetta þekkjum vér vei úr daglega lífinu. Kærleikurinn verður að vera endurgoldinn! Hann þekkir enga valdbeitingu! Jafnvel Guð sjálfur getur engum skipað að elska sig. Fólk leitar læknis, er það finnur sjúkleika sinn. En þeir, sem vita ekki, að þeir eru veikir, leita ekki læknis, Daufi og málhalti maðurinn, er guðspjallið greinir frá, vissi um sjúkleika sinn. Því kom hann til Jesú og varð heill. Vér þurfum að finna þörf vora á náð og miskunn Guðs, svo vér sjáum ástæðu til y að leita til hans. Jesús vill mæta oss í dag og gjöra oss heil. Hann vill snerta eyru vor, svo vér heyrum er hann talar til vor. Hann viil einnig snerta munn vorn, svo vér getum borið honum vitni. Hér hefur almáttgur Guð takmarkað almætti sitt! Jesús læknaði alla, er til hans leituðu í þörf. Kærleikssamfélag Hann vill líka lækna oss! getur aðeins byggzt á fijálsri ákvörðun tveggja. Leyfum vér honum það? Biðjum: Heilagi miskunnsami faðir! Þökk fyrir kærleika þinn. Þökk, að þú þekkir alla þörf vor. Hjálpa oss að koma til þín með og leyfa þér að vinna máttarverk þitt í oss. Gjör oss heil. Heyr þá bæn fyrir Jesúm Krist. Amen Það er hin undarlega þverstæða trúarinnar. Jesús Kristur, er gat læknað öll líkamsmein og opnað öll skilningarvit, getur ekki lokið upp hjarta nokkurs manns gegn vilja hans sjálfs. Jesús gjörist aldrei innbrotsþjófur! Hann brýzt aldrei inn í líf nokkurs manns. En hann stendur við dyrnar og knýr á. Vér ákveðum sjálf, hvort vér ljúkum upp og hleypum honum inn. VEÐURHORFUR í DAG, 6. SEPTEMBER YFIRLIT í GÆR: Skammt suður af Vestmannaeyjum er 1.006 mb lægð sem þokast austur en yfir Grænlandi er 1.028 m hæð. Langt suðvestur í hafi er lægð sem fer norðaustu og dýpkar. HORFUR í DAG: Norðaustan átt, víða hvöss. Rigning um norðan og austanvert landið en slydda eða snjókoma til fjalla, úrkomulítið suðvest- anlands. Kalt verður áfram. HORFUR Á MÁNUDAG OG ÞRIÐJUDAG: Hvöss norðan- og norðaustanátt og kalt í veðri, einkum norðan til. Rigning um allt norðan og austanvert landið en skúrir suðvestan til. Svarsfmi Veðurstofu ísiands — veðurfregnir: 990600. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 6.00 í gær að ísl. tíma Staður hiti veður Staður hiti veður Akureyri 7 súld Glasgow 5 léttskýjað Reykjavík 2 léttskýjað Hamborg 11 skúr Bergen 8 léttskýjað London 8 hálfskýjað Helsinki 14 hálfskýjað Los Angeles 20 heiðskírt Kaupmannahöfn 12 léttskýjað Lúxemborg 6 þokumóða Narssarssuaq vantar Madríd 14 heiðskírt Nuuk 4 alskýjað Malaga 17 þokumóða Ósló 10 skýjað Mallorca 21 skýjað Stokkhólmur 10 skýjað Montreal 11 léttskýjað Þórshöfn hálfskýjað NewYork 21 þokumóða Algarve 19 heiðskírt Orlando 24 alskýjað Amsterdam 12 skúr París 8 léttskýjað Barcelona 18 skýjað Madeira 21 skýjað Berlín 11 rigning Róm 16 heiðskírt Chicago 16 heiðskírt Vín 1 rigning Feneyjar 10 'léttskýjað Washington 17 skúr Frankfurt 10 skúr Winnipeg h-3 skýjað ▼ Heiðskírt r r r r r r r r Rigning Léttskýjað Hálfskýjað * r * * * * * r * * F * / * * * Slydda Snjókoma Skýjað Alskýjað . * * V V V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.j 10° Hitastig V Súld = Þoka riig-. Hef opnað læknastofii í Læknastöðinni hf. Álfheimum 74. Tímapantanir í síma 686311. Theódór Sigurðsson læknir Lögreglan og SVR Grunnskólar í Reykjavík heimsóttir LÖGREGLAN í Reykjavík og Strætisvagnar Reykjavíkur hafa tekið höndum saman í þeirri við- leitni að skapa börnum og ungl- ingum, sem ferðast með strætis- vögnum og skólabílum aukið ör- yggí- Aðalhættan í þessu sambandi stafar af því, þegar börnin hlaupa út á akbraut fyrir framan eða aftan vagnana á viðkomustöðum þeirra. Starfsmenn lögreglu og SVR rnunu heimsækja alla grunnskóla i Reykjavík og á Seltjanarnesi 10.-18. september, í upphafi skóla- árs, og með sýnikennslu útskýra fyrir nemendum, hvað beri að var- ast og hvaða reglum skuli fylgt í umgengni við almenningsvagna. Með þessu átaki vonast SVR og lögreglan til að takast megi að fækka slysum í umferðinni sem tengjast skólabörnum og almenn- ingsvögnum. Jafnframt verður leit- ast við að brýna fyrir ökumönnum almennt að gæta fyllstu varúðar, þegar ekið er framhjá viðkomustöð- um þar sem farþegar eru að fara úr eða í strætisvagna eða skólabíla. (Fréttatilkynning) „AFHENDING skírteina er í dag frá kl. 13-19 að Smiðjuvegi 1, Kópavogi. Kennsla hefst mánudaginn 7. september. Fjölskylduafsláttur! Dagný Björk danskennari DSÍ-DÍ-ICBD, sími 642535 Sérgrem: Almennar skurblœkningar og cebaskurblcekningar. FIMLEIKADEILD ÁRMANNS Innritun stendur yfir. Skráning alla virka daga frá kl. 15-18 í síma 688470. Getum bætt við í byrjendahópa frá 5 ára aldri. Sérhæft fimleikahús. LOGMANNSSTOFA Hef flutt lögmannsstofu mína úr Kringlunni 6 (Borgarkringlunni) í Síöumúla 34,2. hæð. Nýtt símanúmer 91-677960 og nýtt númer myndsendis 91-677 9 5 7. Öll almenn lögfræðiþjónusta fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Þorvaldur Jóhannesson hdl. Síðumúla 34,108 Reykjavík, sími 91-677960, fax 91-677957.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.