Morgunblaðið - 06.09.1992, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.09.1992, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/INNLENT 2G r aaaMapriag .0 'A Jö/jrsmuv aiaAjanuoHOM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1992 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Ágreiningur um eign araðild íþróttahúss ÁGREININGUR er nú risinn milli Reykjavíkurborgar og Fjöl- brautaskólans í Breiðholti vegna nafngiftar og eignaraðildar skól- ans á Iþróttahúsinu Austurbergi. FB hefur því ekki staðið skil á greiðslum og ákvað Reykjavíkurborg í kjölfarið að loka íþóttahús- inu. Að sögn Kristínar Arnalds, skólameistara Fjölbrautaskólans í Breiðholti, er skólinn ósáttur við hvernig reikningurinn, greiðsla á sameiginlegum rekstri íþrótta- hússins, var settur upp af Reykja- víkurborg. Nafnið íþróttahús Fjöl- brautskólans í Breiðholti hefði ver- ið tekið út en íþróttahúsið Austur- bergi sett inn í staðinn. Þetta væri því orðin spurning um eignar- aðild skólans að húsinu. Kristín vildi taka fram að málið snerist ekki um að skólinn greiddi ekki sína reikninga heldur væri málið ágreiningur um nafngift og eign- araðild. í samtali við Markús Örn Ant- onsson borgarstjóra kom fram að samkvæmt samningi sem gildir um rekstur íþróttahússins, milli ríkis og Reykjavíkurborgar, hefði skólaskrifstofa Reykj avíkurborgar Sjómannasamband íslands Utgerð sé ekki styrkt með fjárframlögum Sjómannasamband íslands samþykkti á fundi sínum á föstudag ályktun þar sem mótmælt er þeim hugmyndum innan ríkissljórn- arinnar að styrkja útgerðina með beinum peningaframlögum til að mæta samdrætti í þorskveiðum á næsta fiskveiðiári. í ályktuninni segir: „Á það skal bent að tekjur sjómanna eru sam- ofnar tekjum útgerðar og hefur því samdráttur í þorskveiðum ekki síður áhrif á tekjur þeirra. Með Net í skrúfu Grindvíking's í gærmorgun festust veiðar- færi í skrúfu Grindvíkings GK er skipið var statt djúpt út af Vestfjörðum. Leitað var eftir aðstoð Land- helgisgæslunnar, en skipveijum tókst að losa úr skrúfunni áður en aðstoð barst. beinum peningaframlögum til út- gerðarinnar er engin trygging fyr- ir því að þeir peningar verði nýttir til kaupa á aflaheimildum úr Hag- ræðingarsjóði. Auk þess skal bent á að Sjómannasamband íslands hefur ávallt verið mótfallið hvers konar sölum á aflaheimildum. Gild- ir það hvort sem ríkissjóður á í hlut eða einstakir útgerðarmenn. Framkvæmdastjórn Sjómanna- sambands Islands telur ekki koma til greina annað en að aflaheimild- um Hagræðingarsjóðs verði úthlut- að beint í þessu skyni eins og áður hefur verið gert við svipaðar að- stæður. Jafnframt krefst SSÍ þess að bætur til útgerðarinnar úr Hag- ræðingarsjóði verði óframseljan- legar.“ Bragi Krisijánsson fyrrv. franik væm das tjóri látinn Bragi Kristjánsson fyrrver- andi framkvæmdastjóri póst- málasviðs Pósts og síma lést á Landakotsspítala föstudaginn 4. september 71 árs að aldri. Bragi fæddist 27. ágúst 1921 í Reykjavík, sonur hjónanna Krist- jáns Helgasonar verkamanns þar og Valgerðar Halldóru Guðmunds- dóttur. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1941 og stundaði nám í viðskiptafræði við Háskóla íslands 1941-44. Bragi var skrifstofustjóri Nýbygg- ingaráðs 1944-47, Fjárhagsráðs 1947-53 og fjárfestingadeildar Innflutningsskrifstofu 1953-60. Hann var forstjóri rekstrardeildar Pósts og síma 1960-77, viðskipta- deildar sömu stofnunar frá 1977 og síðar framkvæmdastjóri póst- málasviðs til ársloka 1991. Bragi átti sæti í Ólympíunefnd íslands frá 1951 og var formaður hennar 1954-62. Hann var í stjóm Fijálsíþróttasambands íslands 1951-53 og formaður 1952, J stjórn íþróttasvæðanna í Reykja- vík 1950-58 og varaformaður íþróttaráðs Reykjavíkurborgar 1962-66. Hann var í fulltrúaráði Knattspyrnufélagsins Vals frá iiaöQf-áttUsæti-í.jþjóðhátíðarnefnd- Bragi Kristjánsson Reykjavíkur 1958-68, í stjórn Bamavinafélagsins Sumargjafar 1965-80, þar af formaður 1974-80 og í skólanefnd Fósturskólans 1974-78. Bragi var sæmdur heið- ursorðu forseta Austurríkis, heið- ursorðu Íþróttasambands Islands og gullmerki FRÍ. Bragi lætur eftir sig eiginkonu, Steinunni Snorradóttur, og þijú -uppkoœin-börji,------------------ yfirumsjón með rekstri þess. Eignaraðilarnir og íþróttafélögin sem em með afnot af húsinu eiga að taka þátt í rekstrinum og sér skólaskrifstofan um að innheimta greiðslur samkvæmt samningn- um. Borgarstjóri sagði að greiðslur frá Fjölbrautaskólanum í Breið- holti vegna afnota af íþróttahúsinu hefðu ekki skilað sér í tvö ár, þrátt fyrir allar ítrekanir og skuldin næmi nú um 3,2 milljónir króna. Hefði því verið nauðsyn að herða innheimtuaðferðina og grípa til þess örþrifaráðs að loka íþrótta- húsinu, því ekki gætu málin þró- ast svona áfram. Markús taldi fráleitt að stjórn- endur skólans skyldu ekki standa í skilum vegna einhvers tilfinn- ingamáls eða álitaefnis um hvað húsið ætti að heita. Sagði hann að skiptar skoðanir væri um nafn- giftina og að þessi umræða ætti að fara fram í gegnum mennta- málaráðuneytið, sem yfirboðara Fjölbrautaskólans, við Reykjavík- urborg. Markús sagði að íþróttahúsinu Austurbergi væri ætlað það hlut- verk að þjóna sem best þeim íþróttafélögum sem þarna væru og nemendum skólanna í kring, Fjölbrautaskólanum, Hólabrekku- skóla og Fellaskóla. Lífríki Tjarnarinnar Grágæsir setja mik- inn svip á Tjöraina - segir Ólafur Karl Nielsen líffræðingur AÐ MATI Ólafs Karls Nielsen líffræðings er lífríki við Tjörnina í þokkalegu meðallagi um þessar mundir. Helst verður vart mik- ils vaxtar í grágæsastofni, sem hér er orðinn staðbundinn, og hreiðrar um sig við Tjörnina og svæðum þar í kring. Það kom einnig fram í máli hans að viðgangur annarra andategunda væri í meðallagi. „Við Tjörnina verpa fimm andategundir að staðaldri og eru af ættum gráanda annars vegar og kafanda hins vegar. Stokk- og gargendur eru af ætt gráanda en duggönd, skúfönd og æður eru kafendur." Það var mat Ólafs að viðgangur þeirra hefði annað hvort verið í meðallagi eða í slöku meðallagi. Hann kvað síðustu ár hafa verið afleit í vexti stofanna að undanskildu síðasta ári en þá var veðurfar sérstaklega hag- stætt. Aðspurður um ágang máva á Tjörninni segir Ólafur þá stað- reynd ekki hafa afgerandi áhrif á uppkomu unga. Um sé að ræða sílamáva, sem í flestum tilvikum sæki einungis í brauðmat. Þessi ágangur þeirra á Tjarnarsvæðinu er árviss en varir þó aðeins vorið og út sumarið þar til mávurinn heldur suður á bóginn á ný. Ólafur segir að gróður á Tjörn- inni hafi allt frá upphafi byggðar í Reykjavík verið á undanhaldi. „Nú eru allar háplöntur á borð við þráðnykru, síkjamari og tjarn- arlauk horfnar úr Tjörninni en því valda þau efni, sem maðurinn veitir í vötn og sjó,“ segir ólafur. „Það sem helst einkennir gróðurf- ar í Tjörninni eru ýmsar tegundir þörunga, sem þar eru oft í miklu magni.“ „Eitt er það öðru fremur,“ seg- ir Ólafur, „sem stendur upp úr eftir sumarið og það er hinn mikli fjöldi grágæsá, sem setur mikinn svip á Tjarnarlífið." Stofninn, sem aðallega heldur sig á Álftanesi, telur nú um 12 hundruð einstakl- inga en gæsirnar eiga varpstöðvar sínar á Tjörninni. Garðar á Álftanesi Söluand- virðið í Kristnisjóð Þroskahjálp um Kópavogshælið Allir vistmenn ættu að búa á sambýlum SOLUANDVIRÐI jarðarinnar Garðar á Álftanesi, tæplega 50 miHjónir króna, rennur í Kristni- sjóð þar sem Garðar er kirkju- jörð. Landbúnaðarráðuneytið er seljandi jarðarinnar fyrir hönd ríkissjóðs, en allar jarðir í eigu ríkisins heyra undir það. Að sögn Jóns Höskuldssonar deildarstjóra í landbúnaðarráðu- neytinu var við söluna haft mið af landsölum á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár, og jafnframt tekið mið af aðalskipulagi Garðabæjar. Miðað hefði verið við 500 þúsund krónur á hektarann á því svæði sem ætlað væri undir íbúðabyggð, eða 50 kr. á fermetrann, en lægra verð þar sem yrði útivistar- og náttúru- verndarsvæði. Landssamtökin Þroskahjálp hafa skrifað heilbrigðisráðherra bréf, þar sem Iýst er áhyggjum vegna þess vanda sem blasir við heimilisfólki á Kópavogshæli í kjölfar síðustu fregna um niðurskurð á þjónustu í stofnuninni. Kemur fram að samtökin hafa lengi talið að allir vismenn á Kópavogshæli ættu að búa í sambýlum. Er skorað á heilbrigðisráð- herra að skipa hið fyrsta nefnd sem falli um framtíðarskipan hælisins. Ennfremur segir í bréfi Þroska- hjálpar til heilbrigðisráðherra: „Fækkun starfsmanna um 11 mun hafa veruleg áhrif á lífshætti fólksins sem þar býr og mikilvæg starfsemi sem snertir daglegt líf heimilismanna ýmist lögð niður eða stórleg skert. Má þar nefna rekstur leikfanga- Biskup Islands vísiter- ar Dali og Snæfellsnes BISKUP íslands, hr. Ólafur Skúlason, mun á komandi haustdög- um vísitera Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmi ásamt konu sinni, frú Ebbu Sigurðardóttur. 6. til 10. september verða heimsóttar kirkjur og stofnanir í fyrrum Dalaprófastsdæmi en síðan verður vísitasiunni fram haldið um Snæfellsnesið í byrjun október. Heimsóknin hefst sunnudaginn 6. september í Hvammskirkju í Dölum. Þar verður messað kl. 14 en sama dag verður messað í Staðarfellskirkju kl. 21.00. Mánu- daginn 7. september verður mess- að í Staðarhólskirkju kl. 14.00 og Skarðskirkju kl. 21.00. Þriðjudag- inn 8. september, kl. 11.00, munu biskupshjón heimsækja dvalar- heimili aldraðra í Búðardal en kl. 16.00 sama dag verður messað í Dagverðarneskirkju. Miðvikudag og fimmtudag verður síðan fram haldið en Snóksdalskirkja verður síðasta kirkjan í Dölum sem biskup heim- sækir að þessu sinni. í för með biskupshjónunum verða prófastshjónin séra Ingi- berg J. Hannesson og frú Helga Steinarsdóttir. (Fréttatilkynning) safns, tómstundastarf, hæfingu og fleira. Samtökin harma að skilningur er ekki á því hjá yfirvöldum hversu skerðingin er alvarleg og lýsa fullum stuðningi við foreldra og starfsfólk sem standa vilja vörð um hagsmuni íbúanna. Samtökin krefjast þess að nú þegar verði stöðvuð þessi atlaga að lífskjörum faltaðra á Kópavogs- hæli og að ráðuneytið beiti sér fyrir því að fjárveitingar til stofnunarinnar verði hækkaðar þannig að a.m.k. óbreytt starfsemi geti farið þar fram. Minnt er á að á Kópavogshæli býr mikið fatlað fólk sem ekki getur barist fyrir rétti sínum sjálft og brýn þörf er á að bæta kjör þess en ekki að skerða þau eins og nú er verið að gera. Samtökin vöktu á því sérstaka athygli við umfjöllun um ný lög um málefni 'fatlaðra á þessu ári að Kópa- vogshælið er skilgreint sem sjúkra- hús og þeir sem þar dvelja falla utan laganna. Samtökin hafa lengi talið að allir íbúar Kópavogshælis ættu að flytja þaðan á sambýli þar sem dvöl á stofnun sem þessari samrým- ist ekki nútímaviðhorfum um málefni fatlaðra. Þá lögðu samtökin til að í lög um málefni fatlaðra yrði bætt ákvæði um að állir íbúarnir útskrifist af stofnuninni á næstu fjórum árum og að samið yrði við Ríkisspítalana —um-að-fltöðu^Idlfylgi-Mtmtim—-'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.