Morgunblaðið - 06.09.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.09.1992, Blaðsíða 43
MÖRGÍÍnBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1992 43 Morgunblaðið/UG Hákonarhöll: Það er ekki að sjá að 12 hæða blokk kæmist í einu lagi'inn í skautahöllina, sem að stórum hluta er neðanjarðar. rjóðar kinnar inn á aðalgötuna í Lillehammer, vopnaður kúabjöllu og stólkolli, og lætur bjóða í bol. A hann er letrað hversu margir dagar eru fram að leikunum. Ýmist fyrir- tæki eða einstaklingar bjóða í bolinn og verðið getur rokið upp úr öllu valdi. Daginn þann sem íslenskir blaðamenn voru á ferð var bolurinn sleginn konu á um 20.000 kr. Það vekur athygli þegar farið er um Lillehammer og nágrannabæina hversu lítið rask er vegna undirbún- ingsins. Þess hefur verið gætt að þau mannvirki sem verið er að reisa falli vel inn í umhverfið og að þau megi nýta að leikunum loknum. Dæmi um þetta er skautahöllin í Lillehammer, Hákonarhöll, gríðar- lega stórt hús sem lætur þó ekki mikið yfir sér. Hefur höllin verið grafin að stórum hluta niður, svo að gengið er inn á efstu röð áhorf- endabekkjanna. Bobsleðabrautinni sem reist var í nágrenni Albertviile var einna helst líkt við vistfræðilegt stórslys. Norðmenn hafa gætt sín á þvi að það endurtaki sig ekki og þegar horft er upp í hlíðina sem geymir brautina er ekkert að sjá, utan hvað glittir í húsið sem lagt er af stað úr. Það er ekki fyrr en komið er upp að brautinni að hún sést, svo vel gegna hávaxin greni- trén hlutverki sínu. Umhverfis- og menningarleikar En um hvað snúast svo Vetrarólympíuleikarnir í hugum Norðmanna ef frá eru taldar íþróttir? „Við stefnum að því að halda menningarólympíu- leika,“ segir Osmund Ueland, fram- kvæmdastjóri við leikana. Lögð verð- ur áhersla á nýtingu mannvirkjanna eftir leikana og að ólympíuleikja- haldið valdi sem minnstu raski. Norðmenn munu nota tækifærið til að kynna Noreg og norska menn- ingu, enda einstæður möguleiki sem þeir telja að gefist tæplega aftur. „Þetta verður í fyrsta sinn sem sérstök áhersla verður lögð á um- hverfisþáttinn og með því vonum við að lögð sé línan fyrir framtíðina, að þeim sem halda leikana í framtíðinni verði ekki stætt á öðru en að taka fullt tillit til umhverfisins. Steinn og viður verða aðalbyggingarefnin. Þá verður ein skautahöllin sprengd inn í fjall, svo að eini hlutinn sem sést utan frá verður inngangurinn. Um- ferð einkabifreiða verður ekki leyfð í Lillehammer meðan á leikunum stendur, þátttakendur og gestir munu nota almenningsvagna og lest- ir. Þar sem gistirými er takmarkað í Lillehammer og nærsveitum er gert ráð fyrir að stór hluti áhorfenda gisti í Ósló og verða lestarferðir á milli Óslóar og Lillehammer á 10 mínútna fresti á meðan leikunum stendur en lestarferðin sú tekur um tvo tíma. Flest húsin í Ólympíu- og fréttamannaþorpunum hafa nú þeg- ar verið seld og verða flutt burt að leikunum loknum," segir Ueland. Rétt eins og við íslendingar, beij- ast Norðmenn við hátt verðlag. Reynt verður eftir megni að halda því niðri og koma í veg fyrir að menn sjái skjótfenginn gróða í því að leigja húsnæði og selja mat á uppsprengdu verði enda muni slíkt sjá til þess að ferðamennirnir leggi ekki leið sína til Noregs að nýju. Hellaristur í nútímabúningi Þegar farið var að leggja WtMk drög að kynningarefni Vetr- arólympíuleikanna var ákveðið að leggja áherslu á þjóðlega þáttinn en einblína ekki eingöngu á nýjustu stefnur og strauma í hönn- un. Litaval í öllu kynningarefni var sótt í norska arfleifð, m.a. textíl. „Lukkdýr" leikanna eru að þessu sinni börn, Hákon og Kristín, nefnd eftir konungssyni og -dóttur sem uppi voru á 13. öld. Tákn hverrar íþróttagreinar eru byggð á steinrist- um sem fundust á Rödöy í Norður- Noregi og talið er að séu um 4.000 ára. Þær eru elstu myndimar sem vitað er um af mönnum á skíðum og því vel við hæfi að tengja þær Vetrarólympíuleikum. Merki leik- anna eru norðurljós yfir snjódrífu. „Þemað í vinnu okkar var ná- lægð; nálægð milli manna og milii manns og náttúru," segir Petter Glaðhlakkalegur Lillehammer- búi býður upp bol dagsins, þar sem tilgreint er hversu margir dagar eru fram að Ólympíuleik- unum. Keppnisgreinar og íþróttamannvirki í litlum bæ á borð við Lillehammer voru nær engin íþróttamannvirki sem standast kröfur Alþjóða ólympíunefndarinnar. í Lillehammer og nágrenni verða byggðar fimm skautahallir, ein sleðabraut og tveir stökk- pallar, auk þess sem leggja eða bæta þarf skíða- og göngubrautir. Skiðastökk: Tveir stökkpallar, 90 og 120 m, 1,1 milljarður kr. Brun karla og risasvig: 3.150 m braut, 1,2 milljarðar kr. Brun kvenna, stórsvig og svig: Brautir alls 22 km, 770 milljónir kr. Sleðakeppni: 1.365 m sleðabraut, 1,9 milljarðar. Íshokkí: Hákonshöil og höllin í Gjövik (sprengd inn í bergið), 3,3 millj- arðar. Listhlaup og skautahlaup: Tvær skautahallir í Hamar, 3,1 milljarður. Skíðaganga, skíðaskotfimi: Brautir alls 35 km, 780 milljónir kr. Skíðafimi: 175 milljóna kr. braut. Vetrar- ólympíu- leikarnir í tölum Það getur verið fróðlegt að velta fyrir sér nokkrum upphæð- um sem tengjast Ólympíuleikun- um. Gert er ráð fyrir að: ■ Keppendur verði 1.800 ■ Þjálfarar og fararstjórar verði 1.500 ■ Fréttamenn verði 7.000 ■ Seldar verði 1,6 milljónir miða á leikana. ■ Lögregluþjónar verði 3.000. ■ Áhorfendur verði allt að 100.000. ■ Sjónvarpstökuvélar verði 170. ■I Bornar verði fram 2 milljón- ir máltíða. ■ Miði á dýrasta viðburðinn, opnunar- og lokahátíðir, kosti um 8.000 kr. ■ Rekstur leikanna nemi um 40 milljónum króna. ■ Opnunar- og lokaathöfn muni kosta að minnsta kosti 850 milljónir. ■ Sá hluti leikanna sem snýr að menningu nemi um 2,5 milljörðum. ■ Kostnaður við íþróttamann- virki verði um 15 milljarðar. ■ Tekjur nemi 27 milljörðum, þar af 14 milljörðum fyrir sjónvarpsrétt og 3,3 millj- örðum frá stuðningsaðilum. RYM NYR LISTASKOLI í REYKJAVÍK er til húsa í Listhúsinu i Laugardal Engjateigi 17 til 19 teiknun \ mólun skúlptúr grafík blönduð tækni skjúlist veggmyndagerð umhverfislist glerlist kvikmyndun i tölvugrafík fyrirlestrar Moshus, hönnunarstjóri leikanna. „Við hönnunina leituðum við til nátt- úru og menningararfleifðar bæði hvað varðar form og efnivið. Sem dæmi má nefna skautahöllina í Ham- ar. Grunnhugmyndin að henni er víkingaskip á hvolfi en í Hamar hafa fundist leifar nausts frá tímum víkinga. Aðalbyggingarefni hallar- innar er límtré. Okkur er í mun að samræmi sé í allri hönnun sem teng- ist Ólympíuleikunum, t.d. minjagrip- um. Þeir eiga að vera vandaðir, við viljum ekki bjóða upp á ódýra plast- kveikjara með merki leikanna, held- ur minjagripi sem eru úr náttúruleg- um efnum.“ Menning og íþróttir Eiga menning og íþróttir saman? Skipuleggjendur Ólympíuleikanna eru þeirrar skoðunar og telja að 2,5 milljörðum sé vel varið til að kynna norska menningu. Tónlist, myndlist, leiklist, bókmenntir, listaverk við helstu byggingar leikanna, norræn goða- fræði og ævintýri skipa veglegan sess á Vetrarólympíuleikunum. „Við byggjum á þremur þáttum sem við höfum kosið að nefna „vetrargarð- inn“, ,jarðarber undir snjónum" og „isjakahlaup“. Vetrargarðurinn er grunnurinn, þar sem rækt verður lögð við norska menningu. Jarðarber undir snjónum tákna það óvænta; uppákomur fyrir gesti, svo sem götu- leikhús. ísjakahlaup er gömul íþrótt sem er tákn dirfsku, tákn þess sem ekki hefur verið gert áður,“ segir Tor Kristian Simonsen, sem hefur yfirumsjón með vali og uppsetningu listaverka í tengslum við leikana. Opnunar- og lokaathöfnina vilja menn vissulega hafa sem vegleg- asta, svo fremi sem kostnaðurinn fari ekki fram úr áætlun. Hafa tölu- verðar deilur risið vegna þessa, þar sem stjórnandi athafnanna taldi úti- lokað að framkvæma þær fyrir minna en einn milljarð. „Við munum ekki feta í fótspor Spánverja, sem fengu fjölda alþjóðlegra listamanna, höfunda og listamenn til að koma fram við opnunar- og lokaathöfn- ina,“ segir Simonsen. „Við viljum leggja áherslu á Noreg og það sem norskt er þó að þar með sé ekki sagt að við útilokum aðra en Norð- menn. Við erum vissulega lítil þjóð en stolt af arfleifðinni og Vetrar- ólympíuleikarnir eru gullið tækifæri til að kynna okkur.“ Myndmenntaskóli Verkstæði Gallerí Kennsla hefst 28. september Innritun er hafin í síma 30840 ^ Til frambúðar S8BA þakrennur Litir: Hvítt, svart, rautt, brúnt Sænsk gæða framleiðsla Galvanhúðað stál gefur styrkinn og litað plasthúðað yfirborð ver gegn ryði og tæringu. Fagmenn okkar veita ráðleggingar. Hagstætt verð. ISVOR BYGGINGAREFNI Dalvegur 20. Box 435 202 Kóp. Simt 641255, Fax 641266 Bókhalds- nám Markmið námsins er að þátttakendiu* verði fullfærir um að starfa sjálfstætt við bókhald og annast það allt árið. de#H e&éC <Z QftUKiuUUKA&eCÓl. Á námskeiðinu verður eftirfarandi kennt: Almenn bókhaldsverkefni ★ Launabókhald ★ Lög og reglugerðir ★ Virðisaukaskattur ★ Raunhæf verkefni, fylgi- skjöl og afstemmingar ★ Tölvubókhald: Fjárhagsbókhald Viðskiptabókhald Launahókhald Námskeiðið er 72 klst. Innifalin er 15.000,- kr. ávísun til kaupa á bókhaldshugbúnaði. Innritun er þegar hafin. Bjóðum upp á bæði dag- og kvöld- námskeið. Tölvuskóli Reykiavíkur Borgartúni 28, sími 91-687590

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.