Morgunblaðið - 06.09.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.09.1992, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B 202. tbl. 80. árg. SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1992 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Sendiherra Moskvustjórnarinnar í Helsinki kvartar við yfirvöld Rússneskir ferðamenn sag’ðii’ sæta ofsóknum Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. JÚRIJ Derjabín, sendiherra Rússlands í Finnlandi, segir að finnsk stjórnvöld of- sæki rússneska ferðamenn í landinu. Hann segist hafa fengið kvartanir frá löndum sinum þess efnis að finnskir tollgæslumenn hafi gert farangur upptækan án þess að heimildir séu fyrir slíkum aðgerðum í lögum. Einnig segist ferðafólkið hafa orðið fyrir líkamsárásum af hálfu tollvarðanna. Finnsk yfirvöld vísa þessum ásökun- um á bug. Að sögn Derjabíns er um að ræða mann- réttindabrot þar sem augljóst sé að mismun- andi reglur gildi um meðhöndlun á farangri Rússa og ferðafólks frá öðrum löndum. Sendiherrann finnur einnig að því að kaup- menn í þeim borgum sem rússneskir ferða- mannahópar heimsækja helst hafa sett upp skilti þar sem segir að Rússum sé meinaður aðgangur nema þeir komi að minnsta kosti tveir eða þrír saman. Heimildarmenn segja að þetta sé gert ti! að auðvelda kaupmönn- um að koma í veg fyrir búðahnupl ferða- langanna. Deijabín telur að þetta sé lög- brot þar sem finnsk lög banni misrétti milli þjóða. Finnsk tollgæsluyfirvöld hafa eins og vænta mátti vísað ásökunum Rússa á bug. Talsmenn þeirra segja að gert hafi verið átak með það að markmiði að stöðva smygl frá Rússlandi, eingöngu hafí komið til slags- mála þegar meintir smyglarar hafi reynt að beita valdi til ná varningi sínum úr vörslu tollvarða. Undanfarin misseri hafa rússneskir ferðamenn í vaxandi mæli selt alls konar varning á finnskum markaðstorgum sem oft eru því nefnd „Rauða torgið". Megnið af þessum vörum er skaðlaust dót sem Rússarnir selja til að fjármagna dvöl sína í landinu. Tollyfirvöld og lögregla hafa því áhyggjur af því að á torgunum sé orðið æ meira um ólögleg viðskipti með vopn og fíkniefni. Almenningur verður þó fyrst og fremst var við að i töskum Rússanna er mikið af áfengi sem þeir selja síðan á frem- ur hagstæðu verði. Vegna fjárskorts hafa margir rússneskir ferðamenn einnig reynt að bjarga sér með því að stela úr verslunum og álíta kaup- menn sums staðar að hér sé mikið vanda- mál á ferðinni. Opinberir embættismenn hafa tjáð sig um ofangreind skilti kaup- mannanria og sagt að þeir sýni ferðafólkinu dónaskap með þessu athæfi auk þess sem verið geti að það brjóti í bága við lög. Morgunblaðið/Kristinn KÁTIR KRAKKAR í BARÓNSBORG Lífsgæði eða lífsnautn? Á Gríðarrollubúgarðinum svonefnda í Bideford í Englandi hafa menn að undanförnu efnt til fremur óvenjulegra veðreiða. Sex mjólkandi ær eru þar keyrðar sporum af fisléttum knöpum sem reyndar eru gerðir úr ull, ekki fundust nógu léttir reiðmenn i mann- heimum. Keppt er daglega frá páskum og fram í október og vegalengdin sem rollurnar hlaupa er 228 metrar. Ekki tókst að fá upplýsingar um tímann hjá þeirri hraðskreiðustu en einbeitnin skín úr augum þeirrar fremstu á myndinni. Við nákvæma athugun má sjá að rétt aftan við rásmarkið situr vígalegur hundur en ekki er vitað hvert hlutverk hans er, sennilegast að hann ræsi þátt- takendur með hrottalegu gelti. NÝLEGA lýstu breska læknasambandið og innanríkisráðuneytið þar í landi yfir því að læknar mættu í andlátsvottorðum nefna reykingar sem dauðaorsök. Rit- höfundurinn Beryl Bainbridge, sem er 57 ára gömul og reykir 40 vipdlinga á dag, sættir sig ekki lengur við andróð- urinn gegn nautnasýki sinni. „Er það nú endilega svo að reykingar séu slæm- ar?“ spyr hún. „Oft vakna ég eftir að hafa reykt og drukkið alla nóttina og líður alveg stórkostlega, er til í allt. Ef ég læt síðan líða tvo daga án þess að drekka er ég ekki mönnum sinnandi. Eg læt ekki eyðileggja skemmtunina fyrir mér, það er ekki lengd lífsins sem skiptir máli heldur hvernig maður ver því.“ Hott hott á rollu Á GRÁU SV/EÐI BARATTA TVEGGJA 18 STÓRVELDA BLAÐ B KOMAi. KONUNGSHJONA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.