Morgunblaðið - 06.09.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.09.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1992 23 að lítið fari fyrir því. Búnaðurinn og framkvæmdin við framleiðsluna er mjög einföld. Allt sem þarf er olía og fáein einföld efni, parafín og eldur. Vöndur af þurrkuðum kóka- blöðum er leystur upp í parafíni og brennisteinssýru. Síðan er hann hit- aður upp og hristur. Úr þessu verð- ur til fyrrnefnt pasta sem síðar á framleiðslustiginu er leyst upp ann- aðhvort í eter eða asetoni og úr því verður til hvítt kókaínduft eða svo- nefnt kókaínklóríð. Efnið gengur næst manna á milli og má líkja ferlinu við pýramída. Neðst í honum eru bændurnir sem lifa einföldu lífí ræktandans og láta afurðir sínar í hendur fjölda sölu- manna, sem stig af stigi gerast rík- ari í samræmi við aukna álagningu og gróða. Á toppnum eru svo „kóka- ínbarónar", vellauðugir sem standa vörð um auðæfi sín með her líf- varða, brynvarðar bifreiðar og af- mörkuð virki. Sé kókaín selt í Perú fást um tíu dollarar fyrir grammið en þá er það líka seit af sölumönnum sem teljast neðarlega í pýramídanum. Toppmenn- imir einbeita sér aðallega að útflutn- ingi enda er gróðinn þar mestur. Kókaínið lýtur sömu lögmálum og til dæmis bensín og ál í alþjóðleg- um viðskiptum. Verð þess er sveiflu- kennt og ræðst af framboði og eftir- spurn. I dag er verð á kókaíni frem- ur lágt vegna gífurlegs framboðs á heimsmarkaðinum. Einnig ræðst verðið af hreinleika efnisins og auð- vitað einnig af því hve mikið magn er keypt í einu því gefinn er ríflegur magnafsláttur. Sé keypt eitt kíló- gramm af kókaíni í Perú kostar það frá tvö til fimmþúsund dollara, en eins og áður sagði kostar grammið tíu dollara á götu sem er tvisvar til fimm sinnum dýrara hvert gramm ef það er keypt í svo litlu magni. Efninu er svo smyglað til Norður- Ameríku»og Evrópu. Stundum sem mjólkurdufti, rottueitri eða þvottaefni. Þegar kókaínið kemst á götur New York kostar grammið sjötíu og fímm til hundrað dollara og komið á götu í Berlín kostar grammið hundrað til tvö hundruð dollara og kíióið 41.000- 49.000 dollara, sem eru um 2,4-2,8 milljónir íslenskra króna. Til að gera sér grein fyrir mögu- legum fjárútlátum forfallins kóka- ínneytanda eru til dæmi um menn sem neyta allt að einu grammi á sólarhring sem er andvirði átta til sautján þúsund króna miðað við gangverð hér á landi eða á bilinu 180-360 þúsund á mánuði. Það skal þó tekið fram að neysla á slíku magni getur ekki staðið yfir í langan tíma án alvarlegra afleiðinga. Verðið er eins og sjá má mishátt og ræðst það af hreinleika efnisins. Kókaín, ólyfjan eða lyf Margir mætir og virtir menn hafa stigið fram á sjónarsviðið og lofað lækningamátt og hollustu kókaíns- ins. Leo XIII páfi fór ekki dult með neyslu sína á kókavíninu sem ítalsk- ur vísindamaður hóf framleiðslu á í nafni lækningamáttar á átjándu öld. Bókmennta- og listaheimurinn tók þessari „guðsgjöf" opnum örmum og sem dæmi um það er afrakstur sex daga neyslu rithöfundarins Rob- erts Louis Stevensons á kókaínduft- inu en þá skrifaði hann hina heims- frægu skáldsögu um lækninn sem varð geðklofi við neyslu undraefnis og gekk undir nöfnunum Dr. Jekyll og Mr. Hyde eftir því í hvaða ástandi hann var. Sir Arthur Conan Doyle lét sögu- persónu sína, Sherlock Holmes neyta kókaíns í sögum sínum sem hann ritaði eftir 1890. Margir vildu taka sér þennan gáfaða og útsjónarsama spæjara til fyrirmyndar og auðvitað töldu menn að kókaínið væri hluti af leyndardómnum að baki visku hans og ótrúlegri útsjónarsemi. Sigmund Freud neytti kókaíns rétt fyrir aldamótin síðustu en hætti neyslu þess er hann gerði sér grein fyrir hættunni sem af því stafaði. Þó er eitthvert frægasta dæmi um notkun og neyslu kókaíns sem „lífs- bætandi" efnis, notkun þess í hinn heimsfræga drykk Coca Cola sem upphafiega var settur á markað sem hress- ingar og heilsubætandi drykkur en fram til 1906 var kókaíni bætt í hann og er þar komin ástæðan fyrir nafninu „Coca“ Cola. í dag er kókaín eitt af vinsælustu og dýrustu eit- utiyfjum í heiminum. Uppræting kókaíniðnaðarins I Púnó sem er fylki í suð-austurhluta Perú er stór skagi sem nefnist Capachica og er líkt og fingur að lögun sem teygir sig út í hið fræga Titicaca vatn. Um þennan skaga fara hvorki almennings- vagnar né lestir. Þessi stað- ur er algerlega úr sam- bandi við umheiminn nema þann hluta hans sem telst til undirheima eiturlyfja- verslunar. Rykugir vegirnir sem liggja að Capachica eru lokaðir með keðjum sem á stendur „aðgangur bannaður". Menn fara sér hægt í nágrenninu. Enginn vill eiga á hættu að styggja þá sem handan keðjunnar eru. Fyrir innan eru verk- smiðjur kókaínbaróna, sem framleiða undraefnið sem færir framleiðendum þess og sölumönnum gífurleg auðæfi með því að leggja líf manna í rúst og eyða. Lögregla hefur ekki heimsótt þennan stað í fleiri ár. Við síðustu heimsókn hennar varð hún að flýja undan vel skipulagðri mótspyrnu sem hersveitir kókaínbarónanna héldu uppi með leyniskyttum og háþróuðum vopnum. Og það sem er merkilegt er að síðan þetta g'erðist hefur lögreglan í Púnó háft yfir mjög miklu fjármagni að ráða sem ekki kemur frá því opinbera og er ekki heldur notað til þess að berjast gegn framleiðendum eiturlyfja. Af þessu er ljóst að það reynist ekki auðvelt að uppræta ræktun og sölu þessa eiturs sem leggur líf neyt- enda þess í rúst og veldur félagsleg- um glundroða í velferðarþjóðfélögum Vesturlanda um leið og það „frelsar" fátæka úr ánauð og veitir spilltum embættismönnum gnægð fjár. Smábóndinn í Perú stingur hand- plóg sínum í jörðu, sáir fræum kókaplöntunnar og efast ekki um það í draumum sínum að þannig fái hann kostaðar rafhlöður í litla út- varpið sitt og einhverntíma seinna þegar hann hefur aukið framleiðsl- una geti hann ef til vill keypt sér vörubíl, stöðutákn þess sem á pen- inga í Andesfjöllum. Höfundur starfar við kvikmyndagerð og dvaldi í Perú á síðasta ári. Neysla kókaíns getur haft ófyrirsjáanleg- ar afleiðingar, og fyrir suma reynist of seint að leita sér hjálpar. Ræktun og sala kókaplöntunnar fær drauma móðurinnar til að rætast, drauma um mannsæmandi líf fyrir sig og börnin. Fyrirlestrar um jarðhita í Bandaríkjunum JARÐHITASKÓLI Háskóla Sameinuðu þjóðanna býður á ári hveiju erlendum fræði- manni til íslands til að flytja fyrirlestra um jarðhita. Gesta- fyrirlesari Jarðhitaskólans á þessu ári er dr. Patrick Muffl- er, jarðfræðingur hjá Jarð- fræðistofnun Bandaríkjanna í Menlo Park í Kaliforníu. Muffler flytur fimm fyrirlestra á ensku í fundarsal Orkustofnun- ar, Grensásvegi 9, dagana 7,—11. september nk. Fyrirlestrarnir hefj- ast kl. 10.00. Efni fyrirlestranna er eftirfarandi: Mánudagur 7. september: Magmatic contributions to hydrot- hermal systems. Þriðjudagur 8. september: Geo- thermal resource assessment — current perspectives. Miðvikudagur 9. september: The Geysers geothermal area in the 1990’s. Fimmtudagur 10. september: Tectonics and geothermal resourc- es of the Cascade Range. Föstudagur 11. september: Ge- othermal controversy in Hawaii. Dr. Patrick Muffler hefur verið í framlínu jarðhitarannsókna í Bandaríkjunum sl. tvo áratugi og m.a. verið yfírmaður í jarðhita- og eldfjallarannsókna Jarðfræði- stofnunar Bandaríkjanna. Hann hefur skrifað fjölda fræðigreina í alþjóðleg tímarit, m.a. um aðferðir við jarðvarmamat fyrir heil héruð og þjóðlönd. í einum fyrirlestranna mun hann fara yfír hvernig hinar ýmsu aðferðir við jarðvarmamat hafa reynst. í síðasta fyrirlestrin- um mun hann fjalla um deilur milli umhverfísverndarmanna og eigenda jarðgufuvirkjunar á Hawaii-eyjum, sem leitt hafa til tímabundinnar lokunnar virkjun- arinnar. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir. (Fréttatilkynning) NAMSAÐSTOÐ viú þá sem viCja ná vaíáL á námi sínu í skóía - grunnskóCa - framhaídsskóía - háskóCa FYRIR HVER|A? Námsaðstoð er t.d. t’yrir: • þá sem þurfa að ná sér á strik í skólanámi • þá sem hafa skipt um skóla og þurfa að ná upp yfirferð í nýja skólanum • þá sem vilja rifja upp námsefni fyrir frekari skólagöngu eða til nota í d,aglega lífinu 10. bekkingar athugið! Undirbúningur fyrir samræmd próf í ÍSLENSKU STÆRÐFRÆDI, ENSKU og DÖNSKU! • Stutt námskeið - misserisnámskeið • Litlir hópar - einstaklingskennsla • Reyndir kennarar með kennsluréttindi • Mikið ítarefni - mikil áhersla lögð á námstækni Strætisvagnaferðir eru úr öllum borgarhverfum, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosíellsbæ Og hvað segja nemendurnir um þjonustuna? "Ég vildi að ég hefði byrjað fyrr" "Besta kennsla sem ég hef fengiö" "Allt skýrt út fyrir mér á einfaldan hátt" "Góður undirbúningur fyrir próf" "Mjög góðir kennarar" "Ég hækkaði mig um fimm heila í einkunn" "Ég lærði þriggja ára námsefni á einu ári" "Mjög vingjarnlegt andrúmsloft" Skólanemar athugið! Námsaðstoð í byrjun annar nýtist ykkur alla önnina. Geymið ekki að undirbyggja nám ykkar þar til það er orðið of seint. Munið að nám tekur tíma. Upplýsingar og innritun kl. 14.30- 18.30 virka daga í síma 79233 og í símsvara allan sólarhringinn. Fax: 79458 Nemendaþjónustan sf. Þangbakka 10, Mjódd. HAGKAUP -aUt í einni Jerö PÓSTVERSLUN - GRÆNT NÚMER 99 66 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.