Morgunblaðið - 06.09.1992, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.09.1992, Blaðsíða 48
Hraðari póstsendingar tniili landshluta N • Á • M • A • N Landsbanki íslands Banki allra landsmanna IUORGUNBLAÐIÐ, ADALSTRÆTl 6, 101 REYKJA VÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181. PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Stjóma á fiskveiðum með stærð fiskiskipaflotans - segir Einar Oddur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hjálms sem hafnar kvótakerfinu og vill taka upp sóknarmark á ný Sléttanesi breyttí fiystiskip í Póllandi Tilboð Slippstöðvar- innar á Akureyri tugmilljónum hærra Útgerðarfyrirtækið Fáfnir hf. á Þingeyri skrifaði í gær undir samning við pólsku Nauta-skipa- smíðastöðina í Gdynia um að skipasmíðastöðin breyti _ skipi .Jjtfyrirtækisins, Sléttanesi IS-808, í frystitogara. Skrifað var undir samninginn með fyrirvara um samþykki stjórnar fyrirtækisins og banka. Magnús Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Fáfnis, sagði að náðst hefðu mjög hagstæðir samningar við Nauta-skipasmíðastöðina. Fáfn- ir hefði fengið tilboð frá Slippstöð- inni hf. á Akureyri sem hefði verið tugum milljóna króna hærra en tii- boð Pólveijanna. Heildarkostnaður ^yið breytingarnar er áætlaður 150 milljónir kr. Sléttanes verður lengt um 10,45 metra og íbúðum ijölgað í honum. Sett verður á hann stórt perustefni og búnaður til fullvinnslu afurða og verður allt nýtt sem upp úr sjónum kemur, að sögn Magnús- ar. Skipið fer til Póllands 20. nóvem- ber nk. og eru áætluð verklok 20. febrúar. Við breytinguna fjölgar um helming í áhöfninni, úr 20 manns í 40. Magnús sagði að vinnsla í landi myndi eðlilega dragast saman, en þó ráðgert að tryggja vinnslu á um 2.50Ó-3.000 tonnum í landi á ári. „Þetta gjörbreytir rekstrar- möguleikum útgerðarinnar. Við getum sótt í utankvótategundir eins og úthafskarfa, sem er okkar leið til að mæta kvótasamdrætti," sagði Magnús. Breytingarnar eru fjármagnaðar að mestu leyti með láni úr Fisk- veiðasjóði, eða 65%, en að öðru leyti með eiginfé fyrirtækins. Hlutafé Fáfnis hf. hefur verið aukið sam- fara þessu um 75 milljónir króna til valinna fjárfesta, meðal annars heimamanna, að sögn Magnúsar. Talið er að setja þurfi reglur um allt að 15 „óhefðbundnar rannsókn- araðferðir" sem reglulega er beitt við rannsókn fíkniefnamála til þess í senn að leyfa og hafa hemil á beitingu þeirra og skilgreina rétt sakborninga gagnvart þeim. Eins og málum sé nú háttað sé tekin áhætta á að sekir menn verði sýkn- EINAR Oddur Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Hjálms hf. á Flat- eyri, segir að núgildandi kvóta- kerfi sé „hrein og klár della“, sem byggi á hagfræðilíkönum en ekki veruleikanum. Hann segir í sam- tali við Morgunblaðið í dag að frá því að stjórn fiskveiða hófst árið 1977 hafi Islendingar verið að aðir vegna þess að dómstólar kom- ist að þeirri niðurstöðu eftir á að farið hafi verið út fyrir ramma hins leyfilega við rannsóknina. Notkun tálbeitu eins og í kókaínmálinu sem nú er til meðferðar er ein þeirra aðferða sem reglur skorti um. Rígur í samskiptum tollgæslu og fíkniefnalögreglu hefur farið vax- fjarlægjast það markmið að veiðar væru í samræmi við skynsamlega nýtingu fiskimiðanna. Fiskiskipa- flotinn hafi allan þennan tíma ver- ið að stækka og sé enn að stækka. Einar Oddur telur að eina leiðin til þess að stjórna fiskveiðum á Islandsmiðum sé sú að stjórna stærð fiskiskipaflotans og að hafa andi undanfarið þótt á honum hafi borið árum saman. í kjölfar hass- málsins á Seyðisfirði í síðustu viku hefur soðið upp úr. Tollgæslan rek- ur samskiptaerfiðleikana til Björns Halldórssonar lögreglufulltrúa, en fíkniefnalögreglan til eftirsóknar tollgæslunnar eftir því að standa í sviðsljósinu. Innan nefndar á vegum dóms- málaráðuneytisins er fjallað um framtíðarskipulag löggæslunnar. Þar eru meðal annars til skoðunar hugmyndir um fela RLR forræði fíkniefnamála og mun vilji til að koma málum í það horf vera til staðar hjá ákæruvaldi, RLR og fíkniefnalögreglu. Sjá nánar á bls. 10-11. eftirlit méð því hvenær skip liggur við bryggju og hvenær ekki. Einar Oddur telur að það yrði ekki flókið mál að stýra stærð fiski- skipaflotans. Það yrði gert í gegnum Úreldingarsjóð, jafnframt því sem yfirstuðlar yrðu settir á endurnýjun skipa, þannig að fleiri gamlar rúm- lestir hyrfu úr umferð á móti þeim nýju sem kæmu inn við endurnýjun. „Mikill meirihluti útgerðarmanna ? dag er óviljugur til að hverfa frá kvótakerfinu, vegna þess að útgerð- armenn telja hagsmunum sínum ógn- að með því. Mesta verðmætið í dag í útgerð er fólgið í kvótaeigninni og raunverulega er hún eina verðmætið sem bankarnir telja nú veðhæft. Menn óttast því að með þv? að falla frá kvótakerfinu muni þeir standa verr eignalega. En þetta er grund- vallarmisskilningur," segir Einar Oddur. „Eignin sem núna liggur í kvótaeign myndi alls ekki hverfa, heldur færðist hún af kvótanum yfir á fiskiskipin sjálf. Og í staðinn fyrir að fiskiskipin sem eru lítils virði í dag, en kvótarnir hátt skrifaðir, þá myndaðist þar með yfirverð á físki- skipum," segir Einar Oddur. Einar Oddur segir að þegar slíkt kerfi verði komið á komi vel til greina að borga fyrir afnot af auðlindinni, „en í mínum huga og mínu hjarta ætti sú greiðsla að vera fyrir sókn en ekki fyrir afla,“ segir hann. „Vegna þess að þannig tryggjum við að þeir sækja helst sjóinn sem ná mestum árangri við veiðamar — það er eina réttlætið sem kemur okkur við. Þannig væri sjósókn stunduð frá þeim stöðum þar sem arðbærast er að gera út og ekkert kjaftæði um einhveija byggðastefnu.“ í viðtalinu við Morgunblaðið skýr- ir Einar Oddur ástæður þess að sjó- frysting skilar mun betri afkomu en landfrysting. Meðal skýringa sem hann nefnir eru að fjárfestingin nýt- ist betur, skattar séu minni og vinnu- laun hagstæðari. „En þar fyrir utan er staðreynd að úthlutaðar aflaheim- ildir nýtast frystitogurunum miklu betur en öðrum,“ segir Einar Oddur Kristjánsson. Hann segir frystitog- ara sem gera út á'karfa og grálúðu fá 20% til 30% meiri aflaheimildir í reynd en ísfisktogarana og staðhæfir að frystitogarar hendi um 20% af karfa- og grálúðuafla sínum. Sjá viðtal við Einar Odd, „Kvótakerfið er delia“, á bls. 14-15. Mikill sjór í Viðari ÞH VIÐAR ÞH, 15 tonna bátur frá Raufarhöfn, sendi út neyðar- kall laust eftir miðnætti að- faranótt laugardagsins, þegar leki kom að bátnum út af Norðausturlandi. Mikill sjór var kominn í bátinn, og lensi- dælur voru bilaðar. Strandferðaskipið Búrfell, sem var í íjögurra sjómílna fjar- lægð frá Viðari, kom bátnum til hjálpar og dró hann til Raufar- hafnar. Þangað komu skipin um kl. 4, aðfaranótt laugardags. Tveir menn voru um borð í bátnum. Þeir lögðu upp frá Rauf- arhöfn kl. 21 á föstudagskvöld og voru á leið til Akureyrar. Fjárframlög til lögreglunnar í Reykjavík síðasta ár Hlutfallslega mestur niður- skurður til fíkniefnamála FJÁRFRAMLÖG til fíkniefnarannsókna hafa verið skorin hlutfalls- lega meira niður en framlög til nokkurs annars málaflokks innan lögreglunnar í Reykjavík frá því í ágúst í fyrra, eða um fjórðung. I greinargerð sem Björn Halldórsson lögreglufulltrúi í fíkniefan- deild lögreglunnar í Reykjavík hefur tekið saman fullyrðir hann að stjórnendur lögreglunnar í Reykjavík dreifi yfirvinnuheimildum þeim sem embættið hefur til ráðstöfunar ekki í samræmi við verk- efnaþörfina, heldur í því skyni að jafna kjör lögreglumanna í ólikum 'deildum þannig að þeir geti gengið að ákveðnum yfirvinnustunda- fjölda vísum án tillits til verkefna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.