Morgunblaðið - 06.09.1992, Side 18

Morgunblaðið - 06.09.1992, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1992 Skák og mát! Halldór Pétursson teiknaði eitt kort eftir hveija teflda umferð og sýndi það kappana í ýmsum ham og stellingum, eftir því hvernig þeim gekk við skákborðið. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hvernig þessi skák fór. A skákeinvígi aldarinnar va loft lævi blandió og skjptus menn í hópa meó eóa á móti meisturunum. En minja- gripasalan blómstraói og án hennar hefóu skuldabagg- arnir oróió fleiri og þyngri eftir Guðlaug Guðmundsson FYRIR réttum tuttugu árum, í byrjun september 1972, var nýr heimsmeistari í skák krýndur í Reykjavík eftir viður- eign sem á spjöldum skáksögunnar hefur verið kölluð „skák- einvígi aldarinnar“. Þar áttust við þáverandi heimsmeist- ari, Boris Spasskí frá Sovétríkjunum, og bandaríski skák- meistarinn Robert James Fiseher. Fischer vann frækinn sigur svo sem enn er í fersku minni og hefur hann síðan verið álitinn einn fremsti skáksnillingur sem uppi hefur verið. Nú hafa þeir Spasskí og Fischer tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið í Reykjavík 1972 og skal engum getum að því leitt hvernig þeirri viðureign lyktar. í eftirfar- andi grein skyggnumst við hins vegar á bak við tjöldin hjá Skáksambandi íslands fyrir tuttugu árum, þar sem menn höfðu í nógu að snúast á meðan á „einvígi aldarinnar“ stóð. Stjórn Skáksambands íslands var ákveðin í því, að gera allt sem í hennar valdi stæði til þess að heimsmeistaraeinvígið stæði fjárhagslega undir sér. Okkur stjórnarmönnum fannst reyndar stundum, að eðlilegt væri að borg og ríki tækju á sig hluta af kostnaðin- um, því á móti myndu koma gífur- lega sterk landkynning þegar sjónum heimsins yrði beint að landi og þjóð og varpað yrði út fréttum um víða veröld. En hvað um það, markmiðið var þó að standa á eigin fótum án framlags hins opinbera. Ein af mörgum hugsanlegum leið- um til fjáröflunar var sala á minja- gripum, því flestir eru þannig gerðir, að þeir vilja eignast táknrænan minjagrip frá þeim stað sem þeir hafa heimsótt, og þá ekki síst til minningar um atburði, sem vakið hafa heimsathygli. Við auglýstum því í blöðum eftir siíkum minjagrip- um og margir komu til okkar með hugmyndir sínar uppteiknaðar og vildu að Skáksambandið keypti af þeim ákveðinn fjölda eininga, því annars gætu þeir ekki hafíð fram- leiðslu, ekki síst vegna þess, að alls óvíst væri hvort einvígið yrði nokk- umtíma háð vegna dyntanna í Fisch- er og færi svo yrðu minjagripimir allir verðiausir. Við skáksambands- menn viðurkenndum þessar stað- reyndir, en sögðum að öllu framtaki fylgdi nokkur áhætta og menn yrðu því að gera það upp við sig í þessu tilviki sem öðrum, hvað þeir ætlu.ðu að gera, Skáksambandið væri fjár- vana og hefði orðið að fá tryggingu hjá ríki og bæ fyrir hluta verðlauna- upphæðarinnar,.en það var skilyrði þess að einvígið yrði haidið. Við viid- um því ekki binda Skáksambandið í fleiri skuldaviðjar, sem gætu gleypt margra ára styrki og tekjur ætlaðar sjálfri skákstarfseminni. En hins vegar sögðum við þessum hug- myndaríku mönnum, að hér væri tækifæri fyrir þá, sem gæti komið að gagni þótt áhættan væri nokkur, því vinningurinn gæti líka orðið stór. Við sögðum þeim líka, að við mynd- um taka væg sölulaun, enda mark- miðið það að auka vinsældir einvígis- ins og gera það eftirminnilegra, og ef minjagripirnir gætu stuðlað að slíku myndi skáksambandið geyma nöfn hlutaðeigandi í sögu sinni. Sumum leist ekki á þetta og hurfu jafnskjótt á braut. Gróðahyggjan ein hafði stjómað gerðum þeirra. En þeir voru þó margir sem ákváðu að halda áfram og smíðuðu gripi sam- kvæmt hugmyndum sínum og seldu þá síðan með hagnaði. Sá sem fyrst- ur varð til þess að koma á fót þess- ari minjagripasölu, var Bárður Jó- hannesson gullsmiður, en hann kom fram með þá snjöllu hugmynd að gera minnispening og taka sjálfur áhættuna af söiu hans. Bárður Jó- hannesson ætti að skipa heiðurssess við hvert hátíðlegt tækifæri Skák- sambands Islands. Það var hann sem bjargaði fjárhag þess svo kostnaður- inn við einvígið þurfti ekki að hvíla á borg og ríki, en það hefði ekki verið vinsælt á þeim tíma. Bárður færði þannig Skáksambandinu 25 miiljónir króna á silfurfati. Hvað skyldu það verða mörg hundruð millj- ónir í dag? Sumir meta minna. Minjagripasölunni var valinn stað- ur rétt innan við aðaldyr Laugardals- hallarinnar. Bak við hann var síma- þjónustan. Vinstra megin var póst- hús. Sérstakt frímerki hafði verið hannað í tilefni heimsmeistaraeinvíg- isins. Hægra megin var svo Álafoss með sína framleiðslu til sýnis og sölu í rúmgóðu plássi. Minjagripasölu Skáksambandsins var ekki ætlað Fischer mætir til leiks í ís- lenskri lopapeysu innan undir jakkanum. Til hægri má sjá Sæmund Pálsson lögregluþjón, sem varð einkavinur og „líf- vörður“ Fischers á meðan á ein- víginu stóð. Spasskí-hjónin þóttu koma ákaflega vel fyrir. Hér eru þau á leið í boð hjá forseta íslands að Bessastöðum. stærra pláss en u.þ.b. 10 fermetrar. Hún var byggð í ferhyming, 3 vegg- ir 2,5 metrar á hæð, en afgreiðslu- borð gegnt dyrum. Minjagripasalan var vel staðsett, hún blasti við öllum sem inn í Höllina komu, en að hún fékk ekki stærra gólfpláss en raun varð á var vegna þess, að sumir stjórnarmanna höfðu daufa trú á minjagripasölu. Þeir bjuggust við að aðaltekjumar kæmu erlendis frá. Jóhannes í Rammagerðinni skreytti veggi minjagripasölunnar með iðnaðarvörum úr ull og skinnum. Þessi litríka vara gaf versluninni feg- urri blæ og vakti athygli gesta. Þráni Guðmundssyni og undirrit- uðum var falið að sjá um rekstur minjagripasölunnar. Það kom í ljós strax fyrsta dag- inn, að fólk hafði mikinn áhuga á minjagripunum og þá mest þeim sem bám stimpil Skáksambands íslands. Þetta átti jafnt við um íslendinga og útlendinga og jókst slíkur áhugi með hverri tefldri umferð, þar til algert æði greip um sig meðal fólks að missa ekki af neinu sem minnti á þetta einvígi. Auk minnispeninga Bárðar Jó- hannessonar urðu vinsælust kort og umslög með áteiknuðum myndum af skáksnillingunum. Hér höfðu margir listamenn komið við sögu og enginn spurði framar um tryggingu. Þá höfðu margir komið með sérsmíð- aða hluti, svo sem barmnælur, platta, skálar og skeiðar. Frægust af þess- um hlutum varð um skeið stór silfur- skeið, sem fékk nafnið Skyrskeið F’ischers, en Fischer þótti skyr gott og át mikið af því. Hundrað stykki voru smíðuð af skeiðinni og þó dýr væri seldist hún upp á fáeinum dög- um. Frægust teikninganna voru kort Halldórs Péturssonar. Halldór teikn- aði eitt kort eftir hveija teflda um- ferð og sýndi það kappana í ýmsum ham og stellingum, eftir því hvernig þeim gekk við skákborðið. Þessi kort seldust upp eftir tvær umferðir þó upplagið væri stórt, og útlendingarn- ir voru sérstaklega hrifnir af þeim, svo ekki er útiiokað að þau prýði enn veggi víða um heimsbyggðina. Tafl- félag Hreyfíls gaf líka út faileg ums- lög, sem seldust vel. Ekki voru margar umferðir búnar af einvíginu þegar fólk fór að mynda margfaldar raðir við minjagripasöl- una. Mest var þetta við opnun, því þá þurfti, jafnframt sölunni, að taka á móti myndavélum manna og skrifa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.