Morgunblaðið - 03.10.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.10.1992, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/LESBOK STOFNAÐ 1913 225. tbl. 80. árg. LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Reuter Collor sviptur völdum Itamar Franco, varaforseti Brasilíu, tók í gær við völdum í landinu til bráðabirgða eftir að Femando Collor de Mello var vikið úr forsetaemb- ættinu í hálft ár, eða á meðan þingið rannsakar ákærur á hendur hon- um um spillingu. Á myndinni undirritar Collor formlega tilkynningu um að hann sé nú valdalaus. Hann vildi ekki ræða við blaðamenn að athöfninni lokinni en gaf út stutta yfirlýsingu þess efnis að hann hefði ekkert til saka unnið. „Vestrænir svikahrapp- ar stela rússneskri ohu“ Moskvtu Reuter. MIKHAIL Gúrtovoj, formaður nefndar sem sljórn Rússlands skipaði til að rannsaka spillinguna í efnahagslifi landsins, sakaði í gær óheið- arlega fjármálamenn frá Vesturlöndum um að hafa eignað sér þijá fjórðu hluta þess fjár sem Rússar áttu að fá fyrir útflutning á olíu úr landinu. „Ég tel að aðeins um fjórðungur raunverðs olíunnar sem við flytjum út skili sér til landsins," sagði Gúrtovoj við rússneska dagblaðið Trúd. „Við höfum þegar sannanir fyrir því að fé fyrir milljónir tonna af olíu okkar hafi lent á bankareikn- ingum vestrænna fyrirtækja." Gúrtovoj sagði að „urmull erlendra svikahrappa" hefði komið til Rúss- lands þegar rússnesk stjómvöld héfðu heimilað erlendum og rússn-- eskum fyrirtækjum að- hefja sam- starfsverkefni í olíuvinnslu. Rússar höfðu þá mikla þörf fyrir erlendar fjárfestingar en virtu stórfyrirtækin, sem þeir vonuðust til að geta laðað til sín, héldu hins vegar að sér hönd- um. „Erlendu samstarfsfyrirtækin komast yfir olíu úr birgðum ríkisins, sem ætti að nota til okkar þarfa. Þau 'stela olíunni og lauma úr landi," sagði Gúrtovoj. Hann tók sem dæmi samstarfsfyrirtæki, sem undirritaði samning um að bora tiltekinn fjölda af olíuholum á ákveðnu tímabili. í staðinn fékk fyrirtækið leyfi til að flytja út 649.000 tonn af olíu úr lind- unum og salan átti að vera undan- skilin rússneskum lögum, sem skylda útflytjendur til að skipta erlenda gjaldeyrinum, sem fæst fyrir söluna, í rúblur. Gortovoj sagði að gögn hans sýndu að fyrirtækið hefði kom- ist yfir 700.000 tonn af olíu og feng- ið útflutningsleyfi án þess að hafa borað eina einustu holu. Rússneska fyrirtækið, sem hefði tekið þátt í samstarfinu í von um að fá nýjar olíulindir, hefði ekki fengið neitt í sinn hlut. Olía er helsta útflutningstekjulind Rússa en framleiðslan hefur minnkað gífurlega á undanförnum misserum. Arið 1990 var olíuframleiðslan 515 milljónir tonna, en áætlað er að hún verði 395 milljónir tonna í ár og 340 á því næsta. 27.000 borholur eru ónotaðar þar sem Rússa skortir fjár- magn til að endurnýja af sér gengin framleiðslutæki. Bush vill að SÞ banni flug Serba yfír Bosníu Kúrdar myrða 55 manns í Tyrklandi Bitlis. Reutcr. KÚRDÍSKIR uppreisnarmenn myrtu að minnsta kosti 55 manns í afskekktu þorpi í Tyrklandi í fyrrakvöld eða alla íbúana nema þijá gamla menn. Er það haft eftir embættismönnum og einnig blaða- mönnum, sem fóru til þorpsins. Kúrdamir, sem eru í Verka- mannaflokki Kúrdistans, réðust á þorpið Cevizdali í Suðaustur-Tyrk- landi, smöluðu saman íbúunum og skutu þá síðan, konur sem karla og böm á ýmsum aldri, allt niður í hvítvoðunga. Aðeins þrír gamlir menn komust lífs af vegna þess, að Kúrdunum fannst ekki taka því að eyða á þá byssukúlum. Að þessu búnu kveiktu þeir í húsunum. Kúrdarnir réðust á þorpið tveim- ur dögum eftir mikinn ósigur þeirra í stríðinu við tyrkneska herinn en þá féllu meira en 200 skæruliðar skammt frá írösku landamærunum. Kúrdar, sem eru um 10 milljónir talsins í Tyrklandi, berjast fyrir sjálfstæðu ríki í suðausturhluta landsins. Segir Bandaríkjamenn reiðubúna að framfylgja banninu Washington, Sarajevo. Reuter. GEORGE Bush, forseti Bandaríkj- anna, tilkynnti í gærkvöldi að Bandaríkjastjórn væri hlynnt þvi að Sameinuðu þjóðirnar bönnuðu flug serbneskra herþotna yfir Bos- níu-Herzegovínu og að hún myndi verða við beiðni samtakanna um að framfylgja flugbanni. Vonast er til að alþjóðlegt hjálparflug með Gorbatsjov í ferðabann Moskvu. Reuter. ÆÐSTI dómstóll Rússlands, stjórnlagadómstóllinn, setti i gær Míkhaíl Gorbatsjov, fyrr- verandi leiðtoga Sovétríkj- anna, í ferðabann þar til hann fæst til að bera vitni i réttar- höldum um starfsemi komm- únistaflokksins. Gorbatsjov hefur ítrekað neit- að að bera vitni í réttarhöldunum og sagt að þau séu aðeins liður í valdatafli stjórnmálamanna. Ekki er ljóst hvort dómstóllihn getur látið lögregluna færa for- setann fyrrverandi fyrir réttinn með valdi. vistir til Sarajevo hefjist aftur í dag en Bretar ætla þó ekki að taka þátt í þvi fyrr en stríðandi fylkingar geta ábyrgst öryggi flugvélanna. Mikið mannfall varð í loftárásum, sem Serbar gerðu á tvo bæi í Bosníu í gær. Að sögn yfirvalda í landinu stunda serbn- eskir hermenn kerfisbundnar nauðganir á múslimskum konum. „Við hyggjumst, í samvinnu við bandamenn okkar, beita okkur fyrir nýrri ályktun frá öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna um bann við öllu flugi í lofthelgi Bosníu nema með leyfi frá samtökunum, með ákvæðum um hvemig því skuli fylgt eftir,“ sagði í yfírlýsingu Bandaríkjaforseta. „Ef Sameinuðu þjóðirnar fara þess á leit við okkur eru Bandaríkjamenn reiðubúnir að framfylgja því.“ Útvarpið í Sarajevo sagði að serbneskar flugvélar hefðu gert mikl- ar árásir á tvo bæi, Bugojna og Maglaj, og hefði orðið mikið mann- fall í þeim síðamefnda. í fyrrinótt héldu Serbar uppi látlausri stórskota- liðshríð á bæinn en loftárásirnar hóf- ust með morgninum og stóðu fram eftir degi. Lögfræðingur á vegum stríðs- glæpanefndar Bósníustjómar sagði í gær, að serbneskir hermenn stund- uðu kerfisbundnar nauðganir á mú- slimskum konum á þeim svæðum sem þeir réðu yfir. Um 120 konum, sem eru ófrískar eftir nauðgun, hefur tekist að fiýja yfír á yfírráðasvæði Bosníustjórnar. „Hermennimir nauðga konunum hver á fætur öðrum og segja gjama við þæn Við viljum, að þú eignist serbneskt bam en ekki múslimskan óþverra," sagði lögfræðingurinn. Reuter Tvær tyrkneskar konur syrgja ættingja, sem kúrdískir uppreisn- armenn myrtu í afskekktu þorpi í Tyrklandi í fyrrakvöld. Danmörk 20 nýjar flóttamannamídstödvar Kaupmannahöfn. Frá Nils Jergen Bruun, fréttaritara Morgunbladsins. YFIR 4.000 flóttamenn frá fyrrverandi Júgóslavíu eru komnir til Danmerkur. Um helmingur þeirra hefur sótt um hæli sem pólitískir flóttamenn. Erfítt hefur reynst að koma öllu þessu fólki fyrir. Frá 1. júlí síðast- liðnum hefur Rauði krossinn í Dan- mörku opnað 20 nýjar flóttamanna- miðstöðvar um allt landið og eru þæ_r nú 51 talsins. I síðustu viku var farþegaskipið Norræna, sem er nú í Kaupmanna- höfn, tekið í notkun sem bráða- birgðaaðsetur fyrir flóttamenn. Þar geta 1.000 manns búið í senn. Þetta ástand er nú orðið að póli- tísku bitbeini, af því að margir í hópi aðkomufólksins koma frá svæðum í fyrrum Júgóslavíu, sem borgarastyijöldin hefur ekki náð til. Æ fleiri stjómmálamenn krefj- ast þess að fólki verði umsvifalaust vísað burt, sé umsókn þess um póli- tískt hæli „augljóslega ástæðu- laus“. Það er leyfílegt samkvæmt dönsku flóttamannalögunum, en ákvæðinu sem um það gildir hefur sjaldan verið beitt nema flótta-. mennirnir hafi verið í Danmörku svo mánuðum skiptir. Þegar Rauði krossinn auglýsti nýlega 400 stöður aðstoðarfólks í nýju flóttamannamiðstöðvunum sýndi atvinnuleysisvofan sitt rétta andlit. Um 15.000 manns sóttu um stöðurnar, þar á meðal margt há- menntað háskólafólk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.