Morgunblaðið - 03.10.1992, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992
20
Vöruskiptin hag-
stæð um 1,8 millj.
í JÚLÍMÁNUÐI voru fluttar út
vörur fyrir 7,3 miiyarða kr. og
inn fyrir 6,8 milljarða kr. fob.
Vöruskiptajöfnuðurinn í júlí var
því hagstæður um 0,5 milljarða
Biskup vísi-
terar Snæ-
fellsnes- og
Dalapró-
fastsdæmi
BISKUP íslands, herra Ólafur
Skúlason, heldur næstkomandi
sunnudag, 4. október, áfram vísi-
tasíu sinni í Snæfellsnes- og Dala-
prófastsdæmi, en biskup vígði
kirkjur og söfnuði í Dölum í fyrri
hluta septembermánaðar.
Vísitasía biskups hefst með
messu í Stykkishólmskirkju á
sunnudag kl. 14. Síðdegis kl. 18
verður helgistund á sjúkrahúsinu
og um kvöldið vísterar biskup
Helgafellssókn. Á mánudag heim-
sækir biskup Narfeyrasöfnuð kl. 14
og Breiðabólsstaðarssöfnuð kl. 21.
Biskupsvísitasíunni í Snæfells-
nes- og Dalaprófastsdæmi lýkur
miðvikudaginn 14. október. I för
með biskupi verður eiginkona hans,
Ebba Sigurðardóttir, og prófast-
hjónin á Hvoli, séra Ingiberg J.
Hannesson og Helga Steinarsdóttir.
kr. en í júlí í fyrra var hann
hagstæður um 0,4 milljarða kr.
á sama gengi, segir í frétt frá
Hagstofu íslands.
„Fyrstu sjö mánuði þess árs voru
fluttar út vörur fyrir 50,6 milljarða
kr. og inn fyrir 48,8 milljarða kr.
fob. Vöruskiptajöfnuðurinn á þess-
um tíma var því hagstæður um 1,8
milljarða kr. en á sama tíma í fyrra
var hann hagstæður um 0,4 millj-
arða kr. á sama gengi.
Fyrstu sjö mánuði þessa árs var
verðmæti vöruútflutnings 7% minna
á föstu gengi en á sama tíma í
fyrra. Sjávarafurðir voru um 80%
alls útflutningsins og voru 10%
minni en á sama tíma í fyrra. Út-
flutningur á áli var 9% meiri og
útflutningur kísiljáms var 31%
meiri á föstu gengi en í fyrra. Út-
flutningsverðmæti annarrar vöru
(að frátöldum skipum og flugvélum)
var 3% minna í janúar-júlí en á
sama tíma í fyrra, reiknað á föstu
gengi.
Verðmæti vöruinnflutningsins
fob fyrstu sjö mánuði ársins var
tæplega 10% minna en á sama tíma
í fyrra. Verðmæti innflutnings til
stóriðju var 7% minna en í fyrra,
verðmæti sérstakrar fjárfestingar-
vöra (skip, flugvélar, Landsvirlqun)
var 42% minna en í fyrra, en verð-
mæti olíuinnflutnings fyrstu sjö
mánuði ársins var 6% minna en á
sama tíma í fyrra, reiknað á föstu
gengi. Þessi innflutningsliðir eru
jafnan breytilegir frá einu tímabili
til annars, en séu þeir frátaldir reyn-
ist annar innflutningur (82% af
heildinni) hafa orðið um 8% minni
en í fyrra, reiknað á föstu gengi.“
Byg,ging,amenn styðja
starfsmenn ISAL
FRAMKVÆMDASTJÓRN Sambands byggingamanna Iýsir fyllsta
stuðningi við réttmætar kröfur starfsmanna hjá íslenska álfélaginu
um að VSÍ/ÍSAL samþykki nú þegar sáttatillögu ríkissáttasenyara
og tryggi starfsmönnum fyrirtækisins á þann hátt sömu kjarabætur
og aðrir launþegar hafa þegar fengið.
Jafnframt lætur stjóm Sambands
byggingamanna í ljósi verulegar
áhyggjur af þeim tvískinnungi sem
fram kemur í afstöðu Vinnuveit-
endasambandsins í þessu máli, þar
sem það annars vegar gerir kröfur
um að allir launþegar í landinu sitji
við sama borð varðandi launahækk-
anir, ásamt því að falla frá öllum
sérkröfum, en styður hins vegar þá
afstöðu íslenska álfélagsins að skil-
jrrða samþykki sitt við það að
starfsmenn afsali sér grundvallar-
réttindum, eins og forgangsréttind-
um til viðkomandi starfa.
(Úr fréttatilkymnngu.)
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Fundur innflyijenda Lada í Evrópu
Fundur innfiytjenda Lada bifreiða í Evrópu var haldinn hér á landi nú
í vikunni, en hann sóttu fulltrúar frá Danmörku, Hollandi, Englandi,
írlandi og Svíþjóð auk fulltrúa Bifreiða og landbúnaðarvéla sem hefur
umboð fyrir Lada á íslandi. Á fundinn mættu einnig aðalforstjóri
Lada verksmiðpunnar og útflutningsstjórifyrirtækisins. Lada hóf bíla-
framleiðslu árið 1970 og framleiðir nú um 700 þúsund bíla á ári. Lada
er stærsta bílaverksmiðja Rússlands og hefur hún verið einkavædd
að hluta til. Verksmiðjan flytur út um 300 þúsund bíla að meðaltari á
ári og nema gjaldeyritekjur vegna útflutningsins um 10% af gjaideyris-
tekjum Rússlands. Á myndinni sjást talið frá vinstri: Hr. Boris, útflutn-
ingsstjóri Lada, Gísli Guðmundsson, forstjóri Bifreiða og landbúnaðar-
véla, og Kadanikov, aðalforstjóri Lada verksmiðjunnar.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Norðurlandarallið hefst við Perluna í
Reykjavík og verður m.a. ekin áhorfenda-
Ieið í landi Fífuhvamms í Kópavogi á fyrsta
degi keppninnar til að gefa áhorfendum
kost á að skoða erlendu keppnisbílana á
fullri ferð.
f fyrsta skipti hérlendis verður 280 hestafla
fjórhjóladrifinn Mitsubishi Galant sem hefur
unnið tvö rallmót í Mekka rallaksturs, Finn-
landi. Ökumaður hans verður Harri Raa-
manene, einn af toppökumönnum Finna.
Norðurlandarallið
Sterkar erlendar
áhafnir í keppninni
FÁIR en sterkir erlendir keppendur munu taka þátt í Norðurlanda-
rallmóti Kumho og Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur dagana 9.-11.
október, en þetta verður fyrsta rallkeppnin hérlendis sem gildir til
Norðurlandameistaratitils. Færri keppendur koma til landsins en
vænst var og slök frammistaða landsambanda akstursíþróttafélaga
á Norðurlöndum veldur því. Aðeins Finnar mæta með fullt lið öku-
manna, m.a. sigurvegarinn frá þvi í alþjóðarallinu í fyrra, Saku
Viierima á Ford Sierra Cosworth.
„Norðurlandabúar hafa alveg
tapað andlitinu í þessu máli, við
gerðum ráð fyrir fjöldanum öllum
af keppendum og miðuðum undir-
búning okkar við það. Það er mik-
ill áhugi á rallinu á Norðurlöndum
og á næsta ári munum við einfald-
lega markaðssetja það sjálfir í stað
þess að treysta á erlenda aðila.
Stjóraendur landsambandanna úti
brugðust að verulegu leyti," sagði
Tryggvi M. Þórðarson, keppnis-
stjóri rallsins, en á tímabili var
talað um að 30-40 erlendir keppnis-
bílar yrðu í keppninni. „En útlend-
ingamir sem koma eru með öfluga
bíla, fjórir öflugir Finnar og ítalir,
sem setja örugglega svip á keppn-
ina á móti þeim bestu íslensku.
Keppnin verður góður undirbúning-
ur fyrir stórmót næsta árs, sem
varður kynnt af miklum krafti á
komandi ári,“ sagð Tryggvi.
Einn hinna fljótu Finna er Harri
Ramanen, sem þrívegis hefur orðið
í þriðja sæti í fínnsku meistara-
keppninni. Á þessu ári hefur hann
unnið á teimum stórmótum á
Mitsubishi Galant 4X4 og hann
stefnir á sigur í fínnska meistara-
mótinu á næsta ári. Með honum
ekur Maria Maninen og hefur bæði
keppt sem ökumaður og aðstoða-
rökumaður í rallmótum. „Við stefn-
um á sigur í rallinu á íslandi, sem
verður góður undirbúningur fyrir
næsta ár,“ sagði Maria í samtali
við Morgunblaðið.
Annar ökumaður, sem örugg-
lega stefnir á sigur og kemur að
utan, er Saku Viierima sem vann
í fyrra og ekur nú 270 hestafla
Ford Escort Cosworth. „Bíllinn sem
ég ek núna er ekki eins öflugur
og sá í fyrra, en sjálfsagt hugsar
maður gott til glóðarinnar eftir
árangurinn í fyrra. Keppnin verður
hörð og íslensku ökumennimir
verða örugglega erfíðir núna, þeir
vilja ekki láta vinna sig tvisvar í
röð,“ sagði Viierima. Landi hans,
Peter Geitel, sem varð þriðji í fyrra
mætir á Mazda 323 að nýju.
- G.R.
Andstaða magnast við
lagningu Fljótsdalslínu
27 ATHUGASEMDIR bárust skrifstofu Skútustaðahrepps í gær vegna
fyrirhugaðrar lagningar Fljótsdalslínu samkvæmt E-leið. Þá hafa
nokkrir landverðir og annað áhugafólk safnað undirskriftum frá þvi
í sumar og verður lista með athugasemdum tæplega 400 manna skilað
til hreppsnefndar Fljótsdalshrepps á næstu dögum. Einnig hafa 25
starfsmenn Rarik á Austurlandi mótmælt fyrirhugaðri línulögn um
Ódáðahraun.
Mótmælin koma fram á stöðluðu
mótmælaskjali, þar sem því er hafn-
að að háspennulína verði lögð yfir
Ódáðahraun, samkvæmt A- og E-
leiðum, m.a. á þeirri forsendu að slíkt
mannvirki tilheyri byggð en ekki
ósnortnu víðerai. Landverðir hafa
bent á þá leið að leggja Fljótsdalslínu
meðfram byggðalínunni, norður fyrir
Mývatn. 25 starfsmenn Rafmagns
veitna ríkisins Austurlandsveitu hafa
mótmælt auglýstri línuleið, og benda
á að eðlilegt sé út frá náttúruvemd-
arsjónarmiðum að Fljótsdalslína 1
verði lögð með núverandi byggða-
línu, frá Fljótsdal og norður fyrir
Mývatn. Þeir benda á að bilanatíðni
byggðalínu frá Fljótsdal í Kröflu sé
með því lægsta sem gerist hér á
landi. Þeir telja að með því að velja
byggðalínuleið verði komist hjá stór-
felldum náttúruspjöllum í Ódáða-
hrauni og á Brúaröræfum.
Frestur til að skila inn athuga-
semdum var frá 21. ágúst til 16.
október og var hann auglýstur í Lög-
birtingarblaðinu. Kári Kristjánsson,
sem er í forsvari fyrir landverði í
Herðubreiðarlindum, sem hafa mót-
mælt skipulaginu, sagði að hann
hefði sent athugasemdir frá fjórtán
einstaklingum til hreppsskrifstofu
Skútustaðahrepps fyrir 21. ágúst og
sér verið tjáð að þær yrðu ekki tekn-
ar gildar. Sigurður R. Ragnarsson,
sveitarstjóri Skútustaðahrepps, stað-
festi þetta og sagði að þessar athuga-
semdir yrðu lagðar til hliðar þar sem
formgallar væru á þeim.
Kári sagði að í sumar hefðu safn-
ast tæplega 400 athugasemdir meðal
ferðamanna, einkum erlendra ferða-
manna. „Ég veit að það hafa verið
sendar til þeirra athugasemdir frá
því í júlí, en auglýsingin birtist ekki
fyrr en í ágúst. Að því leyti er form-
galli á þessu hjá okkur sem stöndum
fyrir þessari mótmælaherferð. Við
kynntum þessa nýju leið á grund-
velli gagna frá Landsvirkjun sem
síðar eru auglýst 21. ágúst, og ferða-
menn skrifuðu undir mótmælayfir-
lýsingu á ensku, þýsku og íslensku,“
sagði Kári.
Sigurður R. Ragnarsson sveitar-
stjóri Skútustaðahrepps sagði að at-
hugasemdimar yrðu lagðar fyrir
sveitarstjórn þegar þar að kæmi, en
henni væri á engan hátt skylt að
taka tillit tii þeirra. Hann minnti á
að sveitarstjóm hefði fjallað um
mótmæli í fyrra vegna fyrra skipu-
lags og tekið undir þær að hluta.
Varð það til þess að Fljótsdalslína
E-leið var hönnuð, en sú leið hefur
um 200 milljón kr. kostnaðarauka í
för með sér fyrir Landsvirkjun, miðað
við A-leið.