Morgunblaðið - 03.10.1992, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992
33
Jónína Ámadóttir,
Þorsteiim Sigmunds-
son — Hjónaminning
Jónína
Fædd 15. júní 1920
Dáin 25. september 1992
Þorsteinn
Fæddur 22. apríl 1915
Dáinn 13. mars 1992
Mig langar að minnast ömmu
og afa í nokkrum orðum, en þau
létust með rúmlega sex mánaða
millibili í Sjúkrahúsi Suðurlands á
Selfossi eftir langvinn og erfið
veikindi.
Afi fæddist 22. apríl 1915 í Rifs-
halakoti í Vetleifholtshverfi í Ása-
hrepp, sonur hjónanna Filippíu
Filippusdóttur og Sigmundar Þor-
steinssonar.
Amma fæddist 15. júní 1920 í
Fróðholtshjáleigu á Rangárvöllum,
dóttir hjónanna Guðnýjar Gísla-
dóttur og Árna Helgasonar.
Amma og afi giftust 22. apríl
1943. Synir þeirra eru Grétar,
Árni Vignir og Gunnar Rúnar.
Árið 1943 endurreistu þau býlið
Vestra-Fróðholt og hófu þar bú-
skap. Áður en þau giftust og hófu
búskap fór afi m.a. til Grindavíkur
á vertíð og fór amma með honum
hluta úr vertíð. Afi hélt áfram að
fara á vertíð eftir að þau hófu
búskap og fór þá til Vestmanna-
eyja og Þorlákshafnar auk Grinda-
víkur. Sendi hann þá fisk og annað
góðgæti heim á sveitina er hann
hafði tök á. Amma sá þá um bú-
skapinn ásamt föðurbróður afa,
Elíasi Þorsteinssyni, Ella afa. Það
var svo um haustið 1966 sem þau
hættu búskap á Vestra-Fróðholti
og fluttu að Rangá í Djúp-
árhreppi. Afi vann þá ýmsa verka-
mannavinnu á Hellu og við virkj-
anaframkvæmdirnar inn við Þóris-
ós. Þá fór hann og á vertíð til
Þorlákshafnar vorið 1971, þar sem
þau bjuggu síðan.
Ávallt er gesti bar að garði hlóð
amma borð af alls kyns góðgæti
svo gestirnir gætu gætt sér á, og
passaði hún vel að fólk færi ekki
svangt í burtu. Þá var einnig mik-
ið spjallað er gesti bar að garði
og var afi þá oft í essinu sínu er
rifjaðir voru upp gömlu dagarnir
og var þá gaman að hlusta á sög-
umar hjá afa, enda kunni hann
vel að segja frá.
Mörgum stundum vörðum við
amma saman á kvöldin er afi var
að vinna, flestum fyrir framan
sjónvarpið og fímmtudagskvöldun-
um sem fóru stundum í að spila
er ekkert var sjónvarpið. Þá var
oft stokkið yfir til ömmu og afa,
til að fá að borða, ef haldið var
að eitthvað betra væri í matinn
hjá þeim og varð oft úr hin besta
skemmtun. En þrátt fyrir veikindin
var ávallt stutt í gamanið og glens-
ið hjá þeim. Þá var samheldnin
geysimikil og studdu þau vel við
bakið á hvort öðru í veikindum sín-
um.
Ég kveð nú elsku ömmu og afa
með miklum söknuði og þakka
þeim fyrir allar ánægjustundimar
sem ég átti með þeim. Ég bið Guð
almáttugan að gæta - þeirra og
styrkja fjölskyldur þeirra í þeirra
miklu sorg. Blessuð sé minning
þeirra.
Hjálmar Árnason.
Fyrir skömmu bárust okkur þær
sorgarfréttir, hingað til Lundar í
Svíþjóð, að amma væri dáin.
Skammt er stórra högga á milli.
Fyrir aðeins hálfu ári kvöddum við
afa og lögðum hann til hinstu
hvíldar. Baráttu hans við skæðan
sjúkdóm var lokið. Orrusturnar
höfðu verið margar í þessu stríði,
bæði stuttar og langar, en fram
til þessa hafði afi borið sigur af
hólmi með dyggri aðstoð ömmu.
Slík átök setja óneitanlega spor sín
á líkama og sál, bæði hins sjúka
og lífsförunautar hans. Þrátt fyrir
að mikið baráttu- og lífsþrek hafi
fleytt afa yfir marga hildina í þessu
stríði voru endalokin óumflýjanleg.
Engu að síður er ávallt erfitt að
horfast í augu við þá staðreynd
að ástkær ættingi, vinur og félagi
sé ekki lengur á meðal vor.
Amma stóð sem klettur eftir
fráfall afa, en við sem þekktum
til vissum að hún var ekki vön að
bera sínar þjáningar á borð fyrir
aðra. En djúp hefur sorg hennar
verið við fráfall afa og bar sú sorg
og áralangur heilsubrestur hana
að lokum ofurliði. Nú er hún líka
horfin yfir móðuna miklu.
Minningarnar sækja fram í hug-
ann og snerta viðkvæma strengi í
hjarta okkar. Tómarúmið, sem
skapaðist við fráfall afa og nú
ömmu, verður aldrei fyllt að nýju
nema með minningu um elskaða
ættingja sem höfðu mikið að gefa
og settu spor sín á þá sem umgeng-
ust þau. Betra heimili var varla
hægt að sækja heim. Gestir og
gangandi komu aldrei að tómum
kofanum hjá afa og ömmu. Borð
var hlaðið kökum og öðrum kræs-
ingum og enginn fékk að fara fyrr
en vel hafði verið smakkað á her-
legheitunum.
Amma stóð oft í ströngu við að
<jlda og baka á stórhátíðum, enda
var fjölskyldan stór þegar allir
voru samankomnir. Áldrei var
kvartað, yfir ömmu ríkti alltaf
sama jafnaðargeðið og gleðin skein
úr augunum þegar við komum í
heimsókn. Stórir staflar af flatkök-
um biðu okkar, að ekki sé talað
um hafrakexið. Hlýjan og um-
hyggjan streyndi frá ömmu og
aldrei hnaut styggðarorð af vörum
hennar.
Afi gat verið hijúfur á yfirborð-
inu og miskunnarlaus í skoðunum
en undir niðri mátti hann ekkert
aumt sjá og ávallt var stutt í ljúf-
mennið enda bjó stórt hjarta í
bijósti hans. Frá því streymdi
ávallt hlýja og umhyggja sem við
fengum vel að njóta meðan hans
naut við á lífsleiðinni.
Úr barnæsku koma upp mynd-
brot á þessum vegamótum í lífinu.
Það var ávallt stór stund í lífí lítils
drengs þegar ég átti að fara upp
í sveit til afa og ömmu. Að fá að
trítla með afa á stuttum fótum um
mel og móa í sveitinni og finna
fyrir örygginu þegar litlir fingur
hvfldu í hans stóru höndum. Að
fræðast um dýrin og landið, að
þekkja uppruna sinn og að virða
harða lífsbaráttu forfeðranna. Með
stórum augum og opnum hug
gleypti bamssálin við þessum fróð-
leik, ómetanlegum í uppvextinum.
Það var með miklu stolti og hrifn-
ingu þegar ég sagði við vini mína
að loknu sumri: „Ég var upp í sveit
hjá afa og ömmu. Afi er bóndi.“
Stundum nægði ekki sumarið til
og þá var „strokið að heiman" til
að komast til ömmu og afa, húkk-
að far með ókunnugum, skriðið
eftir skurðum þegar nær dró, með
samviskuna í buxunum. En þá
hafði afi fylgst með mér um stund
af bæjarhlaðinu með sjónauka og
haft gaman af öllu saman. Amma
beið með útbreiddan faðminn og
Sverrir Sigtryggs-
son - Minning
Fæddur 30. ágúst 1925
Dáinn 28. september 1992
Okkur langar til að minnast
frænda okkar, Sverris Sigtryggs-
sonar, sem andaðist 26. september
á Sjúkrahúsi Akraness eftir stutta
legu. Hann í laut lægra haldi fyrir
erfiðum sjúkdómi.
Sverrir fæddist í Ólafsvík 30.
ágúst 1925, sonur hjónanna Guð-
bjargar Vigfúsdóttur og Sigtryggs
Sigtryggssonar sjómanns í Ólafs-
vík. Han var næst elstur af sjö
systkinum. Sverrir fór ungur að
vinna og vann hin ýmsu störf
bæði við sjósókn, fiskvinnslu og
við vegavinnu. 17 ára gamall réðst
hann til Sandgerðis, til hins kunna
aflamanns Guðna á Munin og var
þar við línubeitingar margar vert-
íðar enda var Sverrir harðdugleg-
ur, vandvirkur og eftirsóttur mað-
ur í vinnu.
Árið 1954 stofnar hann ásamt
þremur bræðrum sínum og _Guð-
mundi Jenssyni skipstjóra í Ólafs-
vík, útgerðarfélagið Dverg hf. sem
hann vann við árum saman, ásamt
vörubílaakstri sem var hans aðal-
starf.
Sverrir var einstaklega góður í
umgengni og hjálpsamur maður
sem alltaf var boðinn og búinn til
að snúast fyrir okkur, þegar við
þurftum þess með enda alltaf að
hugsa um velferð okkar allra, og
að okkur liði sem best.
Við viljum með þessum fáu orð-
um þakka honum samfylgdina. Við
munum öll sakna hans, blessuð sé
minning hans.
Björk, Sigurbjörg, Berglind,
Egill, Tryggvi, Pálína,
Bryndís og fjölskyldur.
í dag verður Sverrir frændi
okkar jarðsunginn frá Ólafsvíkur-
kirkju. Hann var næst elstur af
sjö börnum þeirra hjóna Guðbjarg-
ar Jennýjar Vigfúsdóttur og Sig-
tryggs Sigtryggssonar frá Mos-
felli. Þar ólust börnin upp, 6 synir
og ein dóttir. Ungur starfaði
Sverrir við beitningar. En síðar
stofnaði hann útgerðarfélagið
Dverg í Ólafsvík ásamt bræðrum
sínum, Hauki, Þráni og Vigfúsi.
Starfaði Sverrir sem bifreiða-
stjóri við útgerðina allar götur
eftir það. Sverrir lifði og hrærðist
við höfnina og þar hafði hann sinn
besta félagsskap, að tala um afla-
brögð og allt sem að sjósókn
tengdist. Bestu og björtustu æsku-
minningar okkar systra eru sam-
tvinnaðar ömmu og afa á Mosfelli
og þeim bræðrum Sverri, Fúsa og
Hafsteini. Á sumrin fengum við
snemma að fara með upp í tún,
þar sem þeir bræður voru með fjár-
hús, „að hjálpa til“ við heyskap
og önnur störf. Þegar héyskapur
stóð yfir safnaðist fjöldi frænd-
systkina upp eftir og var mikið líf
og fjör, að loknum degi leyfði
Sverrir okkur krökkunum að sitja
upp á palli niður í bæ og þótti
okkur það hið mesta sport þó leið-
in væri ekki löng þótt okkur þætti
það þá, en í dag standa efstu hús-
in í Ólafsvík þar sem túnið okkar
var. Á veturna komum við daglega
að Mosfelli til ömmu til að fá mjólk
og kleinu eða anriað góðgæti.
Sverrir hafði þá gaman að segja
okkur systrum alkyns spaugsamar
furðusögur og glettast við okkur.
Þegar svo við fluttumst frá Ólafs-
vík fylgdist hann með okkar hög-
um í gegnum systur mína og móð-
ur okkar en þar var hann dagleg-
ur gestur og ófáar voru þær stund-
ir sem þeir pabbi áttu yfir kaffi-
bolla að ræða dægurmál hverrar
stundar og auðvitað aflabrögð, net
og trossur. Þegar við komum til
Ólafsvíkur var alltaf gott að kíkja
í kaffi og spjall til þeirra bræðra.
í síðustu heimsókn okkar að
sjúkrabeði Sverris dáðumst við að
samheldni þeirra, umhyggju og
natni hvor við annan, enda var það
ósk Sverris að dvelja heima eins
lengi og hægt var.
„Fylgdu ljósinu og láttu það vfsa
þér veginn heim, þá mun eyðing líkam-
ans ekki verða þér að tjóni. Það er
að íklæðast eilífðinni."
(Lao-Tse)
Hvíli Sverrir í friði og hafi hann
þökk fyrir allt og allt.
Bylgja og Jenný Ríkarðsdætur.
heitt kakó. Þetta kunnu þau að
meta og rifjuðum við oft upp þessa
ferð og hlógum innilega.
Óijúfanleg tengsl bundust strax
á milli okkar og rofnuðu aldrej.
Það var ómetanleg upplifun að fá
að sitja hjá afa við árbakkann og
hlusta á hann tala við árbúann og
fá hann til að bíta á agnið. Alltaf
fékk hann „stærsta" fiskinn í veiði-
ferðunum, ef ekki þann þyngsta
þá þann fallegasta, ef það dugði
ekki til þá hafði afi örugglega
misst þann stærsta af okkur öllum!
Eftir að afi og amma fluttu úr
sveitinni til Þorlákshafnar urðu
samskipti okkar enn tíðari, enda
stutt að sækja þau heim frá
Reykjavík. Ómetanlegur þáttur á
mótunarskeiði unglingsáranna var
að búa hjá ömmu og afa í fjögur
sumur og vinna við fiskverkun.
Iðjusemin var þeim í blóð borin og
var afi duglegur að miðla öðrum
af skoðunum sínum á mikilvægi
vinnunnar. Að fara snemma að
sofa og mæta tímanlega til vinnu
var mikilvægt veganesti sem afi
gaf mér. Tuð og nöldur yfir ærslum
okkar ungmennanna var ein af
leiðum hans til að sýna okkur
umhyggju og ávallt bar hann hag
okkar fyrir bijósti.
Afi var duglegur að segja okkur
„frægðarsögur" af sínum yngri
árum, bæði til að forða okkur frá
villustigum og til að gantast af,
enda var hann mikill og skemmti-
legur sögumaður og auðvelt að
hrífast með honum inn í söguheim-
inn. Amma skaut þó oft inn at-
hugasemdum við skreytni afa, þá
var dregið aðeins úr en síðan hald-
ið áfram á sömu „frægðarbraut".
Oft deildum við afí, bæði um
stjómmál og dægurmál, en aldrei
skildum við sem óvinir og grunnt
var á kímnina þrátt fyrir tilfinn-
ingaheitar umræður. Stutt var i
stríðnina og glensið og ófá voru
„skotin“ sem maður fékk. Mis-
kunnarlaus hreinskilni afa kom þó
ókunnugum oft í opna skjöldu, en
við sem þekktum til lærðum fljótt
að svara fyrir okkur og kunni hann
vel að meta hnyttin tilsvör, hvort
sem þar var af vörum yngri eða
eldri kynslóða. Amma fylgdist
brosandi með og sló á lær sér ef
okkur gekk vel að eiga við afa.
Svo var gert gaman að öllu sam-
an, boðið í nefið eða í vör.
Við kveðjum elsku ömmu og afa
og þökkum fyrir að hafa fengið
að njóta samvistar við þau. Það
er sárt að hafa ekki getað tekið
þátt í lokabaráttunni og veitt þeim
styrk. Við kveðjum þau með mikl-
um söknuði. Það sæti sem þau eiga
í hjörtum okkar verður ekki af
öðrum tekið, enda kemur enginn
í þeirra stað. Þau verða ætíð í
huga okkar. Um tómarúmið, sem
myndaðist við fráfall þeirra,
sveima nú aðeins minningarnar.
Minningar um ástríka ömmu og
afa munu því fylgja okkur í staðinn
og hjálpa okkur að komast yfir
sorgina við fráfall þeirra.
Bæði hafa stigið yfir stóra
þröskuldinn, sátt við lífið og tilver-
una. Þeim hefur verið búinn falleg-
ur hvíldarstaður með góðu útsýni
til lands og sjávar, þar sem sjá
má morgunsólina tindra á jöklinum
og Eyjarnar svífa í hyllingum. Þau
hvíla í friði og njóta sjávarilmsins
og láta hafölduna róa hugann.
Blessuð sé minning elsku ömmu
og afa.
Jón Gunnar, Anna, Andri,
Sandra og Tinna.
SéríVæðingar
i hlómasUnnlinifnni
við öll laHvilaM'i
Skólavördustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími1909»