Morgunblaðið - 03.10.1992, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992
fólk f
fréttum
Þekktir feðgar
eir bræður Þorlákur Krist-
insson, Tolli, og Bubbi
Morthens eiga ekki langt að
sækja listagáfuna. Faðir þeirra,
Kristinn Morthens, er myndlist-
armaður eins og sonurinn Tolli
og hefur haldið margar sýning-
ar. Bubbi hefur hins vegar hald-
ið sig við sönginn og ljóðagerð-
ina þótt vitað sé að hann eigi
einhveijar blýantsteikningar í
fórum sínum. Myndin af þeim
feðgum, Tolla, Kristni og
Bubba, var tekin þegar sá fyrst-
nefndi ognaði sýningu í Lista-
safni ASÍ fyrir skömmu.
HJÓNABÖND
Cruise o g konurnar
NÆTURLÍFIÐ
Nýdönsk senn í Ing-
ólfskaffi
Sveinsbréf í hárgreiðslu og hár-
skurði voru afhent í Ingólfsbæ,
Ingólfsstræti 5, hinn 5. september
sl. Meistarafélag hárskera, Hár-
greiðslumeistarafélag íslands og
Félag hárgreiðslu- og hárskera-
sveina stóðu sameiginlega að af-
hendingunni í fyrsta sinn. Að þessu
sinni útskrifuðust 39 nýsveinar, 32
hárgreiðslusveinar og 7 hárskera-
Tvær af þekktari fegurðardrottningum landsins, Guðrún Möller og sveinar. Myndin var tekin við út-
Anna María Jónsdóttir að skemmta sér í Ingólfskaffí. skriftina.
LISTAMENN
Ekki stóð lokun Ingólfskaffis
eftir brunann á dögunum lengi
og þar hefur allt verið á fullu í
sumar og haust. Staðurinn á sér
tryggan hóp fastagesta sem kippti
sér ekki upp við það þótt nokkrir
neistar hefður þar tendrast í hita
leiksins. Að sögn aðstandenda eru
nú ýmsar breytingar á starfseminni
á döfinni.
Sú helsta sem orð er á gerandi
er, að boðið verður upp á lifandi
tónlist í haust og vetur, en það er
nýlunda í Ingólfskaffi sem hefur
verið með hreint diskóteksyfirbragð
til þessa. Hljómsveitin Nýdönsk er
væntanleg til landsins innan tíðar.
Sveitarmeðlimir hafa verið erlendis
að taka upp efni á nýrri hljómplötu
og verður sú tónlist kynnt í Ingólf-
skaffi þegar þar að kemur.
NAMSLOK
Hágreiðslu-
og hárskurð-
arsveinar út-
skrifast
Fá orð geta lýst tilfinningum leik-
arams Toms Cruise til eigin-
kvenna sinna fyrrverandi og núver-
andi. Blaðamenn bandaríska tíma-
ritsins Spy tóku nýlega saman
hversu fáar og fátæklegar lýsing-
amar á tilfínningum kappans voru
og birtu, illkvittnum lesendum sín-
um til óblandinnar ánægju.
„Ég er hamingjusamari en
nokkru sinni,“ sagði Cruise um
samband sitt við Rogers.
„Þetta hefur verið besta ár ævi
minnar," lét hann hafa eftir sér um
fyrsta hjúskaparárið með Kidman.
„Frá því að við byijuðum saman
hefur ýmislegt lokist upp fyrir
mér,“ sagði Cruise á fyrstu mánuð-
um þeirra Rogers.
Nicole Kid-
man er orðin
besti vinur
Toms Cruise.
„Það er eins og heill heimur hafi
lokist upp fyrir mér,“ sagði Cruise
í upphafi sambandsins við Kidman.
„Mikilvægast af öllu er að Mimi
sé hamingjusöm.“
„Nicole er mér mikilvægust af
öllu.“
„Við eigum allt sameiginlegt,"
var lýsing Cruise á hjónabandi hans
og Rogers.
„Við gerum allt saman,“ sagði
hann um samband sitt og Kidman.
„Ég get ekki ímyndað mér hvern-
ig það er að vera án Mimi eða að
vera einn."
„Mér finnst óþægilegt að vera
íjarri Nicole og henni fmnst óþægi-
legt að vera ekki hjá mér.“
„Við erum saman stóran hluta
dagsins," sagði Cruise er hann var
giftur Rogers.
„Við gerum mjög margt saman,“
sagði hann um sig og Kidman.
„Mimi er besti vinur rninn."
„Nicole er orðin besti vinur
minn.“
Tom Cruise
glaðbeittur
með fyrrum
besta vini sín-
um, Mimi Ro-
gers.
Morgunblaðið/Þorkell
COSPER
íopib
- Maðurinn minn ætlaði að kyssa Lindu Péturs þeg-
ar hún birtist á skjánum.