Morgunblaðið - 03.10.1992, Síða 43

Morgunblaðið - 03.10.1992, Síða 43
MORÖuítótAÐlÐ TATOaMíAGÍjR 'ái 1992 43 FRUMSÝNIR: TÖFFARINN Johnny (Vanilla lce) kemur með hljómsveit sinni í smábæ nokkurn og hittir þar Kathy (Kristin Minter). Johnny reynir að gera allt til þess að vekja áhuga Kathyar sem gengur upp og ofan. Myndin er full af frábærri tónlist frá Vanilla lce og fleiri rapp-tónlistarmönnum. Sýnd í A-sal kl. 5,7, 9 og 11. TILBOÐA POPPIOGKÓKI FERÐINTIL VESTURHEIMS Frábær mynd með Tom Cruise og Nicole Kidman. Sýnd í B-sal kl. 5 og 9, íC-sal kl. 11. KRISTOFER KÓLUMBUS fs*r'i:x.TK-.«n.->í* wiw'i x. Qírktomk Coujmbus Hann var valinn af drottn- Ingu, hvattur í draumi, hann fór.fram á ystu nöf og hólt ófram aö strönd þess óþekkta. - Aðalhlv.: Marlon Brando, Tom Selleck, George Corraface. Sýnd í C-sal kl. 5,7 og 9. Bönnuö innan 12 ára. Reyklaus banki íslandsbanki hefur tekið upp baráttu gegn reyk- ingum í bankanum og hinn 1. október var reyk- laus dagur innan bank- ans. Fjölmennasti ein- staki vinnustaður ís- landsbanka, sem náð hefur því takmarki að vera reyklaus, er útibúið í Garðabæ. í tilefni dags- ins kom einn aðalbanka- stjóranna, Tryggvi Páls- son í útibúið og afhenti viðurkenningu. Þor- steinn Brynjúlfsson úti- bússtjóri veitti viður- kenningunni viðtöku. í góðu skyni Kvikmyndir Arnaldur Indriðason RUSH. Sýnd í Bíóborg- inni. Leikstjóri: Lili Fini Zanuck. Handrit: Pete Dexter eftir sögu Kim Wozencraft. Tónlist: Eric Clapton. Aðalhlut- verk: Jason Patric, Jennifer Jason Leigh, Sam Elliott, Max Perlich, Gregg Allman, Tony Frank, William Sadler. Bíómyndin „Rush“, sem er fyrsta leikstjórnarverk- efni Lili Fini Zanuck fram- leiðanda Ekið með Daisy, segir sorglega og afar niðurdrepandi sögu tveggja lögreglumanna, leiknir af Jason Patric og Jennifer Jason Leigh, er lenda sjálfir í ræsinu þegar þeir smeygja sér inní raðir eiturlyfjasala og notenda til að koma upp um þá. Myndin gefur raunsæja lýsingu á ferð þeirra niðurá við og hvernig þau ánetjast dópinu og líka dópsviðinu sem þau rannsaka - myndin gerist árið 1975 - en þrátt fyrir allt tekst henni ekki að virka full- komlega sannfærandi eins og t.d. „Drugstore Cowboy“ eftir Gus Van Sant, sem einnig fjallaði um dópfíkla þótt á gjör- ólíkan hátt væri. Ástæðan er að hluta til frammistaða Jason Patrie, sem virðist ganga of langt í „metóðu“leiknum svo hann verður tilgerðarlegur þegar síst skyldi og heldur manni frekar í fjarlægð en hitt. Einnig er myndin full- ir tveir tímar að lengd og það vill teygjast á atriðun- um jafnvel þótt handritið eftir Pete Dexter uppúr bók Kim Wozencrafts stytti sér ákaft leið í sömu mund; samstarfsmennirnir Patric og Leigh eru skyndi- lega orðin ástfangin; Patric er skyndilega hætt- ur í lögguleiknum og er orðinn alvöru dópisti; Leigh er skyndilega líka orðin dópisti. Þannig tekur frásögnin stór stökk á milli þess sem hún hægir veru- lega á sér. Og loks er sag- an í raun ekkert ný af nálinni og sögutíminn ekki sérlega áhugaverður því nú blasir við allt annar raunveruleiki en fyrir 17 árum. Tónlist Eric Clapt- ons er þrusugóð og þetta er athyglisverð mynd sem vill gera vel en hefur eftir allt ekki svo mikið að segja. „Rush“ er ekki hasar- mynd með skotbardögum og bílaeltingarleikjum heldur er í miðpunkti henn- ar ástarsaga Patrics og Leighs. Þau lifa í algjöru tómarúmi og eiga ekkert líf utan myndarinnar, eiga enga fortíð, fjölskyldu, vini eða athvarf. Glæpamálin sem þau eiga að vera að rannsaka eru mestanpart geymd í bakgrunninum á meðan við fylgjumst með stöðugri hrörnun parsins. Það er í gegnum frábæran leik Leigh sem maður fær mestu samúðina með per- sónunum því hún er sak- leysinginn á móti hinum veraldarvana og eilíft svala Patric og þótt hún sé einn- ig á tímabili þátttakandi er hún fyrst og fremst áhorfandi að leiknum. Leigh tekst vel að lýsa breytingunni úr nýliða í löggunni í dópista og ang- istinni og örvæntingunni sem fylgir samlífinu með Patric. Hún er það besta við heldur brokkgenga mynd. REGNBOGINN SÍMI: 19000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.