Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 4
’-4-----------------------------------------' - MORGUNBLAÐID FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1992 Morgunblaðið/Sigurgeir Fyrsta síldin til Eyja Fyrsta sfldarfarminum á þessari vertíð var landað í Vestmannaeyjum í gær og menn urðu léttstígari og bjartsýnni. Síldin er heldur fyrr á ferðinni en í fyrra. Það var Sighvatur Bjamason VE, sem kom með fyrsta farminn, 300 tonn. Sfldin veiddist í Beruíjarðarál. ÍTALSKIR saltfiskkaupendur hafa leitað eftir því við Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda að framkvæmd samnings um kaup á 200-300 tonnum af saltfiski verði frestað vegna ótryggrar stöðu í gengismálum. Að sögn Sigurðar Haraldssonar framkvæmdastjóra SIF hefur gengisþróun torveldað alla sölu á Ítalíumarkað. Gengi spænska pesetans hefur einnig fallið gagnvart ECU um 6%. Gengið hafði verið frá samningi á milli ítalskra saltfískkaupenda og SÍF um afhendirigu á 200-300 tonnum af saltfíski til Ítalíu í nóv- ember nk. Sjávarafurðir á Ítalíu- markað frá SÍF eru seldar í evr-1* ópsku mynteiningunni ECU, en frá því 10. september sl. til 5. október hefur gengi lírunnar fallið um 18,8% gagnvart ECU. Á sama tíma- biii hefur líran fallið um 21% gagn- vart Bandaríkjadal og 25% gagn- vart danskri krónu. „Það gefur auga leið að gengi þessara mynta hefur lækkað veru- lega og það setur jafnframt þrýst- VEÐUR kl, 12.00 ... VEBURHORFUR IDAG, 8. OKTÓBER YFIRUT: Við Jan Mayen er 985 mb vaxandi lægð sem hreyfist austur, en vestur af (rlandi er víðáttumikið 1032 mb háþrýstisvæði. 8PÁ: Norðvestan átt, strekkingur og skúrir eða siydduél norðaustan- lands, en þurrt og jafnvel nokkuð bjart veður um landið sunnan- og vestanvert. Heldur kólnandi í bili. VEÐURHORFUR NÆ8TU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Vestan- og suðvestanátt, yfirleitt fremur hæg. Súld eða rigning öðru hverju um vestanvert landið, en lengst af þurrt og sums staðar bjart veður austantil. Hiti á bilinu 7 tll 15 stig, hlýjast austanlands. HORFUR Á SUNNUDAG: Suðaustan- og síðan suðvestanátt, víða nokk- uð hvöss um tíma. Rigning eða skúrir um mest allt land, þó mest sunn- an- og vestanlands. Kólnandi er líður á daginn, fyrst vestanlands. Nýir veðurfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsfmi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. HelrolW; Veðurotola islands (Byggt á veðurspá kl. 16.151 ga»r) o a Heiðskírt Léttskýjað / / / * / * / / * / / / / / * / Rigning Slydda & :Æ Hálfskýjað Skýjað * * * * * * * * Snjókoma Alskýjað V ^ $ Skúrir Slydduél É! Sunnan, 4 vindstig. Vtndörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstigv 10° Hitastig V Súld = Þoka rtig-. FÆRÐA VEGUM: oai7.3orgeBr) Sumarfæri er á öilum helstu þjóðvegum landsins. Ekki er vitað um færð ó hálendisvegum á norðanverðu landinu, má þar nefna Sprengisandsveg norðanverðan, sem er Eyjafjarðarieið og Skagafjarðarleið, og ekki er vitað um færð á Gæsavatnaleið. Kjalvegur og Fjallabaksleiðir, nyðri og syðri, eru snjólausar og sama er að segja um Lakaveg. * Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og ígrænnilínu 99-6316. Vegagerðfn. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavfk hlt! veður 14 alskýjað 8 súld Bergen Helsinki Kaupmannahðfn Narasaraauaq Nuuk Oaló Stokkhólmur Þórshöfn 12 8 léttskýjsð 12 léttskýjað 3 léttakýjað 3 heiðskírt 11 léttakýjað 11 léttskýjað 10 8úld Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Feneyjar Frankfurt Glasgow Hamborg London LosAngeles Lúxemborg Madrid Malaga Mallorca Montreal NewYork Ortando Parf# Madeira Róm Vfn Washington Winnlpcg 20 hetðskírt 14 skýjað 20 skýjað 12 súiú á sfð. klst. 8 hélfskýjað 19 þokumóða 13 skýjað 10 mistur 13 skýjað 14 skýjað 18 þoka 13 skýjað 18 léttskýjað 22 léttskýjað 24 hátfskýjað 5 hálfskýjað 10 helðskfrt 21 8ÚW 12 alskýjað 22 skýjað 23 hálfskýjað 17 alskýjað 8 léttskýjað 5 reykur ing á verðið. Öll gengismál í Evrópu eru upp í Íoft og allar forsendur hafa breyst,“ sagði Sigurður. Amar Sigurmundsson, formaður Samtaka fískvinnslustöðva, sagði í Morgunblaðinu í gær að þegar hefðu komið fram kröfur um verð- lækkanir á sjávarafurðum í erlend- um gjaldeyri í nokkrum viðskipta- löndum okkar vegna gengislækk- ana þar. Sigurður sagði að engar ákvarð- anir hefðu verið teknar um verð- breytingar en gengismáiin torveld- uðu hins vegar alla söíu. Það skyti því skökku við að íslensk stjórnvöld teldu sig geta haldið uppi fastgeng- isstefnu á sama tíma og gengi gjaldmiðla helstu viðskiptalanda okkar hefði lækkað verulega. Hann sagði að það yrði ekki lengur uridan því vikist að endurskoða fastgengis- stefnuna. Sigurður sagði að sérfræðingar um gengismál teldu að gengi lírunn- ar væri óeðlilega lágt um þessar mundir og jafnvel væri útlit fyrir að það hækkaði á næstu mánuðum. í ljósi þessa væri beðið með allar verðbreytingar. Kvóti Hagræðingar- sjóðs verður seldur á frjálsum markaði LJÓST er að nær allur aflakvóti Hagræðingarsjóðs, rúmlega 11.000 tonn af 12.000 tonnum alls, verður seldur á fijálsum markaði að þessu sinni. Eindagi til að neyta forkaupsréttar á veiðiheimildum úr sjóðnum rann út í gær, en þá höfðu um 150 aðilar keypt um 700 tonna kvóta fyrir um 25 milijónir króna. ári, verður farið út í það á næstu vikurn að setja kvóta Hagræðing- arsjóðs á almennan markað í smáum hlutum og verður hann þá seldur hæstbjóðanda hverju sinni, en ekki lengur á föstu lágmarks- verði. Því getur kvótinn bæði farið á hærra eða lægra verði en viðmið- unarverðið var nú. Inn á hinn frjálsa kvótamarkað nú köma því alls um 11.000 þorskígildistonn nú á haustdögum, en ætlunin er að sala kvóta sjóðsins skili um 440 milljóna króna tekjum. Skýringin á því að eindagi á því að neyta forkaupsréttar er svo snemma á kvótaárinu sem raun ber vitni, er sú að með sölu afla- heimildanna nú er ætlunin að íjár- magna rekstur Hafrannsókna- stofnunar á þessu ári, en ekki því næsta. Hinrik Greipsson, starfs- maður Hagræðingarsjóðs, segir að ljóst sé að endurskoða verði reglur þessar, enda ljóst að lítil eftirspum hljóti ætíð að vera eftir aflakvótum í upphafí fískveiðiárs. Þar sem afla þarf fjár til rekstr- ar Hafrannsóknastofnunar á þessu Lögreglan hefur hellt niður 10 tonn- um af bruggi í ár Mál orðin fleiri en allt árið í fyrra LÖGREGLAN í Reylgavík hefur upplýst umfangsmikið brugg- mál í Reykjavík og á Vatnsleysuströnd og hellti niður um 800 lítrum af bruggi í fyrrakvöld. Alls eru upplýst bruggmál orðinn 23 það sem af er árinu og samtals hafa lögreglumenn hellt niður um 10 tonnum, eða 10.000 lítrum, af bruggi. Allt árið í fyrra voru 15 bruggmál upplýst. Hvað nýjasta bruggmálið öðru bruggmáli er upp kom ný- varðar lét lögreglan til skarar skríða á þriðjudagsmorguninn í kjallara húss í Stigahlíðinni en þar lék gmnur á að fram færi umfangsmikil dreifing á bruggi og fíkniefnum. Voru menn frá fíkniefnalögreglunni því með í för. Við húsleit fundust strax 25 lítra kútur með 8 lítrum af landa og nokkuð af fíkniefnum auk áhalda til neyslu þeirra. Auk þess fundust eimingartæki í bfl- skúr við húsið. Tveir bræður, sem oft hafa komið við sögu lög- reglunnar, voru handteknir og færðir á lögreglustöðina en þeir skipulögðu dreifingu og sölu bruggsins, aðallega til unglinga. í beinu framhaldi af þessari aðgerð var látið til skarar skríða á Vatnsleysuströnd og þar fund- ust 7 tunnur með 110 lítrum hver af bruggi. Munu sömu aðil- ar hafa átt það brugg og skipu- lögðu starfsemina í Hlíðunum. Að sögn Ómars Smára Ármanns- sonar er mál þetta talið tengt lega og varðaði sölu á bruggi til unglinga í Grafarvoginum. Mennimir sem hér eiga hlut að máli hafa sótt um að fá að opna vínveitingahús og sent inn form- lega umsókn til lögreglunnar þess efnis. Frá áramótum hafa 23 bmgg- mál verið upplýst hjá lögreglunni í Reykjavík, þar af 13 hjá lög- reglunni í Breiðholti. Allt árið í fyrra upplýstust hinsvegar 15 bruggmál. Pétur Sveinsson rann- sóknarlögreglumaður í Breið- holti segir að þeir hafi ekki ná- kvæmar tölur um það magn sem þeir hafa hellt niður það sem af er árinu en nærri láti að það sé um 10.000 lítrar af braggi sem er mun meira magn en lagt var hald á í fyrra. Hámarki náði tala bmggmála í Reykjavík árið 1990 en þá vom 33 slík mál upplýst. Árið 1989 vom þau hinsvegar 27 talsins. í ár stefnir allt í fjöldi þeirra fari nærri hámarkinu 1990.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.