Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTOBER 1992 19 ----------------------------8T eiginfjárhlutfaH sjávarútvegs frá 1980 og jafnvel fyrr. Þá kemur í ljós að staðan hefur sífellt verið að versna allt frá árinu 1980, með nær samfelldum taprekstri allt tímabilið með þeim afleiðingum að eigið fé greinarinnar fer minnkandi. Eig- infjárhlutfall sjávarútvegs er nú komið langt niður fyrir það sem eðlilegt getur talist í atvinnugrein, hvað þá aðalatvinnuvegi þjóðarinn- ar. Staða fiskvinnslunnar hefur lík- lega versnað mun meir en útgerð- arinnar. Einnig er athyglisvert að eiginfjárhlutfall iðnaðar hefur lækkað á sama tíma, þó ekki sé það orðið eins lágt og í sjávarútvegi. Vandamálið virðist því ekki alfarið vera einangrað við sjávarútveg. Höfundur er viðskiptatræðingur. - - Á -undanförnum -tveim árátugum - hefur oftast verið notast við skammtímalækningar þegar leysa hefur átt vandamál í sjávarútvegi og efnahagsmálum, og lausnirnar hafa því æði oft orðið í formi „skottulækninga". Slík meðhöndlun var þó oft í góðu samræmi við hin- ar yfirborðslegu pantentlausnir við að leysa vandamál í efnahagsmál- um og/eða í sjávarútvegi til skamms tíma, þar sem sjávarút- vegsmál tengjast ærið oft efnahags- málum. Spyrja má hver sé ábyrgð þeirra stofnana sem voru ráðgef- andi í efnahagsmálum á þessu tíma- bili, í stað þess að skella í sífellu skuldinni á stjórnendur í sjávarút- vegi, fyrir utan þá ábyrgð sem stjórnvöld á hverjum tíma bera. Yfirborðsleg umfjöllun sem leiðir af sér ranga niðurstöðu verður þeim mún þjóðhættulegri sem hún-gerist - á valdameiri stöðum, sökum veiga- meiri áhrifa og afleiðinga. Því verð- ur að gera þá kröfu til þeirra aðila sem um málefni sjávarútvegsins og fiskvinnslunnar fjalla hvar sem er, að þeir skoði fleira en „stundarein- kenni sjúkdómsins" og upphrópanir háværra hagsmunaaðila í útgerð. Greina verður vandann og orsakir hans nákvæmlega ef viðhlítandi lækning á að fást, stefni aðilar á annað borð að því að lækning finn- ist á vandamálum fiskvinnslunnar sem og hagkerfisins í heild. Vandamál sjávarútvegs og at- vinnulífs almennt má annars vegar rekja til ytrí starfsskilyrða fyrir- tækja, þ.e. atriða sem fyrirtæki geta ekki haft bein áhrif á. Hins vegar má rekja þau til innrí starfs- skilyrða, þ.e. til atriða innan fyrir- tækjanna- sem þau - geta -haft- bein áhrif á. Ytri starfsskilyrði Ytri starfsskilyrði eru atriði sem eru utan fyrirtækja og þau geta ekki haft bein áhrif á, hér á landi sem og í samkeppnisríkjunum. í höfuðdráttum má skipta ytri starfs- skilyrðum fyrirtækja í fimm flokka, en þeir eru: 1. Umhverfis- og náttúruskilyrði. 2. Efnahagsskilyrði. 3. Stjórnvaldsaðgerðir. 4. Neytendamarkaðir. 5. Samkeppnisaðilar og staða viðkomandi iðngreina. Rétt er að benda á að veika stöðu sjávarútvegs nú má að mestu leyti rekja til uppsafnaðra vandamála mörg ár aftur í timann. Þetta má glöggt sjá ef skoðuð er afkoma og Baldur Pétursson þess að einstaka atvinnugreinum sé ekki mismunað gagnvart erlend- um samkeppnisaðilum. Jafnframt flyst einnig alltaf stærri hlutur botnfiskaflans í vinnslu út á-sjó og vinnsla í landi fær sífellt minna í sinn hlut, m.a vegna margvíslegrar mismununar gagnvart útgerð ann- ars vegar og fiskvinnslu innan EB hins vegar, með samsvarandi verri afkomu. Á meðfylgjandi línuriti má sjá að útflutningur á óunnum fiski og vinnsla á sjó er komin í um 230 þús. tonn (36%) af botnfiskaflanum og um 130 þús. tonn (27%) af þorski, ýsu og ufsa árið 1991! For- svarsmenn fiskvinnslunnar segja lítið sem ekkert við þeim atriðum. Spurningar vaknar oft um það hvort þeir eru að gæta hagsmuna útgerða eða fiskvinnslu. Að miklu leyti ger- ist þetta vegna þeirrar samkeppn- ismismununar sem fiskvinnslan í landi býr við, annars vegar gagn- vart EB og hins vegar gagnvart innlendri útgerð. Slíkt samkeppn- ismisrétti safnast upp í verri rekstr- arafkomu til margra ára, til viðbót- ar óhagræði vegna þeirrar efna- hagslegu upplausnar sem ríkt hefur til Jangs tíma. I raun er um mörg vandamála í sjávarútvegi að ræða, með enn fleiri orsakir, innan hagkerfisins í heild sem og innan greinarinnar sjálfrar. Lausnirnar eru því margvíslegar ef ¦duga eiga í útgerð annars vegar og fiskvinnslu hins vegar. Til árétt- ingar skal þess getið að ástand í sumum greinum iðnaðar og þjón- ustu er oft lítið skárra en í sjávarút- vegi, þó umræðan snúist sífellt um sjávarútveg. Það bendir til þess að eitthvað sé athugavert við þau al- mennu starfsskilyrði sem fyrirtækj- unum hafa verið búin hér á landi til margra ára. OLLSÆTI ÆTTU AÐ VERA ÞÆGILEG Gala salerni með harðri setu Einstaklega vel hönnuð. nr Sérstakt tilboðsverð i n m aa aðeinskr. I ^•'IUU."astgr. R IADSTOFAI SMIÐJUVEGI 4A • S. 681885 (Gatan merkt með grænu). Lágmúla 8. Sími 38820

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.