Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTOBER 1992 25 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir HJORT GISLASON Horfur í færeyskum sjávarútvegi Niðurskurður, gjald þrot og atvinnuleysi SERSTOK ráðgjafarnefnd um áherzlur í færeysku efnahags- lífi hefur lagt til að óhagkvæ- mustu frystíhúsunum verði lok- að og lögð áherzla á sérhæf- ingu í vinnslu. Jafnframt telur nefndin, að enn verði að minnka fiskiskipaflotann, því þrátt fyrir fækkun skipa, hafi afkastageta flotans ekki minnkað, þar sem sá hluti, sem eftir varð, jók afkastagetuna. Þá leggur nefndin tíl heildar- kvóta fyrir mikilvægustu fiski- tegundirnar og að þeim kvótum verði síðan skipt niður á skip. Frjálst framsal verði síðan á aflaheimildum. Til þessa hefur sem svarar milljörðum ís- lenskra króna af opinberu fé árlega verið varið til að styrkja sjávarútveginn, en eftír gjald- þrot Sjóvinnubankans og svipt- ingu sjálfsforræðis Færeyinga í rikisfjármálum, er ólíklegt að fé tíl að styrkja undirstöðuna sé tíl reiðu. Hin bága staða sjávarútvegs- ins í Færeyjum hefur knúið menn til að leita leiða til niður- skurðar og aukinnar hagkvæmni. Afli hefur minnkað ár frá ári, afurðaverð lækkar einnig um þessar mundir, meðal annars vegna óróleikans á evrópsku gjaldeyrismörkuðunum og geng- islækkunar enska pundsins. Síð- asta rothöggið er svo gjaldþrot Sjóvinnubankans, en hann var helzti lánardrottinn sjávarútvegs- ins. Eigendur hans, Föroya Fiska- söla og Tryggingafélag Færeyja, tapa um 5 milljörðum ÍSK á gjald- þrotinu. Árin 1990 til 1991 voru 1,4 milljarðar ÍSK notaðir til að stuðla að úreldingu fiskiskipa og tókst að draga stærð flotans sam- an sem svaraði til 10% miðað við brúttótonn. Veiðigetan minnkaði hins vegar nánast ekkert, þar sem afkastageta þeirra, sem eftir stóðu, var aukin. Ráðgjafarnefnd- in vill því fækka skipum enn frek- ar og taka upp fasta heildarkvóta á helztu fískitegundir. Heildark- vótunum verði síðan deilt niður á skipin og framsal þeirra heimilt. Með því móti færist veiðiheimild- irnar smám saman yfir á þau skip, sem bezt gera. Þessar hug- myndir hafa mætt mikilli mót- stöðu þar sem byggðastefnan er sterk í Færeyjum og yrðu þær rothögg fyrir þær byggðir, sem útundan yrðu. Nefndin bendir á, að fiskfriðun og fiskveiðistjórnun með tíma- bundinni lokun veiðisvæða, reglu- ..--^^.------------------------------------------j--------^---------------------------------------------------~~-----------------~------------------.......,- —----„r.------------ ¦.¦¦¦.—--.------------------------------ Frá færeysku sjávarþorpi. Fækkun fiskiskipa og samdráttur í vinnslu veldur atvinnuleysi og byggða- röskun í Færeyjum. gerðum um möskvastærð og tak- markaðri sókn, hafi ekki skilað árangri. Því verði að minnka flot- ann og verði það ekki gert af skynsemi, geti svo farið að jafn- vel beztu og hagkvæmustu skipin gangi Færeyingum úr greipum. Frystihúsin reyna nú að halda uppi atvinnu með því að flytja inn fisk til vinnslu og ,auka vinnslu- stig afurðanna. Þetta dugir þó ekki til að bæta upp minnkandi afla færeyska flotans og nú er afkastageta vinnslunnar miklu meiri, en þarf til að vinna það, sem reikna má með að berist á land af fiski í nánustu framtíð. Því er aðeins eitt til ráða að mati nefndarinnar; að loka óhag- kvæmustu fyrstihúsunum og/eða leggja áherzlu á sérhæfingu. Hvaða leið, sem verður farin, verður afar erfið. Fækkun skipa og samdráttur í vinnslu veldur atvinnuleýsi og byggðaröskun og þar sem fjárlagagerð hefur að mestu verið tekin úr höndum færeysku landstjórnarinnar og hallalausra fjárlaga krafizt, verð- ur lítið til af fé til að styrkja undirstöðuatvinnuveginn. Sjó- vinnubankinn og aðrar lánastofn- anir í Færeyjum hafa ekki bol- magn til að taka á sig mikil gjald- þrot í sjávarútvegi, en tæpast verður hjá umtalsverðu tapi kom- izt. Ríkissjóður hefur þegar orðið að afskrifa gífurlegar upphæðir vegna ríkisábyrgða vegna fiski- skipakaupa og standa reyndar yfir málaferli vegna ákveðinna mála. Varla verður annað séð, en gífurleg kreppa sé að ríða yfir Færeyjar eftir mikinn blóma og uppgang sem hófst fyrir rúmum áratug, er erlendar skuldir voru nánast engar. Sjávarútvegurinn verður líklega að standa á eigin fótum og framundan virðist ný uppbygging nánast frá grunni. MIÐAVERÐ AÐEINS KR. 600 DREGIÐ VERÐUR 9. OKTÓBER 1.VINNINGUR: | ^ V | 2. VINNINGUR: Til íbúöarkaupa ^^^¦^^^^^^^¦^^M Lancer langbakur m. aldrif árg. 1993 kr. 1.500.000 kr. 1.400.000 15 SKATTFRJÁLSIR VINNINGAR AÐ VERÐMÆTI KR. 9.000.000 HJARTAVERND SÍMI 813755 Drögum á morgun (annað kvöld) L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna ÁRATUGA RANNSÓKNIR OG FORVARNIR í ÞÍNA ÞÁGU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.