Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1992 15 hluta af landbúnaðarvörum^ hefur sýnt sig að vera af hinu góða. í frjáls- ræðinu streitast kaupmenn við að halda verðinu sem mest niðri. Sala á kjöti og mjólkurafurðum í smásöluverslunum hefur reyndar um langt árabil verið talsverður kross á kaupmönnum. Álagningin var, og er reyndar enn, fjarri öllum raunveru- leika. Staðreynd er að nærri fjórar krónur af hverjum tíu sem í kassa matvöruverslana koma eru fyrir sölu á landbúnaðarafurðum. Nú skyldu menn halda að svo stór hluti veltunn- ar færði kaupmönnum talsvert í aðra hönd. Annað kom í ljós, þegar rekstrar- verkfræðingar Ráðgjafarhússins könnuðu sérstaklega arðsemi á sölu landbúnaðarvara í verslunum fyrir fjórum árum. Landbúnaðarafurðirn- ar, sem voru 40,7% af veltunni í búðunum, skiluðu henni aðeins rúm- lega 30% af álagningartekjum henn- ar. Meðalálagning þessa vöruflokks var aðeins 17,2%. Að mati sérfræð- inganna hefði meðalálagningin þurft að hækka verulega til þess að standa undir kostnaði og skila eðlilegri framlegð til ávöxtunar á eigin fé verslunarinnar. Eins og öllum hugsandi mönnum hlýtur að vera ljóst eftir heimsókn í matvörubúð, þá útheimtir landbún- aðarvaran mikla fjárfestingu í búð- Steingrímur Ingason verður of- arlega ef að likum lætur en hann berst um meistaratitilinn ís- lenska. afreka. Svo munum við hinir berjast innbyrðis um bikarinn til handa ís- lensku bflunum." Tveir fljótustu bílarnir í óbreytta flokknum í landsliðunum telja til Norðurlandameistara og það verður því þungur róður fyrir íslensku áhafnirnar gegn þeim finnsku. Einn af öflugustu íslensku bílunum er fjórhjóladrifinn Nissan GTi Haf- steins Aðalsteinssonar og Witeks Bogdanski, sem er leigður erlendis frá og er eins og verksmiðju-rallbíll. Hafsteinn ekur að nýju eftir fimm ára hlé, en hefur ekið samskonar götubíl fram að keppni. „Við hefðum gjarnan viljað prófa bílinn meira og skoða leiðir meira saman, því það er langt síðan Hafsteinn keppti síð- ast. En .bíllinn er sprækur og skemmtilegur, hentar vel á krókótta vegina," sagði Witek. Fyrrum sigur- vegari alþjóðarallsins og fyrrum ís- landsmeistari, Ólafur Sigurjónsson, mætir með spánnýjan Renault Clio, 16 ventla, 140 hestafla bíl sem hef- ur gert mikla lukku á erlendum rall- mótum og kappakstursmótum. Fleiri nýir keppnisbílar verða í keppninni, 250 hestafla Ford Escort Cosworth bræðranna Guðmundar og Sæmundar Jónssonar, sem þeir hafa verið að smíða síðasta árið. „Við erum ánægðir að Dómadalur er ek- inn jafnoft og raun ber vitni, því við þekkjum þá leið, en hefðum viljað reyna bílinn betur. Þetta er frum- smíði og því er óljóst hvað hann gerir, svo er langt síðan við höfum keppt," sagði Sæmundur. Þeir bræð- ur unnu eina keppni á árum áður á Nissan 240RS, sem nú verður í hönd- um Birgis Vagnssonar og Halldórs Gíslasonar, en Birgir er einmitt einn af eigendum Hjólbarðahallarinnar, sem styrkir keppnina. Aldrei hefur verið haldið jafnsterk rallkeppni hérlendis og er sérstök ástæða til að benda höfuðborgarbú- um á keppnisleiðina í landi Fífu- hvamms á. föstudag, en annars fást allar upplýsingar um aðrar leiðir í Perlunni um helgina. — G.K. inni. Það þarf fulkomna og dýra kæla, frystitæki og kjötborð og mik- ið starfsmannahald svo eitthvað sé nefnt. Það þarf líka mikið rafmagn fyrir þessi tæki, allan sólarhringinn og alla daga ársins. Raforkukostnað- ur matvörubúða er út af fyrir sig stórt mál í rekstrinum. í síðasta mánuði barst landbún- aðarráðuneytingu eitthvað af kvört- unum yfír því að verðlækkun á heild- söluverði lambakjöts, sem ákveðin var 10. ágúst 40 kr. lækkun á kíló- verði, hefðj ekki skilað sér í hendur neytenda. í ljós hefur komið að þess- ar kvartanir hafa einkum borist af landsbyggðinni. Það skal fullyrt að víðast hvar, þar sem kaupmenn í Kaupmannasamtökum íslands starfa, skilaði þessi verðlækkun sér til neytenda. Kaupmennska og þá ekki síst matvöruverslunin á í harðvítugu verðstríði. Kaupmaður leggur mikið afl í að fá vöruna inn í verslunina á sem allra hagstæðustu verði, elnmitt í þeim tilgangi að geta boðið hana á kjarakaupum til viðskiptavina sinna. Kaupmaður sem stingur í vasa sinn árangrinum af góðum innkaupum þarf vart að kemba hærurnar í sam- keppni dagsins í dag. Það vita víst flestir að það er eðli kaupmenns- kunnar að bjóða upp á hagstætt verð. Það er eina leiðin til að laða fólk að versluninni. Mikil áföll hafa orðið í matvöru- versluninni á síðustu árum. Bæði kaupmenn og kaupfélög hafa tapað öllum eignum sínum. Um 40% af heildarveltu þessara verslana voru landbúnaðarvörur, hvað segir það okkur? ,. Höfundur er framkræmdasíjóri Kaupmannasamtaka íslands. Skólamálaráðstefna á vegum HIK ÁRLEG skólamálaráðstefna Hins íslenska kennarafélags verður haldin í Borgartúni 6, laugardag- inn 10. október nk. kl. 10 til 16. Að þessu sinni verður glímt við grundvallarspurningar um eðli og tilgang framhaldsskólastigsins enda yfirskrift ráðstefnunnar: Framhaldsskólinn - til hvers? Ráðstefnan hefst með tveimur erindum kennaranna Helgu Sigur- jónsdóttur, Menntaskólanum í Kópavogi, og Atla Harðarssonar, Fjölbrautaskóla Vesturlands. Erindi Helgu heitir Hvað er í pokanum? og snýst um aðdraganda og grein- ingu á nýstefnu í skólamálum og stöðu kennarans í því ferli. Að lesa og skrifa list er góð er yfírskriftin á erindi Atla en hann mun glíma við spurninguna hver skuli vera aðalmarkmið framhaldsskólans og hvernig þurfi að breyta honum til að ná þessum markmiðum. Að loknu hádegisverði verða umræður í hópum og loks pallborðsumræður með þátttöku mætra manna. Það er skólamálanefnd Hins ís- lenska kennarafélags sem annast undirbúning ráðstefnunnar. ISLENSKUR IÐNAÐUR HUGSUN IVERKI islenskur Iðnaður bygglr á hugsun og bekklngu. Hug og hönd er beltt í hver|u verkl, smáu og stóru. Hugvlts- og haglelksmenn í Iðnaðl gegna mlkllvægu hlutverkl í íslenskrl mennlngu. Iðnaðurlnn barfnast hafllelkatólks. Stöndum saman og styrkium verkmenntun I landlnu. Veljum islenska framlelðslu og eflum atvlnnulíf okkar. ISLAND ÞARFNAST IBNABAR. LANDSSAMBAND IÐNAÐARMANNA Samtðk alf Innurekenda i Iðnaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.