Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 22
8£* 22 seer aaHórao .3 aaOAauTMMríi aiGAjavujofloi/. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1992" Einstæðir foreldrar afhenda heilbrigðisráðherra mótmælalista Meðlag nemí helmingi framfærslukostnaðar Meðlag of tengt lágmarks barnalífeyri, segir ráðherra FJÓLA Sigtryggsdóttir, í stjórn Féiags einstæðra foreldra, afhenti Sighvati Björgvinssyni, heilbrigðisráðherra, í Alþingishúsinu í gær undirskriftalista 5.083 einstaklinga sem lýsa yfir fullum stuðningi við frumvarp Kvennalista til breytinga á lögum almannatrygginga og skora á Alþingi að taka það til skjótrar afgreiðslu og lögfesta nú þegar. Frumvarpið gerir ráð fyrir að tekið sé mið af kostnaði við framfærslu barns við ákvörðun barnalifeyris og hann miðaður við að nema ekki lægri upphæð en sem nemi helmingi framfærslu- kostnaðar. Samkvæmt könnun FEF nemur núverandi meðlag að meðaltali % af framfærslukostnaði barns. Heilbrigðisráðherra telur að ekki sé um svo mikinn mun að ræða. Aftur á móti segir hann að núverandi meðlag sé alls ekki fyrir framfærslu. Hann segir að meðlag sé of tengt lágmarks barnalífeyri. hlutfalli ætti framfærsla sex manna fjölskyldu að vera um 180 þúsund og með húsnæðiskostnaði, skatt- greiðslum ofl. þyrfti því 300.- 340.000 þúsund krónur til fram- færslu fjölskyldunnar. Svo háa upp- hæð sagðist hann ekki hafa haft Við afhendingu undirskrifta vegna barnameðlags sagði Sighvat- ur Björgvinsson, heilbrigðisráð- herra, að lágmarks barnalífeyrir væri eitt af því sem yrði að skoða. Hann benti líka á að meðlag væri of tengt lágmarks barnalífeyri. Margir launaháir foreldrar, sem hefðu skilið, losnuðu við að greiða nema um 7.000 kr. vegna fram- færslukostnaðar barna sinna. „Þetta nær engri átt," sagði Sig- hvatur. Aðspurður hvort hann teldi að núverandi barnalífeyrir væri einn fjórði af framfærslukostnaði barns sagðist ráðherra efa það. Hann nefndi dæmi úr sinni eigin fjöl- skyldu og sagði að samkvæmt þessu LÍV mótfall- ið sunnu- dagsopnun Sambandsstjórnar- og for- mannafundur Landssambands íslenskra verslunarmanna sem haldinn var á Egilsstöðum 3. október styður ályktun Verslun- armannafélags Reykjavíkur vegna sunnudagsopnunar versl- anna, að þvi er fram keinur í ályktun sem Morgunblaðinu hef- ur borist. Ennnfremur segir: „Landssam- band íslenskra verslunarmanna fer þess á leit við almenning að hann virði hvíldardaga afgreiðslufólks og fari ekki í verslanir á sunnudögum og öðrum helgidögum." þegar hann var að ala sín 4 börn upp. Aftur á móti segir ráðherra rétt að um 7.000 kr. séu alls ekki fyrir framfærslukostnaði barns. Fjóla Sigtryggsdóttir, úr stjórn Félags einstæðra foreldra, afhenti heilbrigðisráðherra listana. Að- spurð sagðist hún svo sannarlega vona að þeir hefðu áhrif á stjórn- völd enda væri tími til kominn að taka á málum einstæðra foreldra. Hún benti á að meðlag hefði verið nokkurn veginn fyrir dagheimilis- gjaldi fyrir nokkrum árum en hefði dregist aftur úr þannig að nú væri meðlag 7.551 kr. en dagheimilis- gjald rúmar 9.000 kr. Eftir því sem segir í fréttatil- kynningu frá Félagi einstæðra for- eldra vill það vegna mikilla um- Morgunblaðið/Kristinn Fjóla Sigtryggsdóttir afhendir Sighvati Björgvinssyni undirskrifta- lista vegna barnalifeyris. ræðna nú nýverið um styrktarkerfi til einstæðra foreldra leggja áherslu á þá staðreynd að hærri barnabót- um til einstæðra foreldra hafi verið komið á af mjög brýnni nauðsyn. „Þannig átti að reyna að jafna þann aðstöðumun sem er á kjörum þeirra barna þar sem fyrirvinna er ein í stað tveggja, í þjóðfélagi þar sem laun eru það lág að tvo þarf til að framfleyta fjölskyldu. Þær forsend- ur hafa ekki breyst," segir í tilkynn- ingunni og við er bætt að langflest- ir einstæðir foreldrar séu konur á lágum launum. Frekari skerðing barnabóta en þegar sé orðin yrði því reiðarslag fyrir einstæða for- eldra. Skýrsla Verðlagsstofnunar um verðstríð stórmarkaðanna Viðskiptavinir kvarta ekki - segir Jóhannes Jónsson í Bónus VERÐLAGSSTOFNUN ætlar ekki að grípa til neinna aðgerða í kjðl- far athugunar á viðskiptakjörum matvöruverslana og verðstríði stór- markaða þar sem m.a. kom fram að töluvert er um að stórmarkaðir selji vörur undir innkaupsverði og taki vinsælar vörutegundir úr sölu í stað þess að hækka þær í verði án þess að láta reyna á vilja neytenda til að kaupa þær á nýju verði. Annar aðaleigandi Bónus-verslananna segir að ekkert sé óeðlilegt við þessa viðskiptahætti í frjálsri sam- keppni, það sé hlutverk verslunarinnar að leita eftir hagstæðasta vðruverði á hverjum tima, og viðskiptavinir sínir hafi ekki kvartað. Framkvæmdasljóri Hagkaups segir að menn hafi lent í vitahring með álagninguna og séð þá einu leið færa að taka vörurnar úr sölu vegna aðhalds verðkannana. Hann hefur áhyggjur af að innlendir framleið- endur iðnaðarvara geti farið illa út úr þessum hræringum. Talsmenn smærri verslana segja útilokað að stórmarkaðir geti selt svo margar vörutegundir undir innkaupsverði og benda á dæmi um óeðlilega umbun sem þeir fái við vöruinnkaup sem þeir segjast efast um að Verðlagsstofnun hafi fengið upplýsingar um. Guðmundur Sigurðsson yfirvið- skiptafræðingur Verðlagsstofnunar segir að það sé ekki hlutverk stofn- unarinnar að hafa áhrif á það hvaða vörur væru boðnar í verslunum. Skýrslan hefði verið gerð vegna kvartana og kæru sem stofnuninni hefði borist og vildi hún með skýrsl- Fréttatilkynning frá Frjálsa lífeyrissjóðnum Aldrei fjárfest í verðbréfasjóðum MORGUNBLAÐINU barst gær eftirfarandi fréttatil- kynning frá sfjórn Frjálsa líf- eyrissjóðsins: í tilefni þeirrar umræðu sem orðið hefur í sambandi við frest- un innlausna hjá Fjárfestingarfé- laginu Skandia hf. vill stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins taka fram að stöðvun á innlausn og sölu hlutdeildarskírteina verðbréfa- sjóða hefur engin áhrif á eignir eða rekstur Frjálsa lífeyrissjóðs- ins. Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur aldrei fjárfest í hlutdeildarskír- teinum verðbréfasjóða, enda er lífeyrissjóðum ekki heimilt að fjárfesta í slíkum bréfum. Endurskoðun hf. hefur lokið við endurskoðun Frjálsa lífeyris- sjóðsins fyrir fyrstu 6 mánuði ársins og gáfu niðurstöður end- urskoðunar ekki tilefni til neinna breytinga á eignum sjóðsins. Þann 1. júlí sl. skiptust eignir sjóðsins sem hér segir: Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga 54% Ábyrgð banka og sparisjóða 20% Ábyrgð traustra fyrirtækja 6% Fasteignaveð 15% Hlutabréf . 3% Sjóður 2% Frjálsi lífeyrissjóðurinn er rek- inn af Fjárfestingarfélaginu Skandia hf. samkvæmt rekstrar- samningi. Sjóðurinn hefur sjálf- stæða stjórn og aðskilinn fjárhag sem hefur ekki breyst við eig- endaskiptin. Engin breyting hef- ur orðið á rekstri sjóðsins við eigendaskiptin. Félagar í Frjálsa lífeyrissjóðnum þurfa því ekki á neinn hátt að óttast um inneign- ir sínar. Sljórn Frjálsa lífeyrissjóðs- ins Sigurður R. Helgason / Haraldur Sveinsson Bjarnar Ingimarsson Kristján Þorsteiusson Jón Halldórsson. unni vekja umræður um málið og hvetja þannig til eðlilegri viðskipta- hátta. Viðskiptavinir kvarta ekki Jóhannes Jónsson í Bónus sagði að það væri hlutverk verslunarinnar að leita eftir hagstæðasta vöruverði á hverjum tíma. Taldi hann ekkert athugavert við þá viðskiptahætti að hætta að selja vöru án þess að leggja verðhækkun hennar undir dóm neyt- enda. Jóhannes sagði að fólk hefði lengi haldið í merkjavörurnar þó það ætti kost á öðrum ódýrari vörum. Bónus héldi sig við ákveðinn fjölda vörutegunda og yrði því að velja og hafna í því mikla vöruframboði sem nú væri. Hann sagðist ekki hafa heyrt kvartanir viðskiptavina sinna þó vörum hefði verið skipt út fyrir aðrar sambærilegar. Þetta mál væri eingöngu á milli verslunarinnar og viðskiptavina hennar og kæmu hvorki Verðlagsstofnun né aðrir aðil- ar að þeim samningum. Jóhannes sagði að umræddir við- skiptahættir væru eðlilegir þættir í frjálsri samkeppni. Menn yrðu að vanda sig og leita þeirra leiða til að reka fyrirtæki sín á sem hagkvæm- astan hátt. Bónus þyrfti ekki að kvarta undan eftirspurninni. -Þá bendi hann á að verð innfluttra vara hefði ekki hækkað, fremur lækkað, frá árinu 1990. Landbúnaðarvörurn- ar væru þó sér á báti, þær væru allt of dýrar. Sagði hann að menn yrðu að átta sig á nýju umhverfi í versluninni. Jóhannes taldi ekki óeðlilegt að taka vöru úr sölu án þess að reynt hafi á vilja neytenda til að kaupa hana á nýju verði. Varan væri þar með ekki útilokuð. Ef einhver kaupandi sætti sig ekki við þá vöru sem boðin væri í staðinn gæti hann að sjálf- sögðu keypt hana í öðrum verslun- um. Vítahringur Jón Ásbergsson framkvæmda- stjóri Hagkaups sagðist kannast við þau atriði sem Verðlagsstofnun benti á í skýrslu sinni. „Menn hafa Ient í þessum vítahring með álagninguna og ekki talið sig eiga annan kost en að hætta að selja vöruna," sagði Jón. Hann sagði að þetta hefði við- gengist á þessum markaði frá því um mitt sumar. Sagði Jón að heppilegra hefði verið að gefa neytendum kost á að kveða upp sinn dóm yfir verðlagn- ingunni en í huga neytenda væri hið eðlilega verð það verð sem fram kæmi í verðkönnunum og væri blás- ið upp í fjölmiðlum. Sæi það vöruna á n£ju verði væri kaupmaðurinn sak- aður um að sprengja verðið upp. Ekki sagðist Jón hafa áhyggjum af innfluttu vörunni í þessu efni. Hins vegar hefði hann áhyggjur af innlendum framleiðendum sem gætu lent illa í þessu. Það flækti málið og þyrfi að leita lausnar á þeim þætti. Verðkannanir skekkja mynstrið Magnús E. Finnsson fram- kvæmdastjóri Kaupmannasamtak- anna sagði að í niðurstöðum athug- unar Verðlagsstofnunar væri tekið undir það sjónarmið kaupmanna að verðkannanir, eins og þær hafi verið framkvæmdar, hafi ekki verið til góðs. Þær skekktu mynstrið og birt- ist það meðal annars í því að verslan- ir hættu að selja vörur sem þær gætu ekki lengur selt á undirverði. Sagði hann að í verðkönnunum væri verið að bera saman lágt verð og litla þjónustu stórmarkaða í Reykja- vík við hverfaverslanir annars vegar og litlar verslanir .úti á iandi hins vegar. Við þetta sköpuðust ýmis vandamál ogværi það sem Verðlags- stofnun benti nú á aðeins eitt þeirra. Varðandi ásakanir kaupmanna um að þeim væri mismunað við kaup á innfluttum vörum og innlendri framleiðslu sagði Magnús m.a. að menn teldu að dæmið eins og Verð- lagsstofnun setti það upp gæti ekki staðist. Það væri afar skrítið að verslun seldi 170 vörutegundir undir innkaupsverði þegar til þess væri litið að um 40% af sölunni í matvöru- verslunum væri landbúnaðarvörur sem seldar væru með lítilli álagn- ingu. Sagðist Magnús ekki vera viss um að Verðlagsstofnun hefði fengið all- ar þær upplýsingar sem hún hefði beðið um. Þannig nefndi hann að til væru dæmi um að stórmarkaðir fengju meira magn af vörum en skráð væri á nótu í stað venjulegs afsláttar. Það væri dæmi um afleið- ingar þess mikla verðstríðs sem ríkti á matvörumarkaðnum og væri spurning hvað menn ætluðu að láta það ganga langt. í því sambandi rifj- aði hann upp að tapast hefðu 4 millj- arðar í gjaldþrotum í matvöruverslun undanfarin 4-5 ár. Þetta tap lenti að lokum á neytendum. Hvaðan koma peningarnir? „Það er mér með öllu óskiljanlegt hvernig jafn hámenntaðir og góðir menn geta kqmist að svona niður- stöðu," sagði Úlfar Ágústsson kaup- maður á ísafirði og formaður nefnd- ar Kaupmannasamtakanna um verslun í dreifbýli þegar hans álits var leitað. Úlfar sagði að verslanirn- ar þyrftu einhvers staðar áð fá tekj- ur til að standa undir verslunar- kostnaðinum og það gæti ekki stað- ist að verslun væri að selja 170 vöru- tegundir á innkaupsverði eða undir því. Stórmarkaðirnir hlytu að fá óeðlilega umbun frá framleiðendum og innflytjendum til að selja vörurn- ar án taps á þessu lága verði. Sagði Úlfar viðurkennt að stór- markaðirnir seldu sumar vöruteg- undir á 20-30% lægra verði en kaupmenn á landsbyggðinni. Álagn- ing þeirra gæti því ekki verið svo rúm að hún stæði undir stórkostleg- um meðgjöfum með öðrum vörum. Þrátt fyrir það virtust sumir stór- markaðirnir græða á viðskiptunum. Spurningin væri hvaðan peningarnir til að standa undir verslunarrekstrin- um_ kæmu. Úlfar sagði að starfsmenn Verð- lagsstofnunar færu inn I búðirnar og skoðuðu nótur. Þeir þyrðu hins vegar ekki að kanna viðskiptahætti sem tíðkuðust á milli innlendra fram- leiðenda og stórmarkaðanna, þar sem 'verslununum væri umbunað með því að fá meira af vörum en sett væri á nótuna. Dæmi væru um að þriðjungur vörusendingar færi ekki á opinberan reikning og það gerði versluninni kleift að lækka verðið niður fyrir skráð innkaups- verð án þess að tapa á sölunni. Að- eins þeir allra stærstu ættu kost á svona kjörum. Þetta gerði það að verkum að sumar vörur væru á lægra verði í stórmarkaði í Reykja- vík en heildsöluverð án virðisauka- skatts hjá umboðsmanni framleið- andans úti á landi. Úlfar fullyrti að enginn græddi á rekstri matvöruverslana í dreifbýl- inu. Markaðurinn væri víðast hvar of lítill til að standa undir verslun en kaupmennirnir væru að reyna að halda uppi þjónustu fyrir samborg- ara sína við erfiðar aðstæður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.