Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1992 „þettcLr \//réfjst venx- i LagL. //Isetti 'eg prófia- fað d. átidyrunum, hjá /&->'* . að líta um öxl. TM Reg. U.S Pal Olt—all rlQtita reaerved c 1992 Los Angeles Tfmea Syndlcate mmti Mér er sama hvort þú skilur mig eða ekki. Þú hefur aldr- ei skilið eitt né neitt. ?51 ----1----^-T^Cv^i' Ég hef verið á léttu fæði í nokkrar vikur. Mér finnst hálft ár síðan ég byrjaði. HOGNI HREKKVISI BREF TTL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Neyðaráætlun á Grundartanga // {?6TTA Visei eo EKKI. Frá Hallgrími Sveinssyni: EFTIRTEKTARVERT var að lesa í Morgunblaðinu föstudaginn 25. september viðtal við Jón Sigurðs- son forstjóra Járnblendiverksmiðj- unnar á Grundartanga. Starfsmenn verksmiðju þessarar berjast nú fyr- ir lífi hennar og greinilegt er að forstjórinn ætlar, ásamt mönnum sínum, að nota meðöl í þeirri bar- áttu, sem ekki hafa beinlínis átt upp á pallborðið hér á landi þegar hallað hefur undan fæti hjá at- vinnutækjum. Forstjórinn segir að hann og menn hans verði að leita út fyrir fyrirtækið eftir aðstoð. Það þykir þeim hins vegar ekki mögulegt að gera fyrr en þeir eru búnir að taka rekstrinum og sér sjálfum tak á allt öðrum og róttækari forsendum en þeir hafa gert áður, bæði í al- mennum rekstrargjöldum, manna- haldi og starfsmannakostnaði. Þeir séu búnir að gera sér neyðaráætlun sem unnið verði eftir. Ekki er annað að sjá en hér sé um að ræða tímamótayfirlýsingu eða þó a.m.k. all óvanalega. Jón Sigurðsson og menn hans ætla sér að taka til heima hjá sér áður en farið er fram á aðstoð frá öðrum. Og einn athyglisverðasti liður í neyðaráætlun þeirra Grundar- tangamanna er, að það á að lækka laun þeirra hæstlaunuðu aukalega um 7%. Sannleikurinn er sá að hér á landi er vanalega byrjað neðanfrá þegar gera þarf neyðarráðstafanir í íslensku atvinnulífí. Allt of sjaldan er byrjað ofanfrá. Á Grundartanga á greinilega að fara öðruvísi að og er það fangnað- arefni. Að vísu hefur verið tilkynnt um uppsagnir starfsmanna og eru það út af fyrir sig váleg tíðindi. Svo virðist þó að þær uppsagnir komi ekki til framkvæmda fyrr en eftir nokkra mánuði og væri óskandi að sú móralska sókn sem blásið hefur verið til á staðnum geri það að verkum að sem flestir haldi atvinnu sinni, þegar upp er staðið. Þegar neyðin er stærst, er hjálp- in næst. Þeir sem hafa vit og kjark til að hjálpa sér sjálfir munu komst yfir flesta erfiðleika. Við núverandi aðstæður verða íslensk fyrirtæki að skera miskunnarlaust niður kostnað og lækka skuldir. Það er lykilatriði að starfsmenn fyrirtækj- anna, háir sem lágir, geri sér glögga grein fyrir þessu. Þó sumir grenji og berjist um á hæl og hnakka þegar þeir fá ekki eyðslufé eihs og þeim þóknast, má ekki hlusta á slíkt. Það verður að breyta eyðslu- hugarfarinu í íslenskum atvinnu- rekstri, hvað sem það kostar, hvort sem um opinberan eða einkarekstur er að ræða. Og menn verða að taka til í sínum eigin garði, áður en leit- að er eftir aðstoð frá öðrum. Neyð- aráætlun Jóns Sigurðssonar og manna hans er gott fordæmi fyrir aðra sem eru í svipaðri stöðu. HALLGRÍMUR SVEINSSON, Hrafnseyri. Dunganonvar enginn drykkjusvoli Frá Elisabeth Degn: DUNGANON var enginn drykkju- svoli og Súsanna Svavarsdóttir sýnir fádæma þekkingarskort á aðalper- sónunni í leikritinu sem hún skrifar um (skrif Súsönnu Svavarsdóttur um leikritið Dunganon í Mprgun- blaðinu 20. september sl.). Ég átti því láni að fagna að þekkja Dungan- on í mörg ár í Kaupmannahöfn sem prúðmenni og hann var heiðursmað- ur í orðsins fyllstu merkingu. Hann var elskulegur og aðlaðandi maður með mikinn virðuleika. Ég var við- stödd frumsýninguna á „Dungan- on". sem var ástæðan fyrir för minni til Islands. . Ég skil ekki íslenzku, en tilsvðrin hljóta að hafa verið góð, því áhorf- endur skemmtu sér og hlógu, og það eru einmitt viðbrögð manna þegar um Dunganon var að ræða: hlátur- inn var fyrir aðra, einmanaleikann og alvöruna átti hann sjálfur. Kalle gat átt það til að koma með einhverja flausturslega fyndni, sem hann sjálfur hló að, en virðuleiki hans lá alltaf í alvörunni. Hann virtist sem í draumi, maður innsæis og glöggskyggni sem var hnitmiðuð. Þetta voru eiginleikar sem hann gjörþekkti, en menn vita lítið um hjá sjálfum sér, og jafnframt eiginleikar sem við eigum að læra að nýta okkur ef við viljum eiga okkar tilverurétt. í huga sínum - lífsviðhorfi - líkt og í listinni var Dunganon einförull í leit að lífsreynslu. Slíkur maður hlýtur að hafa sínar eigin þarfir. Við eigum ekki að „mótast" eft- ir einhverri þröngri fyrirmynd, okkur ber að hlusta á sjálf okkur og aðra. Að halda því fram að þessi einstaki og göfugi maður með alla sína hæfi- leika hafi drukkið um of er ekki aðeins þröngsýni, það er guðlast. Ég var á íslandi í fjóra daga og mér fannst ég vera svö velkomin. Þið hljótið að vera ein af yndislegustu og frjálsustu þjóðum heims. ELISABETH DEGN Damgárdsvej 7, Stenlose, Danmörku Athugasemd frá gagnrýnanda Sú mynd sem höfundur leikritsins um Dunganon birtir, er af dapurlega drykkfelldum manni og um hann er fjallað í gagnrýninni. Gagnrýnandi ber enga ábyrgð á drykkju Dungan- ons; með öðrum orðum, hafði ekki heiðurinn af því að hella i hann glundrinu. Skrif mín um Dunganon hafa því ekkert með fafræði að gera. Þau hafa ekki heldur neitt með persónu hans að gera. Leiklistargagnrýnandi er ráðinn til að skrifa um sviðsverk, ekki til að dæma um ævi fólks. Hvað guðlast varðar bið ég for- láts. Ég játa að ég vissi ekki að al- mættið hefði stigið niður til jarðar á þessari öld. Súsanna Svavarsdóttir Víkverji skrifar Þróunarfélag Reykjavíkur vakti á sínum tíma athygli á nauð- syn þess að merkja höggmyndir í Reykjavík. Stjórn félagsins samþykkti í júní 1991 að leggja til við borgarráð, að höggmyndir í borginni yrðu greinilega merktar, þar sem fram kæmu nafn höggmyndarinnar, ártal og nafn listamanns, fæðingar- og (dánar)ár. Borgarráð vísaði málinu strax mánuðinn eftir til afgreiðslu borgarverkfræðings, en Víkverji veit ekki til þess að neitt hafi orðið af framkvæmdinni. Nú er ástandið svo, að af 26 höggmyndum í höfuð- borginni eru 7 merktar, 19 með ófullnægjandi merkingu og 10 eru ómerktar með öllu. Annað mál, sem stjórn Þróunar- félags Reykjavíkur ýtti úr vör um svipað leyti og styttumerking- unum var að setja skyldi upplýs- ingaskilti á hús í höfuðborginni 100 ára og eldri. Víkverji þekkir ekki nákvæmlega til gangs þessa máls í borgarkerf- inu, en eins og í fyrra tilfellinu hefur ekki dregið til framkvæmda, þótt rúmlega tvö ár séu liðin síðan málinu var fyrst hreyft. Víkverji hvetur eindregið til þess, að þrátt fyrir erfiða tíma, þá leiði borgaryfirvöld þessi sjálfsögðu menningarmál til lykta strax! xxx Kunningi Víkverja gerði á dög- unum að umtalsefni, hvort virkilega gæti verið algengt, að þegar börn og unglingar kæmu heim til sín með ný hjól, nýja íþróttaskó eða eitthvað annað sem þau hefðu einfaldlega stolið, þá létu foreldrarnir bara eins og ekkert væri. Eða eru foreldrar svo víðs fjarri börnum sínum, að þeir verði ekki slíks varir? Drengur fór á handboltamót á Akureyri í sumar og var meðal annars í Nike íþróttaskóm, sem hann hafði eignast um það bil þrem- ur vikum fyrir mótið. Einn keppnis- daginn skildi hann skóna eftir í hillu í gangi íþróttahússins og þegar leiknum var lokið voru þeir horfnir. Þrátt fyrir mikla eftirgrennslan bæði á mótinu og eftir það fundust skórnir hvergi. Það er með íþróttaskó eins og gallabuxur, ákveðin tegund er meira í tísku en önnur. Víkverji frétti af foreldrum sem voru að kaupa svokallaða Jordan-skó á drenginn sinn. Afgreiðslumaðurinn benti þeim á að ekki væri nóg að merkja skóna, heldur yrði drengur- inn að hafa þá inni í skólastofunni á meðan kennslu stæði, hann yrði að taka þá með sér inn í leikfimisal- inn þegar hann væri í leikfimi og í sundi yrði hann að læsa þá inni í skáp. Sem sagt hann yrði að gæta skónna á sama hátt og hann passaði upp á úrið sitt! i i í i :

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.