Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1992 r fttwjpmÞIafeft Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Ríkisfjármálin Ríkisstjórnin hefur lagt fram fjárlagafrumvarp sitt fyrir árið 1993 og er það gert við mjög erfiðar aðstæður í þjóðar- búskapnum. Samdráttur er í efnahagslífinu og verður næsta ár það sjötta í röðinni, en svo langvarandi efnahagssamdráttur hefur ekki áður orðið á lýðveldis- tímanum. Ástæður samdráttar- ins eru margar og samofnar, en þó veldur mestu um stórfelldur niðurskurður á þorskafla síðustu árin. Heimilaður þorskafli á næsta ári er 205 þúsund tonn, en kvótinn yar 320 þúsund tonn árið 1991. Óhjákvæmilegt er, að það hrikti í undirstöðum efna- hagslífsins við slíkt áfall. Þessu til viðbótar ríkir samdráttur í nágrannalöndum okkar og helztu viðskiptalöndum. Afleiðingin er meira atvinnuleysi en íslendingar hafa reynt í áratugi. Aftur á móti hefur stórkostlegur árangur náðst í baráttunni við verðbólg- una, en hún er lítil sem engin um þessar mundir, og auðveldar það okkur mjög að hefja nýja sókn til aukins hagvaxtar. Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir því, að halli ríkissjóðs á næsta ári verði 6,2 milljarðar og er þá reiknað með 2 milljarða króna útgjöldum (lántökum) til að draga úr atvinnuleysi. Tekjur rikissjóðs eru áætlaðar 104,8 milljarðar króna, eða tæplega 1,8 milljarðar umfram áætlaðar tekj- ur í ár, en útgjöldin 111 milljarð- ar, sem er rúmum 1,1 milljarði minna, en reiknað er með á yfir- standandi ári. Pjárlög 1992 gerðu ráð fyrir 4,1 milljarðs halla á ríkissjóði, en nú stefnir í að hann verði 9,1 milljarður. Hallinn gerir því gott betur en að tvöfald- ast á árinu. Friðrik Sophusson, fjármála- ráðherra, sagði, þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið: „Við erum í vörn í þeim efnahagslega samdrætti, sem við eigum við að stríða. Við munum stíga á brems- urnar eins og á yfírstandandi ári og munum halda okkur við það." Höfuðvandinn í fjármálum ríkis- ins í ár er minni tekjur vegna samdráttarins, en það er einnig Ijóst, áð niðurskurður í útgjöldum hefur ékki tekizt sem skyldi, m.a. vegna stóraukinna útgjalda til atvinnuleysisbóta. En það er ekki ásættanlegt, að hallinn verði ríflega tvöfalt meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir. Stíga hefði mátt fastar á bremsurnar, þótt það sé langt frá því auðveít verk í því árferði og atvinnuástandi, sem við búum við. Þrátt fyrir þetta hefur efna- hagsstefna ríkisstjórnarinnar valdið þáttaskilum og að sjálf- sögðu ber þar hæst sigurinn yfir verðbólgunni, en hún verður væntanlega ekki nema 1,5% á þessu ári að mati Þjóðhagsstofh- unar og aðeins 2% á næsta ári. Þetta breytir öllu efnahagslegu umhverfi landsmanna og auð- veldar nýja framfarasókn. Þenn- an ávinning verður að verja með öllum ráðum og þess vegna er mikilvægt að eyða hallarekstri ríkisins þegar hagvöxtur eykst á ný. Ríkisstjórnin hefur einnig náð verulegum árangri í niðurskurði á lántökum, því lántökur ríkis- sjóðs og annarra opinberra aðila verða um 28 milljarðar í ár en voru 40 milljarðar króna 1991. Ráðgert er að draga enn úr lánsfjárþörfinni um 3 milljarða á næsta ári og er reiknað með, að lántökur hins opinbera á innlend- um lánamarkaði verði innan við helmingur af nýjum sparnaði í stað tveggja þriðju hluta í ár. Þetta stuðlar að lækkun vaxta, sem skilar sér að sjálfsögðu til fólks og fyrirtækja. Jafnframt hefur dregið verulega úr við- skiptahallanum við útlönd, sem er áætlaður 13 milljarðar í ár á móti 19 milljörðum 1991. Fjármálaráðherra varaði mjög við því, þegar hann kynnti frum- yarpið, að erlend skuldasöfnun íslendinga væri orðin alltof mikil og stefnir í að afborganir og vextir verði 30% af útflutnings- tekjum. Undir þessa viðvörun fjármálaráðherra skal tekið, enda kynda erlendar lántökur undir verðbólgu, og það er enn ein ástæðan til að draga úr ríkis- sjóðshallanum, sem að verulegu leyti er fjármagnaður erlendis. Ýmsir lausir endar eru í fjár- lagafrumvarpinu og má þar m.a. benda á, að ennþá er óljóst hver verður niðurstaðan í virðisauka- skattsmálinu, þar að auki hefur ríkisstjórnin boðað breytingar á skattlagningu eignatekna. Samningar eru lausir á vinnu- markaði næsta vor og í frum- varpinu er ekki gert ráð fyrir útgjöldum í því sambandi, óvissa er um tekjuöflun vegna sölu rík- iseigna og loks er gömul og ný reynzla, að útgjöld hækka alltaf í meðförum Alþingis, m.a. vegna undanlátssemi þingmanna við þrýstihópa. Ríkisstjórninni er brýn nauð- syn á því, að halda fast við niður- skurð á ríkisútgjöldunv sníða útgjöldin að tekjunum. Annað leiðir til ófarnaðar, þegar til lengri tíma er litið. Ekki fer milli mála, að fjölskyldurnar og at- vinnulíflð rísa ekki undir ofvexti ríkisbáknsins. Það er þakkarvert, að ríkisstjórnin hefur ekki hlust- að á kröfur stjórnarandstöðunn- ar um hækkun skatta til að eyða hallanum og auka ríkisumsvifin. Það væri versta leiðin, sem að- eins yki á samdráttinn og drægi enn úr atvinnu. Veiðileyfi lækka í Laxá í Kjós 42.000 kr. dagur núá 23.800 kr Mikil lækkun á veiðileyfum er á döfinni í Laxá í Kjós á komandi sumri eftir að stjórn veiðifélags árinnar samdi við Arna Baldursson um áframhaldandi leigu árinnar, en Arni hefur í samvinnu við fleiri leigt ána síðan sumaríð 1988. Mestu verðlækkanir fyrir komandi vertíð nema 43 prósentum og hafa sumir gengið fram fyrir skjöldu og kallað þetta tímamótasamning, samningar annarra um aðrar laxveiðiár hljóti að taka einhver mið af þessu samkomulagi sem er tilkomið vegna háværra krafna veiðimanna um verðlækkanir. Þá er vitað að samningur um leigu SVFR á Norðurá er á lokastigi og einhver lækkun er þar einnig á ferðinni. Árni Baldursson sagði í samtali við Morgunblaðið að leiguupphæðin sem um var samið væri trúnaðar- mál milli sín og veiðifélagsins, en hann gæti staðfest að um verulega lækkun væri að ræða. „Það vill svo til að ég er fyrir nokkru búinn að selja nær allan útlendingatímann og ætla að halda gamla verðinu þar til streitu. Þannig get ég betur greitt niður þær lækkanir sem ég býð upp á á öðrum tímum. Ef við tökum fyrir nokkur dæmi um lækk- unina, þá kostaði dagurinn á tfma- bilinu 12. til 15. júní í fyrra 26.000 krónur. Þessir dagar munu nú kosta 15.800 og er það 40 prósent lækk- Þýski listmálarinn Bernd Koberl- ing slakar á eftir góða vakt í Laxá í Kjós. un. Nokkru seinna, eða 24. til 27. júní kostaði dagurinn 44.000 krón- ur. Það er vinsæll tími kenndur við Jónsmessustrauminn og færri hafa komist að en vildu. Þeir dagar kosta nú 28.600 sem er 35 prósenta lækk- un. Ég býst við að vera með tvö íslendingaholl á dýrasta tímanum í júlí. Þau kostuðu í fyrra 57.000 dagurinn, en lækka nú niður í 48.500 dagurinn, sem er 15 prósent lækkun. „Mest er lækkunin rúm 43 pró- sent. Sem dæmi getum við tekið 11. til 14. ágúst, góðan tíma þar sem íslendingar og erlendir veiði- menn veiða saman á blandað agn. Þeir dagar kostuðu áður 42.000 en lækka nú niður í 23.800. Annað dæmi er hollið dagana 29. ágúst til 1. september þar sem dagurinn í fyrra kostaði 26.600 í fyrra, en lækkar nú í 15.800 dagurinn. Það er 41 prósents lækkun. Árni sagði enn fremur, að hann myndi kanna meðal viðskiptavina sinna hversu stór hópur það væri sem hefði áhuga á því að veiða í ánni án þess að njóta fæðis og gist- ingar. „Mín reynsla er sú að flestir vilja góðan mat og þægilegt veiði- hús samhliða veiðiskapnum, en því er ekki að neita að það er Iflca hóp- ur sem vill engan íburð. Ég mun athuga hversu stór sá hópur er og freista þess að raða þeim saman í holl í lok veiðitímans þannig að ég gæti hreinlega lokað eldhúsinu fyrr. Þess má einnig geta, að fæði- og gistikostnaður mun einnig lækka þó ég geti ekki á þessu stigi nefnt tölur þar um," sagði Árni Baldurs- son. Reykjaborgin RE 25 kemur með Ha Fékkfr trossui Önnur fór í skrúfu Keflavík. „Heppnin hefur verið með okkur fram af en nú er ljóst að við höf- um orðið fyrir talsverðu tjóni," sagði Karl Ólafsson skipstjóri á Haferni KE 14 sem í gær fékk Borgarráð Opnunartími < SAMSTARFSNEFND um lögreglum; reglusamþykkt Reykjavíkur verði brt tima veitingastaða að nóttu til frá þ samþykkt umsögnina. Umsögnin er tilkomin vegna um- sóknar Guðmundar L. Þórssonar, sem rekur veitingahúsið Grillhús Guðmundar, um leyfí til að hafa veitingastaðinn opinn allan sólar- hringinn. Samkvæmt gildandi lög- Fischer lék Spasskí grátt Skák Karl Þorsteins BOBBY FISCHER gjörsigraði Boris Spasskí í sextándu einvígis- skák þeirra í Belgrad í gær. Fisc- her, sem stýrði svörtu mönn- unum í viðureigninni, tefldi byrj- unina mjög hvasst og náði frum- kvæðinu áður en byrjuninni raunverulega lauk. Spasski tefldi byrjunina veikt, hann flæktist f afbrigði sem í fræðibókum má finna öflug svör við og þau kunni Fischer. Strax í niunda leik lét hann mann af hendi sem hann náði skömmu síðar tíl baka með vænlegri st.ödu. Hann mætti ráð- leysislegri taflmennsku Spasskís í áframhaldinu með miklum kraftí. Fischer hrókeraði á lengri veginn og beindi ölium mönnum sínum að veikri kóngsstöðu hvíts. Á meðan gat hvitur sig litið hreyft. Menn hans voru innilok- aði á kóngsvæng, peðin veik og þegar lokaatlaga Fischers hófst var engin spurning um úrslit. Skákinni vill Spasskí örugglega gleyma sem fyrst. Fischer hefur nú hlotið sex vinninga í einvíginu en Spasskí þrjá. Sautjánda skákin verður tefld í Belgrad í dag. Hvítt: Boris Spasskí Svart: Bobby Fischer Benóní vðrn 1. d4 - Rf6, 2. c4 - c5, 3. d5 - d6, 4. Rc3 - g6, 5. e4 - Bg7, 6. Bg5?! Spasskí verður hér strax á óná- kvæmni. Kjósi hann biskupnum reit á g5 er betra að leika fyrst 6. Be2 - 0-0, 7. Bg5 sem beinir skákinni í farveg Averbachs-afbrigðisins. 6. - h6, 7. Bh4 - g5,8. Bg3 - Da5 Nú hótar svartur að drepa peð á e4 þar sem riddarinn á c3 er lepp- ur. Hvítur valdar því peðið á þann hátt sem eðlilegast er, en þá lumar Fischer á mjög skemmtilegri mannsfórn sem raunar hefur sést áður. 9. Bd3 9. Rxe4!, 10. Bxe4 - Bxc3+, 11. bxc3 - Dxc3+, 12. Kfl - f5, 13. Hcl - Df6 Svartur hefur fengið tvö peð fyr- ir riddarann og til viðbótar er ljóst að hvítur verður að láta annan bisk- upinn af hendi fyrir peðin. Sam- kvæmt upplýsingum frá Belgrad hefur næsti leikur Spasskís ekki sést í fræðibókum fyrr. Sá leikur er líka vanhugsaður, því með fram- rás h-peðsins veikir hann kóngs- stöðuna. 14. h4? - g4!, 15. Bd3 - f4, 16. Re2 - fxg3, 17. Rxg3 - Hf8, 18. Hc2 - Rd7!, 19. Dxg4 - Re5, 20. De4 20. Dh5+ - Kd8 var engu skárra, því þá hótar svartur bæði biskupn- um á d3 og að fanga drottninguna með 21. - Bg4. Hlutskipti Spasskís í áframhaldinu ér hálf dapurlegt, því menn hans eru innilokaðir, peðastaðan veik og mótspilið í raun ekkert. 20. - Bd7, 21. Kgl - 0-0-0, 22. Bfl - Hg8, 23. f4 Spasskí grípur til þess úrræðis að gefa peð í von um eitthvað mót- spil. Um aðra kosti var varia að ræða því hrókurinn á hl kemst ekki í spilið, riddarann á g3 má ekki hreyfa vegna hótunarinnar 23. Rf3+ og hrókurinn á c2 er sífellt bundinn við að valda peðið á f2. 23. - Rxc4, 24. Rh5 - Df7, 25. D 2' 2' þ n; el K D V( D 2' E le Sl í! 2 e í B

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.