Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1992 •••••••*•••••*••••••••••••••••••• •••••••••••••••••••• ¦¦.¥:¦¦ -___—_____* Sýndkl.5og11. J^l Bönnuð innan 16 ára. J^ ••••••••* Bragðlaus vanilluís Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Töffarinn („Cool as Ice"). Sýnd í Laugarásbíói. Leikstjóri: David Kellog. Handrit: David Stenn. Aðalhlutverk: Vanilla Ice, Kristin Menter. Það er spurning hvort Töffarinn með rappstjörn- unni Vanilla Ice sé bíómynd eða röð tónlistarmynda- banda. Lítt spennandi frá- sögnin, sem reyndar þolir varla bíómyndalengd, er sí- fellt brotin upp með gljáf- ægðum tónlistarmyndbönd- um þar sem hinn myndar- legi aðalleikari og kærast- ans hans eru í aðalhlutverki annað hvort á risavöxnum mótorfáki hans eða í róm- antísku tilhugalífmu. Slitróttur söguþráðurinn fjallar um rapparann hvíta og blökkumannagengi hans, sem er vandlega falið i skugganum af honum. Rapparinn verður skotinn í smábæjarstúlku á leið sinni út í rapptómið og flækist inn í glæpamál því faðir stúlkunnar er vitni í felum og glæpamenn eru komnir í bæinn að hefna sín á hon- um. Verst fyrir þá að vita ekki um Vanilluísinn. Þetta er fyrsta „bíó- mynd" rapparans og geng- ur hún öll út á að vera sval- ur gaur, öll framkoma, klæðaburður, málfar og meiningar miðast að því að vera ótrúlega góður með sig og þar með nokkurn veginn hrútleiðinlegur. Mestu skip- ir að taka sig vel út í mynd, sitja með réttum halla á mótorfáknum og hafa alltaf skælur framan í sér sem minna á hundsglott. Ef þetta er rapp má það vera afar ómerkilegt. Hér er ekkert fyndið, frumlegt eða skemmtilegt á ferðinni. Handrit og leik- stjórn miða að því að sleikja upp Vanilluísinn og troða inn eins mörgum tónbönd- um í myndina og hægt er. Leikurinn er vondur og per- sónurnar hallærislegar og ástarsaga einhver hin lummulegasta. Um stjörnugjöf ætti að vera óþarfi að fjölyrða því eins og Vanilluísinn mundi segja: Ef ætlarðu núna á mynd- ina sjálfa, minni ég á að hún fær bara hálfa. Opið hús Fullorðinsfræðslunnar Fullorðinsfræðslan á fjögurra ára starfsafmæli um þessar mundir og er að því tilefni boðið upp á 25% afslátt í októbermánuði. Sunnudaginn 11. október er opið hús til kynningar og upplýsinga og boðið upp á kaffi og meðlæti frá kl. 14-18. Fullorðinsfræðslan er til húsa að Laugavegi 163, m. hæð. Nemendafjöldi skólans frá upphafi nálgast nú óðfluga fyrsta þúsundið og þúsundasti nemandinn fær frítt námskeið í verðlaun. Bæði er boðið upp á námskeið og námsáfanga á grunn- og framhaldsskóla- stigi ásamt námsaðstoð og einstaklingskennslu. Einna mestra vinsælda hafa frá upp- hafi notið fullorðinsnám- skeiðin „byrjun frá byrjun" í ensku, dönsku, sænsku, spænsku, íslenskri stafsetn- ingu og grunn- og verslunar- reikningi en þau eru einmitt að hefjast 12. og 19. október. Syndkl.7.10, 9.1 Oog 11.10. IMúmeruð sæti. Forsala frá kl. 16.00. S E M Á>H4«M«N 1 ÁKVEÐIN MYND 0G LAUS VIÐ ALLA TILGERÐ... *¦»-% -rm-*A í FULLKOMINTÆKNIVINNA,TÓNLIST,HUÓÐOGKLIPPING. D.E - Variety. ÞETTA ER KVIKMYND SEM SKIPTIR MÁLI. ó.h.t. Rás 2. FULLKOMLEGA HRÍFANDI. s.G. Rás 1. SÉRSTÆTT 0G HRÍFANDI STÓRVIRKIa.i. Mbl. SANNKÖLLUÐ STÓRMYND. B.G. Tfmlnn. Leikstjóri: KRISTÍIM JÓHANNESDÓTTIR. Sýndkl. 5, 7.30 og 10. Verð kr. 700. Lægra verð fyrir börn innan 12 ára og ellilífeyrisþega. VEROLDWAYNES ¦¦ . Framsóknarflokkur með fund í Súlnasal Framsóknarfélag Reykja- víkur efnir til fundar í kvðld, fimmtudag, í Súlna- sal Hótels Sögu kl. 20.30. Pundarheitið er „Ráðþrota ríkisstjórn — breytinga er þörf'. Framsögumaður er Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokks- ins. Fundurinn er opinn öllum og mun Steingrímur svara fyr- irspurnum fundarmanna. Smi^RÆNIRTÓMATAR Wjt 'f! "?* GOHKVOLDHR. WALLENBERG **•* F.I.BI0LINAN. Sýndkl. 9.10 og 11.10. FklEtí- • ;W Jj ¦ ¦..."..ÍUIIM.Í W«,MX • ••AI.MBL. ****Bíólínan. Sýndkl. 5og7.05. ***A.I. MBL. * • *Pressan. Sýndkl.5,7,9og11.10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.